This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 16 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ekki get ég sagt að ég hafi verið mjög glaður í morgun þegar ég var að leggja á stað í vinnunna og náðin í Moggan. Á forsíðu Moggans er talað um ölvunarakstur jeppamanna inni í Landmannlaugum fyrir hálfum mánuðu síðan þar sem einhverjir menn keyrðu jeppa á eitt húsið þar og skemmdu mikið, léti sig svo hverfa með hálfónýtan bíl og tilkynntu engum hjá Ferðafélaginnu þetta. Núna hefst aftur þetta PR. dæmi að reyna sannfæra almúgann um að við séum ekki öll fyllibittur upp til hóp asem hugsum bara um það eitt að detta í það þegar þjóðvegi sleppi. Þessi umræða fer alltaf reglulega á stað og miðað við lýsingarnar á umgengni í fjallaskálum í vetur þá sýnist mér við verða að fara á stað með stóra áróðurherferð um umgengni og virðingu fyrir hálendinu og skálum sem þar eru. Við megum ekki við því að nokkrar „fyllibittur“ eyðileggi ímynd okkar jeppamanna, nóg er nú erfitt að berjast fyrir ferða- og breytingarfrelsinu okkar.
Kv. Kristján Kolbeinsson http://www.icejeep.com
You must be logged in to reply to this topic.