FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ólögleg notkun VHF kerfisins

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Ólögleg notkun VHF kerfisins

This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson Vilhjálmur Freyr Jónsson 19 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.09.2005 at 21:09 #196348
    Profile photo of
    Anonymous

    Það hefur borið á því að fyrirtæki hafi verið að gæta, hér í Reykjavík á okkar rásum. Og hefur maður fengið að heyra langar lesningar á þýsku og ensku, um það hvað Reykjavík sé falleg og góð borg. En nóg um það. En að nota rásir Ferðaklúbbsins 4×4 í atvinnustarfsemi er einfaldlega bönnuð, þrátt fyrir að um félagsmenn sé að ræða.
    En sá misskilningur hefur verið í gangi hjá sumum að halda það að eftir að þeir séu ornir félagsmenn. Þá sé þeim heimilt að nota rásirnar með þessu móti.
    Nú varpa ég upp þessari umræðu vegna þess að stjórn félagsins hefur haft af því spurnir að erlend línufyrirtæki, þ.a.s fyrirtæki frá Króatíu og annað frá Eistlandi eða Lettlandi séu kominn með rásir 4×4 í stöðvarnar sínar. Og ætli að nota þær við línuvinnu frá Sultartanga til Hvalfjarðar. Ástæðan fyrir því að við erum ekki sátt við þessa ólöglegu notkun er eftirfarandi.
    Hvorki hefur verið haft samband við fjarskiptanefnd eða stjórn vegna þess.
    Með mikilli notkun eykst hættan á því að rafgeymar skemmist, sem reyndar hefur gerst. Og er kostnaður vegna þess um 100.000 á endurvarpa, sem félagar í 4×4 borga.
    Kostnaður vegna endurvarpana er okkur þungur baggi, og gæti orðið 800.000 á þessu ári og var milli 1-2 miljónir á síðasta ári.
    Því finnst mér engin ástæða til þess að verktakafyrirtæki á borð við þessi sem ég nefndi, fái frían aðgang að kerfinu okkar og kannski blokkeri fyrir okkur einstaka rásir.
    Því vill ég biðja þá sem ferðast um Sprengisand eða með línunni frá Sultatanga yfir í Hvalfjörð. Að þeir láti okkur í stjórninni vita ef þeir verða vari við þessa ólöglegu notkun.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 28.09.2005 at 22:55 #528170
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Til hvers erum við að borga gjöld af VHF stöðvunum í bílunum ef ekkert gagn er í þessu svokallaða Fjarskiftaeftirliti?
    Á það ekki að hafa eftirlit með svona hlutum?
    Það þarf kannski að ýta aðeins við þeim.





    28.09.2005 at 23:37 #528172
    Profile photo of Guðmundur Jón Björgvinsso
    Guðmundur Jón Björgvinsso
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 60

    Hmm…… án þess að ætla að vera með nein leiðindi út í þetta ríkisbatterí þá hefur mér sýnst í gegnum árin að fjarskiptaeftirlitið geri ekki mikið annað en taka peninga fyrir þessar blessuðu rásir okkar. Það fylgir því með öðrum orðum voða lítil þjónusta nema ef vera skyldi að þeir halda jú bókhald yfir þá sem borga af stöðvunum sínum. Þeir sem eru að misnota rásirnar þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af því vegna þess að einu rásirnar sem er hlustað á í fjarskiptaeftirlitinu er Rás1 og Rás2 hjá RUV. Í það minsta hefur ekki verið hægt að nota VHF stöðvarnar innan RVK sökum lélegs sendis hjá einni leigubílastöðini sem lekur út á allt tíðnissviðið. Ég hef reyndar ekki prufað þetta nýlega en mér þykir það ótrúlegt að einhver breyting hafi átt sér stað.
    Annars held ég að ef þetta sé rétt hjá Ofsanum þá sé mál að 4×4 menn ofsæki þá í fjarskiptaeftirlitinu og láti kvörtunum rigna yfir þá í massavís með símhringingum, þá kanski vakna þeir af doðanum.

    Annars eiga strákarnir í fjarskitanefndini heiður skilin fyrir frábæra frammistöðu undanfarið.
    Sem sagt klapp á bakið á þeim frá mér.





    28.09.2005 at 23:44 #528174
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Ég hef nokkuð oft heyrt gætað á 4×4 rásunum í kringum Gullfoss og Geysi.
    Og einmitt fundist það nokkuð skrýtið þar sem ferðaþjónustu fyrirtækin eru með sínar eigin rásir.
    Kveðja Lella





    29.09.2005 at 00:19 #528176
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    Ég var nú bara að keyra á Sæbrautinni um daginn þegar ég heyrði þessa miklu lofræðu um Reykjavík á rás 45. Eftir að hafa hlustað í nokkrar mínútur fékk ég nóg og spurði viðkomandi hvort hann væri í túristakeyrslu. "Ha?" kom þá bara. Þá spurði ég hvort hann væri að nota rás Ferðaklúbbsins 4×4 í túristakeyrslu. Eftir langt hik kom svo "Strákar, hvaða rás getum við notað?" Síðan upphófst nokkura mínútna vandræðagangur við að finna rás sem allir voru með. ….og ég hló og hló þangað til ég var við það að keyra útaf.

