Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Önnur hlið á VHF málum.
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2002 at 21:10 #191711
Breiker, breiker.
Dú jú ríd mí.Sælir allir
Ég hef svolítið verið að kíkja á VHF umræðuna hér á spjallinu og haft gaman af.
Í framhaldi af því leit ég eins og stundum áður á síðuna sem merkt er þessari góðu fjarskiptaaðferð.
Ég er nefnilega alltaf að bíða eftir pistlum um VHF-ið, eins og lofað er þar. Það bólar þó ekkert á þeim. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta fer allt fram í sjálfboðavinnu, en það er jú búið að lofa.
Það er ýmislegt sem ég held að menn hafi spurningar um, t.d. svo ég nú vitni í síðuna góðu, hvað er „simplex“, eða þá „öfug endurvarpsrás“? Og einnig, hvað er 10uV?
Hvernig skal kalla í VHF? Er æskilegt að gera eins og sumir að segja í upphafi samtals hver kallar, og á hvaða rás? Það gera hjálparsveitirnar allavega alltaf.Það er líka eitt sem mig langar að vita. Það eru tíðnirnar á rásunum okkar. Ég spyr vegna þess að loftnetið er jú stillt eftir bylgjulengdinni, sem er reiknuð út frá tíðninni. Mér hefur gengið illa að fá upplýsigar um tíðnirnar, og svörin eru venjulega að ekki megi gefa þær upp. það finnst mér skrítið ef rét er. Því má ég nota þær, en ekki vita hvað ég er að nota.
Er ekki eitthvað sem menn hafa um þetta að segja?
Óver and át.
Emil Borg -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.10.2002 at 14:28 #463454
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þig vantar útskýringar á ýmsum hlutum og ég skal reyna að útskýra a.m.k. eitthvað.
Öfug endurvarparás:
Endurvarparásirnar eu þannig að segjum að stöðvarnar senda á tíðni A og taki á móti á tíðni B.
Á endurvarpanum er þessu öfugt farið þannig að hann tekur á móti á tíðni A og endurvarpar því samstundis yfir á tíðni B.
Þannig að ef Siggi er öðrumeginn við Bláfjöll að senda á tíðni A þá tekur endurvarpinn það og setur yfir á tíðni B, og hinumeginn við Bláfjöll tekur stöðin hjá Jóa við þessu á tíðni B og hann heyrir í Sigga.
Öfug endurvarparás myndi þá senda á tíðni B og taka á móti á tíðni A.
En til hvers er þetta?
Segjum sem svo að Siggi, Jói og Kalli séu ofaní gili við Bláfjöll þar sem ekki næsti í endurvarpann, en Siggi kallar á endurvarparásinni. Endurvarpinn heyrir ekkert og sendir því ekkert yfir á tíðni B, en Kalli er með öfuga endurvarparás, og sér á stöðinni að hún stoppar bara á öfugu rásinni, þá stillir hann á öfugu rásina og sendir á henni (tíðni B) skilaboð til Sigga að skipta um rás af því að endurvarpinn er ekki virkur ofaní gilinu.10uV
Hérna er (heldégörugglega) um að ræða styrk útsendingar frá talstöð eða endurvarpa í ákveðinni fjarlægð.Hvernig skal kalla í VHF?
Auðvitað er það sjálfsögð kurteisi að kynna sig og segja á hvaða rás þú ert. Sumir nota félagsnúmer, en ef lítil umferð er í loftinu er hægt að nota gælunöfn.Tíðnirnar á rásunum veit ég ekkert um, en láttu endilega fagmenn stilla loftnetið þitt, bæði geturðu misst mikinn útsendingarstyrk eða steikt stöðina ef það er ekki gert rétt.
03.10.2002 at 15:24 #463456
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Simplex/Duplex
Simplex er það þegar tekið er á móti og sent á sömu tíðni.
Þannig að endurvarparásirnar ættu að vera Duplex…
03.10.2002 at 18:04 #463458Það hefur furðað mig svoldið þetta með að mega ekki vita tíðnir, og þætti mér gaman að vita hvers vegna þetta er svona mikið "leindó", get ekki skilið hvaða hag f4x4 hefur að því.
Hversvegna má ég ekki vita að rás 45 er
Hversvegna má ég ekki vita að rás 24 er
Hversvegna má ég ekki vita að rás 49 er
til gamans:RX TX NAFN SÍTÓNN
Fjarskiftasveit skáta
Fjármálaráðuneitið hz4X4 Simplex Rás 45
Rás 50 91,5
Rás 48 88,5 Rás End 4 X 4 BláfellTX Rás 44
Rás 24
Rás 25
Rás 26
Rás 27
Rás 28
End 4 X 4 Bláfell RX Rás 88
Skíðadeildin Hrannar hz //www.hamradio.com/ er síða sem margir hafa verið að panta frá .Þeir sem vilja fá allar rásir og tíðnir sem ég hef geta sent mér póst (með fullu nafni þó)
03.10.2002 at 22:12 #463460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir er sammála því að óþarfi sé að leyna rásum og tónum klúbbsins. Í bækling sem er gefinn út af Sigga Harðar eru gefnar upp allar rásir björgunarsveita og fleiri aðila, þannig að það er bara tímaskekkja að hafa ekki rásir klúbbsins opnar öllum á heimasíðu klúbbsins, enda talstöðin öryggistæki.
