Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › olíuverðsmótmæli
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by HELGI JÓNAS HELGASSON 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.03.2008 at 19:08 #202119
jæja kæru félagar… nú er ég búinn að fá uppí kok og vel það… spurningin er bara hvernig eigum við að mótmæla og hvar er mæting… þetta gengur ekki lengur, þetta er ekkert annað en aðför að ferðafrelsi í landinu að ríkisstjórnin skuli ekki lækka gjöld á eldsneyti, þessar hækkanir á heimsmarkaði sem og hrun krónunnar gera það að verkum að krónutalan sem ríkið fær af hverjum lítra hefur ábyggilega tvöfaldast undanfarið hálft ár… þetta er ekki heilbrigt. Spurt er hvað skal gera ??? ég mæti það er á hreinu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.03.2008 at 19:31 #617824
Var ekki gerð einhver samþykkt á síðast félagsfundi um eldsneytismál.
Annars er merkilegt hversu hljótt fer um hagsmunamál félagsmanna á vefnum.
Það er einsog félagsmenn hafi lítinn áhuga á þeim málaflokk, þrátt fyrir að skoðanakannanir á f4x4.is sýni annað. Samanber könnun um hver væru aðalmál klúbbsins, en það kom fram að 90% eða þar um bil vildu að klúbburinn beitti sér í hagsmunabaráttu, svipað var upp á teningnum í könnun um eldsneytisverð.
Það mætti í þessu sambandi benda á heilsíðugrein í Morgunblaðinu í dag um slóðamál.
En ef þetta á að vera hagsmunaklúbbur, þá þarf félagið að forgangsraða verkefnum. Og ákveða á hverju á að taka og hverju ekki á að taka. En einsog einn benti mér á í dag þá virðist einmitt vera vinsælast að taka á þeim málum sem ekki á að taka á. Einfaldlega af því að þau eru skemmtilegri.
17.03.2008 at 19:33 #617826Nú fer ég að keyra drusluna bara ofan í skurð og moka yfir.
17.03.2008 at 19:39 #617828Við erum afa stór samtök meða afar marga og stóra bíla, hægt er að leggja þeim í stæði ráðamanna þessa lands, eða blokka götur í bænum, til að mótmæla olíufélögum væri hægt að legga bílum t.d. í öll stæði á vinnustöðum þeirra o.s. frv.
Flott væri að taka dekk eða olíutunnur og dreifa um bæinn, setja svo skilti hjá þar sem sýnt er svart á hvítu einhverjar tölur um pening sem fer í vassann á olíufélögum, ríkisins og annað, þetta er hægt að nálgast hjá FÍB. ég á eitt svona skjal frá ágúst í fyrra.
Svo kannski bara að kveikja í dekkjahrúgum og hræum til að sýna að okkur sé alvara, komið alveg nóg af friðsamlegum mótmælum sem skila engum árangri, óþarfi samt að lemja mann og annan 😀
Mæli ég samt með að þetta sé gert sem mest á þann móta að skilaboðin séu sterk og skýr en valdi ekki gífurlegum óþægindum fyrir hinn almenna borgara. Ekki loka aðalgötum sem leiða að spítölum o.fl.
Ég er til í að aðstoða og taka virkan þátt í hvers kyns aðgerðum sem meika sens. símanúmer er 867-3536
Ryðjumst inn á þing og heimtum að ríkistjórnin geri eikkað í þessu, þetta bitnar rosalega á okkur sem þurfum þeessa vöru til að ferðast og komast á milli staða,
ég tanka 4 sinnum í mánuði og það kostar 30þús og það er Subaru, ekki amerískt V8 ferlíki!
Græðgi olíufélaganna og aðgerðarleysi stjórnvalda er með öllu ólíðandi lengur.
90% þeirra sem kusu um hvort klúbburinn ætti að mótmæla kaus já. Látum verða að því!
17.03.2008 at 19:48 #617830Jú, ég tæki alveg þátt í mótmælum á eldsneytisverði.
Hinns vegar það sem þú ert að tala um Ofsi að félagsmenn taki ekki undir eitt og annað á spjallinu að þá er ég farinn að hallast að þeirri skvoðun að það ætti að loka vefspjallinu. Jú út af hverju; þeir sem að eru ekki í klúbbnum og eru kannski að spá í að ganga í hann hætta hreinlega við það út af því einu að það er hreint og beint verið að vega að starfsemi stjórnar og félagsmönnum hér á spjallinu. Ég myndi vilja sjá að spjallið yrði lagt niður. Hvort að það væri tímabundið eða ekki kæmi bara í ljós. Nú eru við komnir með góða félagsmiðstöð sem á eftir að vera opin oftar á virkum kvöldum og menn ættu bara að mæta þangað og tjá sig. Ekki að vera fela sig á bak við skrif á netinu sem þeir þora svo kannski ekki að segja opinberlega sjálfir. Ég væri viss um að við myndum fá fleiri félaga í klúbbinn út á það eitt að loka spjallinu.
