Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Opið hús.
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Baldvinsson 12 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.06.2012 at 21:01 #223712
Það er svolítið skrítið, það hefur engin mætt til að opna húsið á tveimur síðasliðnum fimmtudögum. Er búið að leggja opiðhús niður? það þarf kanski að fjölga húsformönnum svo þetta gangi upp eða hvað er í gangi ?
S.B. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.06.2012 at 21:48 #755147
Sælir félagar.
Mig langar að spyrja hvort til séu reglur um aðgang og viðveru í félagsaðstöðu okkar að Eirhöfða 11. Ef til eru tæmandi reglur þarf að setja þær á nefndarsíðu Húsnæðisnefndar. Það er erfitt að fara eftir reglun sem eru til en hvergi sjáanlegar. Ef engar reglur eru til aðrar en huglægar ágiskanir hvers og eins sem hefur lykil er ekki von á góðu. Þá getur Húsnefnd engan vegin haft stjórn á þeim málum sem henni er ætlað. Allir samskiptamátar á vegum klúbbsins þurfa að vera í nokkuð föstu formi. Ég býst við að fleirri en ég hafa tekið eftir að víða má bæta og lagfæra.
Kv. SBS.
14.06.2012 at 22:52 #755149
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það stendur til að fjölga í Húsnefnd. Einnig er stjórn að undirbúa leiðbeiningar varðandi umgengni og notkun félagsaðsöðunar, þar með talið hvernig "opið hús" fer fram.
Hugmyndin er að þetta verði klárt eftir sumarfrí og verður póstur sendur á alla nefndarmenn þar sem þetta verður kynnt. Einnig verður birt samsvarandi frétt hér á vefnum. Meiningin er að gera nefndirnari virkari í "opnu húsi" með einhverju móti.
Ég veit ekki hvers vegna engin hefur mætt til að opna síðastliðna fimmtudaga, en vona að það hafi ekki valdið miklum óþægindum.ÓE
15.06.2012 at 13:35 #755151Á sýnum tíma þegar flutt var upp á höfða stóð til að aðstaðan yrði lokuð yfir sumarið. Ég og nokkrir aðrir mótmæltum þessu þannig að það var hætt við það. Í beinu aframhaldi af því tókum við ég MHN (Maggi H)að okkur að sjá um opið hús og var ákveðið að það yrði opið alla fimmtudaga ársins nema með einni eða tveimur undantekningum.
Þetta gekk allt mjög vel þangað til að þriðji aðilji var tekinn inn. Ég ætla ekki að rekja þá sorgar sögu frekar.
Ég hef áhuga á að þessi liður félagsstarfsinns eflist því að þetta kemur til með að vera alltaf stærri hlutur af því, þar sem að menn hafa með hækkandi eldsneitis verði minni möguleika til að ferðast en vilja koma saman og ræða málið.
Þess vegna að mínu mati ætti stjórnin að huga að þvi mjög alvarlega að fá fólk með góðar hugmyndir og jákvæðan hugsunar hátt að taka að sér að sjá um OPIÐ HÚS og hætta þessum kjánaskap eins og þetta er núna. Og ef félagið ætlar að fara að kaupa húsnæði þarf gott fólk til að sjá um það og ætti stjórnin að hugsa svolítið framm í tímað með það, með skipan nýrrar hússtjórnar núna.
K.V. S.B.
15.06.2012 at 14:31 #755153Við verðum allir að vera í andlega góðu jafnvægi meðan stjórn er að setja okkur reglurnar. Það er í mörg horn að líta svo öllum líki. Það væri tillaga að menn póstuðu á stjórn hugmyndir og samskiptahættir með húsið svo sem flestum líkaði. Ég hefði viljað fá dagatal á heimasíðuna til að panta fundarpláss fyrir nefndir og fleirri dagskráliði. Einnig mætti halda skrá yfir alla þá sem setja lykilinn í gatið og erindi þeirra í húsið en það er nú kanski of langt gengið.
Kv. SBS.
15.06.2012 at 15:56 #755155Sæll Siggi.
Þar liggur meðal annars ástæðan, þetta jafnvægi það hefur bara ekki verið fyrir hendi.
Mig hefur oft langað til að standa fyrir hinu og þessu á opnu húsi fá menn til að kynna hitt og þetta ofl. en eins og staðan er í dag treysti ég mér ekki til þess.
Þess vegna tel ég mjög brínt að það verði skipt út núna og önnur hússtjórn taki við svo að félagslífið gjaldi ekki fyrir þessa vitleisu sem viðgengs núna.
Kv.S.B.
27.07.2012 at 09:17 #755157Hér er allt læst hver ræður þessu og ? Lokk lokk og læst allt í stáli Loka fyrir köllum og næstum fyrir öllum
nema fyrir ?