Kveðja Jón
04.10.2002 at 07:07 #463462Sælir.
Ég er ósammála ykkur R12 og boi.
VHF kerfið byggir á því að þú nýtir einungis þær rásir/tíðnir sem þú hefur heimild til að nota. Þess vegna eru engar fastar tíðnir/rásir í stöðinni þegar hún er keypt, heldur eru þær settar í hana ef þú framvísar skriflegri heimild frá umráðamanni viðkomandi tíðnar/rásar. Þannig getur sá sem fengið hefur úthlutað tiltekinni tíðni/rás á VHF stjórnað því hver/hverjir hafi heimild til að nýta hana.
Mér er ekki kunnugt um að þetta fyrirkomulag hafi valdið neinum óþægindum, nema auðvitað þeim sem vilja nýta rásir í heimildarleysi, annað hvort vegna þess að þeir hafa ekki heimildina frá umráðamanni rásar/tíðnar eða vegna þess að þeir eru með talstöð sem ekki er lögleg hér á landi.
Ferðaklúbburinn 4×4 heldur t.d. vandlega utanum þann hóp félagsmanna og utanfélagsmanna (t.d. LÍV félagar, Ferðafélagið o.fl.) sem fengið hefur úthlutað rásum klúbbsins. Klúbburinn setur það að sjálfsögðu sem skilyrði að menn greiði félagsgjöld eða semji með öðrum hætti um afnot af klúbbrásunum. Þetta er hið eðlilegasta mál, enda búið að eyða gríðarlegri vinnu og fjármunum í uppbyggingu þessa fína VHF kerfis. Þannig verða t.d. rásir innkallaðar frá þeim sem hætta að greiða félagsgjöld.
Ég tel því boi, að útdeiling þín á VHF tíðnum á internetinu sé í óþökk klúbbsins og hvet þig til að hætta því hið snarasta. ÞETTA UPPÁTÆKI ÞITT ER ALFARIÐ Á ÞÍNA ÁBYRGÐ. Þið sem hafið áhuga á því að vera með búnað sem ekki er viðurkenndur hér á landi("smeglaður" eins og þú skrifaðir eftirminnilega í eldri pistli) eigið að hafa vit á því að vera ekki að gaspra með þau mál á netinu, hvað þá á sjálfri heimasíðu klúbbsins sem er að reyna að halda utanum útdeilingu á þessum rásum!
Þú þekkir vonandi söguna um Litlu gulu hænuna. Að sjálfsögðu eiga aðeins þeir sem sá fræjunum að fá að borða brauðið, en það eru alltaf hinir sem vilja líka fá…
Ferðakveðja,
BÞV
04.10.2002 at 14:59 #463464
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ágætu stjórnarmenn.
Stjórnin boðar að veita aukafjárveitingu vegna VHF. kerfis
á næsta fundi 7.10.Ég var að velta fyrir mér, hver á endurvarpana 8 sem klúbburinn er að nota? Eða á þetta við alla endurvarpa sem koma að ferðum um landið/hálendið ?
Í fyrra eða lengra síðan var veitt í uppbyggingu á kerfinu ef ég man rétt.
Hve mikið er verið að tala um núna ?Einhverjar umræður hafa verið um framtíðarlausnir á fjarskiptamálum hvað sýnist ykkur um þetta ?
Eða mun tetra kerfið komast á og útrýma þessu kerfi.
Gaman væri að sjá heildarsýn á þessi mál frá stjórninni.kveðja Árni Bergs.
04.10.2002 at 19:17 #463466Á síðasta aðalfundi var eins og oft áður samþykkt fjárveiting til VHF kerfisins, að þessu sinni allt að kr. 500.000. Óvænt og ófyrirséð útgjöld í VHF kerfinu verða til þess að stjórnin ætlar að leggja fram tillögu um aukafjárveitingu á mánudagsfundinum og bera hana undir atkvæði félagsmanna. Málið verður útskýrt nánar þegar tillagan verður lögð fram.
Klúbburinn á eða mun eignast flesta þá endurvarpa sem við erum að nota í dag.
