Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Olíufíring biluð – Eberspacher
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Sindri Gunnar Bjarnarson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
21.11.2006 at 09:53 #199007
Jæja eitthvað fór nú í þessum blessuðu frosthörkum.
nú hætti Olíufíringin í bílnum hjá manni að virka.
Um er að ræða að ég held „eberspacher“ fíringu í LR Defender anno 2001. Sem að ég örugglega var sett í bílinn nýjan.
Nú skyndilega hætti að blása(heyrist ekki múkk í henni) En timerinn reyndar tikkar fínt á panelnum inn í bíl ;o)Er einhver hér með komment á málið. þ.e. einhverjar algengar orsakir áður en farið verður á „slysó“ (er annars ekki Turbó ehf með viðgerðir á þessum stöðvum?)
Jæja ég vonast til að fá einhver komment.
bkv
Stv
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.11.2006 at 10:08 #568912
Spissinn er sennilega stíflaður/ónýtur í henni það er veikur hlekkur í þessum fíringum.
Hef lent í þessu með fíringu sem ég er með í vinnubílnum (Bens sprinter) og þá var skipt um spíss og allt var í lagi eftir það.
Kv.
Glanni Parketslípari.
21.11.2006 at 10:23 #568914það eru til allskyns varahlutir og viðgerðarbækur og dót á Ebay.de fyrir Eberspacher (eða Eberspächer á þýsku)
. Ef þú ert með stóru 7 daga klukkuna við fíringuna þá ætti hún að koma með villumeldingu sem gefur til kynna hvað er bilað.ég er með svona eberspacher hjá mér og þetta er alveg óborganleg snilld á veturna. Ég er t.d. ekki með glóðarkerfið tengt hjá mér (er með 60 krúsermótor) og lenti ekki í neinum vandræðum með gangsetningu í Gemlingaferðinni í Landmannalaugar í 20 stiga frosti. Hitaði í 20 mín bara og slapp við að skafa og allt…
mæli þokkalega með svona græjum
21.11.2006 at 10:35 #568916Ég lenti í nákvæmlega því sama, blásarinn afturí hætti að blása um helgina. Sem er ekki gott í -18°C á Landrover
Ég var eitthvað að reyna að finna út úr þessu, hringdi í Túrbó, fékk GSM númer og náði þannig í Ísleif. En hann er víst að hætta með þetta og mér skildist að þetta væri í einhverju millibilsástandi. Hann sagði mér að tékka á tengjum og hreinsa þau, gætu verið orðin skítug. Síðan var ég að reyna að skoða öryggin, en þau virðast öll vera heil, þannig að ég er svolítið týndur. Og vandamálið hjá mér er líka flóknara þar sem klukkan virðist ónýt, og núna er blásarinn líka hættur að virka.
Þannig að góð ráð eru vel þegin hjá mér líka.
21.11.2006 at 10:48 #568918Það er eitt sem menn þurfa að hafa í huga í umgengni við olíufíringar alveg sama hvaða nafni þær nefnast, það er að huga að loftinntakinu og pústinu frá þeim þ.e að ath hvort snjór eða klaki sitji í þessu og stífli rörin.
Ef að rörin eru stífluð, dæla þær olíu inn á sig og allt yfirfyllist og verður löðrandi í olíu og ekkert virkar og kveikibúnaðurinn getur eyðilagst.
Þetta er bara sama lögmál og í bílvél, ef að loft-inntak og púst er stíflað gerist ekki neitt.
Kv.
Glanni
21.11.2006 at 11:22 #568920fyrir Eberspacher má finna [url=http://www.espar.com/htm/tecmans.htm:30821xo6][b:30821xo6]hér[/b:30821xo6][/url:30821xo6]
Ef þig vantar varahluti þá getur þú sent tölvupóst á mike (hjá) nfld.com í Kanada. Hann getur útvegað þér allt í þetta ef þú ert með partnúmerið á miðstöðinni sem þú ert með.
kv.
Eiríkur
21.11.2006 at 13:24 #568922Jóns Gunnars sími 462 3630 /863 4497. Var með bilanagreini fyrir þessar miðstöðvar ásamt varahlutum.
Óli Hall
21.11.2006 at 14:32 #568924Einn helsti sérfræðingur landsins í Webasto olíu-bensín miðstöðvum sagði mér einu sinni að besta aðferðin við að halda svona græjum í lagi væri að setja þær reglulega í gang helst ekki sjaldnar en 2-3 vikna fresti, líka á sumrin. Þegar ég var í rútuakstri fór samviskusamlega eftir þessu og í bílnum sem ég var með var aldrei neitt vesen með miðstöðina en á þeim bílum sem þær voru lítið sem ekkert notaðar yfir sumarið var iðulega allt stíflað og bilað á haustin þegar til átti að taka.