27.07.2012 at 09:57 #755159Strákar!! Eigum við ekki að láta sem opið húsið sé lokað þar til annað kemur í ljós. Svo er eitt, þeir tveir sem skjálfa sem mest er þeir sjást eða hugsa til hvers annars. Þið verðið að reyna að ná ykkur niður. Svona skaðar félagslífið og menn forðast að vera þar sem þið eruð á sama stað. Ég veit þið hafið skynsemi til þess.
Kv. SBS.
27.07.2012 at 14:33 #755161Sæll Siggi.
Þetta hefur ekkert með þessa tvo að gera , þannig að það sé á hreinu.
Það sem málið sníst um er það , að það voru tveir menn sem komu þessu á að þetta yrði opið allt árið og sáu um þetta ásamt fleirum. Þetta hefur ekkert með einhverjar sumarfríis elitur að gera. Þetta var líka áhugi að byggja félagslífið upp. Allavega komu það margir á opið hús að það var greinilega þörf að það yrði opið yfir sumarið.
Svo breittist allt , þessir tveir voru flæmdir burtu við tók,( ég ætla ekki að nota neitt lýsingar orð yfir það , það yrði einhverjum ervitt að kingja því) Skrítingi sem allt í einu þurfti að fara í sumar frí og öllu skelt í lás.
Málið að þessir tveir eru hvorugir í vinnu þannig að þetta var ekkert vandamál að hafa alltaf opið, en þetta vildu menn ekki hlusta á. þeir voru bara ekki ákveðnum aðilja þóknanlegir , því skildi losa sig við þá og útkoman er þassi sem hún er í dag LOKAÐ HÚS vegna sumarleifa.
En víkjum svo að öðru, vanvirðingin og ómerkileg heitin í garð þessara manna sem byggðu þetta upp, að stjórnin skuli hafa látið sig hafa þetta að eiðilegga störf þessara manna bara sí sona að það finst mér allgerlega víta vert.
ég hefði haldið að það þitfti frekar að byggja upp er að rífa níður.
Þetta er ekki góð aðferð til að fá menn til að taka þátt í störfum klúbbsins.
En vonandi áttar stjórnin sig nóu fljótt á þvi að þessi hússtjórn kemur alldrei til með að ganga upp.
Þú varst að tala um reglur, það á bara að vera ein regla , húrið á að vera aðgengilegt félagsmönnum þegar þeir þurfa og vilja að nota það.
Ég vona að þetta skíri etthvað , en ég hef grun um það að einhverjir eigi eftir að yfirgefa félagið eins og staðan er í dað.
Það er svolítið skrítið að þeir sem hafa komið á opið hús eru farnir að hittast hjá krúserunum á fimmtudögum.
Svoldið skrítið að þurfa að fara í aðra klubba til að hitta félagana. Segir þetta ekki eithvað.
Kv, S.B.
28.07.2012 at 17:40 #755163Eru ekki allir í [b:e5s5hv2c][color=#FF0000:e5s5hv2c]STUÐI[/color:e5s5hv2c][/b:e5s5hv2c] ???
30.07.2012 at 03:00 #755165Glæsilegt svar hjá þér
30.07.2012 at 09:52 #755167Jæja er þetta ekki að verða gott. Eiga ekki öll dýrin að vera vinir í skóginum?
Mér finnst það allavega.
Kv Bjarki vinur
30.07.2012 at 11:50 #755169Það finnst mér
30.07.2012 at 13:02 #755171Sé bara ekkert af því að hafa þetta hús lokað yfir sumartímann…. það er ekki eins og að klúbburinn leggi upp laupanna af því.. enda er nóg um að vera hjá fólki á þessum tíma.
30.07.2012 at 16:47 #755173Já Dolli minn þér getur fundist það , en það eru menn sem hafa gaman að koma saman og kjafta yfir kaffibolla , afhverju að taka það af þeim?
Málið er nefnilega það að félagið er að rotna innan frá vegna þess að það er ekki hugsað um hin almenna félaga og það virðist vera að mönnum sé fyrir munað að koma auga á þær staðreyndir.
Ég ætla ekki að fara frekar út í þetta því að heimskan virðist ríða gróu á leiti og fleiri mórum vel skaflajárnuðum um hóla og hæðir sem aldrei fyr , en már datt í hug vísur sem mér finst vel passa við suma einstaklinga og gerðir þeirra.Bjartri móti blasir sól
bóndans veru staður
þróast á þeim hórdóms hól
hræsni líi og slaðurHér um hlaðið róum reið
ranglætið og íllgirnin
líi og slaður skellti á skeið
skárri er það nú fyllkinginLátum svo þetta næja að sinni, en þei sem koma illa fram sjá um sig sjálfir.
Kv. S.B.
30.07.2012 at 18:29 #755175Ég verð nú bara að segja nokkur atriði. Af hverju verða menn alltaf að fá allt upp í hendurnar? Af hverju koma menn og konur ekki með tillögur að hinu og þessu og skotta sér saman um að gera alls konar hluti?
