Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ör-jeppar
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Már Guðnason 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.10.2005 at 17:26 #196526
AnonymousHvað segja menn um þessar auglýsingar bifreiðarumboðanna. Þegar þeir eru að auglýsa ALVÖRU JEPPA. Þ.a.s Kía, Rav og all þetta smá dót. Eru menn samála þeim að þetta séu jeppar eða alvöru jeppa. Þó þeir séu kannski á grind og með háu og lágu drifi. Ég lagði í dag við hliðina á einum slíkum á fólksbílnum mínu og fannst mér nú ekki mikill munur á þessu fyrir utan að jepplingurinn var 4×4. Mér finnst þessa auglýsingar vera að koma aðeins aftan að sakleysingum sem kaupa þetta sem jeppa, og skreppa síðan á fjöll og komast þá að því að þetta kemst ekki yfir smá steinvölu, eða lenda í vandræðum í skorningum sem jeppakallar á 38 tommu taka ekki eftir. Ofsa kveðjur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.10.2005 at 17:56 #530036
Það voru allnokkrar svona tíkur sem urðu fyrir skemmdum í ánnum inni í Mörk í sumar svo dæmi sé tekið og þó allt hafi farið vel að því ég best veit gæti slíkt endað með slysi. Ég er því sammála að þetta er ábyrgðahlutur.
Kv – SkúliP.s. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 3742/24602
Þennan myndi ég reyndar telja ‘alvöru’ en hefði þetta veið Rav eða jafnvel Jimny hefði hann líklega skondrað á hliðina.
27.10.2005 at 18:08 #530038ég held að menn ættu nú að fara varlega í að dissa þessar "tíkur" því sumar þeirra eru nú bara ansi duglegar, samanber Suzuki.
Legg til að formleg skilgreining verði sú að ef bíllinn er með millikassa þá kallist viðkomandi bíll jeppi.
Margur er smár þótt hann sé knár….. eða var það öfugt ????
kv
AB
27.10.2005 at 18:18 #530040Er þá Subaru Jeppi ?
27.10.2005 at 18:44 #530042Eruð þið orðnir eitthvað verri strákar? Það er hægt að fara sér að voða á hvaða bíl sem er, saman ber [url=http://www.mountainfriends.com/images/sum04/sum04_28.jpg:18egw116]þetta[/url:18egw116]
Annars var tekin smá rispa varðandi hvað þyrfti til þess að bíll gæti flokkast sem jeppi [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/2082:18egw116]hér á spjallinu[/url:18egw116] fyrir nokkrum misserum. Ef ég man rétt fannst ekki betri skilgreining en að miða við skriðhlutfall upp á c.a. 1/30. Korando miklu betri en það en ég held að það standi tæpt að nýjustu pajero bílarnir nái þessu, a.m.k skálfskiptu bílarnir. Toyota RAV og Honda CR-V er ekki jeppar því þeir eru ekki einu sinni með lágu drifi.
-Einar
27.10.2005 at 18:55 #530044Benedikt, gerir sportrönd Lödu að sportbíl. Nei Subaru er augljóslega fólksbíll en ég viðurkenni þó að skilin eru alltaf að verða óskýrari….
Sjálfsagt hægt að rífast yfir þessu endalaust eins og öðru
27.10.2005 at 18:57 #530046Mér finnst það ágætis skilgreining að sá bíll sem er með millikassa sé jeppi en aðrir kallaðir jepplingar eða borgarjeppar eins og Brenhard kallar CRV bílinn.
Svo er einnig regin munur á Kia og Kia, Kia Sportage nýrri bíllinn fellur vissulega undir þann flokk að vera jepplingur en Kia Sorento sem er búið að auglýsa töluvert í blöðum undanfarið hlýtur að teljast vera jeppi.
Samanber það sem Skúli sagði um Korandoinn þá held ég að Sorento sé talsvert öflugri, ég reyndar finn ekki miklar upplýsingar um Korando en Sorento er töluvert þyngri (léttasti Sorento bíllinn er 1957 kg en Korando 1650).
Subaru hlýtur að verða skilgreindur sem fjórhjóladrifinn fólksbíll (allavegana á meðan hann er óbreittur).
Samt sem áður hugsa ég að munurinn á t.d. Subaru og Sportage eða Rav4 sé ekki mikill nema hvað Subaruinn liggur örugglega talsvert betur sökum þess hve mkið lægra hann er byggður. Ég hef verið að skoða myndaalbúm hér á síðunni sem ég reyndar man ekki hver á en hann er búinn að fara talsvert á Rav4 bílnum sínum jafnvel þó að sumir kalli þetta jeppling eða jafnvel TÍK eins og summir komust að orði.
En fyrst og fremst er gott að bílstjórinn viti hvað hann má bjóða bínum sama hvort það er jepplingur eða fullbreytt tröll á 38" eða þaðan af stærra því að öll getum við lennt í vandræðum ekki satt?
