This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Í síðasta Setri er frásögn af þorrablóti Eyjafjarðardeildar. Þar er mynd af dekki sem spundraðist á keyrslu. Mér sýnist á myndinni að þarna sé um að ræða eitt af Irok 39.5″ dekkjunum sem Benedikt og Elías hafa verið að dásama hér spjallinu.
Á síðasta mánudagsfundi voru sýndar myndir af Trexus dekki frá sama framleiðanda sem virðist hafa farið á sama hátt. Það kom fram að þetta væri í annað skipti sem þetta hefði gerst undir þessum bíl. Þessi dekk eru framleidd af sama framleiðanda (Interco) og seld af Gúmívinnustofunni.Þessi tilfelli, meðal annara, benda til þess að ef dekk frá Interco eru notuð í snjóakstri, þá megi búast við því að þau hvellspringi hvenær sem er, eftir fárra mánaða notkun.
Hvar er tækninefndin?
-Einar
You must be logged in to reply to this topic.