This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 21 years, 4 months ago.
-
Topic
-
komið sæl
Mig vantar upplýsingar um það hvað ég þarf að taka mikið af olíu á brúsum í fjallaferð sem ég er að leggja uppí.
Ég er á Nissan Terrano, disel, breyttur 33 tommu dekjum. 2.8 lítra vél með 70 lítra olíutank. Hér er leiðarlýsing:
Ég er að fara frá Hrauneyjum gömlu Gæsavatnaleið um Dyngjuháls og Urðarháls upp í Öskju, Herðubreiðalindir. Þaðan fer ég upp í Kverkfjöll. Eftir það er ekið í Hvannalindir í Brúardali og Kárahnjúka og þaðan uppá Snæfell. Að lokum er ekið á Egilsstaði.
Getið þið sagt hvort ég þarf að hafa með mér olíu á brúsa og þá hvort 20 eða 40 lítrar myndu duga.kveðja Þórdís Lóa
You must be logged in to reply to this topic.