FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Olíuleki (míglekur nánast) af afturdrifi TOY

by Guðmundur

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Olíuleki (míglekur nánast) af afturdrifi TOY

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 20 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.12.2004 at 10:13 #194981
    Profile photo of Guðmundur
    Guðmundur
    Participant

    Sælir,

    Þetta fór nýlega að gerast, hvað þarf til að laga þetta efni og tól haldið þið ?

    Hvað myndi þetta kosta á verkstæði ?

    Lekur út hjá drifskafti.. þetta klassíska.

    Kveðja,

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 03.12.2004 at 10:40 #510196
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    1. Losaðu skaftið af flangsinum (merktu fyrst til að geta sett það eins saman aftur).

    2. Settu í handbremsu, losaðu stóru rónna sem heldur flangsinum, leggðu á minnið hvernig róin snýr áður (ætti að vera hak á henni)

    3. Skiptu um pakkdósina

    4. Settu aftur saman, hertu rónna í sömu stöðu +smá meira :)

    5. Tengdu skaft aftur.

    -haffi





    03.12.2004 at 10:59 #510198
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    vertu viss um að í lagi sé með pinjónsleguna og athugaðu að öndunin sé ekki stífluð. Það er alveg möguleiki að eitthvað sé að úr því að þetta byrjaði svona snögglega.





    03.12.2004 at 12:57 #510200
    Profile photo of Guðmundur
    Guðmundur
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 118

    Þarf ekki eitthvað spes til að ná pakkdósinni út ?





    03.12.2004 at 13:01 #510202
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Skrúfjárn og kannski mjó töng, það hefur dugað mér hingað til með pakkdósir.

    Og svo bara léttan hamar og þolinmæði við að setja nýju pd í.

    -haffi





    03.12.2004 at 13:08 #510204
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég veit ekki hvort það er nauðsynlegt, en það er ekki verra að maka gírolíu á þéttiflöt pakkdósarinnar áður en hún er sett í. Þetta ætti að draga úr hættu á að pakkdósin skemmist meðan verið er að setja hana í og fyrst þegar pinjóninn fer að snúast.





    03.12.2004 at 13:43 #510206
    Profile photo of Guðmundur
    Guðmundur
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 118

    .. af hverju þetta byrjaði.

    Þegar ég keypti bílinn þá var mér sagt að það væri loftlás á drifinu. . . (já og slanga lá í drifið + venjuleg öndunarslanga.)

    En þegar ég gekk frá rofa og lofti inn á það, þá fór allt loft sem fór inn, út um öndunarslönguna. Á eftir að opna drifið og sjá hvort þar sé læsing eða ekki, en fróðir menn hafa sagt mér að líklega væri gat á loftrörinu þar inni.

    Allt þetta aukaloft hefur líklega valdið þessu, og öndunarslangan ekki náð að hleypa þrýstingnum nógu hratt út.

    Ég þarf því einnig að komast að því hvort þarna sé læsing, og hvort ég geti einhvernvegin lagað rörið ef það er málið.





    03.12.2004 at 19:34 #510208
    Profile photo of Óskar Hafþórsson
    Óskar Hafþórsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 655

    ATH ef þú losar um róna á pinjónum þá verður að herða nákvæmlega og ég meinnnnnnna NÁKVÆMLEGA ein aftur.
    það er vegna þess að það er svokalaður specer á milli legunnar og pinjónsinns sem klemist saman við herslu og ef það er losað upp á rónni á að skifta um specerinn eða hvað þetta heitir nú (hólkur?). Ef þetta er ekki gert getur losnað upp á rónni og drifið fer í #$%&#"klessu (ég skrifa þetta vegna þess að ég hef leint í þessu sjálfur)
    þanni að þú skalt skoða þetta vel

    skari
    (en þá með brotið fram- og afturdrif eftir seinustu ferð
    en dj&%$ var gaman.)





    03.12.2004 at 21:47 #510210
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þú lýgur þessu Skari, ert þú ekki með drifið mitt að aftan.
    Detta með lekan á drifinu þá þarft þú ekkert að merkja skaftið sérstaklega, Og þú þarft ekkert að smirja pakkdósina aðeins að vera nettur, þegar þú lemur pakkdósina inn í sætið á ný og vertu ekkert að láta þessa kall hræða þig með öllu þessu sérfræðingabulli enda eru þetta tölvu nördar og lappadinglarar. Bar kýla á þetta og ef illa fer ferðu upp á Rauðavatn og færð all nýtt hjá Jamil og byrjar bar upp á nýtt, því Jamil á nóg að drifum og ef hann verður uppiskroppa með drif þá ferðu bara á verkstæði með dótið. Góðar stundir.





    03.12.2004 at 23:37 #510212
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Þegar pinnjónninn er hertur af framleiðanda þá er hann að pressa hólkinn saman. Með því að herða í söru stöðu og róin var, þá er svotil engin pressa á legurnar. Það á aldrei að nota sama hólkinn aftur, þá verður ekki rétt þyngd á pinnjón.

    Freyr





    06.12.2004 at 20:16 #510214
    Profile photo of Hilmar Ingimundarson
    Hilmar Ingimundarson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 227

    ég lenti í þessu á mínum hilux og ég bara skipti um
    pakkdós og herti rónna svo aftur örlítið meira en
    hún var hert. nú þetta hefur steinhaldið kjafti síðan
    svo einfalt er það





    07.12.2004 at 21:55 #510216
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Smá spurning Freyr.
    Hver er Sara staða, hvernig kemst maður í kynni við hana?





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.