FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Öllum hnútum kunnur

by Óskar Hafþórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Öllum hnútum kunnur

This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson Jóhannes þ Jóhannesson 19 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.10.2005 at 14:59 #196402
    Profile photo of Óskar Hafþórsson
    Óskar Hafþórsson
    Participant

    Sælir félagar.

    hvernig er það er ekki einhver félagi í 4×4 sem er lærður netagerðamaður eða einhver sem kann að slæsasaman spota og allt sem getur fylgt svoleiðis athöfn. Ástæðan fyrir þessari spurnigu minni er að það er verið að huga að hafa einna fimtudagskvöldstund þar sem menn geta æft hinn ýmsu hnútabrögð og svoleiðis hluti.

    Óskar ABBA

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 40 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 06.10.2005 at 00:02 #528820
    Profile photo of Kjartan Rúnarsson
    Kjartan Rúnarsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 248

    Já þið getið bara tekið þá á ferðinni en oftast sitjið þið fastir í miðjum skaflinum því þið komist ekki alla leið en við þurfum ekki að taka þá á ferðinni því ,eins og allir vita, förum við allt, hægt eða "hratt".

    Kv Kjartan





    06.10.2005 at 00:11 #528822
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Hérna um árið var talað um að Double Cab eigendur væru með þolinmæðispillur í hanskahólfinu en ég sé það núna að það þarf að framleiða veruleikapillur fyrir patrol eigendur.

    Á ferðum mínum ég eitt sinn sá
    Hedd og stimpla og brot úr gaffli
    patrol brak í reykjarkófi
    fastur fremst í skafli.





    06.10.2005 at 17:02 #528824
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Það má ekki bregða sér í vinnuna þá fara Pæjupjakkarnir á stjá og tala eins og þeir eigi jeppa sem er hin mesti misskilningur að vísu eiga þeir eitt sameiginlegt með Landrover að það er alltaf hægt að tékka á vatnsdýpi með því að horfa bara niður á gólf.
    Að öðru leiti eru þetta bara flatneskjutraktorar og bestir í stæðinu hja Breytir þar sem örþreittir verkstæðismenn gera að sem þeir geta til að halda pæjunum gangfærum.
    Og hvað varðar hnúta landkrabbans þá er kominn tími til að sauma upp kantana á hönum og bensla fyrir götinn sem bullið lekur út um þræða hann svo upp á kuntusplæs og henda honum útbyrðis án aflanema og festu í bátinn.

    Klakinn





    06.10.2005 at 17:53 #528826
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Besta ráðið sem ég veit um svo patrol eða toy komist áfram,er að troða skíðum undir þá og splæsa felgurnar fastar við bindingarnar síðan tryggir maður allt með hestahnút þar sem þetta eru soddan tréhestar og benslar svo aðeins með til öryggis
    Svo tekur maður sinn eðalspotta og festir í fyrrnefndar tegundir og lullar síðan af stað,en þá fyrst fer einhver hreyfing að komast á þessa stigasleða ;-).,,,en maður má ekki gleyma höfuðlínunni og punginum því maður verður nú að vita hvort þeir fylgi ekki örugglega með.
    Kv-Jóhannes





    06.10.2005 at 18:12 #528828
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    Besta ráðið sem ég hef heyrt til að koma svona Pajero innkaupakerrum á fjöll var að leggja þær toppin og þá er þetta svona eins og ein risastór rassþota og þýtur áfram, að vísu bara niður brekkur, svo verður að draga þær upp brekkurnar.
    Kv. Óskar Andri





    06.10.2005 at 20:03 #528830
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Tómt helv… puð

    Klakinn





    06.10.2005 at 22:11 #528832
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Það væri þá hægt að fylla þær af patrolvélum svona til skiptana fyrir ykkur. -:)

    kv. vals.





    06.10.2005 at 23:01 #528834
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ja valur að er nú ekki nema von að þessi stimpill sé kominn á okkur, þ.e. þetta með varahlutaflutninginn enda komst ég varla á fjöll í fyrra nema að taka með mér varahluti í Toyotur eða Patrola – Nú og þær voru nú ein eða tvær ferðirnar sem voru farnar eingöngu í þeim tilgangi að fara með varahluti í Patrol…..

    Þannig að það er ekki nema von að menn setji sama sem merki á milli varahlutaflutningabíls og Pajero

    En annars líst mér vel á þessa hnútakenslu – ég kann ekki einu sinni að hnýta pelastikk – enda þarf ég nánast aldrei að nota spotta – og þegar það er þá er nú oftast notaður spottinn frá fasta bílnum og kóarinn þar hnýtir – en það kemur svo sannarlega ekki á óvart að Patrol-klakinn sé öllum hnútum kunnugur, enda ekki vanþörf á – – – – –

    Laugi minn – þetta á eftir að koma sér vel í vetur þegar ég þarf að draga þig upp úr sköflunum eða þegar þarf að draga vélarvana Patta í bæinn – Og Kjartann, það er aldrei að vita nema maður hengi þig aftaní líka…

    Benni

    P.S. Hlynur USSSS!!!





    06.10.2005 at 23:14 #528836
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er að verða svo stutt í jólatúrinn, að ég kann ekki við að brjóta þig niður alveg strax. Góð hugmynd hjá þér að læra að binda pella, ekki vanþörf á.

    Góðar stundir





    07.10.2005 at 05:16 #528838
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Kallar maður vini sína.
    Bregst vel við þegar toy maður biður um kennslu í spottafræðum,og sammþykkir líka að mæta á lokaðan kennslutíma fyrir Pæjuflatneskjutraktors tíma vegna sálarástands eigendanna sem ekki treysta sér til að mæta nema vera sóttir upp á verkstæði Breytirs, og svo ráðast þeir að manni.