Mér þykir mjög miður þegar menn fara þetta hörðum orðum um þá sem fórna sínum frítíma í að halda utan um svona félag og eru án nokkurs vafa að gera sitt besta í því og eiga þeir eins og aðrir líka rétt á sínu fríi eins og aðrir.En auðvitað gerist ekki neitt nema félagar í Ferðafélaginu 4×4 taki líka af skarið. Það þýðir ekkert að sitja bara heima og kvarta yfir því að ekkert gerist.
Allt á góðu nótunum hjá mér og ekkert skítkast, vildi bara koma minni skoðun á þessu á framfæri.
Kv Kristján Hagalín
Einn sem bíður spenntur eftir komandi vetri og er byrjaður að dansa snjó dansinn
30.07.2012 at 23:16 #755177það vantar svona like takka hérna… 😉
Við verðum að halda félagslífinu og klúbbnum jákvæðum. Og við verðum að átta okkur á að svona félagsstarf verður aldrey byggt upp af einhverjum 1 eða 2 það er jákvætt og skemmtilegt viðhorf til allra sem gerir klúbbinn
31.07.2012 at 00:40 #755179Það er akkúrat þetta sem ég er að reyna að koma mönnum í skilning um Bassi og það má heldur ekki rífa niður það sem aðrir hafa gert til að gera hlutina að sýnum.
Til þess að virkja hin almenna félagsmann þarf að gera eithvað fyrir hann, það þarf ekki að gera mikið til þess að mönnum finnist þeir skipta máli og komi á fullu með í félagsstarfið . Einhverskonar uppákomur einu eða tvisvarsinnum á sumri þar sem koma saman fjölskildur ,vinir og kunningar. Ég er ansi hræddur um að margir séu í félaginu bara til að fá afslátt af bensíni , oliu og varahlutum og ef það að einhverjum ástæðum brigðist er þetta fólk farið , þess vegna finst mér svo mikils vert að byggja inra starf klúbbsins miklu öflugra upp en raun ber vitni.
Það væri til dæmis verðukt verkefni fyrir skemmtinefnd að standa að einhverju í þessu sambandi.
Enn þetta eru kanski bara hugar órar gamalls karls sem ætti að vera dauður fyrir löndu allavegana hafa vit á því að halda kjafti og vera ekki að angra sér æðra fólk, en því miður er mér ekki alveg sama um klúbbinn og þess vegna stenst ég ekki mátið , en það er vonandi að þessi umræða ens og hún er búin að vera skemmtileg eða hitt þó, opni augu manna fyrir því sem skiptir verulega máli .
Kv. S.B.
31.07.2012 at 01:37 #755181Stefán… kaffi og kleinur eru kannski allt það sem fólk vill koma í þegar það leggur leið sína á opin hús.
Mikið af fólki er að byrja sín fyrstu skref í klúppnum og vill fólk smá kennslu þegar það kemur í húsið en er feimið við pryrja um hana… það mætti td hafa dekk á felgu sem það gæti spreytt sig á að tappa í … spotta til að læra hina ýmsu hnúta og splæsa svo það sé ekki í vandræðum þegar það kemur af þvi að spotti slitnar. og hvað sé best að leggja ofan á spotta þegar dráttur er framundan.
Svona kennslu sem er önnur en sú sem litlanefndin hefur verið með í vetur af sinni alkunnu snilld þar sem farið ofan flest það sem skipir í máli og myndum.
Það eru margir sem myndu leggja sín kunnáttu til málanna og vilja aðstoða þetta fólk við þá hluti sem þau hafa kannski aldrei komið nálægt.
Opnu húsin í mínum huga eru ekki bara samkomustaður fyrir kaffi og kleinur.. þetta er aðstaða ferðklúbbsins og hana á að nýta líka til að fá fleiri nýliða sem vilja læra þessa hluti og hvernig á td að nota td drullutjakk eða þá tjakka sm þau eru með í sínum bílum við hina mis erfiðu aðstæðna sem koma upp.
Mæli með þvi að opin hús verði notuð á þessa vegu í vetur og auðvitað að hafa gott kaffi á könnunni og jafnvel klinur eða kex til að bjóða fólki með eftir að það er búið að sreyta sig á þessu sem ég legg til… þá er það allavega komið aðeins nær þeim hlutum sem koma til með vera í bílum þeirra og þá getur það hugsanlega bjargað sér á þeim í stað þess að horfa á hlutina og segja hvað á að gera við þetta og hvernig virkar það !
Bara mín 2 cent í umræðuna og ég er tibúinn að koma með stál og hníf skera nokkra niður svo það byrjað á að splæsa saman og jafnvel splæst auga á spottann sinn í leiðinni.
31.07.2012 at 11:54 #755183Sæll Dolli.
Þetta er alveg lauk rétt hjá þér en þetta er bara hluti af því sem þarf.
Kv.S.B.
31.07.2012 at 19:52 #755185 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.