FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Olíuverk í Patrol

by Frank Höybye Christensen

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Olíuverk í Patrol

This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Garðar Helgason Jón Garðar Helgason 18 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.11.2006 at 20:17 #199070
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant

    Ég er með Patrol „03 3,0 tdi sem að tók upp á því að sína vélarljósið, og fljótlega missti hann kraft og fór ekki yfir 2700-3000 snúninga.
    Skipt var um hráolíusíu og allt enn við það sama, svo ég fór með hann í tölvu hjá Friðriki Ólafssyni og er mér tjáð þar að villa kæmi frá olíuverkinu sjálfu og að öllum líkindum hefði komist drulla í það og það sé ónýtt. Þeir vildu meina að það sé ekki hægt að opna verkið til að hreinsa.
    Er einhver hérna sem þekkir til með þessi olíuverk, og hvað er til ráða?
    Kveðja Frank

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 30 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 29.11.2006 at 20:27 #569788
    Profile photo of Dagbjartur Finnsson
    Dagbjartur Finnsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 6

    Hvernig fer drulla að komast í olíuverkið .Á sían ekki að sjá um að enginn drulla komist í olíuverkið og ef drulla kemst í gegn þá sé hún það smá að hún hafi ekki áhrif.
    Einn sem skilur ekki.
    Kveðja Dagbjartur





    29.11.2006 at 20:29 #569790
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Náhvæmlega það sem ég er ekki að skilja sjálfur… Þess vegna áhvað ég að spurja ykkur snillingana hér:-)





    29.11.2006 at 20:39 #569792
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég hef heyrt þessa bilanagreiningu áður, þegar annað var að. Í annað skiptið var jeppi að draga falskt loft við tankinn, meðfram bilaðri hosuklemmu. Hefur eitthvað verið átt við tankinn nýlega ?? Annað tilvik sem ég heyrði af var lagað með því að blanda tvígengisolíu og ísvara (minnir mig) í olíuna og síða gekk hann lausagang eitt kvöld og var eins og nýr á eftir. Báðir þessir Patrolar höfðu verið bilagreindir með bilað olíuverk. Það borgar sig allavega að skoða vel alla hluti áður en skipt er um olíuverk, maður fær bara verk í veskið að hugsa um þetta.

    Hlynur





    29.11.2006 at 20:40 #569794
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    ég heyrði það og tek enga ábyrð á að Patrol eftir 2001 þegar þeir komust fyrir ónýtu vélarnar sé með ónýtt olíuverk.
    Með Patrol kveðju
    Lella





    29.11.2006 at 20:49 #569796
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Já það er synd og skömm hvað þetta eru bilanagjarnar tíkur því þetta eru þrælskemmtilegir ferðabílar að mínu mati. Enn nei það hefur ekki verið átt við tankinn eða neitt annað nýlega að því ég best veit, er reyndar nýlega búinn að eignast bílinn.





    29.11.2006 at 21:02 #569798
    Profile photo of Sigurður G. Kristinnsson
    Sigurður G. Kristinnsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 149

    Sæll Frank
    Hvernig er það varst þú ekki í ferð um helgina?
    Gæti verið að þú hafir rekið bílinn niður og los komið á slöngur frá tanknum ?
    Til dæmis við brölt upp úr á
    kv
    SIGGI





    29.11.2006 at 21:25 #569800
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Jú ég var einmitt að ferðast um helgina. Það er ekkert að sjá á neinu undir bílnum allavega, enn það er svosem alldrei að vita hvað málið sé, er í það minnsta að vona að það sé eitthvað minna enn heilt olíuverk…





    29.11.2006 at 21:27 #569802
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    sælir, hvaða bilanakódi kom nákvæmlega út úr þessari lesningu?? Hef fengið bíl sem var með kóda fyrir: inj. timing control. málið með þann bíl var það að hann hafði orðið olíulaus út á landi og fékk hráolíu af ljósavél á einhverjum bóndabæ, eldgömul eða léleg olía og bílinn fór ekki upp á snúning og þegar hann fór á snúning var hann haugmáttlaus. Þá var bara að fylla hann af nýrri olíu og setja hreinsiefni í tankinn. Svo hefur líka verið vandamál með tengið niður á olíverkinu sjálfu, sambandsleysi í einhverjum árgerðum. En ef þú hefur verið að nota vafasama olíu þá er það mjög líklega ástæðan.
    kv
    Magnús





    29.11.2006 at 21:41 #569804
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Það hefur ekki farið gömul olía á bílinn hjá mér, enn bilanagreiningin var

    systen engine

    date 01/17/1980 04:26:45

    p/ 23710- vc377

    self-diag results

    dtc results time

    p7-f/inj timg fb 0

    Kann ekki að lesa úr þessu svo ég setti bara allt inn sem stóð á miðanum örlagaríka.





