This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
sælir
ég var að koma af fjöllum með föður mínum og í ferðinni fórum við að taka eftir einkennilegri lykt frá vélinni þegar við vorum búnir að keyra á góðum snúning 3500+ í góða stund. Þegar ég opnaði húddið rauk aðeins frá túrbínunni, og það var eins og olía sem smitar útúr henni væri að brenna á greininni.Við höfum nú vitað af þessu olíusmiti og bifvélavirkjar hafa sagt okkur að hafa ekki áhyggjur af þessu, en við höfum aldrei fengið neinar almennilegar útskýringar á því af hverju þetta smit stafar. Getur einhver hjálpað mér? er þetta eðlilegt eða er eitthvað að gefa sig? ég veit því miður ekki hvort það er búið að auka þrýstinginn á túrbínunni, því þegar bílnum var breytt og intercoolerinn settur við var ég svo ungur og grænn að ég hafði ekki vit á því að spyrja þessa snillinga sem breyttu bílnum. Þannig að það væri líka gott ef einhver gæti bent mér á leið til að sjá hvort átt hafi verið við hana, og þá hvar maður stillir þrýstinginn.
já og ætli það sé ekki best að segja ykkur að þetta er 98 hilux með 2LT vél (orginal túrbína)
Baldur
You must be logged in to reply to this topic.