This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir jeppasérfræðingar nær og fjær. Hér er bilanalýsing. Ég sá að olía hafið lekið af framdrifinu á Hilux 2008 sem er breyttur á 38″ og með loftlás að framan. Drifið var löðrandi í olíu vinstra megin og ég taldi líklegt að öxulþétting væri ónýt og því var stefnan tekin á verkstæði Arctictrucks. Þeir sáu strax að ekkert var að öxulþéttingunni og olían hafði komið upp um öndunina. Ekkert var gert enda ekkert sem lá í augum uppi að væri bilað. Passlega mikil olía á drifinu, loftlæsingin þétt og enn stendur eftir spurningin um það hvers vegna drifið er að gubba af sér olíunni. Eftir um 120 km akstur í dag var aftur farið að sullast olía upp um öndunina. Einhverjar hugmyndir um hvað er í gangi??
You must be logged in to reply to this topic.