    29.11.2006 at 23:47 #569806
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þá er það eina sem þú getur gert sjálfur er það sem búið er að tala um hérna að ofan, tékka á öllum olíulögnum frá tank og fram að síu, hef séð það á bílum sem eru boddíhækkaðir að það gleymist að lengja í slöngunni sem er frá grindinni og upp í síuhús og þar kemur gat. þetta er orðin sérfræðivinna og þarf að leita uppi þessa bilun, en þetta þarf ekki að vera olíuverkið sjálft. Olíuverkið er að kvarta yfir því að það getur ekki stýrt tímanum á sér og sendir vélarheilanum þau skilaboð, og vélarheilinn er nú ekki fullkomnari en það að hann segir í rauninni að olíuverkið sé bilað en samt sem áður getur verið að olíuverkið geti ekki stjórnað tímanum út af einhverjum skynjara annarstaðar sem er bilaður. Semsé að bilanakódarnir sem koma oft upp eru afleiðingar af bilun í einhverju öðru. Sem dæmi þá hafa loftflæðiskynjararnir verið að bila í þessum bílum sérstaklega ef það er "kraft"sía í bílnum, þá verður hann máttlausari en gamall dísil Hilux, ef þú þekkir einhvern sem á eins bíl mætti prófa að svissa skynjurum á milli til að prófa hvort eitthvað breytist.
    Kv.
    Magnús





    30.11.2006 at 00:17 #569808
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Já ég ætla að prufa það:-) En með hverjum mælið þið með í að gera við svona olíuverk? Sem að kann sitt og er sanngjarn….





    30.11.2006 at 00:40 #569810
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég myndi láta Friðrik ólafs kíkja á þetta betur og sjá hvort þetta sé örugglega verkið sjálft og ef svo er þá er bara að prófa vélaland og framtak og sjá hvort að þeir geti lagað þetta.
    Kv





    30.11.2006 at 11:16 #569812
    Profile photo of Sigurgeir H. Sigurgeirsson
    Sigurgeir H. Sigurgeirsson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 40

    Þú hefur ekki lent í því eins og sumir í síðustu Setursferð að setja ranga gerð af ísvara?
    Lýsingin er mjög svipuð og hjá tveimur öðrum bílum úr sömu ferð. Þetta lagaðist víst af sjálfu sér á öðrum bílnum (þegar komið var í hlýrra loftslag), en hinn fékk smá sopa af öðrum drykk til lagfæringar





    30.11.2006 at 13:51 #569814
    Profile photo of Jóhann Kristján Kristjáns
    Jóhann Kristján Kristjáns
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 213

    . . . rakst á þessa ísvara umræðu á öðrum stað hér á vefnum . . . . er einhver ísvari sem þarf að varast . . . hvað er málið ?





    30.11.2006 at 14:05 #569816
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    komumst að því í Setursferðinni að Ísvari fyrir Bensín virkar ekki mjög vel í olíu :-)
    Kveðja Lella





    30.11.2006 at 15:18 #569818
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    Framtak á til skiptiverk en ath fyrst þetta
    er hráolíusían ný og orginal
    dregur hann falskt loft
    er tregða einhverstaðar á leiðinni
    er vatn í tanknum
    þessi kódi kemur ef efþað er tregða eða slæmt flæði
    hann getur einnig komið ef olíuverkið hefur skemmst vegna td vatns þá er ekkert að gera nema að skipta
    en skoðaðaðu einnið dæluhús hráolíusíunnar það er retúr slanga ofan á því þar getur hann sogið falskt loft
    kv
    Gísli





    30.11.2006 at 16:54 #569820
    Profile photo of Jóhann Kristján Kristjáns
    Jóhann Kristján Kristjáns
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 213

    einm. það, gott að vita.
    Kv.JKK





    30.11.2006 at 17:57 #569822
    Profile photo of Klemenz Geir Klemenzson
    Klemenz Geir Klemenzson
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 194

    Sælir félagar. Hjá Framtak/Blossa vinnur maður að nafni Bjössi dísill (heitir kannski eitthvað annað í þjóðskrá). Hann er afskaplega lipur og þægilegur og þeir eru með allar græjur til að lesa úr svona dóti, skynjara fyrir skynjara. Þeir eru jú með umboð fyrir þessi olíuverk sem koma í okkar japönsku druslum. Hann veit hvort eitthvað er hægt að flikka upp á þetta dót.

    Patrol kveðja,
    Klemmi höktandi.





    30.11.2006 at 19:27 #569824
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Já ég er búinn að vera að tala við þá í Framtak í dag og þeir ætla að kíkja á hann á morgun, og bilanagreina hann endanlega… Maður er bara að vona að það sé eitthvað annað enn verkið sjálft því það kostar asskoti hressilega





    30.11.2006 at 23:30 #569826
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Þar sem ég er nú hamingjusamur Patrol eigandi þá væri gaman að vita hvað svona olíuverk kostar nýtt. Er einhver með tölu á því?

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 30 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.