Okkar sýn er að allt landið verði þokkalega dekkað af endurvörpum í kerfinu okkar. Enn vantar endurvarpa á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Ég tel að Tetra kerfið muni ekki útrýma VHF kerfinu þar sem það kostar ekkert að nota VHF. Kannski getum við seinna gert samning um að tengja okkar kerfi og Tetra saman eins og Landsbjörg ætlar að gera.Með kveðju
Kjartan G.
06.10.2002 at 03:07 #463468Hvernig er það, geta þeir sem ekki eru félagsmenn eða þeir sem kæra sig ekki um það borgað til klúbbsins eitthvað eins og "VHF gjald" og fengið úthlutað rásum í stöðvarnar.
06.10.2002 at 09:33 #463470Sæll BÞV
Mín saga varðandi vhf er sú að ég var látinn hafa nokkrar rásir sem ég hafði ekki leyfi fyrir, var ekki spurður um neitt skriflegt leyfi eins og þú talar um, var frekar spurður um hvaða rásir mér langaði að fá í talstöina, ein af þeim rásum var einkarás sem sem eigendur sylgju skála eiga, Því miður veit ég um fleiri svona dæmi og þess vegna trúi ég og treysti félagsmönnum f4x4 betur til að sjá um þessa hluti sjálfa.
Varðandi söguna um hænuna þá bara skil ég hana ekki en mér dettur þó í hug að þú sért að tala um að sumir hafi borðað mikið brauð og séu þessvegna feitari en aðrir, svo get ég líka látið mér detta í hug að þú sért að tala um að ég hafi ekki gert neitt fyrir klúbbinn og ef svo er þá vona ég að þú sért einn um þá skoðun.
Spurningin um afhverju ég má ekki vita tíðnir er en ósvarað og vona ég að Kjartan formaður svari því hér eða á næsta mánudagsfundi (sem ég kemst ekki á).
Hef fengið nokkuð e-mail um tíðnir í vhf og það segir mér að það eru margir komnir með "smeglaðar" stöðvar…..getur verið að menn í stjórn 4×4 séu í þeim hóp?
06.10.2002 at 11:38 #463472
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll BÞV
Ég held að það sé óraunhæft að elta uppi þá sem ekki borga félagsgjöld og innkalla rásirnar, þetta myndi ekki svara kostnaði og væri ekki fyrirhafnarinnar virði.
Flest allar CB stöðvar eru það sem þú kallar "smeglaðar" og fyrir allnokkrum árum voru 40 rása CB stöðvar gerðar upptækar af póst og síma ef til þeirra sást, en þær hafa nú aldeilis komið sér vel í ferðum okkar jeppakalla í gegnum tíðina.
Annars held ég að þeir sem eru í þessum jeppabransa séu það þroskaðir og skynsamir að þeir noti tækin á réttan hátt og séu ekki til vandræða. Svo er fræðsla og kynning á hlutunum miklu áhrifaríkari heldur en boð og bönn.
Ef stjórn félagsins vill ekki að tíðnir og tónar séu gefnir á heimasíðunni þá er rétt að virða það. Staðreynd málsins er að þessar tíðnir og tónar ganga manna á milli þeirra sem þess þurfa og eru kannski ekki alltaf alveg réttar, þannig að út frá öryggissjónarmiði er betra að þetta sé opinbert hér á síðunni.
10.10.2002 at 18:20 #463474Sælir aftur.
Það sem fyrir mér vakti með þessum skrifum mínum var fyrst og fremst að fá smá viðbröggð, og þá sérstaklega við þessu með tíðnirnar.
Fyrir mér er það svosem ekkert nema prinsipp mál að vita á hvaða tíðni ég tala í hvert skipti. (Enda ekki með ?smeglaða? stöð) Mig langar ekkert að hlusta/tala á rásum annara. Hvað ætli ég hafi svosem við það að gera að hlusta á Fjármálaráðuneytið. Ekki neitt. En hvernig þætti ykkur að kaupa breyttan jeppa, og fá ekki að vita á hvaða hlutföllum hann er? Og þegar spurt væri, fengist svarið, það kemur þér ekki við, þetta bara virkar. ég held menn yrðu ekki kátir.
jong skrifaði góðan stubb um öfuga endurvarpann, en ég verð að viðurkenna að hafa þurft að lesa hann tvisvar til að botna í honum. Á endanum skildist mér boðskapurinn vera: Ef þið félagarnir eru allir saman í sömu lægðinni að jeppast, ekki tala á endurvarparás. En gera menn það? Nota ekki allir þá reglu að vera á rás sem ekki er trúlegt að heyrist um allt landið og trufli aðra? Mig grunar það nú.
Ég er líka full viss um að 10uv. er mælikvarði á styrk. Og líklega þíðir það 10 míkró volt. En hvað segir það mér um móttöku- eða sendistyrk? Ekki neitt.
Og það með að stylla loftnetið sjálfur.
