Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Opið eða lokað vhf
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
29.11.2007 at 19:28 #201285
AnonymousAll nokkuð hefur verðið fjallað um það meðal okkar félaganna, hvort vhf kerfi klúbbsins eigi að vera eingöngu fyrir félagsmenn 4×4 og þá aðila sem hafa keypt sér aðgang að því líkt og LÍV og fleiri og björgunarsveitir. Eða hvort opna eigi kerfið fyrir alla. Það væri gaman og fróðlegt að heyra álit manna á þessu og fá rök beggja fram.
Kv Ofsi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.11.2007 at 19:57 #605058
Það kemur ekki til greina.
Eikur hugsanlega álag meira (það er nógu erfitt að finna lausar rásir nú þegar).
Hætta á að klúburinn tapi af tekjum þar sem margir borga gjöld til þess að hafa aðgang að kerfinu.
29.11.2007 at 20:30 #605060Meðan félagsgjöld klúbbsins eru notuð til að greiða kostnað vegna reksturs á endurvörpum og leyfisgjöld til P&S vegna rásanna finnst mér algjör krafa að rásir klúbbsins séu fyrir meðlimi klúbbsins og enga aðra.
Eðlilegt er þó að gera undantekningu með björgunarsveitir og sambærilega starfsemi.Þetta er min einkaskoðun, en eins og ég hef sagt og skrifað hér áður tel ég að með gjaldi okkar til P&S séum við að kaupa okkur sérleyfi til að nýta umræddar rásir í friði fyrir öðrum. Með því að taka við greiðslunum frá okkur hlýtur P&S að verða skyldugt til að stöðva eða hindra notkun annarra á rásunum ef við förum þess á leit.
Ágúst
29.11.2007 at 21:51 #605062Vhf kerfið er opið öllum sem vilja hlusta. Og það er ekkert sem hægt er að gera í því. Ég veit ekki til þess að einhverjir vilji leifa almenningi að brúka tíðnir klúbsins. Ég og einhverjir fleiri hafa hinsvegar viljað að öllum sé heimilt að hafa tíðnirnar í minni stöðva sinna en aðeins greiðandi félagar megi nota tíðnirnar, með því fengist aukin hlustun á alt kerfið sem eykur á gildi vhf stöðva sem öryggistækis.
30.11.2007 at 10:37 #605064Þetta er áhugaverð vangavelta. VHF er í eðli sínu opið kerfi og eina "vörnin" sem við höfum er að takmarka hverjir hafa rásirnar forritaðar í stöðvar og að halda tíðnum og sítónum leyndum. Leynd er samt ekkert öryggi né "læsing" en eina úrræðið sem er í boði.
Endurvarparnir eru "eign" félagsmanna, þeir eru settir upp að hluta til í sjálfboðavinnu, einnig aðkeyptri vinnu sem félagsmenn greiða, þeir eru reknir fyrir félagsgjöldin. Tíðnileyfisgjöldin eru líka greidd af félagsmönnum sem veita afnotarétt fyrir ákveðinn aðila á ákveðnum tíðnum.Það er mjög skiljanlegt viðhorf þegar maður er búinn að verja peningum sínum og tíma í að byggja eitthvað upp að maður vilji ekki leyfa hverjum sem er að labba um á misskítugum skónum.
Öryggissjónarmiðið skil ég hins vegar mjög vel og væri gaman að reyna að skapa smá umræðu um það atriði. Væri t.d. skynsamlegt að gefa "hlustunartíðni" endurvarparásana upp? Hve mikið viðbótaröryggi væri í þessu? Er mjög algengt að t.d. túristabílar séu með stöðvarnar á "scan" þegar þeir eru að þvælast út um allt? eru þeir ekki bara á sinni prívat rás og myndu hvort eð er ekki verða varir neyðarkalls á VHF? Myndi þetta úrræði og umræða jafnvel skapa meira falskt öryggi en raunverulegt?
30.11.2007 at 11:14 #605066Ég held að það sé nauðsynlegt að gera greinamun í þessu á endurvarparásunum og svo beinu rásunum. LÍV, FÍ og Útivist hafa aðgang að endurvarparásum og greiða klúbbnum fyrir það. Þannig þarf ekki endilega að opna beinu rásirnar fyrir hverjum sem er þó beinu rásirnar séu opnaðar og upp á öryggisfaktorinn er það sú aðgerð sem hefði mest áhrif. Á hinn bóginn liggur auðvitað mestur kostnaður klúbbsins í endurvörpunum og gjaldið fyrir þær rásir er mun hærra en fyrir beinu rásirnar. Það er útaf fyrir sig merkilegt að það sem klúbburinn gerir í öryggismálum er skattlagt hæst, en það er kannski önnur saga.
