FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Olíuverk í Patrol

by Frank Höybye Christensen

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Olíuverk í Patrol

This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Garðar Helgason Jón Garðar Helgason 18 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.11.2006 at 20:17 #199070
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant

    Ég er með Patrol „03 3,0 tdi sem að tók upp á því að sína vélarljósið, og fljótlega missti hann kraft og fór ekki yfir 2700-3000 snúninga.
    Skipt var um hráolíusíu og allt enn við það sama, svo ég fór með hann í tölvu hjá Friðriki Ólafssyni og er mér tjáð þar að villa kæmi frá olíuverkinu sjálfu og að öllum líkindum hefði komist drulla í það og það sé ónýtt. Þeir vildu meina að það sé ekki hægt að opna verkið til að hreinsa.
    Er einhver hérna sem þekkir til með þessi olíuverk, og hvað er til ráða?
    Kveðja Frank

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 21 through 30 (of 30 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 30.11.2006 at 23:43 #569828
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Það kostar um 200.000-kr skipti verk og þitt gamla fer uppí + dagsvinna að skipta um það…





    30.11.2006 at 23:50 #569830
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Jedúddamía 200 kall,jæja það er allavega 40 kalli ódýrara heldur en hlutföllin í bílinn minn.

    En er ekki hægt að fá þetta á partasölum eða úr tjónabílum fyrir minni pening,eða borgar það sig ekki.

    Kv,JÞJ





    30.11.2006 at 23:55 #569832
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Veit ekki, á eftir að kanna það, og einnig hvort að það sé örugglega verkið sjálft eða eitthvað annað. Vona bara að hann sé að draga falskt loft einhvern staðar, eða eitthvað álíka pillery.





    02.12.2006 at 00:17 #569834
    Profile photo of Albert Sigurðsson
    Albert Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 257

    já það þarf ekki patrol til, ég var með LC-90 "99.
    Olíuverkið syndi ljós í mælaborði og missti kraft,
    inn í Toyota með hann, þeir í Kef. sögðu ónýtt olíuverk,,
    jú ástæðan léleg olia og ég ætti að fara í mál við olíufélögin,,! þeir væru að selja lélega olíu, !
    ég bara missti málið , bö,, kostaði 425 þús nýtt.
    Seldi bílinn eftir þessa viðgerð, læt ekki þetta koma fyrir aftur. Er með 350 willys í dag. takk fyrir.

    kv: ö-1235





    02.12.2006 at 01:02 #569836
    Profile photo of Árni Jónsson
    Árni Jónsson
    Member
    • Umræður: 12
    • Svör: 30

    Ég lenti í með Pajero sem ég var að brasa með og lýsti biluninn sér svipað.Veit ekki hvort það sé í Pattanum einsog Pajero þá er járn sía í olíuverkinu sem var stífluð tók hana úr hreinsaði vel og í aftur og bíllinn aldrei verið betri.

    Það var auðvitað byrjað á hinni síunni en bíllinn breytist ekkert við það.

    Gangi þér vel.

    Kv.
    Árni





    03.12.2006 at 00:46 #569838
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Gulur… gott hjá þér! Punktur.

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    03.12.2006 at 16:52 #569840
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Daginn

    Kunningi minn á Patta sem hagaði sér svipað þessu, grútmáttlaus og náði ekki upp snúning.

    Það var farinn hjá honum einhver loftskynjari sem hann fékk að prófa hjá öðrum.

    Þetta er víst algengt í einhverjum árgerðum af Patrol og ég myndi kanna það fyrst.

    Kv Izan





    03.12.2006 at 17:08 #569842
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Patrol, 3,0l.
    Er þetta ekki common rail bíll?
    Hvað eru þið þá að tala um sem olíuverk?
    Háþrýstidæluna sjálfa?
    Ekki óalgengt að dæla sem dælir uppí 1500-2000bör skemmist. Það þarf nú ekki mikið til, þetta er svo nákvæm smíði.





    03.12.2006 at 18:03 #569844
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Patrol er ekki með common rail, bara gamaldags olíuverki. Flestir betri vélaframleiðandur eru að bjóða 3.0 vélar sem skila 210 til 250 hrossum. Þessi 3.0 Patrolmótor er ekki að komast með tærnar þangað sem þýskir mótorar hafa hælana hvað afl varðar.

    Þetta er ekki heldur loftflæðiskynjari, enda er búið að tölvulesa gripin, og þá hefði það komið í ljós.

    Hlynur





    03.12.2006 at 22:58 #569846
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Daginn

    Núna skal ég viðurkenna fáfræði mína á bilanaleitarkerfi á nemasýstemi bílmótora en ég veit hinsvegar að það er ekkert endilega samhengi á milli þess að einhver kóði komi á tölvuskjáinn og skynjarar séu bilaðir. Ég er nefninlega ágætlega að mér í ýmiskona skynjurum.

    Skynjari getur verið bilaður á ýmsa vegu og þá sérstaklega á 2 vegu. Rafmagnsbilun, sem kemur fram í bilanagreiningu og skynjunarbilun. Sú síðarnefnda kemur ekki fram á greiningu en er sannlega bilun.

    Það þýðir að skynjarar geta verið að skynja tóma vitleysu en senda ekkert óeðlilega spennu eða merki út til stýrivélarinnar.

    Ég veit líka að það að fá skynjara lánaðann hjá einhverjum Patroleigenda er miklu, miklu ódýrara en nýtt olíuverk.

    Kv Izan





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 21 through 30 (of 30 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.