Á CB stöðinni sem og öðrum gildir það að vera með loftnet sem hluta af bylgjulengdinni. T.d heilbylgju, hálfbylgju eða kvartbylgju. Ef bylgjulengdin er mjög mikil er ekki praktískt að nota heilbylgjuloftnet. T.d. er CB bylgjan um 11m. á lengd. Ef loftnetið er sett upp með rétt miðað við bylgjulengdina, þarf ekki að hafa áhyggjur af standbylgju. Hún hreinlega getur ekki verið. Þetta á náttúrulega líka við um VHF. Þessvegna er fróðlegt að vita tíðnina. Bylgjulengd er ca. ljóshraði deilt með tíðni. (eða er það öfugt). Þannig að þetta er ekki mjög flókinn útreikningur.
En það er eitt sem mig langar að nefna sem kemur þessu ekki beint við. Það er að sverleiki lagna að talstöðvum hava MJÖG mikið að segja um sendistyrk. Spennufall í þeim mjóa vír sem kemur í flestum CB stöðvum getur gert það að verkum að aflið falli um rúmlega 1w., sem er mikið í 5w. stöð.Ég get ekki verið alveg sammála boi um ágæti þess að byrta rásirnar eins og hann gerði. Mér findist í góðu lagi að byrta okkar prívat tíðnir, en ekki annara.
Hann lofar einnig að gefa upp tíðnir í tölvupósti gegn fullu nafni manna. En hver er hann sjálfur? Ég þekki ekki B Bergsson. Kanski er það bara ég og mitt gullfiskamynni.En mér þætti fróðlegt að fá skýrt svar frá forráðamönnum klúbbsins um þetta mál. Er bannað að vita tíðnirnar sem við félagsmenn borgum fyrir með félagsgjöldunum okkar, og þá hver vegna? Og annað líka. Hjá hverjum fengum við leifi til að hafa á stöðinni í Setrinu rásir hjálparsveitanna??? Hvað kostaði það??
Og aðeins meira um þá stöð.
Ég hef einu sinni orðið þeirrar ?ánægju? aðnjótandi að fá að hlusta á leit að fólki. Frábær skemmtun. Ég mæli með henni, eða þannig. Væntanlega höfum við allir lent í því að heyra þegar blessuð börnin komast í stöðvarnar og ?skemmta? sér og öðrum. Hvað gerist ef það kemur fyrir í Setrinu? Og jafnvel á hjálparsveitarás í miðju útkalli??
Ég bara spyr.Jæja. Nennti einhver að lesa þetta?
Talstöðvakveðja.
Emil Borg
10.10.2002 at 21:58 #463476
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll boi,vildi gjarnan vita póstfangið þitt til að senda þér fyrirspurn.
11.10.2002 at 09:56 #463478Það var óneitanlega þæginlegra í hérna í gamla daga þegar við björgunarsveitarnördarnir gátum talað nokkuð opinskátt í talstöðvarnar okkar í aðgerðum, og verið nokkuð viss um að það væri ekki fullt af "óbreyttum borgurum", aðstandendum, að hlusta á okkur.
Nú er svo komið að við forðumst að nota VHF’ið nema í neyð.
Kveðja
Rúnar.
11.10.2002 at 17:26 #463480Nú er staðan því miður orðin sú að björgunarsveitamenn í aðgerðum geta ekki rætt neitt í VHFið án þess að gera ráð fyrir því að "allir" séu að hlusta. Þetta getur haft talsverð óþægindi í för með sér, þar sem oft þarf að ræða hluti sem aðstandendur og fleiri "óbreyttir borgarar" ættu ekki að þurfa að heyra.
Það er því miður orðið þannig að allt of margir eru með björgunarsveitarrásirnar í leyfisleysi inni í stöðvunum sínum og hefur sú þróun ýtt undir umræðuna um að finna aðra lausn á þesssum vanda.
TETRA er einn möguleikinn sem hefur verið mikið í umræðunni, en eins og staðan er í dag þá er það óraunhæfur kostur sökum takmarkaðs dreifikerfis. Annar möguleiki er að setja upp fleiri rásir sem aðeins bj.sv. hafa aðgang að, en það er víst búið að reyna það áður! NMT hefur verið mikið notað fyrir "viðkvæm" samtöl, en nú er Síminn hættur að byggja upp kerfið og er það líka takmarkað. Það stefnir því allt í það að eina ráðið sé að fara að nota gömlu SSB stöðvarnar aftur til að geta rætt eitthvað í einrúmi sem enginn annar má heyra! Vandamálið er bara það að SSB-stöð passar frekar illa í bakpokann og það er ennþá verra með loftnetið….
14.11.2002 at 20:25 #463482
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hefði áhuga á að fá sendan þennan lista með rásatíðnum.
Helgi heiti ég og hef póstfangið helgihilux@simnet.is
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.