Persónulega finnst mér alveg koma til greina að opna þetta kerfi, en þá miðað við að rekstur þess væri styrktur umtalsvert af ríkisvaldinu í stað þess að vera skattlagt. Eiginlega hef ég þá trú að það hljóti að vera hægt að fá það í gegn og trúi eiginlega ekki ennþá að þessari skattlagningu Póst&fjar á öryggismálum á fjöllum sé ekki hægt að fá hnekkt.
Kv – Skúli
30.11.2007 at 12:33 #605068Ég er mótfallinn því að almenningur megi setja inn 4×4 rásir.
Frekar finnst mér að fara ætti á leit við PFS eða ríkið að styrkja uppbyggingu endurvarpa sem væru á sér rás og ætluð sem ,,neyðarrás“ fyrir almenning.kkv, Úlfr.
E-1851
30.11.2007 at 12:56 #605070Mér finnst að almenningur eigi ekki að fá að geta sett þessar ráisr inn hjá sér. Það er í lagi að bjóða FÍ´,útivist og Lív aðgnag þar sem þeir eru oft á fjöllum á þeim stöðum sem við erum líka. og með því er komin öryggis kerfi sem virkar fyrir alla. En um leið og allir geti fengið sér þessar rásir þá verður vonlaust á ná í lausa rás og umferðinn á kefinu verður allt of mikil.
kv
Þórður Ingi
30.11.2007 at 13:36 #605072VHF kerfi 4×4 er annarsvegar tíðnir sem klúbburinn hefur fengið úthlutað og hinsvegar endurvarpar. Mest af kostnaði klubbsins liggur í endurvörpunum, sem kosta bæði mikið af tíma og peningum. Undanfarin ár hefur klubburinn fengið styrk af fjárlögum, upphæð þessa styrkst er svipuð og gjaldið sem Póst og Fjarskiptastofnun rukkar fyrir afnot at tíðnum, en mest af því er vegna endurvarpanna.
Ég held að það sé ekki ágreiningur um það að viljum að þetta kerfi komi félagsmönnum að sem mestu gagni, bæði til þess að tala milli bíla, og sem öryggiskerfi sem dregur lengri vegalengdir. Til þess að kerfið nýtist félagsmönnum, þar að koma í veg fyrir misnotkun þess.
Yfir 95% af kostnaði klúbbsins er vegna endurvarpanna, en mest af notkuninni er á beinu rásunum.
Það er því ástæða til þess að velta því fyrir sér hvort við eigum að standa í rekstri endurvarpanna. Verði svarið játandi, hljóta öryggissjónarmið að vega þar þyngst. Því fleiri sem geta hlustað, því meiri líkur eru á að eitthver heyri neyðarkall. Því þjónar það okkar hagsnumun að hlustun á kerfinu sé sem mest, bæði á endurvarps og beinum rásum. Sú aðferð að reyna að stjórna notkun kerfisins gegnum tækjalöggu Póst og Fjar, vinnur gegn þessu markmiði, reyndar skiptir það þó ekki öllu máli, vegna þess að aðferðin virkar ekki. Hver sem vill, getur komist að upplýsingum um tíðnir og sítóna. Um það bil helmingur VHF stöðva í umferð eru þannig að notandinn getur sjálfur sett þessar upplýsingar inn í minni stöðvanna.Af þessu leiðir þó ekki að kerfið þurfi að vera öllum opið og stjórnlaust. Með því að taka upp notkun kallmerkja getum við sjórnað því sjálfir hvernig kerfið er notað, án þess að treysta á tækjalöggu Póst og Fjar, með þeirri gjaldtöku og kostnaði sem því fylgir.
Kerfið er og verður opið í þeim skilningi að hver sem kærir sig um getur hlutstað og notað það til sendinga í neyðartilfellum. Önnur notkun er háð ákvörðun félagsins, að því tilskyldu að við tökum upp kallmerki. Ef ekki verða tekin upp kallmerki þá verður kerfið stjórnlaust, hvort sem okkur líkar betur eða ver, sama hvað mikið fulltrúar félagsins hamast á Póst og Fjar.
-Einar
30.11.2007 at 13:51 #605074Hvernig skiptist kostnaður vegna endurvarpanna t.d. vegna uppbyggingar annars vegar og svo viðhalds hins vegar? Möo er það svona dýrt í rekstri eða uppbyggingu eða bæði?
