This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Olíugjaldsfrumvarpið var samþykkt á Alþingi núna í kvöld.
Nefndin (efnahags- og viðskiptanefnd sýnist mér) virðist þó hafa verið margklofin í málinu.Í nefndaráliti frá því á mánudaginn er oft talað um „…annar minni hluti…“ sem hafði aðra sérskoðun á málinu.
En nefndin virðist þó vera sammála um að of hratt hefði verið farið í málið og hún virðist sérstaklega áhugasöm um nýju GPS-mælana sem vegagerðin hefur kynnt fyrir þeim og vill ath. betur með að nýta þá til að innheimta þungaskatt út frá þyngd, vegalengd, hvaða vegir eru keyrðir og jafnvel á hvaða tíma – mjög athyglisvert að menn séu tilbúnir að ganga svo langt – þá mætti ímynda sér að það sé hagstæðara að keyra að nóttu til upp í Húsafell yfir Kaldadal, heldur en að degi til gegnum Borgarfjörðin…?
Allavega nefndin var sammála um að koma með breytingartillögu sem mér sýnist að hefði í fyrsta lagi frestað gildistöku laganna um 2 ár og auk þess hefði það haldið við fastagjaldinu fyrir litla bíla og þar með jeppa, en mér sýnist að þá hefði mælirinn dottið út fyrir minni bíla. Leiðréttið mig ef ég túlka þetta vitlaust.
En….það skiptir ekki öllu máli því þessi breytingartillaga var felld í kvöld
Þannig að ég fæ ekki betur séð en að frumvarpið hafi verið samþykkt sem ný lög og þau taka gildi um næstu áramót, 1. jan. 2005.
Frumvarpið sjálft og athugasemdir við það er hægt að finna hér
Yfirlit yfir leið frumvarpsins í gegnum þingið og linkar á öll nefndarálit og atkvæðagreiðslur er hér
Þannig að …… njótið ódýrari olíu meðan hægt er 😉
(fyrir þá sem það á við)Arnór
You must be logged in to reply to this topic.