Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Olíufélagið hækkar bensínverð um 3,60
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Arnar Jónsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.04.2006 at 17:50 #197735
Eftir breytinguna verður algengasta verð í sjálfsafgreiðslu á stöð með fullri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu 122,80 krónur á 95 oktana bensíni og 117,90 krónur á dísilolíu.
Vá þetta bilun !!!!!!!!!! -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.04.2006 at 10:24 #549140
Er ekki öll olíudreifing frá Granda? Hvernig væri að loka öllum leiðum þaðan þannig að engin dreifing ætti sér stað. Gætu bílar ekki orðið loftlausir í dekkjum í unnvörpum á hringtorginu, bara hreinlega bilað akkúrat þar ?
AT
12.04.2006 at 10:37 #549142Ég er ekki það þjáður að geta leift mér að fara á fjöll um páskanna og eiða um 20,ooo kr ( bensín ) + annar kostnaður fyrir 4 daga. Hvað gæti það kostað fyrir stæri bíla 30 – 40,ooo kr bensín eða olía 30 – 35,ooo kr + annað ,ég held að 3500 jeppar væru að eiða um 35,000 kr hver í eldsneiti seð vari um 12,3 miljón það munar um minna tala ekki um annan kosnað. það væri soldið skrítið að hlusta á fréttir að enginn jeppi hefði farið á fjöll yfir páskanna og menn væru heima að ditta að bílum fyrir sumarið
kv ,,,MHN
12.04.2006 at 15:24 #549144Hverjir eru að skrúfa upp viðskiptahallann með innflutningi á jeppum og öðrum rándýrum leikföngum? Það erum við (lesist þið). Við kaupum allt sem er til sölu, hvort sem það eru jeppar, eða fasteignir á uppsprengdu verði og allt annað sem hugurinn girnist á lánum bara ef afborganirnar eru nógu lágar. Þetta veldur þennslu sem veldur verðbólgu sem fær krónuna til að veikjast og til að laga þetta þarf að hækka vextina……..
Held að olíufélögin hafi ekkert með gengismál að gera, það sem af er degi hefur krónan veikst um ca. 2% og olían á heimsmarkaði hækkar og hækkar. Ekki það að mann logsvíði ekki í rassgatið eftir margra ára misnotkun olíufélaganna.
Nú eiga kg jeppakallar sem vega 0,1 tonn og meira og aka á 3-6 tonna jeppum að kaupa sér vespur og ferðast á hagkvæman hátt og taka ábyrgð á sjálfum sér.
Kveðja
Smári (0,07 tonn)
12.04.2006 at 17:54 #549146Það er ekki að furða að þessum nafnlausa Smá(r)a þyki nóg komið, Allir hinir á jeppum og hann á engann"greyið"
Klakinn
12.04.2006 at 18:49 #549148Verð á eldsneyti hefur verið hækkað á stöðvum, sem reknar eru undir nöfnum Ego og ÓB. Á stöðvum Ego kostar bensínlítri 121,30 krónur og dísilolíulítri 116,50 krónur. Á ÓB stöðvum kostar bensínlítri 121,10 krónur og olíulítrinn 116,20 krónur. Verði hefur ekki verið breytt á stöðvum Atlantsolíu og Orkunnar.(tekið af mbl.is)
Nú verður gaman að sjá hvort að atlantsolía hækki eða hvort að þeir eru komnir í sömu sæng!!!!!!
12.04.2006 at 20:24 #549150Keypti mér stóran geymi og spennubreiti í dag, reif mótorinn úr þvottavélinni og fékk mér 2 stk lóló og er farinn í páskaferð:o):)
12.04.2006 at 20:24 #549152Keypti mér stóran geymi og spennubreiti í dag, reif mótorinn úr þvottavélinni og fékk mér 2 stk lóló og er farinn í páskaferð:o):)
13.04.2006 at 21:52 #549154jæja þar hefur maður það og þarf ekki að gera sér meiri vonir um að atlantsolía sé að fara gera einhverja góða hluti . þetta er orðinn sama og öll hinn . djöfulin að láta sér detta svoleiðis vitleysu í hug.
