Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Olíugjald…
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.07.2002 at 22:16 #191589
Núna getum við olímenn farið að láta okkur hlakka til að fara að borga sama verð fyrir grútinn eins og benzin kallar fyrir sullið sitt, og eitt er víst að ekki eru allir sáttir við þetta nýasta útspil hjá skattmann. Skoði hver fyrir sig á…http://www.althingi.is/altext/127/s/1453.html
Kveðja R2208
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.07.2002 at 01:57 #462250
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ja hérna!!!
Ég átti nokkuð gott samtal við mann í fjármalaráðuneytinu fyrir ári síðan þá var það hljóð í kútnum að olígjald yrði þannig að það yrði mjög ákjósanlegur kostur að fara úr bensíni yfir í dísel. Framkvæmdin átti að vera þannig að dísel átti að vera MUN ódýrari og aðflutningsgjöld á dísel bíla að lækka. Ég get ekki sagt að það verði rauninn, dísel fer uppí 80-90kr lítrann, nefnd eru dæmi um að díselbíla eign í Evrópu sé meiri, það er rétt en olían er líka ódýrari en hér. Menn eru líka að miða við Noreg og önnur norður lönd en þar er díselinn lang dýrastur.
Ég held að menn og konu eigi nú að fara að segja eitthvað við þessu olíu og bensín verði þetta getur ekki verið eðlilegt. Og annað, ef Ríkisstjórninn ættlar að viðhalda þeirri stefnu að hér ríki fljótandi markaðslögmál þá vill ég benda á að það byggir ekki á að vara sé seld miðað við hæðsta gengi hverju sinni!!!!!!!!!
P.S. Til hvers erum við að borga í hin og þessi félög t.d. 4×4, FÍB, neytendasamtökin, stéttarfélög, ofl.ofl. Sem virðast ekki vera að virka einhverja hluta vegna??? Öll mótmæli virðast vera kæfð í fæðingu eða það verður enginn árangur af viðræðum. Þetta er jú hagsmuna mál allra.
09.07.2002 at 10:07 #462252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Fljótt á litið sýnist mér að þetta lagafrumvarp sem netslóðin vísar til hafi verið lagt fram á síðasta þingi en hafi ekki verið tekið til umræðu. Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af að þetta sé að verða að lögum, en vissulega bendir þetta til þess að við sem félagsskaður þurfum að taka okkur aðeins á og koma af stað umræðu um hvernig við viljum sjá þessu háttað. Við ættum að geta fengið mörg tækifæri til að koma okkar skoðunum á framfæri meðan svona mál er í meðförum hjá Alþingi, en hvar eru lögfræðingarnir okkar sem þekkja ferlið? Komment frá Birni Þorra?
Óli G.
PS: Eini bílinn sem hafið framúr mínum svarta 4 lítra Cherokee á leið til Akureyra á föstudag var Barbie með númeri sem byrjaði á Þ……
09.07.2002 at 12:39 #462254
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ég er búinn að búa í Noregi 94 – 01.
ég var á díesel bíl vegna vinnu minnar, og var það allt annað að reka bíl þar en hér. Þar erum við laus við þennan svokallaða þungaskatt. Líter af olíu var um 70 kall l. Það sem annað er, að tryggingar á bílum erlendis, reiknast út í frá stærð vélar í bílnum, þar sem ríkið tók sinn skerf af þeim gjöldum. Ég er ekki búinn að lesa þetta frumvarp sem verið er að benda á hér að ofan, en ég verð að segja að það hlýtur að verða betra fyrir okkur eigendur diesel bíla að losna við þungaskattinn. Það er verið að tala um að það sé betra að vera með bensín þegar olían hækkar, en eru menn þá búnir að velta því fyrir sér að diesel bíll er að eiða minna en bensín bíll, þennig að það hlýtur að vera að það sé hagkvæmara að aka um á diesel þrátt fyrir þessa breytingu. En svo eru það þeir sem eru að aka 35þús km +++
á ári sem aftur eru að koma verr út úr þessu en aðrir. þetta er mál sem í mínum augum hefur margar hliðar. Ef þessi félagsskapur ætlar að gera eitthvað sem gæti haft áhrif, hvernig væri þá að nota kosninguna sem er hér á vefnum.
Ég get tekið undir að þessi fjölmenni félagsskapur á að geta áorkað ýmislegt, en er ekki betra að menn séu sammála um þá hluti sem á að fara út í svo ekki verði sundrung í þessum svo frábæra félagsskap.
