This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Mikið er spurt eftir olíugeymum þessa dagana, þar sem menn hyggjast hamstra díselolíu fyrir gildistöku nýrra laga um olíugjald.
Mikið er spurt eftir olíugeymum um þessar mundir. Ný lög um olíugjald taka gildi 1. júlí í sumar og hyggjast menn hamstra díselolíu fyrir gildistöku laganna. Ríkið gæti orðið af hundruðum miljóna króna vegna þessa, segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.
Skattlagning díselolíu verður með sama hætti og skattlagning bensíns við dælu, samkvæmt lögum um olíugjald sem taka gildi í sumar og þungaskattur afnuminn. Margir hugsa sér gott til glóðarinnar, vilja hamstra olíu og komast þannig hjá þungaskatti sem er greiddur af eknum kílómetrum.
Hörður segir um 10.000 geyma vera í umferð víðs vegar um landið, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Verði þeir fylltir fyrir gildistöku laganna 1. júlí í sumar, gæti ríkið orðið af umtalsverðum tekjum.
Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í fjármálaráðuneytinu sé nú unnið að því að bæta lögin, þannig að menn verði að gefa upp birgðastöðu á díselolíu við gildistöku laganna, og því þýði lítið að hamstra. Þetta hefur hins vegar ekki fengist staðfest.
tekið af RÚV.is.
You must be logged in to reply to this topic.