Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › olíuverðsmótmæli
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by HELGI JÓNAS HELGASSON 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.03.2008 at 19:08 #202119
jæja kæru félagar… nú er ég búinn að fá uppí kok og vel það… spurningin er bara hvernig eigum við að mótmæla og hvar er mæting… þetta gengur ekki lengur, þetta er ekkert annað en aðför að ferðafrelsi í landinu að ríkisstjórnin skuli ekki lækka gjöld á eldsneyti, þessar hækkanir á heimsmarkaði sem og hrun krónunnar gera það að verkum að krónutalan sem ríkið fær af hverjum lítra hefur ábyggilega tvöfaldast undanfarið hálft ár… þetta er ekki heilbrigt. Spurt er hvað skal gera ??? ég mæti það er á hreinu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.03.2008 at 08:51 #617864
Hvað kom útúr þessum fundi, verður farið í einhverjar aðgerðir ?
Páska kveðjur. Kalli
20.03.2008 at 09:03 #617866Það sem kom út á þessum fundi var nánast ekki neitt. Þarna voru flest atvinnubílsjórar á stórum trailerum og voru aðalega að karpa um kaup og kjör. Eftir því sem að við skildum þá rétt voru uppi hugmyndir um að þeir séu að fara út í einhver mega mótmæli eins og frakkar sem á bara eftir að bitna fyrst og fremst á almenningi sem er ekki að mínu persónulega mati það heppilegasta sem við ættum að halda okkur sem mest frá.
Hins vegar eru mótmæli af hinu góða ef það á ekki eftir að snúast í höndunum á okkur. Til þess að það virki þarf það að koma niður á þeim sem að mótmælin beinast að.
Mér skildist að við byrjum að gera etthvað þann 1.apríl 2008. Svo að þeir sem geta og vilja endilega vera með… Nánar á eftir að koma meira um það mál frá Lellu og Glanna.
Kveðja
Spotti
20.03.2008 at 13:09 #617868sem sagt ekkert fyrr en búið verður að lækka eldsneitið þá hvað.
Kalli
20.03.2008 at 17:35 #617870Erró þú talar um að mótmæli komi fyrst og fremst niður á almenningi. Ef að vörubílstjórar loka aðalgötum og almenningur kemst ekki leiðar sinnar til að eyða peningum, hver er það þá sem tapar?? Ekki almenningur heldur ríkið sem hefur tekjur af okkar eyðslusemi. Eina leiðin til að ríkið sjái að sér er ef þeir tapi einhverju á þessum mótmælum. Ef að fyrirtæki sjá ekki að sér og hóta launþegum sem ætla að taka þátt í svona mótmælum þá eru þeir vitlausir. Ef að samstaða næst um þetta þá er eiginlega ekki hægt að tala um tap, því allir nota eldsneyti og allt hefur þetta nú áhrif á verðbólguna sem er að drepa alla.
20.03.2008 at 18:53 #617872Það sem ég er að tala um að sjúkrabílar og lögreglubílar þurfa að komast leiða sinna. Og það er ekki hægt að loka götum.
20.03.2008 at 18:53 #617874Það sem ég er að tala um er að sjúkrabílar og lögreglubílar þurfa að komast leiða sinna.
20.03.2008 at 19:29 #617876Það er fleira en eldsneytið sem hækkar.
Ég upplifði það hjá bílaumboðinu Ingvari Helgasyni í gær. Stýrishosa í Subaruinn minn hafði hækkað um ca 15 prósent á tveim dögum.Það er ferlega ósvífið að strauja svona hækkun inn á varahlutaverð hvert sinn sem gengið lækkar. Skyldu þeir muna eftir að lækka verðin aftur ef krónan skyldi hækka – eða yenið lækka?
Ágúst.
20.03.2008 at 21:59 #617878kominn tími til að gera eitthvað og eru ekki atvinnubílstjórar að ríða á vaðið og við eigum að styðja við þá þar sem þetta er ekki bara olía og bensín sem þetta bittnar á heldur á ALLRI vöru í landinu þar sem meiri kostnaður og annað legst á vöruverð svo það er ekki bara þessir jeppamen sem finna fyrir þessu og eigum við öll að mótmæla þessu ríkið getur alveg lækkað sínar álögur tímabundið meðan þetta ástand varir og þa eru fordæmi fyrir því
kv…Birgir
21.03.2008 at 10:00 #617880Það er með eindæmum hvað innflytjendur og heildsölur eru fljótir til að hækka allt hjá sér, hvað ætli hafi verið til mikið bensin á tönkunum áður en krónuskrattinn féll, mánaðarbyrggðir mundi ég halda, og hvað ætli IH eigi mikið af varahlutum á lager, varla eru þessi blessuð félög að kaupa annan hvern dag bensín og hosur. Nei hingað og ekki lengra, kæru félagsmenn og stjórn f4x4 tökum hanskann og sláum á báðar kinnar ríkisstjórnarinnar ( fast )og höldum ennþá stærri mótmæli en síðast það þarf ekki nema eina auglýsingu í fréttablaðinu til að koma öllu af stað.