Gretar
09.07.2002 at 13:05 #462256Þetta er copy/paste uppúr frumvarpinu:
"Ef miðað er við verð á dísilolíu eins og það er núna þýðir það að öðru óbreyttu að verð dísilolíu verður um 89 kr. á lítra. Til samanburðar má geta þess að algengt verð á bensíni er nú um 90 kr. á hvern lítra, mismunandi eftir þjónustustigi. Með því að hafa verð á dísilolíu lægra en bensínverð verða dísilknúnar fólksbifreiðar ákjósanlegur kostur sem einkabifreiðar."
Þetta þýðir að ef þú ert að keyra 20.000km á ári og bíllinn er að eyða 13 á hundraðið þá er 2.600 kr hagstæðara að keyra díslil en bensín, ekki satt ? Finnst mönnum ekki að þetta þyrfti að vera aðeins "hagstæðara" ??
Ég segi fyrir mína parta að það kom svolitið bakslag í löngun mína eftir dísilbíl (er á bensín) eftir að hafa lesið þetta en ef munurinn yrði meiri er ég viss um að minn næsti bíll verður umhverfisvæn lágsótsbrennandi lágsnúningstogandi dieselgræja.
Kv, Valdi
10.07.2002 at 01:52 #462258Sælir verið þið,
ég var að lesa grein upp í vinnu upp úr blaði sem heitir Bílgreinin þar segir að frumvarp þetta hafi verið lagt fram á síðasta þingi en ekki náð fram að ganga og muni verða lagt fram aftur í vetur, jaframt er talað um að á per lítra af grútnum muni legjast rúmlega 34 krónur og muni þá standa í um 90 krónum eins og fyrr segir. Frumvarp þetta eigi að taka gildi 1 janúar 2004. Þannig að það er best að fara að hugsa upp á einhverju róttæku.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
25.07.2002 at 17:00 #462260Sælir 4×4 félagar og takk fyrir áhugaverðar umræður um jeppamálin og hvaðeina annað.
Eftir að ég fékk síðustu kveðju frá Tollstjóra settist ég niður eina ferðina enn til að meta samskipti mín við innheimtumenn ríkissjóðs. Mínar niðurstöður eru þessar:
1. Meðan einnig er frúarbíll á heimilinu þá ferðast Pajeró díseljálkurinn minn varla nema í almesta lagi 10.000 km á ári, og mest á sumrin, meðan stangaveiðitímabilið stendur yfir.
2. Á föstu gjaldi kostar hver dagur 382 krónur hvort sem bíllinn er í notkun eða bilaður inni í skúr.
3. Nú fæ ég tvisvar á ári rukkun frá Tollstjóra upp á 69.704 krónur. Ef ég myndi í staðinn greiða samkvæmt akstursmæli, 7,11 krónur á kílómetrann myndi ég sleppa með rúmar 70.000 krónur á ári í stað 140.000.
4. Nýr ökumælir á hjólnaf kostar 28.000 kr með ásetningu.
5. Ný lög (ólög ?) um að færa skattinn inn í olíuverðið munu í fyrsta lagi taka gildi í janúar 2004.
6. Ég fjárfesti í ökumæli strax að stangveiðitímabilinu loknu og hann verður búinn að borga sig upp í byrjun næsta árs. Næsta ár, 2003, mun ég spara 60-70 þúsund kall, sem ég get þá notað í veiðileyfi eða einhvern annan munað. Ef lagabreytingunni verður enn og aftur seinkað (hver veit ?) þá held ég bara áfram að græða.
6. Þar sem Pajeróinn er nokkuð frekur á olíuna sýnist mér að hann verði óhagkvæmur í rekstri ef olíuverðið fer upp á svipaðar tölur og bensínverðið. Þá er aldrei að vita nema maður fari að spá í að skipta yfir í eitthvað annað, en í bili ætla ég bara að segja: "Den tid den sorg".
Kveðjur
Wolf
ps Veit nokkur um ökumæla sem kosta minna en 28 þús. (Ökumælar ehf) ??