13.04.2006 at 22:43 #549156
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitthver toppur hjá AO var á NFS um daginn og hann sagði að fatið af olíu hefði hækkað úr 200 og eitthvað dollarar yfir 600 Dollara!!! Er ekki bara málið að fara að verðleggja olíu og bensín í eitthverju öðru, rúblum eða yenum. kannski bara krónum? Ég held að rótinn á vandanum sé sú að aulinn í hvítahúsinu er líka stór hlutahafandi í einu stæðsta olíufélagi kanans??? enda ræðst hann inní öll lönd sem eiga eiga eitthvað af henni. kannski við ættum að bjalla í norðmenn og vara þá við, Enda dælir þeir einna mest af henni upp á norðurhveli jarðar.
14.04.2006 at 00:14 #549158hérna ætti að vera hægt að fylgjast verðum á ‘fötum’ af olíu -> http://www.opec.org/home/basket.aspx
Þeir hjá AO eru fallnir í sömu gróðrargryfjuna og önnur félög virðist vera, miðað við þróunina hjá þeim.
kv,
Bjarni
14.04.2006 at 12:00 #549160Er ekki rétt að allir hérna taki sig til og sendi Markaðsstjóra Atlantsolíu póst um að vegna lélegrar samkeppni ætlum við að hætta að taka olíu hjá þeim og snúa okkur aftur að gömlu drullupumpunum sem hafa tekið okkur aftanfrá í öll þessi ár, þeir taka okkur þó ekki ósmurða.
Ef að 3000 mans sendu tölvupóst í sömu vikuni þá kanski vakna þeir af gróðadraumum og snúa sér aftur að samkeppni.
Sendið á þennan kappa
14.04.2006 at 18:53 #549162Áður en þið farið að senda honum Huga hjá Atlantsolíu email þá skulu þið aðeins spá í hlutunum.. eins og ms14scout;) benti á (nokkrum póstum áður) þá var viðtal við framkvæmdarstjóra AO um daginn þar sem hann var að benda á að áður en Atlantsolía kom á markað var verðið um 200dollara en er núna komið uppí 600dollara.. Þar er 200% hækkun á verðinu úti en samt er bara búið að hækka verðið hja olíufélögunum um nokkur prósent… Með réttu þá væri verðið um 300Krónur ef AO hefði ekki farið að hrista upp í þessu… Þannig að ef ég væri þið þá mundi ég senda honum Huga Þakkarskeyti fyrir það sem hann og hans fólk hefur gert fyrir ykkur…. En samt þarf engu að síður að fara að mótmæla… Ekki verði olíufélaganna heldur því sem ríkið(við) eru að taka af hverjum líter.. sem er eitthvað um 75% af lítraverði eftir því sem ég best veit….
14.04.2006 at 19:30 #549164Ég er nú ekki tilbúinn að skrifa undir að ég sé bjáni þó að það sé nú kannské nærri lagi þá er ég mjög sammála þér það þarf að skamma Ríkisstjórnina fyrir skattpíningu því þessi skattur er fáránlega hár og ég held að allir geti verið sammála um það !!!!!
Ég held að það sé kominn tími á alvöru mótmæli (að Frönskum hætti) og láta stjórnina vita af því að nú erum við orðnir alvarlega þreittir á ástandinu og krefjunst þess að bensín og olíuverð verði lækkað og það í hvelli.!!!!!!!!
kv:Kalli alvegaðmissasig
14.04.2006 at 19:37 #549166Fólk fær sér bara eiðslugrenri bíla, t.d dísel fólksbíla sem eiða 3-4 L, sjálfur fékk ég mér Toyotu RAV dísel til að nota í snattið og sumarferðirnar, ef ég notaði jeppann þá er hann að eiða ca 18-20L í lángkeislu en Ravinn ca 7-8 þannig að það kemur minna frá mér í kassann þetta árið.