Kveðja
Spotti
17.03.2008 at 20:00 #617832Þeir sem vilja tjá sig við opið hús meiga það, það er bara að mæta sem er númer eitt.
kv,,,, MHN
17.03.2008 at 20:07 #617834[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal%2f11211:36n9au4l][b:36n9au4l]Samþykktin [/b:36n9au4l][/url:36n9au4l] er frá félagsfundi 7. janúar 2008
–
Önnur mál, eldsneytisverð: Helena Sigurbergsdóttir R 2703 bar fram svohljóðandi ályktun: Félagsmenn á félagsfundi skora á stjórn klúbbsins að beyta sér fyrir því að hagsmunaaðilar svo sem atvinnubílstjórar, vöruflutningafyrirtæki, ferðaþjónusta og aðrir taki sig saman og skori á yfirvöld að lækka álögur á eldsneyti til að draga úr kostnaði við flutninga á okkar viðfema landi ásamt því að hafa slakandi áhrif á verðbólgu í landinu. Samþykktu fundarmenn þetta nánast samhljóða (1 á móti).
–
Það sem hins vegar gerðist á síðasta félagsfundi, sem að jafnframt var afmælisfundur klúbbsins var að formaður klúbbsins steig í pontu og hélt ræðu. Ræðu um að klúbburinn væri fyrst og fremst hagsmunafélag og ætti að starfa sem slíkt. Hins vegar hefðu félagsmenn eingöngu áhuga á að fá sem bestu afsláttarkjör og sem mest út úr klúbbnum. Hélt ég að þá ætlaði stjórnin að spila út trompinu sínu. Að stjórnin væri komin á fullt í samstarf við önnur hagsmunafélög um að beita sér fyrir lækkun á eldsneytisverði. En nei aldeilis ekki heldur var samþykktinni frá janúarfundinum vísað beint í föðurhúsin eða til Lellu og sagt að hún og Glanni muni sjá um þetta.
Það má geta þess hins vegar að klúbburinn á nú húsgögn og leðursófasett (ft) fyrir fleiri hundruð þúsund…. en þau voru á svo góðum afslætti.Kv. Stefanía
17.03.2008 at 20:21 #617836Ekki myndi ég koma ef að það hefðu ekki verið keypt þessi húsgögn. Þér fannst nú gott að sitja í þessu leðursófasetti fyrir mörg hundruði þúsunda þegar útgáfuteitið var haldið í félagsheimilinu Stefanía.
Kveðja
Spotti
17.03.2008 at 20:38 #617838Hvað hefur verið gert í framhaldinu af þessarri sammþykkt?
Hefur verið talað við þessi félagasamtök sem þarna eru talin upp eða jafnvel aðra aðila?
Hvað er að gerast hjá hinu "GRÚTMÁTTLAUSA OG TILGANGSLAUSA HAGSMUNAFÉLAGI FÍB"? Er búið að þagga niður í þeim?Við höfum ekki efni á að bíða mikið lengur, hefjum einhverjar aðgerðir þá bæði á ríkið og olíufélögin sem eru að lauma inn meiri álagningu.
Látum ekki púkann á fjósbitanum fitna enn frekar.
Þolinmæðin er sprungin og því er krafist aðgerða/mótmæla.
Óþolinmæðiskveðjur
Magnús G.
R 2136
17.03.2008 at 20:44 #617840Það er eitt og annað í þessu en þó að ég setji fram það sem kemur hér á eftir þá skulu menn ekki taka því þannig að ég sé á móti því að menn mótmæli þessu eða fari í einhverjar aðgerði þar af lútandi. Fyrir það fyrsta þá held ég að það sé tilfellið að álag ríkisins á hvern lítra af dísilolíu sé föst krónutala og hafi verið það lengi þannig að þar er nú kannski ekki af miklu að taka, hlutfallslega hefur því þessi fasta krónutala lækkað ef eitthvað er miðað við hækkanir. Virðisaukaskattur er nokkuð sem menn verða að borga af öllu sem þeir kaupa, 24,5% þannig að ekki er hægt að hrófla við því. Gengið hríðfellur, olíufélögin eru miklu fljótari til hækkunar en lækkunar við gengishreyfingar, það er staðreynd sem allir vita þó svo að olíufélögin vilji ekki viðurkenna það. Svo er annað, hafa menn orðið mikið varir við það að það hafi dregið úr umferð þrátt fyrir þessar hækkanir? Sjá menn fleiri einstaklinga í hverjum bíl á morgnana en undanfarið sem bendir til að samnýting bílaflotans sé hafin? Ég hef ekki sjálfur séð neina breytingu á akstursvenjum landsmanna, við höldum áfram að fara á fjöll eins og ekkert hafi í skortist og kaupum eldsneyti í sama mæli og áður. Ætlast menn svo til að eitthvað breytist í eldsneytisverði meðan við sýnum engin breytingamerki í neysluvenjum sjálf? Meðan við sýnum þess engin merki að þetta sé farið að koma við budduna okkar, lesist, kaupum minna eldsneyti, þá er engra breytinga að vænta. Helst sér maður fyrir sér miðað við óbreytt ástand að ríkið standi fyrir endurgreiðslu til rútufélaganna sem gera samninga langt fram í tímann og eru að tapa stórum fjárhæðum þessa dagana, svo þau einfaldlega farið ekki á hausinn en það bíður þeirra allra miðað við óbreytt ástand. Set þessa punkta hér fram til umhugsunar en minni janframt á orð mín hér í upphafi um að ég sé ekki á móti aðgerðum, verðum samt að líta okkur nær og gera þetta á réttum forsendum.