27.10.2005 at 18:59 #530048það er til gott íslenskt orð yfir svona millistig milli fólksbíla og jeppa það er jepplingur. Vandamálið er að markaðsfólk bílaumboðana finnst þetta ekki nógu flott til að setja í auglysingar. en þeir eru hugsanlega að valda sjálfum sér og sérstaklega kúnnanum vandræðum. það eru dæmi um miljónatjón útaf því að eigandi hélt að hann væri á jeppa og festi bílinn í á. skilgriningin á jeppa er að hann hafi lágt drif og hægt að læsa fram og afturdrifi saman. Sumir mundu líka gera að skilyrði heilar hásingar og sjálfstæða grind. en það skulum við láta liggja milli hluta.
27.10.2005 at 21:20 #530050Mig minnir að gamli International Scout sem var óneitanlega stór, grófur alvöru jeppi hafi fengist með millikassa án lágadrifs og gömlu Bantam/Ford/Willis voru nú ekki sérlega stórir bílar þó að þeir séu undanfarar allra síðari tíma jeppa. Þannig skilgreiningin verður væntanlega alltaf erfið og óljós.
27.10.2005 at 22:13 #530052Eik, þetta skot var nú eiginlega fyrir neðan beltisstað. Að vísu var Gunni hási bara á 38′ þarna þegar krúserinn flaut upp rétt eftir að myndin var tekin. En þetta var náttúrulega ekki jeppafæri þarna yfir, í besta falli trukkafæri. Þó svo Gunni hafi látið vaða, enda farið áður ýmislegt.
Auðvitað er stærð ekki allt sbr. forfeðrana sem Einar Steins nefnir og Súkkur hafa auðvitað gert góða hluti þó auðvitað séu þetta léttir bílar ekki heppilegir í straumharðar ár. En í gamla daga voru ekki þessir kynblendingar í flórunni og flokkunin því auðveldari. Fór ekkert á milli mála hvað var jeppi og hvað ekki, en eins og á öllum öðrum sviðum er veröldin flóknari í dag.
Eða hvað.Fjallajeppi: Fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, orginal dekkjastærð +29“, hæð undir lægsta punkt x cm (hvað eigum við að vera kröfuhörð, kannski 35 cm? þá fyrir utan hásingar), hásingar framan og aftan (að sjálfsögðu).
Hálfjeppi: Allt ofantalið en klafar í stað hásinga að framan og jafnvel aftan (nýtanlegt á fjöllum en þarf auðvitað að greina þessa frá hinum hreinræktuðu).
Borgarjeppi: Fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, hæð undir lægsta punkt 25 cm (leiðréttið mig ef ástæða er til um þetta, ég þekki ekki vel þessar ‘tíkur’ og veghæð þeirra).Jepplingur: Fjórhjóladrif, hæð undir lægsta punkt 25 cm.
Fjórhjóladrifinn fólksbíll: Fjórhjóladrif.
Þetta er allavega eitthvað til að rífast um!!!
Kv – Skúli
27.10.2005 at 23:03 #530054Benni (Hm) 44“ pajeroinn þinn er aðeins kvart jeppi samkvæmt síðustu skýringum þar sem hann er með klafa bæði að framan og aftan ???.
Við höfum tekið nokkra snúninga á þessu umræðuefni hérna á vefnum og höfum aldrei komist að niðurstöðu, aðeins eigin álíti. það er alveg sama hvernig við reynum að skilgreina jeppa, jeppling eða þaðan af minni ökutæki, þá viðsvekkjum aðeins þá sem rétt ná ekki í jeppaflokkinn. Ég tala alltaf um jeppann minn þó hann sé aðeins Pajero á 38“, á honum hef farið á alla helstu jöklu landsins (að Drangajökli undanskildum). Ef einhver segir að jeppinn minn sé ekki jeppi þá er eins gott að hann/hún geri það undir nafnleynd.
kv. vals.
27.10.2005 at 23:16 #530056Nafnleynd já, það hefði kannski verið vissara að nota svoleiðis í síðasta pistli. Eigum við þá ekki bara að segja að ég hafi þetta eftir félaga mínum, bara svona þannig að mér verði óhætt að mæta á árshátíðina.
Kv – Skúli (eða félagi hans)
28.10.2005 at 00:19 #530058Ég veit ekki betur en að íslandsmeistarinn í torfæru í fyrra sé lágadrifslaus og sá sem varð í öðru sæti í ár.
Og er svo ekki blái ofur willysinn hjá Sæma sterka, sá sem er með 540 chevy big block á 38 tommu lágadrifs laus.
PS.
Lágadrifið er það ekki bara diesel eitthvað ?
Kveðja jeepcj7
28.10.2005 at 00:29 #530060Ég skal viðurkenna það að það var svolítið vafasamt að benda á rauða crúserinn í Jökulsá Vestari, en það var bara út í hött að setja mynd af Korando í þessu samhengi.
