This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Freyr Jónsson 19 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Það hefur borið á því að fyrirtæki hafi verið að gæta, hér í Reykjavík á okkar rásum. Og hefur maður fengið að heyra langar lesningar á þýsku og ensku, um það hvað Reykjavík sé falleg og góð borg. En nóg um það. En að nota rásir Ferðaklúbbsins 4×4 í atvinnustarfsemi er einfaldlega bönnuð, þrátt fyrir að um félagsmenn sé að ræða.
En sá misskilningur hefur verið í gangi hjá sumum að halda það að eftir að þeir séu ornir félagsmenn. Þá sé þeim heimilt að nota rásirnar með þessu móti.
Nú varpa ég upp þessari umræðu vegna þess að stjórn félagsins hefur haft af því spurnir að erlend línufyrirtæki, þ.a.s fyrirtæki frá Króatíu og annað frá Eistlandi eða Lettlandi séu kominn með rásir 4×4 í stöðvarnar sínar. Og ætli að nota þær við línuvinnu frá Sultartanga til Hvalfjarðar. Ástæðan fyrir því að við erum ekki sátt við þessa ólöglegu notkun er eftirfarandi.
Hvorki hefur verið haft samband við fjarskiptanefnd eða stjórn vegna þess.
Með mikilli notkun eykst hættan á því að rafgeymar skemmist, sem reyndar hefur gerst. Og er kostnaður vegna þess um 100.000 á endurvarpa, sem félagar í 4×4 borga.
Kostnaður vegna endurvarpana er okkur þungur baggi, og gæti orðið 800.000 á þessu ári og var milli 1-2 miljónir á síðasta ári.
Því finnst mér engin ástæða til þess að verktakafyrirtæki á borð við þessi sem ég nefndi, fái frían aðgang að kerfinu okkar og kannski blokkeri fyrir okkur einstaka rásir.
Því vill ég biðja þá sem ferðast um Sprengisand eða með línunni frá Sultatanga yfir í Hvalfjörð. Að þeir láti okkur í stjórninni vita ef þeir verða vari við þessa ólöglegu notkun.
You must be logged in to reply to this topic.