Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Olíutunna
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar Steinn Broddason 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.01.2009 at 22:10 #203512
Sælt veri fólkið og gleðilegt ár.
Mig leikur forvitni á að vita hvar sé hægt að fá olíutunnu 70-100L eins og sumur hafa verið að strappa framan á bílana hjá sér.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.01.2009 at 22:30 #636798
eru tunnur undan drifoliu ekki 100ltr hægt að fá á smurstöðvum
Heiðar U-119
08.01.2009 at 23:23 #636800Þetta er 60 l. tunna undan 75/90 gírolíu frá N1, getur líka fengið tunnu undan 80/90 ef þú vilt frekar rauða. Margar smurstöðvar eru bara fegnar að losna við þetta.
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/6162/51651:y3jsgpo8][b:y3jsgpo8]Svona var þetta framaná Blazernum hjá mér síðasta vetur.[/b:y3jsgpo8][/url:y3jsgpo8]
Freyr
09.01.2009 at 08:27 #636802nei ég nú bara spyr.
09.01.2009 at 10:02 #636804ég myndi ekki mæta með þetta í skoðun. en ég sé eiginlega ekki hvað er ólöglegt við þetta.,
kv
09.01.2009 at 10:09 #636806Farið bara i reglugerð um gerð og bunað ökutækja eða reglugerð um fluttning a hættulegu efni. Ef það er ekki bannað þar að þa er það örugglega ekki bannað
09.01.2009 at 10:42 #636808Ég mæli með plasttunnum. Þær eru mun meðfærilegri og skemmast ekki við vagg og velting. Þessa tunnu fékk ég hjá Olís.
Þetta munar töluverðu í brekkuklifri. Grindin sem ber tunnuna er ólögleg skv. reglum um hluti sem standa út frá bifreiðum. Sama gildir um vindur sem eru framan á bílum.
[img:1mzmqjwt]http://farm4.static.flickr.com/3382/3182175210_b4d530555c.jpg[/img:1mzmqjwt]
[img:1mzmqjwt]http://farm4.static.flickr.com/3420/3182175182_af4cec4e06.jpg[/img:1mzmqjwt]
09.01.2009 at 11:15 #636810Reglugerðin held ég að hafi átt að koma 2005 og á þá við bifreiðar nýskráðar eftir þann tíma. Reglur eru ekki afturvirkar. En er ekki einusinni viss um að þetta ákvæði með þessa 10cm framfyrir stuðara hafi komið inn eins og átti að gera.
Ef einhver gæti komið með þá reglugerð væri það gott…..
09.01.2009 at 11:34 #636812Málið er að síðast þegar að ég gáði þá voru þessar plasttunnur ekki til hjá Olís
09.01.2009 at 12:36 #636814Skoðunarmenn geta nýtt sér þetta ákvæði í skoðunarhandbókinni sjá [url=http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swdocument/3889/Sko%C3%B0unarhandb%C3%B3k+15.+%C3%BAtg%C3%A1fa.pdf:lzoupuc5][b:lzoupuc5]skoðunarhandbók[/b:lzoupuc5][/url:lzoupuc5] .
"Útstæðir hlutir: Hlutir frá yfirbyggingu sem standa
út og/eða auka hættu á meiðslum, t.d. hlutir með
hvössum brúnum og tengibúnaður án kúlu."Þetta getur átt við allan útbúnað sem við setjum utan á bílana okkar, en eins og Bazzi sagði, þá er ekkert vit að mæta með þetta í skoðun.
09.01.2009 at 12:49 #636816eða ekki bannað, finnst mönnum í lagi að aka með þetta svona úti á þjóðvegakerfi landsins? Hugsið dæmið til enda í sambandi við árekstur, tunnan eða brúsinn springur og olía eða bensín lekandi út um allt með tilheyrandi eldhættu. Ég fyrir einn mundi reyna að leysa þetta á þann hátt að aka með þetta á toppnum og setja þetta svo á þegar ég væri kominn á fáfarnar slóðir en það má vera að toppgrindurnar þoli ekki slíkan þunga, mér finnst þetta allavega mjög glannalegt, Logi.
09.01.2009 at 12:57 #636818Ég var með svona bláa plast tunnu/brúsa ca 70 lítra á patrol fyrir nokkrum árum, virkaði fínt. Tunnuna fékk ég hjá Ölgerðinni fyrir nokkrar krónur. Þeir fá þykkni í tunnunum þannig að maður verður að þvo þær vel, en annars fínar tunnur.
09.01.2009 at 13:16 #636820Skv. lögmáli um varðveislu skriðþunga, þá myndi 50-100 kg tunna virka sem flugskeyti við árekstur.
Að sjálfsögðu þarf að gæta skynsemis í eldsneytisflutningu. Best er að hafa nægt tankapláss undir bílnum og er þessi tunnubuisness hallærislausn.
Þá má líka leysa þetta svona:
[img:3l2u0h1n]http://farm4.static.flickr.com/3077/3182381034_648c4dc793.jpg[/img:3l2u0h1n]
09.01.2009 at 18:38 #636822Hallærislausn og ekki þessi´brúsaleið’ er nú yfirleitt skammtímalausnir og ekki keyrt með daglega, félagi minn er á 44“ bíl og segist frekar vilja hafa brúsa og geta frekar deilt niður þunganum,eins og hann vill, en annars með plast brúsana þá eru þetta rúðupiss brúsar sem eru t.d. á verkstæðum og eldsneytisstöðvum
Kv Heiðar U-119
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