-haffi
30.11.2007 at 13:52 #605076Ég sé villu í textanum hjá mér hérna fyrir ofan, þegar ég segi:
Þannig þarf ekki endilega að opna beinu rásirnar fyrir hverjum sem er þó beinu rásirnar séu opnaðar og upp á öryggisfaktorinn er það sú aðgerð sem hefði mest áhrif.
Átti auðvitað að vera:
Þannig þarf ekki endilega að opna beinu rásirnar fyrir hverjum sem er þó ENDURVARPS rásirnar séu opnaðar og upp á öryggisfaktorinn er það sú aðgerð sem hefði mest áhrif.Mig langar aðeins að vita meira um kallmerkjahugmyndina. Nú spyr ég kannski eins og fávís kona (stelpur ekki fara upp á háa C, þetta er bara orðatiltæki)! Ef þetta væri tekið upp, er þá einhver leið fyrir klúbbinn að fylgja því eftir? Ef notendur sniðganga regluna (einn eða jafnvel fjóldi notenda) er hægt að bregðast við með einhverjum hætti?
Reyndar held ég að burt séð frá því hvort kerfið sé opnað eða ekki, þá megi alveg aga aðeins samskiptin þarna og kallmerkjareglan geti verið ágæt aðferð til þess. Upplagt að nota félagsnúmerin í því skyni.
Skúli
R-2407
30.11.2007 at 14:14 #605078Það er mjög auðvelt að miða út sendingar á VHF, allt sem þarf er handstöð og stefnuvirkt loftnet, sem t.d. er hægt að smíða úr tveim stöngum sem eru um það bil meters langar og um það bil 50 sm á milli þeirra.
Þar er brot á lögum að senda á rásum klúbbsins, án leyfis (nema í neyðartilfellum). Því er hægt að finna þá sem brjóta þessar reglur og kæra þá.-Einar
04.12.2007 at 00:04 #605080Nú sé ég ekki hendi mér hvernig þetta eftirlit ætti að virka. Þeir sem að eru að senda út ólöglega… er öðruvísi sendingin hjá þeim eða hvernig á að manna þetta eftirlit. Ef ég heyri í einhverjum tala ólöglega… á ég að biðja hann um að halda áfram að senda á meðan græjuð eru tvö hrífusköft og mannssköp (eintala af mannskapur) með handstöð til að miða hann út.
kv. stef… ekki sú skarpasta.
04.12.2007 at 03:49 #605082Eftirlit, byggt á kallmerkjum, hefur virkað á öðrum hlutum tíðnirófsins. Ég efast um að þess gerist oft þörf að miða út þá sem misnota kerfið, en ef til þess kemur þá er það tiltölulega einfalt í framkvæmd. Þeir sem brjóta reglurnar vita aldrei hver heyrir í þeim.
Sú misnotkun sem ég hef heyrt kvartað undan er af aðilum sem gera það í atvinnuskyni, t.d. trillusjómönnum og ferðaþjónustu aðilum. Slík misnotkun leynist ekki. Það má líka segja að brot á reglnum sem enginn verður var við, teljast varla mikið áhyggjuefni.
Ég held að við höfum tvo valkosti, að taka upp kallmerki, og að ganga efitir því að þau verði notuð, eða óbreytt ástand, sem þýðir reynd að kerfið verður stjórnlaust, því það hefur sýnt sig að græjulöggan virkar ekki.-Einar
04.12.2007 at 13:06 #605084Algjörlega sammála EIK.
Opinbera regluverkið virkar ekki til að fylgjast með því hvort einhver notar rásirnar okkar.
Fyrir utan það að reynst hefur óframkvæmanlegt að tryggja að söluaðilar setji rásir f4x4 eingöngu inn hjá félagsmönnum, þá getur verið beinlínis heppilegt að margir hafa þessar rásir inni af öryggisástæðum.
Ein besta leiðin til að tryggja að utanfélagsmenn séu ekki að nota rásir okkar er að taka upp almenna notkun á kallmerkjum og að félagsmenn spyrji aðila sem eru að tala á rásunum án auðkennis um kallmerki þeirra.
Í flestum opnum fjarskiptakerfum er kallmerkis krafist, t.d. á bátaVHFinu ganga strandstöðvarnar alltaf eftir kallmerki eða skráningarnúmeri báts.
Ef við getum ekki vanið okkur á að ganga sjálf skipulega og faglega um rásirnar okkar, þá munu aðrir ekki bera mikla virðingu fyrir umgengni þar.
Snorri
R16 og TF3IK
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.