17.03.2008 at 20:58 #617842Það er mjög mikið í þessum punktum hjá þér Logi, og ég er mikið feginn að minn jeppi er bilaður og held ég að það sé ekki fyrir almennan lauþega að fara á fjöll hverja helgi og ekki aðra hvera heldur.
En að allt öðru þá var samþykktinni frá félagsfundinum í janúar vísað heim til föðurhúsanna fyrir ekkert mjög mörgum dögum síðan og erum við byrjuð að skoða hvað vænlegast er að gera og þá aðallega hvað vænlegast er að byrja á að gera.
Því vil ég byðja ykkur að taka frá tíma eftir hádegi 1 apríl næstkomandi þá verður fyrsta lota gerð og þetta er ekki apríl gapp.
Alþingi er í páskafríi til 31. mars svo við færum þeim einhvern glaðning þann 1 apríl svo verið tilbúin………..
kveðja Lella
17.03.2008 at 21:04 #617844logimar ég ætla að svara þér með þetta, jú ég sé það í kringum mig að þetta hafi áhrif, fólk notar að sjálfsögðu bílana sína til að komast í vinnu og annað sem það þarf að fara, en að gera sér eitthvað til skemmtunar, sunnudagsbíltúrinn og annað svoleiðis er algjörlega horfið og sé ég það best hjá sjálfum mér, ég hefði farið helmingi oftar á fjöll í vetur ef olíuverðið væri ekki svona svívirðilega hátt, ég hefði farið oftar austur fyrir fjall að hitta félagana ef það kostaði mig ekki arm og legg, ég mætti ekki í afmælistúrinn hjá klúbbnum um helgina en reyndar eru tvær ástæður fyrir því en ein var næg – olíuverð. ég spara orðið jeppann hjá mér eins og ég get og get ekki annað sagt en að það komi svolítið við mig að það að fara inná hveravelli og tilbaka kosti mig orðið 25000 – 30000 kall. Hvernig verður svo sumarið??? ég ætlaði mér að halda áfram að ferðast um hálendið eins og ég gerði í fyrra, ég ÆTLA að vera Ofsa til liðs í ferlaverkefninu í sumar en það er vegna þess að það er mikið hagsmunamál fyrir okkur 4×4 meðlimi að ferlaverkefnið fari vel og gangi vel, ég veit ekki hvað verður um sumarfríið, kannski ligg ég bara í bakgarðinum í reykjavík og sóla mig… þetta olíuverð er ekkert annað en aðför að ferðafrelsi landans. og að lokum ef það kom ekki nógu skýrt fram, já ég kaupi minni olíu en ég gerði út af kostnaði.
kv. Axel Sig…
17.03.2008 at 21:34 #617846Hátt olíuferð bannar manni ekki að fara í ferðalag, það hins vegar hefur mjög neyslustýrandi áhrif en t.d. ef slóðum er lokað þá er það beint bann við notkun, í mínum huga ekki alveg sami hluturinn. Ég get því ekki tekið beint undir að þarna sé vegið að ferðafrelsinu þó þetta séu auðvitað miklir hagsmunir í krónum og aurum.
Það er samt orðið helv.. hart að eftir tiltölulega stuttan og léttan bíltúr á laugardaginn að þurfa að taka eldsneyti fyrir 13.732kr (@151,20 á Orkunni meira að segja). Ef maður hefði farið sama túrinn í júlí 2006 hefðu herlegheitin kostað mann c.a. 7.800kr, næstum því helmingur. En auðvitað gæti maður fundið sér bíl sem eyðir helmingi minna og leyst þennan heimatilbúna vanda þannig.