21.11.2006 at 17:51 #568926Ísleifur ætlaði að mér skildist síðast að vera með viðhaldsþjónustu á þessum miðstöðvum. Það er hægt að ná honum í GSM 8934399
Kv
Siggi tæknó
21.11.2006 at 18:28 #568928..menn eru fjölfróðir hér á þessum vef, eins og svo oft áður.
Nú er Ísleifur í Túrbó bara hættur. Farin að vinna í Stillingu að því mér skilst og Kistufell búið að taka við heila galleríinu hjá honum. Ef undan er skilið Olíumiðstöðvarnar.
Nú er einhver Helgi í Flugumýri 28 Mosfellsbæ tekin við. GSM 8919374.
Kíkti við hjá honum áðan og var hann komin með bilanagreini sem stungið er í samband við græjuna.
og þá kemur í ljós hvað er að. Í mínu tilfelli var það glóðakertið….að hans sögn (bilanagreining 20)
En hann átti ekki til varahlutinn svo það verður víst að bíða.En engu að síður þá sannar þessi þráður gildi sitt. Bara að spyrja og þá kemur fullt af info ;o)
21.11.2006 at 23:55 #568930Sæll Sigurður.
Ég á kerti sem eru á leið til landsins.
2 eru fyrir:
Eberspacher
DW5
25173201
44W 12V
5000W
2,0 BAREinnig á ég hugsanlega eitt í viðbót fyrir Webasto/Eberspr. af ókunni tegund.
Þér (og öðrum) er velkomið að hafa samband. Er til í að láta kertin sem ég þarf ekki að nota á kostnaðarverði.
Kv.
JKK
04.12.2006 at 12:42 #568932ég er að glíma við vandamál með eberspacer fírginguna´mína. vandamálið virðist vera eitthvað tengt spennu, því hún virðist funkera þegar bíllinn er í gangi, en startar sér ekki á timer þegar bíllinn er kaldur.
í bilanagreiningunni minni þá sit ég í köldum bílnum, (sem er Land Rover Defender 1999), horfi á spennumælinn í gps tækinu og set fíringuna í gang.
þegar bíllinn er ekki í gangi er spennan svona 12-12.2 volt. þegar fíringin fer í gang dettur spennan í 11.9, en eftir 3 mín þegar á að fara kveikna á glóðarkertinu dettur spennan í 11.6 og fíringin slekkur á sér.
ég er búinn að gefast upp á að tala við jólasveinana eberfixer og ebergreini (ísleif og helga), þar sem þeir fá af og til kóda 14 (sem þeir vita ekki hvað þýðir) eða þeir segja mér að allt sé í lagi — sé annað hvort of mikið eða lítð kælivatn á bílnum.
hver er startspennan sem eberspacer þarf, eða vinnuspennan?
er normal að með þessa 2 heavy duty geyma að spennan detti niður í 11.5 bara við að starta þessu greyi?
04.12.2006 at 16:14 #568934Codi 14 er "Possible owerheating deteced" , ef kælivökva vanntar á kælikerfið, eða loftlás í því einhverstaðar nær græjan ekki að "criculera" vökvanum og ofhitar því það litla sem hún hefur úr að moða. Það gæti verið ein ástæða fyrir ofhita í kerfinu.
Lágmarksspenna er 10V en hámark 16V
Þessar upplýsingar er að finna í viðhaldsbók Hydronic 5 græjunar.
Kveðja. SBA
04.12.2006 at 16:45 #568936ég var akkúrat að finna handbókina og sá þetta þar. ætla að rífa allt frá henni og vera viss um að hún geti andað inn, blásið frá sér og að kælivatnið sé í góðu. þar sem hún virkar þegar bíllinn er heitur er líklegt að loft sé á kerfinu, en ef hún erfiðar við að draga loft inn eða ýta frá gæti það líka verið það.
kf
04.12.2006 at 17:50 #568938Sæll
veit nú ekki með hvers vegna þetta droppar svona í voltum hjá þér geymarnir, en ertu búinn að athuga að hringrásardælan sem er annaðhvort innbyggð í espar græjuna eða einhversstaðar á lögninni að henni (yfirleitt) sé í lagi?
þetta hljómar eins og það geti verið mölli…
04.12.2006 at 18:02 #568940Yfirhitunarskynjari/öryggi getur líka verið að stríða þér. Í mörgum Webasto fýringum er hægt að tengja yfir yfirhitunarskynjara til að sjá hvort hann sé bilaður, en þekki ekki þessa gerð af Ebersp.
Hlynur
06.12.2006 at 22:21 #568942JK bilasmiðja.. þeir setja Webasto miðstoðvar í bila og gera við.. þeir eiga eikkað að Eberspacher dóti í kassa og hafa eikkað gert við þær líka.. Annars kostar Webasto ekkert svo svkaklega stór miðavið gæði 😉 og svín virkar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.