    Þeir héldu greinilega að það væri bara fínt að nota þessa rás af því að allir voru með hana. Þannig að þetta er nú ekki notað bara í kringum The Golden Circle.

    Fjarskiptanefndin ætti að senda póst (eða hringja) á þessi fyrirtæki og biðja þá vinsamlegast að hætta að nota okkar rásir í atvinnuskyni því eins og kemur fram á síðu RSH þá eru flest þessi fyrirtæki með sínar eigin rásir.

    Góðar stundir,
    Valdi





    29.09.2005 at 06:09 #528178
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    –





    29.09.2005 at 06:17 #528180
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég hélt það væri öllum heimilt að nota rás 45, sem á annað borð eru með leyfi fyrir vhf talstöðvum. Einu rásirnar sem fara um endurvarpa klúbbsins eru rásir 44 og 46, þannig að notkun á öðrum rásum hefur ekkert með fjáraustur klúbbsíns, í endurvarpa og rafgeyma, að gera.

    Það sem ég hef ferðast í sumar, þá hef ég oftast verið með stöðina á skanni yfir 4×4 rásirnar og ekki orðið var við mikla notkun, helst hefur það verið starfsmenn Ferðafélagsins í skálum við Laugaveginn, sem er samkvæmt samningi við klúbbinn.

    -Einar





    29.09.2005 at 08:51 #528182
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    42. endurvarpi F4x4
    44. endurvarpi F4x4
    46. endurvarpi F4x4
    47. almenn rás F4x4
    48. almenn rás F4x4
    49. almenn rás F4x4
    50. almenn rás F4x4
    51. Vesturlandsdeild F4x4
    52. Norðurlandsdeild F4x4
    53. Austurlandsdeild F4x4
    54. Suðurlandsdeild F4x4
    88. öfugur endurvarpi 44 F4x4
    86. öfugur endurvarpi 46 F4x4
    82. öfugur endurvarpi 42 F4x4
    .
    Og svo er rás 45 (veiðirásin) opin fyrir alla





    29.09.2005 at 09:28 #528184
    Profile photo of Valdimar Nielsen
    Valdimar Nielsen
    Member
    • Umræður: 31
    • Svör: 253

    Skaut mig aldeilis í fótinn þarna !
    Vissi ekki að 45 væri opin rás. Ég gekk út frá því að allar rásirnar á stöðinni minni væru f4x4 rásir af því að ég hef ekki leyfi fyrir neinum öðrum.

    En hins vegar eru þessi fyrirtæki flest með sínar rásir sbr. þennan lista:

    Rás 59 Allrahanda Jepparás
    Rás 60 Addís
    Rás 61 Geysir
    Rás 62 Langjökull
    Rás 63 Fjallajeppar
    Rás 64 Bátafólkið
    Rás 65 Snæland
    Rás 66 Fjallabak ehf
    Rás 67 Velferðir ehf
    Rás 68 Touris
    Rás 69 ICECOOL
    Rás 70 Ferðaþjónusta Þ.I.Þ.
    Rás 81 Mountain Taxi

    Þá finnst manni nú kannski óþarfi að hanga á rás sem allir hlusta á.

    Just my 2 cents.
    Valdi





    29.09.2005 at 09:30 #528186
    Profile photo of Marteinn S. Sigurðs
    Marteinn S. Sigurðs
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 134

    Ég heyri í þessum leigubílum eða sendibílum víða um bæinn. – Sérstaklega þó fyrir neðan endurvarpa sem er staðsettur á stórri blokk sem er á gatnamótum Höfðabakka Norðurhóla/suðurhóla. s.s í efra breiðholtinu. – Þar lyklast inn þessir leigubílar.

    Er ekki hægt að gera kröfu á þetta fyrirtæki að það lagi sinn sendibúnað svo það trufli ekki aðrar rásir? – það hlítur að vera hægt að fynna út hvaða fyrirtæki er með þessa endurvarpa sem leka út…

    kv. Marteinn S.





    29.09.2005 at 09:33 #528188
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég hef aðalega orðið var við það sama og eik í sumar – þ.e. notkun ferðafélagsins.

    En annað var ég líka töluvert var við í sumar hér á SV-horninu sem var að einhverjir jarðvinnuverktakar voru að nota endurvarpsrásir til að ná sambandi við vorubíla hér og þar á svæðinu – þetta var eiginlega orðið það mikið að ég er hættur að nenna að hafa opið fyrir stöðina hér í bænum.

    Reyndar var orðið svipaða sögu að segja í sumar, traffíkin hjá FÍ á endurvörpunum er það mikil að þegar ég var á ferð á suðurlandi þá nennti ég ekki að hafa opið fyrir stöðina til að hlusta á það hverjir ætluðu að gista í hvaða skála…..

