This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 18 years ago.
-
Topic
-
Nú hefur Ferðaklúbburinn 4×4 fengið þjóðsöguna staðfesta þó reikningurinn hafi ekki borist. Þá höfum við undir höndum útfærsluna á reikningnum.
Reikningur ferðaklúbbsins 4×4 hljóðar upp á 488.250 kr.
Þarna er verið að rukka klúbbinn fyrir notkun félagsmanna á vhf kerfinu. Það sem hefur gerst er einfaldlega það að Póst og fjarskiptastofnun nennir ekki lengur að rukka einstaklinga og ákvað að varpa ábyrðinni yfir á félagið og aðra sem eru með einkarásir t,d eins og Einar eik félagi okkar og okkur í Rottugenginu. Til þess að réttlæta þetta leggur Póst og fjarskiptastofnun dæmið þannig upp að fjarskiptakostnaður einstaklinga lækki. Sem er alveg rétt. Sá kostnaður hreinlega hverfur en dúkkar í stað þess upp á borði gjaldkera 4×4. Ferðaklúbburinn 4×4 getur á engan hátt varpað þessum reikning yfir á aðra, heldur er bara að borga eða setja málið í lögfræðing, sem sennileg væri best. Póst og fjarskiptastofnun þykir það hinsvegar leiðinlegt að þessa upplýsingar hafi ekki borist klúbbnum fyrr, svo við hefðum fengið tækifæri að hækka félagsgjöldin sem þessu nemur.Nú gengur Póst og fjarskiptastofnun út frá því í afsökun sinn á þessum einhliða gjörning að notendur af rásum 4×4 séu 1063 ( það er reyndar ekki rétt tala heldur 960 einstaklingar eða fyrirtæki ) og því sparist heilmiklir peningar. Það er kannski rétt að það sparast peningar hjá einstaklingum. Mér finnst það óeðlileg vinnubrögð að varpa þessum kostnaði einhliða yfir á klúbbinn. Póst og fjarskiptastofnun gæti allt eins sent klúbbnum alla reikninga félagsmanna vegna NMT símanotkunar eða seinna gætum við alveg eins fengið alla Tetar reikningana.
Af þessum 960 einstaklingum og fyrirtækjum eru mjög margir sem eru löngu hættir í klúbbnum eða hafa aldrei verið félagar. Nú er Póst og fjarskiptastofnun eftirlitsaðili, með því að rétt og löglega sé staðið að fjarskiptamálum almennt, en hefur greinilega ekki verið að fylgjast með því sem hefur verið að gerast á vhf markaðnum. Við höfum kvartað við þá símleiðis yfir vissum fyrirtækjum sem hafa verið að dæla rásum 4×4 í stöðvar óviðkomandi og sem dæmi um það eru húsbílar og einkabílar björgunarsveitarmanna ofl. ofl ofl. Þarna er verið að brjóta á réttindum klúbbsins sem leyfishafa þessara rása.
Hvað gerum við þá í málinu. Eigum við að sætta okkur við þá leið, að einfaldlega leifa öllum sem hafa vhf stöðvar að fá aðgang. Kannski öllum þessum 15000. Þá væri að vísu tryggt og nokkuð öruggt að einhver heyrði þegar kallað væri. Ef endurvarpar 4×4 væru ekki allir ónýtir einsog sagt var einhverstaðar í pistli. Formaður fjarskiptanefndar telur þennan kost alveg út úr kortinu og óraunhæfan. Kjartan Gunnsteinsson eða fjarskiptanefndin útskýrir kannski fyrir félagsmönnum af hverju þetta er óraunhæfur kostur.
Ég færði þennan þráð yfir í opið spjall, þar sem stærri hluti þerra sem málið varðar eru ekki greiðandi félagar í klúbbnum saman ber fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og meira að segja opinbera stofnun sem okkur kemur ekkert við.
Ritari Ferðaklúbbsins 4×4. Jón G Snæland
You must be logged in to reply to this topic.