FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ölvun á fjöllum!!!

by Kristján K. Kolbeinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Ölvun á fjöllum!!!

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.05.2008 at 06:50 #202396
    Profile photo of Kristján K. Kolbeinsson
    Kristján K. Kolbeinsson
    Participant

    Ekki get ég sagt að ég hafi verið mjög glaður í morgun þegar ég var að leggja á stað í vinnunna og náðin í Moggan. Á forsíðu Moggans er talað um ölvunarakstur jeppamanna inni í Landmannlaugum fyrir hálfum mánuðu síðan þar sem einhverjir menn keyrðu jeppa á eitt húsið þar og skemmdu mikið, léti sig svo hverfa með hálfónýtan bíl og tilkynntu engum hjá Ferðafélaginnu þetta. Núna hefst aftur þetta PR. dæmi að reyna sannfæra almúgann um að við séum ekki öll fyllibittur upp til hóp asem hugsum bara um það eitt að detta í það þegar þjóðvegi sleppi. Þessi umræða fer alltaf reglulega á stað og miðað við lýsingarnar á umgengni í fjallaskálum í vetur þá sýnist mér við verða að fara á stað með stóra áróðurherferð um umgengni og virðingu fyrir hálendinu og skálum sem þar eru. Við megum ekki við því að nokkrar „fyllibittur“ eyðileggi ímynd okkar jeppamanna, nóg er nú erfitt að berjast fyrir ferða- og breytingarfrelsinu okkar.

    Kv. Kristján Kolbeinsson http://www.icejeep.com

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 03.05.2008 at 07:34 #622118
    Profile photo of Kristján K. Kolbeinsson
    Kristján K. Kolbeinsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 170

    Þegar ég byrjaði að ferðast á veturna að einhverju viti fyrir ca. 17 árum síðan, þá var svona fyllarí í fjallaskálum þekkt og í minni fyrstu vetrarferð inn á Hveravelli þá var sko aldeilis fengið sér í tána, en daginn eftir þegar átti að fara að leggja í hann þá var alveg snarvitlaust veður og ég með hausinn undir hendinni :-( ,pabbi keyrði reyndar bílinn en ég var skel þunnur. Á heimferðinni lentum við í að keyra í snarvitlaus veðri og fór vindhraðinn upp í 54m. sek. og þá var nú skemmtilegt að vera þunnur í farþegasætinu eða þannig :-( . Þarna í minni fyrstu alvöru vetrarferð sannreyndi ég það að fyllerí og vetrarferðir eiga EKKI samleið og liðu nokkur ár þangað til ég tók með mér nokkuð áfengiá fjöll, en í dag þykir mér gott að fá mér 1-2 bjór þegar í skála er komið eftir góðan dag. Þegar við ferðafélagarnir vorum sem mest að ferðast þó forðuðumst við það að gista á þekktum fyllerísskálum eins og Landmannlaugum og Hveravellum, en þegar við gistum á þessum stöðum þá vildi okkur til happs að einn af mínum helstu ferðafélögum er þekktur kraftakall og þorðu menn ekki annað en að fara í koju ef þeim tókst að pirra hann :-). En það er óþolandi að þurfa að rífast við fyllibittur í skálum til að fá svefnfrið það þekki ég sjálfur eftir að hafa verið í skálanefnd í 3 ár fyrir ca. 10 árum síðan. Ég man að þegar þeir sem voru að ferðast með okkur á þessum árum urðu uppvísir af svona hegðun þá voru þeir ekki velkomnir með okkur í ferðalög. Það er ljót að segja það en það eru kominn ca. 7 ár síðan ég svaf síðast í fjallaskála enda ekki búinn að vera mjög virkur í þessum jeppaferðum í ca. 7ár (enda þekki ég ekki nema brot af þessum mönnum sem hér skrifa á þennan vef) og ég hélt satt best að segja að umgengninn af hefði batnað en svo les ég það trekk í trekk hérna á vefnum að umgengni og virðing fyrir eigum annara sé orðin engin til fjalla.