Ég held að okkur dugi tveir flokkar, jeppar og jepplingar. Niðurgírunin segir mest til um það í hvorn flokkinn bílar lenda. Þessir bílar sem Honda umboðið hefur verið að auglýsa sem "borgarjeppa" eru ekki neitt lægra gíraðr en venjulegir fólksbílar og hljóta því að flokkast sem fólksbílar eða jepplingar, það er að vísu aðeins hærra undir þá en flesta fólksbíla. Veghæðar tölurnar sem Skúli stakk upp á hér að ofan eru óraunhæfar, hæð undir óbreytta jeppa er um eða undir 20 sm.
Hvort bíllinn er með millikassa eða ekki segir ekki alla söguna um niðurgírunina. Amerískir pallbílar hafa oft verið með 1. gír sem er álíka lár og venjulegur 1 gír í lága drifi.
Minnir líka að ég hafi eitthverntíman séð að Unimog væri ekki með sérstakann millikassa.-Einar
28.10.2005 at 00:46 #530062Sælir.
Núna held ég að mönnum sárvanti snjó.
Þegar umræður á vefnum ganga út á það að menn velti fyrir sér hvað kalla skuli bíla sem eru í millistærð, milli fólksbíls og jeppa.
Vissulega er rangt að kalla þessa jeppa hvort sem er borgarjeppa eða slyddujeppa. jepplingur ætti lítið betur við en ég skil ekki hvers vegna menn eru svona ósáttir við tilvist þessara bíla.
Þessir bílar hafa valdið miklum breytingum á flota landsmanna þar sem meginþorri landsmanna sem ferðast um landið sitt á sumrin vantar örlítið meiri bíl en fólksbíl en langar ekkert til að reka jeppa. Það er ekkert út í bílana að sakast þó að eigendurnir aki þeim út í ár upp á von og óvon um að komast uppúr en það á líka við um "alvörujeppakalla". Ég treysti mér til að finna mun fleiri myndir og sögur af mönnum á fullbreyttum og velbúnum jeppum lenda í hremmingum í ám heldur en af þessum ofur-fólksbílum.
Kv Izan
28.10.2005 at 01:19 #530064ja konan mín segir nú reindar að stærðin skipti nú ekki öllu…
28.10.2005 at 01:34 #530066Ég hef farið víða að sumri til og hef rekist á stóra jeppa sem ætla sér of mikið, æða út í ár og sitja þar fastir og koma jafnvel upp með brotin drifsköft eða einhvern annan búnað í ólestri og myndi ég halda að þar væri um að ræða sök bílstjórans en ekki gæði jeppans eða hversu fullkominn eða breyttur hann er. Ég er ekki að bauna á einn né neinn, en finnst svolítið skondin umræðan ykkar á millum hér á vefnum því þið þrasið um gæði bílanna en gleymið kunnáttu bílstsjórans að stjórna sínu flotta ökutæki. Þannig að ef þið pælið í einu þá getur verið þrusu gaman að þvælast á sínum jeppling ef maður veit hvað bíllinn kemst og getur þrátt fyrir að hann er bara RAV sem stendur sig jú mun betur en fólksbílar í smáófærð og er hægt að bjóða honum mun meira.
kveðja, mhn
28.10.2005 at 07:22 #530068
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta er mjög einfalt, jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP…
en svona í alvöru talað, þá eru mörkin svo tæp á þessu að það er varla hægt að benda á þau, við erum með full breytta bíla lágadrifslausa og svo fólksbíla með millikassa, mestu máli held ég að skipti að menn viti áhættuna sem að fylgir því að aka út í vatn og mætti það svosem allveg fylgja með á blaði þegar jeppar, jepplingar o.s.fr. eru keyptir.
það yrði samt örugglega frekar flókið verkefni að koma því í öll umboð og allar bílasölur, en hver veit, gæti gengið…
28.10.2005 at 14:22 #530070Það er eins gott að ég finni ekki félagann þinn í fjöru Skúli minn þá mundi eitthvað slæmt gerast :-).
Nú er byrjað að snjóa og þá ætti þessi vonlausa umræða/þrætur að linna en það er alltaf jafn gaman að lesa þær mis rugluðu hugmyndir sem menn koma með yfir nafngiftir á ökutækju landsmann.
Ein spurning: er Subaru á 38“ jeppi eða jepplingur eða kannski bara típískur fólksbíll ???kv. vals.
28.10.2005 at 14:56 #530072Ég leyfi mér að efast um að Subaru á 38" sé skráður sem Subaru, er ekki komin grind undan einhverju öðru og þá skráður sem slíkur?
28.10.2005 at 17:57 #530074Þegar slíkt farartæki verður á vegi manns er auðvelt að sjá hvers kyns er. Það er bara eins og gert er við aðrar kyngreiningar, þ.e. kíkja undir það! Og þá er tékklisitinn sem ég… uuuu…. félagi minn setti fram hér að ofan ágætis hjálpartæki. Þó með þeim breytingum á sentimetrafjölda sem eik kom með, mig grunaði að þetta væri kannski óraunhæfar veghæðartölur.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.