26.07.2002 at 10:44 #462262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Km gjaldið er nú 6,4 kr en ekki 7,11. Það er einfaldur reikningur að reikna hvort borgar sig að vera með mæli eða ekki. Einungis þarf að deila í fastagjaldið með km gjaldi til að sjá hversu mikið má aka þar til fastagjaldið fer að borga sig. Bill 1500-1999 kr ber 139.409 kr í fastgjald (http://www.rsk.is/birta_sidu.asp?vefslo … sp&val=1.0) 139409/6,4 = 21.782 km. Þannig að þeir sem eru í þessum þyngdarflokki og eru að aka undir þessum km fj ættu að vera með mæli, hann borgar sig upp á fyrsta árinu.
Varðandi olíugjaldið er þetta bara reikningsdæmi. Ef þú ert með mæli í dag þá kostar hver ekinn km miðað við 11 lítra pr 100 km. (11/100*45,2)+6,4 = 11,37 kr. Með olíugjaldi og olíulíter á 90 kr 11/100*90= 9,9 kr. Olíugjald er sem sagt hagstæðara. Eftir því sem eyðslan er meiri þá verður hlutfallið óhagstæðara. 14,3l pr 100 km stendur nokkurnvegin á núlli.
Þeir sem eru á fastagjaldi verða að reikna hver fyrir sig eftir því hvað þeir aka mikið, en þeir sem aka minna en fastgjald/6,4 ættu flestir að fá hagstæðari reikning, en hinir sem aka meira verða súrir, sbr. leigubílstjórana.
Umræðan ætti einnig að snúast um upphæð olíugjaldsins, en mér sínist að stjórnvöld ætli ekki að gera olíuna að hagstæðari kosti með því að hafa útsöluverð um 90 kr. Allavega ekki fyrir jeppamenn, en diselfólksbílar verða væntanlega meira spennandi, ef olian verður eitthvað ódýrari en bensín, og diselfólksbílarnri eyða verulega minna eldsneyti en bensín fólksbílar.
Disel kveðjur Óttar A
26.07.2002 at 11:06 #462264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég reiknaði út hvernig fastagjaldið kemur út miðað víð olíugjald og líter á 90 kr og eyðsla 11 l pr 100 km og bíl 1500-1999 kg. Ef eknir eru yfir 28000 km pr ár verður olígjaldið óhagstæðara, en undir 28000 km pr ár alltaf hagstæðara að vera með olíugjald.
Ef eyðslan er aftur á móti 15 l pr 100 km, þá er olígjaldið orðið óhagstæðara við 20750 km pr ár.
Nokkuð ljóst að frumvarpið er ekki gert til að gera eyðslufreka diesel jeppa hagstæðari kost.
Meiri Diesel kveðjur ÓA
27.07.2002 at 15:21 #462266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitt finnst mér oft vanta í þessa umræðu um fastagjald og kílómetragjald, olíugjald og svo ekki síst samanburðinn á bensín vs. diesel. Það er hvernig þetta kemur allt saman út þegar við erum komin í misgott færi í vetrarferðum. Það er talsvert annað reiknidæmi en í malbiksakstri eða veiðiferðum. Nú keyri ég á bensíni og er þokkalega sáttur við það í daglegum akstri, laus við þungaskattinn. En þegar komið er upp á jökul eða puð í þungu færi tímunum saman, þá fer ég að öfunda dieselkarlana. Kílómetrarnir sem týnast inn á mælinn eru þá ekki svo margir en eldsneytislítrarnir hverfa úr tönkunum og þá gjarnan heldur hraðar á bensínvélinni en dieselvélinni, því mín reynsla er sú að bensínvélin eykur eyðsluna meira í áreynslu en dieselvél. Og þá skiptir máli hvað líterinn af fóðrinu kostar. Í dæmigerðri Grímsvatnaferð t.d. tek ég með mér bensín fyrir um 20.000 meðan díeselbrennararnir taka olíu fyrir u.þ.b. 10.000. Fyrir þá sem eru á mæli bætist svo við 4.000 í þungaskatt en breytir engu fyrir þá sem eru á fastagjaldinu.
Með olíugjaldinu verður því óhjákvæmilega óhagstæðara að ferðast um hálendið yfir vetrartímann á dieselbíl, heldur en það er í dag. Það er líka viss þversögn í því að þurfa að borga skatt sem ætlaður er í vegagerð, fyrir það að spóla uppi á jöklum! Þetta höfum við bensíndraugarnir að vísu þurft að gera hingað til, en hingað til hefur þó verið annar valkostur í stöðunni. Þetta frumvarp vinnur því allavega gegn hagsmunum þeirra sem nota jeppana sína til vetrarferða.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.