    Kv. Kristján Kolbeinsson http://www.icejeep.com





    03.05.2008 at 08:31 #622120
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    … í mörgu fé var haft að orðtaki hér áður fyrr. Það er náttúrulega gríðarlegur fjöldi fólks á ferð á fjöllum og hegðun og innræti jafn misjafnt í þeim hópi sem öðrum sem eru nægilega stórir til að geta talist gefa þversnið af heilu þjóðfélagi. Ég hef raunar lítið verið á ferðinni á fjöllum síðustu misseri, en af frásögnum kunningja minna og vina má ráða að þetta háttalag hafi ekki mikið lagast. En það er fleira sem athugavert má telja. Einn af þeim sem hafa lagt hvað mesta vinnu í Ingólfsskála hvað varðar viðhald og umhirðu sagði mér seinast í gær, að þegar Vilhjálmur Kjartansson og félagar komu til árlegrar dvalar þar vegna starfa sinna á Hofsjökli kom í ljós, að gaskútabirgðir þar voru horfnar. Ekki að búið væri að tæma kútana, heldur höfðu sextán ellefu kílóa kútar hreinlega verið teknir. Þeir höfðu reiknað með að geta hitað skálann upp þegar þeir komu þangað, en í staðinn urðu þeir að hírast í köldum skálanum. Það er reyndar búið að gera ráðstafanir til að koma til þeirra nýjum birgðum en söm er þeirra gjörð sem kútana tóku. Mér skildist á þeim sem ég talaði við, að kútarnir hefðu verið tiltækir fyrir skömmu, þannig að þeir hafa verið teknir núna alveg síðustu vikurnar. Nú er auðvitað ljóst að í sextán kútum eru allnokkur verðmæti, eitthvað talsvert á annað hundrað þúsund er mér sagt og því talsvert tjón fyrir 70 manna félag. Það má hinsvegar segja að það megi eiga von á slíku ef verðmæti eru skilin eftir með þessum hætti, en jafn ljóst að gasið yrði ferðafólki ekki að miklu gagni ef ekki væri hægt að komast í að skipta um kúta. Tillitsleysið og sérhyggjan af hálfu þeirra sem tóku í garð annarra ferðalanga er þó kannski ömurlegri. Kannski tengist þetta því að skálanum var læst í haust með svipuðum hætti og gert hefur verið við ýmsa aðra skála og þarna eigi að "ná sér niðri á helvítunum" sem þykjast eiga skálann. Ekki veit ég það.





    03.05.2008 at 08:57 #622122
    Profile photo of Grétar Guðlaugsson
    Grétar Guðlaugsson
    Member
    • Umræður: 12
    • Svör: 72

    Gjörsamlega óþolandi þetta fyllerí á fjöllum og svo mikill andskotans aumingjaháttur! Það vantar ekki að Þetta eru stórir kallar þegar verið er að segja sögur, en staðreyndin er sú að þegar eithvað kemur uppá þá leggjast þeir á grúfu með þumalinn uppí sér og gráta.
    Ég ætla að vona að það verði hægt að standa saman og sporna við þessu og reyna að drepa þetta mál strax í fæðingu með því að finna út hverjir þetta eru og segja til þeirra.
    Ég skammast mín fyrir þessa aumingja sem þarna áttu hlut af máli.





    03.05.2008 at 11:27 #622124
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Fer með rétt mál er hann taalar um að misjafn sé sauðurinn,ég held að við ættum ekki að gleyma því að þó súrt sé að þurfa sjá svona frásagnir og okkur öllum til vansa sem höfum þessa áráttu fyrir fjallalífi þá er sá hópur sem er til fyrirmyndar í öllu sem viðkemur umgengni og framkomu við land okkar og eigur stærsti þeirra er ferðast um hálendið,þeim sem fylla þann hóp svíður svona því þeri eru dæmdir eftir hinum.
    Eins held ég að það sé ekki drykkju um að kenna heldur innræti viðkomandi,það er fullt af fólki sem kemur óorði á áfengi vegna eigin vandamála og getuleysis í meðferð þess og eru það ekki endilega þeir sem fá sér oftast neðan í því ,ég held td að það séu ekki drukknir einstaklingar sem stálu gaskútum .þeim er Ólsarinn nefnir.
    Og þó ég fordæmi slíkt ásamt aksti undir áhrifum þá held ég að hinn hópurinn sé stærri og eigi ekki að gjalda synda annara,allavega ekki innann okkar raða.

    Ég tek það fram að ég hef enga hugmynd um hverjir voru á ferðinni í Laugunum og myndi segja til þeirra ef svo væri.