Ég hvet hér með stjórn ferðaklúbb 4×4 að standa fyrir mótvælum á hækkun eldsneitis.
Beggi R 1714
21.03.2008 at 12:02 #617882Núna er olíuverð dottið niðrí það sem það var í byrjun mánaðarins. Ekki er ég að sjá bensínstöðvarnar lækka það í samanburði við það. Olíutunnan er kominn niðrí $101.85 þegar þetta er skrifað sem er næstum því sama og í byrjun mánaðarins. Mest fór hún í þessum mánuði uppí $111.72. Hér er næstum því 10% verðmunur. Ég myndi vilja sjá allavega 5% eða meira á útsöluverði hérna eftir þessar hækkannir.
Fyrir þá sem vilja skoða gröf af þessari þróun:
[url=http://www.livecharts.co.uk/MarketCharts/crude.php:2ev4dpbw]livecharts.co.uk[/url:2ev4dpbw]
Mér finnst að það ætti að skylda olíufélögin til að birta út verðskrá um hvernig þeir reikna út lítraverðin og hvaða álögur fara þarna ofaná. Bara alveg einsog að tannlæknar þurfi að gefa út verðskrá.
Mér finnst einnig líka skrýtið hvað olíufélögin eru miklir "business-menn" þegar þeir eru að veita nauðsynlega þjónustu fyrir stóran hluta þjóðarinnar líkt og bara sjúkrahús og heilsugæsla.
21.03.2008 at 22:43 #617884er ekki bara málið að hringja í lögguna,útaf olíusamráði milli ríkistjórnar og olíufélaga.Og láta taka einhvern fastan.Það er að segja ef að það má nú nokkuð snerta þessa stjórnmálamenn.
22.03.2008 at 14:00 #617886Sem að olifelögin myndu skilja krefjast
algjörrar SAMSTÖÐU ISLENDINGA
og hun felst i þvi að velja eitt felag og
versla eingöngu við það i xxx vikur
hvað haldið þið að hin felögin haldi
lengi ut an þess að lækka verðið
kveðja Helgips. þessi hugmynd er ekki fra mer komin
heldur goðum kunningja minum vil ekki
gera hans að minni, en vildi koma henni
herna að.
22.03.2008 at 20:21 #617888hvernig er það? nú hefur heimsmarkaðsverð LÆKKAÐ um 12% það er ekki búið að lækka hér á landi um 10aur ég er ekki sáttur að þessar hækkanir munu ekki ganga til baka eins og gerist alltaf hér á landi
22.03.2008 at 20:31 #617890Segðu mér Helgi Jónas, hvernig ætlar þú að fá alla eldsneytisneytendur til að versla við eitt og sama olíufélagið ? Ef þú getur komið þeirri samstöðu heim og saman ertu hvorki meira né minna en kraftaverkamaður, ekki það að hugmyndin sé ekki raunhæf,,,,, L.
23.03.2008 at 14:12 #617892Er einmitt eitthvað sem við Islendingar erum ekki goðir i, við sitjum allir a kaffistofunum okkar eða
einhversstaðar i hopum og tölum ut um malin en
þegar a að gera eitthvað þa ma enginn vera að þvi
eða segja þetta þyðir ekkert, einsog nuna ALLIR eru
rasandi yfir bensin,oliuverðinu en enginn getur eða
vill hætta eða minnka notkun bilsins sins þar a meðal eg sjalfur.
EN ef folk vill gera eitthvað i malunum an þess að
minnka eða hætta notkun bilsins þa er þetta leiðin
skitt með það þo að einhverjir verði að hætta að versla við sitt oliufelag i einhvern tima þa er alltaf hægt að fara aftur til þeirra.
Svo eg se ekki betur en að þetta se leiðin sem að
allir geti verið anægðir með allir keyra sem fyrr
bara versla bensinið a einum stað.
Eg reikna svosem ekki með að þetta geti gerst
en maður getur lati sig dreyma.
kveðja HELGI
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.