Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Olíuverk
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgeir Sæmundsson 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
07.12.2009 at 20:41 #208972
þekkir eihver til þess að olíuverk í 2.4 hilux hafi bilað þannig að aplið í bílnum er svona á róli kraftlaus og kraftur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.12.2009 at 21:41 #670704
er þetta túrbó bíll?
07.12.2009 at 21:44 #670706þetta er ekki túrbó vél
08.12.2009 at 23:26 #670708Kemur ekkert sérstakt upp í hugann hvað getur verið að dísilvél, með gömlu gerðinni af olíverki, sem gerir það að verkum að aflið í vélinni sé mismunadi. Að vísu geta dísilvélar farið að ganga pendúlgang með goveroninn í olíuverki bilaðan en ég veit ekki til að það hafi komið niður á afli og slík bilun er stöðug. Kannski þá maybe hitastig og hitaþensla. Þá þetta sígilda – stífluð hráolíusía í kuldum eða vatn í loftsíu sem frýs og hættir að hleypa lofti í gegn. Stífluð öndun á hráolíutank með tilheyrandi rennslistregðu frá honum ? Dregur falskt loft að olíuverki ? Eða t.d. rifin stimpil sem þenst út við vinnuhita og myndar viðnám við stimpilslífina með meðfylgjandi vélarbanki eða þá dísa í spíss sem hefur rifnað vegna ónógar smurningar í eldsneyti eða ofhitnun og stífnar við vinnuhita og stendur þá hálfopin. Ef ætti að gera eitthvað í þessu þá myndi ég þjöppumæla og láta athuga úða og opnunarþrýsting á spíssum. Það sakar alla vega ekki og vélin ekki verri á eftir hvað sem kemur svo sem út úr því.
09.12.2009 at 14:37 #670710það er búið að þjöpu mæla og atuga spísana það var gert í sumar það e ekki búið að keira hann mikið síðan búið að skipta um síu og hreinsa litlusíuna á olíuverkinu. það er líka búið að prufa 2geingis olíu í Diselin og hreinsiepni
en þú talar um dísilvél, með gömlu gerðinni af olíverki hvernig gömlu _____???
09.12.2009 at 21:15 #670712
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitt svona "basic"….nær inngjafararmurinn að snúast í botn? Er motta eða annað að trufla pedalann?
Langsótt en gæti verið.
kkv
Grímur
09.12.2009 at 23:11 #670714ég held að það sé eimit frekar langsót því að ég gett stigið gjöfina svo vélin sé í argandi botni
sko ég gett gefið heni inn en í botn snúning en þegat maður þarf að nota ablið þá er það misjamt
það kemur stundum fyrir að þegar ég er búin að keira í bæin sem eru 20-25 km og svo leg ég á stað til baka þá eihvern veigin virðist vélin virka eins og hún á að virka en þetta gerist ekki alltaf svo ég skil þetta ekkiþað sama og stendur hér fyrir ofan búin að þjöpumæla búið að athuga spísana og úða þeir fýnt það er líka búið að prufa að blása aftur í tank og var eingin tregða þar á ferð
ætli það sé ekki næst að taka vélina upp úr og taka í sundur ég vil nú helst ekki þurfa að gera það hehe:)
09.12.2009 at 23:17 #670716Olíuverk sem ekkert rafmagn kemur nálægt nema þá í mesta lagi ádreparinn.
Það er ýmislegt sem mætti athuga meira áður en olíuverkið er tekið úr og sett í prufubekk. Er réttur tími á olíuverkinu, setja kastklukku aftan á það með sérverkfæri eða dropastilla. Athuga ventlabil. Er kambás réttur á tímamerki. Eru knastar (kambar) á knástásnum slitnir. Hef séð það á Hilux 83 sem ég átti lengi með 2L vél sem er fyrirrennari þinnar 4L vélar. Vélin hjá mér var með haugslitin kambás sem gerði það að verkum að tíminn sem ventlarnir voru opnir var ekki réttur og ekki nógu langur. Gæti verið að innsogsbarki að vél sé orðin það trosnaður og veikur að hann leggist saman við vacum á milli vélar og loftsíu við álag og hindri eðlilegt loftflæði. Mæla bakþrýsting á spíssum (slefið). Er tregða í pústkerfi, rör kýlt saman eða í vinkil. Hef lent í því að kýla saman púströr í torfærum svo að bíllinn varð tölvert aflminni og með skrýtið hljóð í mótor. Uppgötvaðist ekki fyrr en komið var út á þjóðveg. Gæti ádrepari staðið á sér að einhverju leyti. Er rétt olíuþykkt á drifum og kössum. Eru hásingar skakkar undir bílnum og mynda þannig þvingun við akstur. Er rétt millibil (toe in). Eins og ég sagði þá átti ég Hilux með ennþá minni dísilvél en þú ert með og mér fannst hún hljóta að vera eitthvað biluð öll þau ár sem ég átti bíllinn og keyrði mjög mikið en fann aldrei neitt að vélinni. (byrjaði á vélarupptekt og kámbás skiftum við kaup á bílnum) Það var ekki fyrr en ég prófaði eins bíl á svipuðum dekkjum að ég gerði mér grein fyrir því að þetta væri bara svona. Sem var svo sem allt í lagi því bíllinn eyddi litlu og var fínn í lága drifinu,seiglaðist alltaf áfram í lága drifinu (5.71)ef réttur gír var valinn en ekki var hægt að spítta upp brekkur samt
09.12.2009 at 23:33 #670718þessi vél 2,4 no Turbo árg 89 ekin 371þ km knastásin gæti nátúrulega verið slitin en þá breitist ekki krafturin svon mikið en getur það verið að olían á gírkasa mili kassa sé of þikk að þegar er búið að keira slata (bæuið að hita olíuna) þá er hún orþin þinnri
09.12.2009 at 23:51 #670720Þetta er svolítið líkt og var að hrjá bílinn hjá mér en það er að vísu toyota lc og það var drulla í síunni á olíuinntakinu ofan í tanknum sem orsakaði það þá var að vísu búiða að taka upp olíuverkið en kraftleysið kom stundum og stundum alltí lagi eftir upptekt
10.12.2009 at 01:02 #670722þarf maður þá ekki að taka tankin undan ? til að komast í síuna ég held að það gæti jabvél verið hún því að þegar é tapaði af gömlu hráolíusíuni í húdinu kom vatn og drulla því að þessi bíl druknaði í Eyjafjarðar ánni
hann var þjöpumældur eftir það
10.12.2009 at 07:38 #670724Ég gat komist í þetta í gegnum gat á gólfinu undir aftursætinu en ég veit ekki hvernig hvar tankurinn er hjá þér en það er örugglega lúga yfir rörunum úr tanknum og þar sem olíumælirinn og allt dótið er
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.