    Benni





    29.09.2005 at 15:21 #528190
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Þetta númerakerfi sbr. hér að ofan er ekki alveg rétt þar sem t.d. rás 69 er einkarás Hjálparsveitar Skáta Kópavogi, en skv. listanum er ICECOOL með rás 69. Tveir aðilar eru því hér skráðir á sömu rás með mismunandi tíðni að vísu. Svörin sem ég fékk hjá Sigga Harðar um málið eru það að þetta væri bara svona… Hver sér eiginlega um að halda utan um þetta númerakerfi? Ég bara spyr…





    29.09.2005 at 15:44 #528192
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þessi númer hafa enga sérstaka merkingu, Fjarskiptaeftirlitið úthlutar þeim ekki. Það eru miklu fleiri mögulegar rásir á VHF sviðinu en svo að 2 stafa tölur dugi til að halda utan um það. Rásum virðist vera úthlutað þannig að það séu 12.5 kHz milli rása, það gefur kost á 2240 rásum á bilinu frá 146 MHz til 174 MHz.
    Hver stöð er með minni til að geyma upplýsingar um takmarkaðan fjölda rása, á vef RSH eru stoðvar með frá 16 og upp í 500 rásir, sumar stöðvar eru með texta skjá þá er hægt að gefa stöðvunum lengri nöfn.
    -Einar





    29.09.2005 at 15:47 #528194
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Siggi H reyndi að koma einhverju skikki á VHF rásirnar fyrir fáum árum, og setja nr á þær einkarásir sem eru mest notaðar. (ferðaþjónusturásir) Mér vitanlega er þetta ekki neitt formlegt, heldur til að auðvelda þeim sem ekki hafa skjá í sínum stöðvum að finna rásirnar.

    Góðar stundir





    29.09.2005 at 17:06 #528196
    Profile photo of Jón Bergmann Jónsson
    Jón Bergmann Jónsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 137

    Var að kaupa VX2000 en hún er sögð 40 rása,er ég þá með vitlausa stöð

    Kveðja Jón Bergmann





    29.09.2005 at 17:50 #528198
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þessi stöð er með minni fyrir rásir 40 í einu, sem geta verið hverjar sem er af þúsundum mögulegra rása á VHF sviðinu. Ég held að þessi tegund sé ein sú algengasta meðal félagssmanna í 4×4.

    -Einar





    29.09.2005 at 19:34 #528200
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Eftir þeim upplýsingum sem ég fékk á sínum tíma þá fékk veiðirásin númerið 16 og er sú rás sem allir eiga að fá aðgang að sem borga VHF gjald til ríkisins. Rás 45 er í eigu ferðaklúbbsins og þarmeð ekki opin fyrir alla.
    Varðandi kostnaðinn þá minnir mig að það kosti visst gjald á ári að halda úti tíðni (rás) og þá hlýtur það að falla inní budgetið hjá Fjarskiptanefnd klúbbsins sem og rekstur á endurvörpum.
    Endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með rangt mál.





    29.09.2005 at 19:46 #528202
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það á bara að taka fjarskiptastofnun á beinið, og mögulega er séns á að kæra þetta til lögreglu, þetta eiga að vera lokaðar einka rásir sem menn borga fyrir ákveðið gjald og eiga að hafa einkanot af.

    Ég veit af eigin reynslu að fjarskiptastofnun er skelfilega erfið í samskiptum og allt voða mikið vesen á þeim með allt samanber vesen sem eg lenti í með að afskrá týnda stöð.





    29.09.2005 at 20:04 #528204
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Rás 45 er almenn veiðirás og opin öllum. Rás 16 er neyðarrás fyrir skip.
    Rásir 55 og 56 eru rásir Vesturlands- og Austurlandsdeildar.
    Kjartan





    29.09.2005 at 20:52 #528206
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    ég held að sumir hérna séu eitthvað að misskilja þetta hugtak rásir.

    En það er nú bara þannig að 4×4 hefur leyfi fyrir ákveðnum tíðnum, það má svo alveg kallaþær hvaða nöfnum sem er. En til hagræðingar er vaninn að þeim sé raðað á ákveðin hátt í minni stöðvanna, þannig að tíðir fyrir endurvarpanna séu á minni númer 44 og 46.

    svo við tökum dæmi þá er opna veiðirásin með tíðnina 153.100 MHz og er vanalega sett á númer 45, en það er ekkert sem kemur í veg fyrir að einhver önnur tíðni væri sett á númer 45. (ég taldi í lagi að byrta tíðnina fyrir þessa rás þar sem hún er öllum opin)

    þess vegna getur vel verið að hssk og icecool séu bæði með 69, en það þarf ekkert að vera að það sé sama tíðnin, og mér finnst það reyndar mjög svo ólíklegt.

    talstöðvanördakveðjur

    baldur skáti





    29.09.2005 at 20:54 #528208
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Akkúrat það sem ég ætlaði að fara að skrifa.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.