    Kv KLakinn





    03.05.2008 at 14:41 #622126
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Verst fannst mér að lesa að talið væri að aðilar ferðaþjónustu hefðu verið þeir sem ollu þessum skemmdum, Því þeir sem hafa það að atvinnu ættu að vita betur en þetta og haga sér ekki eins og fífl. Töluvert tjón hefur orðið á báðum þessum skálum og skora ég á þá sem áttu þar í hlut að gefa sig framm, enda varpa þeir dökku skýi á okkur öll hin sem ekkert höfum gert nema njóta hálendis og fara eftir settum reglum.

    Kv Davíð K





    03.05.2008 at 20:39 #622128
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/03/drukknir_okumenn_skemmdu_hus/:318ey3rq][b:318ey3rq]mbl[/b:318ey3rq][/url:318ey3rq]

    hverjir voru á rúntinum? eða hvenær var þetta





    03.05.2008 at 22:12 #622130
    Profile photo of Guðmundur Á Guðlaugsson
    Guðmundur Á Guðlaugsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 141

    SKÁL





    04.05.2008 at 14:44 #622132
    Profile photo of Valgeir Stefán Sverrisson
    Valgeir Stefán Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 278

    Fórum í Nýjadal fyrir hálfum mánuði á nokkrum jeppum ásamt félögum úr hjálparsveitinni Dalbjörgu í Eyjafirði , eða sumaraginn fyrsta . Tilgangur ferðarinnar var að undirbúa svæðið fyrir tækjamót hjálparsveitanna .
    Aðkoman var vægast sagt ljót .
    Hurðin á stærri skálanum var opin og stærðarinnar hjarnskafl langt inn á gólf . Þar af leiðandi ekki verið gengið frá ytri hurðinni og var neðri flekinn horfinn og sá efri nánast brotinn af . Einnig hafði verið skilið eftir mikið rusl og drasl inni og illa um gengið í hvívetna .
    Lás á geimsluskúrnum brotinn upp og eitthvað verið gramsað þar inni .
    Tek undir það að umgengni í fjallaskálum hefur hrakað verulega . Það er með öllu óþolandi að koma að skála í svona ástandi og þurfa að byrja á að laga til eftir einhverja sóða sem lítilsvirða þessi mikilvægu hús með þessum hætti .Menn verða að gera sér grein fyrir að skálunum verður læst aftur á veturna ef umgengnin verður ekki bætt hið snarasta . Gæti jafnvel verið orðið of seint nú þegar í ljósi frétta af afleitri umgengni við ákveðinn fjallaskála .
    Kveðja VS





    06.05.2008 at 12:59 #622134
    Profile photo of Jóhann Snær Arnaldsson
    Jóhann Snær Arnaldsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 172

    þetta er nú bara skemmdarverk, en ekki slæm umgengni.





    06.05.2008 at 19:39 #622136
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Skál:o) Já léleg umgegni og skemdarverk eru óþolandi, en sé ekkert af því að fá sér aðeins í tánna þegar í skála er komið:o)





    06.05.2008 at 20:44 #622138
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Menn hafa nú ekki verið að tala um að fjölmenna í stúku hér á þessum vettvangi, eða þá á Vog! En svona grínlaust, þá er nú einfaldlega málið að mönnum gengur misjafnlega að stjórna drykkju sinni og því miður eru alltaf einhverjir, sem mistekst það alveg. Þá er alltaf hætta á óhöppum. Mér finnst sjálfum ósköp notalegt oft á tíðum að kíkja aðeins í glas í fjallaskála í góðum félagsskap. En það er alveg rétt hjá Robba að það er munur á skemmdarverkum og/eða þjófnaði annarsvegar og fylliríi hinsvegar. En varðandi Nýjadal – ég hef reyndar ekki komið þangað í mörg ár og tala því ekki af eigin þekkingu – þá segja mér kunnugir, að skálarnir séu orðnir lasnir og viðhaldi ábótavant. M.a. séu útihurðir orðnar lélegar og sennilega hrökkvi þær upp af vindálagi fremur en að menn gangi ekki eðlilega um. En hafi menn brotið upp hurðir og lása, er það óhæfuverk, sem ekki á að líða. Hitt er svo aftur annað mál, að það er ekki undarlegt að eitthvað gangi illa í viðhaldi skálanna, ef fólk vill ekki sjá sóma sinn í að endurgjalda afnotin með greiðslu. Sjálfboðaliðsfélög hafa þá takmarkaða getu til að standa í viðgerðum og rekstri. Hvað þá ef menn ganga um ruplandi og rænandi ofan í kaupið eins og ég gat um í sambandi við Ingólfsskála.





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.