FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Olíuverk, hvað er það?

by Hans Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Olíuverk, hvað er það?

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Friðrik Hreinsson Friðrik Hreinsson 15 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.01.2010 at 15:56 #210310
    Profile photo of Hans Magnússon
    Hans Magnússon
    Participant

    Sælir
    Þið megið alveg hlægja en, svona í einföldu stuttu máli, hvað er og gerir olíuverk í díslivélum og hvað er enska orðið yfir það?
    Er með Patrol ’00 3,0 þar sem olíuverkið er liklega að syngja sitt síðasta. Það kom ‘check engine’ ljós og BFÓ las hann og fékk einhverja villu í olíuverki. Ég þakkaði bara fyrir og fór, þorði ekki að spyrja hvað olíuverk er, veit bara að ég hef ekki efni á því, hef heyrt að það kosti hálf ráðherralaun eða svo.

    Ég yrði mjög þakklátur fyrir smá hjálp hérna!

    Kv
    HM

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 29.01.2010 at 16:03 #679932
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    [url:30nw3aoi]http://en.wikipedia.org/wiki/Injection_pump[/url:30nw3aoi]





    29.01.2010 at 16:08 #679934
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Það má vera að það sé hægt að spara hellings pening með að taka olíuverkið upp frekar en að kaupa nýtt.
    Mæli með að þú skoðir alla fleti á þessu vandamáli hjá þér.

    Getur skoðað síðuna hjá Leo M: http://www.leoemm.com/

    Hér er hann að fjalla um Olíuverk, að vísu í 6.5 GM vél en þetta er allt keim líkt og sömu meginhlutirnir í þeim flest öllum: http://www.leoemm.com/gm65.htm





    29.01.2010 at 16:57 #679936
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir

    Þú skalt nú ekki dæma olíuverkið ónýtt alveg svona hratt. Ertu búinn að fara á smurverkstæði, taka hráolíusíuna úr og skoða VEL hvort það er einhver skítur í henni, það þarf ekki mikið af menju eða jafnvel málningaagnir til að trufla olíuverkið. Ertu með aukatank, stundum getur skítur eða drasl borist úr þeim, hjá mér virtust þetta vera málningaagnir eða eitthvað slíkt. Ég lenti í þessu, þurfti að hreinsa tankinn og bæta við síu á milli aukatanks og aðaltanks og skipta tvisvar út hráolíusíu áður en check engine ljósið hætti að koma.

    Olíuverkið í Patrol er viðkvæmt fyrir skít í síunni og þetta getur vel verið ástæðan fyrir að Check engine ljósið kveiknar. Farðu til Óla á Smurverkstæði Olís Fosshálsi 1, bara jeppakallar að vinna þar og þekkja svona tilvik.

    Gangi þér vel.

    kveðja
    Agnar

    [url:276l9vek]http://auto.howstuffworks.com/diesel2.htm[/url:276l9vek]





    29.01.2010 at 17:37 #679938
    Profile photo of Hans Magnússon
    Hans Magnússon
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 167

    Þetta eru allt fínar upplýsingar, takk fyrir! Búinn að lesa og læra heilmikið. Vissi ekki að "olíu"verk ætti við hráolíu:/

    Agnar,
    ég er ekki með aukatank og ég skipti um hráolíusíuna sl sumar en mun gera eins og þú segir, láta kíkja á hana. Maður hefur bara heyrt svo margar sögur af biluðu olíuverki í þessum vélum sérstaklega, samt geri ég mér fulla grein fyrir því að allir jeppar, sama hvað þeir heita, eiga sín vandamál sem stundum eru bara þöguð í hel;)

    Endilega fleiri comment!

    Kv
    HM





    29.01.2010 at 17:49 #679940
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Ætli það sé fínsía við inntakið í olíuverkinu eins og í Terrano ?

    Veit að þær hafa búið til allskyns vesen , getur líka farið að myndast "gróður" í þeim.

    Sakar ekki að skella spíssahreinsi fyrir dieselvélar í olíutankinn.
    Kv. Kalli





    29.01.2010 at 18:11 #679942
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Ég er nú ekki sérfræðingur í Patrol en allavega 2 x hefur það gerst hjá ferðafélögum að einhver skynjari á loftinntakinu bilar og vélin fer í fýlu. Hvort það á við um þetta veit ég ekki.





    29.01.2010 at 18:36 #679944
    Profile photo of Hans Magnússon
    Hans Magnússon
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 167

    [quote="Krilid":e3cqzw2x]Ég er nú ekki sérfræðingur í Patrol en allavega 2 x hefur það gerst hjá ferðafélögum að einhver skynjari á loftinntakinu bilar og vélin fer í fýlu. Hvort það á við um þetta veit ég ekki.[/quote:e3cqzw2x]

    Þú ert sennilega að tala um loftflæðiskynjaran sem er jú viðkvæmur, en hann er nýr hjá mér og hefur ekki sýnt nein merki um óhlýðni. Ég held að ef skynjarinn virkar ekki þá sendir tölvan bara meira eldsneyti þrátt fyrir að það sé nægt loft og þá geta skapast vandamál.

    Kv
    HM





    29.01.2010 at 21:08 #679946
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég fékk olíuverk um daginn og þegar ég losnaði við hann þá ákvað ég að rífa vélina úr og setja bensínvél í staðin. Stundum fékk ég líka olíuverk þegar ég fyllt’ann og sá hvað lítið gerðist fyrir peninginn.





    29.01.2010 at 21:59 #679948
    Profile photo of Hans Magnússon
    Hans Magnússon
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 167

    haha ég er búinn að vera með allskonar verki síðan ég keypti þennan bíl.

    Ef einhversstaðar væri góða 4,2 vél að finna væri það fínt kostnaðarlega séð, þó það sé auðvitað ekki ódýrt. Skilst að þær smellpassi á 3,0 beinskipta kassan.

    Kv HM





    29.01.2010 at 23:24 #679950
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    reyndu bara að fá þér 4.2 bensin eins og ég er með öflugt hedd timakeðja og ekkert vesen.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.