17.03.2008 at 23:26 #617848Ríkið fer ekki að skera af sinni köku og þeir eru ekki að hlusta á okkur, þegar heirist ekkert í vörubílstjórum, leigublstjórum,flutninga og rútu + aðra í ferðamana geiranum og vertökum sem eru að nota alskonar faratæki sem notar bensí og olíu. Hagsmunafélög fyrir almenning heirist ekker í þannig að við getum haldið áfram að naga skósólan og röflað við hvorn annan hvað á að gera ???
kv,,, MHN
17.03.2008 at 23:36 #617850góða kvöldið
Ég verð líklega ekki vinsæll þegar ég segi að F4x4 eigi ekki að beita sér fyrir mótmælum á hækkun eldsneytisverðs á Íslandi enda hefur það ekkert með ferðafrelsi að gera. Ég held reyndar að þetta skaði frekar félagið heldur en ekki enda er þetta doldið eins og ef skriðdrekaherdeild Bandaríska hersins í Belgíu myndi fara að mótmæla háu eldsneytiverði þar. Eru það raunverulegir hagsmunir félagsmanna að stjórn eyði orku í slíka vinnu ? Ég held ekki. Munið að þetta sport okkar er valfrjálst og í augum margra ekkert sérstaklega vinsælt !
Það er óumdeilanlegt að eldsneyti hefur hækkað gífurlega í verði á nokkrum árum en það hefur því miður bara lítillega að gera með græðgi íslenskra olíufélaga eða sinnuleysi stjórnvalda að gera. Staðreyndin er bara sú að heimsmarkaðsverð stendur undir stórum hluta þessara hækkana ásamt gengi dollarans.
Ef við notum t.d júlí 2006 eins og Tryggvi þá hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað um ca 65% og dollarinn um ca 25% síðan þá. Á sama tíma hefur eldsneytisverð hækkað um 75%. Auðvitað eru hlutirnir ekki alltaf svona sléttir skornir í raunveruleikanum og kannski eru olíufélögin eða Ríkið eitthvað að taka til sín af krónum en það skiptir bara ósköp litlu máli í þessari heildarmynd.
Ég segi höldum áfram að leggja vinnu í að tryggja ferðafrelsið og hættum að eyða púðri í þetta tískuverkefni sem skilar okkur líklegast engum raunverulegum hagsmunum. Látum þá sem hafa einhverja raunverulega vikt eins og trukkerana taka þennan slag.
….. eða það er alla vega mín skoðun.
góðar stundir
Agnar
17.03.2008 at 23:54 #617852[url=http://saf.is/is/?ew_news_onlyarea=newscontent&ew_news_onlyposition=4&cat_id=33921&ew_4_a_id=302676:1rqfr7x7][b:1rqfr7x7]Áskorun til stjórnvalda[/b:1rqfr7x7][/url:1rqfr7x7]
þetta sendi SAF frá sér í síðustu viku þannig að það er ekki rétt að enginn hafi ekki gert neitt
Kveðja Lella
18.03.2008 at 11:08 #617854Þetta snýst ekki bara um að f4x4 sé að mótmæla eingöngu í þágu sinna meðlima, það er ekki verið að fara fram á að við fáum meiri afslátt. Samtök sem þessi eiga (að mínu mati) að taka höndum saman við önnur samtök (trukkara, leigubílastjóra, fíb o.s.frv.) og berjast fyrir umbótum á þessu. Þetta hefur gífurleg áhrif á buddu hins almenna borgara, ekki bara jeppagrúskara.
18.03.2008 at 14:03 #617856Ég verð að taka undir orð Agnars. Hinsvegar er ég að spá í að spara mér aurinn sem færi í félagsaðild að FÍB. Ég tel að það eina sem ég hafi fengið fyrir það, hingað til, séu þýðingar á öryggis- og árekstrarprófunum úr útlenskum blöðum og límmiði í rúðuna. Fer allavega ekki mikið fyrir hagsmunabaráttu bifreiðaeigenda á þeim bænum. Hlýt að hafa misskilið tilgang þeirra þegar ég gekk í félagið.
18.03.2008 at 14:30 #617858Á heimasíðu [url=http://www.fib.is:3f60w5bi][b:3f60w5bi]FIB[/b:3f60w5bi][/url:3f60w5bi] er könnun í gangi þar sem þessi spurning er spurð:
Telur þú að ríkið ætti að koma til móts við almenning og atvinnuvegina í landinu með því að lækka eldsneytisskattana?Já – nei – veit ekki.
Hvað veljið þið?
kv Hafsteinn.
18.03.2008 at 21:16 #617860Það er er hægt að sameinast um að flitja inn dekk
í gám með góðum árangri.
Er hægt að flytja inn olíutank eða tunnur í gám.
hhhmmmmmmmmm
kveðja A.J.
19.03.2008 at 08:18 #617862Ég vill minna á fund í kvöld á Kringlukránni þar sem vörubílstjórar og aðrir ætla að hittast og ræða aðgerðir og mótmæli!!
Hvet alla til að mæta!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.