    Varahlutaferðir að sjálfsögðu þarf að flytja varahluti í Patta inni á fjöll enda eru pattar alltaf á fjöllum og bila þar af leiðandi hvergi nema þar á meðan Hekluburrarnir komast ekki af verkstæðisplaninu og ef þeir komast á áfangastað eru þeir skildir eftir og pattinn sér um að koma þeim til byggða og þarf björgunarsveitir með hellings mannskap til að ná í viðkomandi burrara og moka hann úr snjó en það er það efni sem Hekluburrarar forðast ein og heitann eldinn.

    En jú ég læt mig hafa það að kenna þessum flatneskjufaratækjaökumönnum að binda á milli bíla enda eins og Benni VINUR minn sagði hann kann það ekki verður alltaf að fá hjálp við það líka.
    Er það nokkur furða að starfsmenn Breytirs séu þreyttir og það megi ekki segja Pajero nálægt þeim þá fær maður að heyra hinar furðulegustu samtvinningar af kjarnyrtum setningum sem myndu gera hvern togaraskipastjóra stoltan að kunna þó ekki væri nema helminginn.
    Vinarkveðja Klakinn





    07.10.2005 at 11:01 #528840
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ja það er alveg ljóst Benni minn að maður þarf enga óvini eða maður á svona vini. Kíktu bara í kaffi og ég skal fara með þér yfir allar þær hnútakúnstir sem þú getur nokkurn tímann haft þörf fyrir á fjöllum. Ég veit að ég þarf ekki að kenna þér að hnýta flugu á línu en við getum rætt það samt sem áður.

    kv. vals.





    07.10.2005 at 11:18 #528842
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ja mikið helvíti er uppi typpið á ísmolanum núna…..

    Ég sem er einmitt nýbúinn að sækja Pajeróinn upp í Jeppaþjónustu þar sem verið var að stækka skottið á honum og setja sérstakt hólf fyrir stýrisarma og driflokur í Patröl og reyndar ætluðu þeir líka að hafa þarna standard hólf fyrir öxul og kúluliði í Toyotur en það komst ekki svo vel fyrir og þarf eitthvað að endurhanna það…….
    Reyndar töluðu þeir um að það sé búið að breyta það mikið af Patrölum að þeir sjái fram á að geta ekki annað öllum viðgerðarbeiðnunum frá Patrölköllum í vetur nema að stækka við sig og báðu mig um að teikna breytingu á húsinu hjá sér….

    En á ekki annars að fá sér bara öl í kvöld – ég sem ætlaði að taka til koníaksflöskuna en mér sýnist að sá sem átti að drekka hana hafi snúið við mér bakinu þannig að ég læta hana líklega bara liggja heima…….





    07.10.2005 at 11:24 #528844
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    sleptu Koníakinu, sumir hérna hafa ekkert góða reynslu af svoleiðis vökvum.

    kv
    Rúnar





    07.10.2005 at 16:57 #528846
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Benni minn
    Ef þú ert nú búinn að kaupa þessa blessuðu koniaksflösku þá er nú lítið mál að vera vinur þinn rétt á meðan verið er að klára úr henni svo skulum við skoða vináttuna í koníaksljósi staðreynda með spottaívafi og hnakkabragði, og meira að segja skal ég hrósa Pajero rétt á meðan

    Klakinn
    Es það er nú gott að sitja í Pajero með dvd engin hristingur á planinu við Breytir.
    Sami vinur





    07.10.2005 at 18:03 #528848
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Láttu kallinn bara drekka nóg úr flöskunni,aldrei að vita nema það sé hægt að segja kallinum það sem allir MMC menn og konur vita,! Við drífum mest,eigum bestu bílanna ,,,,,, og svo miklu betri ;;;;; það borgar sig varla að nefna það,en það byrjar á vél.
    Kv-Jóhannes





    07.10.2005 at 23:25 #528850
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Gaman að því þegar klakinn talar um að planið hjá Jeppaþjónustuni sé fullt af pajeroum. Ég hef nefnilega mjög gott útsýni yfir það þegar ég er að bóna pæjuna og fara í miðstöðvaraufarnar með eyrnapinna og það er að jafnaði fullt af brotjárnshaugum frá IH sem þurfa að setja í lága drifið til að komast inn á gólf. Svo koma þeir út á nýjum túttum og falla á skuggann af hálfbreyttum pæjum sem bera af þegar þær sjást þar.





    08.10.2005 at 04:32 #528852
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Ja satt er á margan hátt, en eitt er logið að Pajero menn geta drukkið koniak núna kl 04,30 er enginn þeirra uppistandandi en hins vegar er Klakinn vel hress og kátur og til í hvað sem er en ekki tína saman risavaxnar rassþotur, Lífið er lukkudýr

    Klakinn





    08.10.2005 at 12:44 #528854
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Hvað er að heyra – lá Klakinn í tölvunni í nótt þegar ég var enþá á barnum. Sama bar og hann flúði af rétt eftir miðnætti og bar því við hann þyrfti að koma dóttur sinni í rúmið – en hún hálf bar hann út af barnum……

    Benni……





    09.10.2005 at 01:13 #528856
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    komið í hnút hjá ykkur





    13.10.2005 at 23:00 #528858
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Jæja þá eru menn orðnir útskrifaðir í pelastikk og splæsi og farnir að bíða eftir næsta drætti ;-).
    þetta var bara gaman.
    Kv-Jóhannes





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 40 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.