15.04.2006 at 12:53 #549168herna er verd a 95 oct. 9,6 dk x 12 = 115,2 og
diesel 7,5 dk x 12 =93,6 kr.
tetta eru verd a sjalfsafgreidslustød svipad og orkanen annars er tad 9,8*12=117,6 a 95 og diesel å 7,8*12=93,6 kr
a venjulegri stødtakid eftir muninum å diesel og bensin.
er tetta ekki frekar kvetjandi til notkuns diesels^???+??????tad er hundleidinlegt ad skrifa å tessu tungumåli eg nøldra sennilega meira um tetta tegar eg kem heim
kv
15.04.2006 at 22:22 #549170
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað kostar að útbúa líterinn af bíódisel og er ekki eitthver með uppskrift af því lyggjandi upp á borði hjá sér?
16.04.2006 at 12:01 #549172
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég var í usa í jan og skoðaði svona græju til að búa til þessa fínu díselolíu úr djúpsteikingar olíu .
Græjan kostaði 3000 dollara og kostaði gallonið af þessari fínu olíu um 17 cent þegar hún var tilbúinn ,en steikingar olían fékkst gefins á næstu hamborgarabúllu,eini gallinn við þetta var að það var svona nett djúpsteikingar lykt úr pústinnu.
16.04.2006 at 18:48 #549174bara að uppfæra þráðinn þar sem menn virðast ætla endalaust að hefja nýja þræði um sama málefni
18.04.2006 at 17:06 #549176Einhver hérna áðan var að spá í hvort öll þessi hækkun á bensíni og olíu væri ekki til að borga sektirnar sem þeir fengu fyrir olíusamráð en hvernig standa þau mál eiginlega? Ég vissi að strax og sektarupphæðirnar komu að þá var forstjóri hjá olíufélaginu í viðtali bullandi um það að þeir ætluðu að vera samstarsfúsir og borga sektina og breyta verði alltaf í samræmi við heimsmarkaðsverð hverju sinni, ætluðu að þjónusta viðskiptavini sína betur og bla bla bla… viku eða tveimur vikum seinna kom frétt um að öll olíufélögin væru búin að kæra eða áfrýja þessum sektum og heimtuðu að þetta yrði stórlega lækkað ef ekki fellt niður… svo samstarfsfúsir voru þeir nú og er ekki staðan á þessu máli núna að þetta er allt í kærum og áfríjunum og einhverju veseni, efast um að þeir séu búnir að borga krónu í sekt ennþá… ég hef ekki verslað einu sinni við þessi félög eftir að þetta samráð komst upp hér á höfuðborgarsvæðinu, maður neyðist til að versla við þá úti á landi…
og ég er til í að taka frí í vinnu til að mótmæla… en það verða að vera fleiri en ég einn…
kv. Axel Sig…
20.04.2006 at 03:28 #549178Ég er til í flest öll mótmæli ef þau hafa tilgang eg hef því miður einga trú á undirskrifta bunka… því miður en já með þessar kærur vitaskuld fellur þetta á olíuverðið ef ég væri forstjóri þarna mindi ég gera þetta líka ég degi nú bara sleppið alveg þessum kærum og gerið samninga um lægra verð í staðin sem kemur til almenings en ekki bara til ríkisins og með skattana þá eru bara allir skattar of háir en þetta með olíuverðið þá væri bara fínt að versla eingöngu við Atlans Olíu þangað til hinir lækka verðið síðan er líka alltaf hægt að verða (BRUTAL) og fara bara heim til þessara kónga þeir verða varla svo stórir ef beltagrafa kemur innum stofugluggan… en það væri samt skinsamlegt að prufa hitt fyrst…
kv. Birkir
p.s. Orðin frekar þreittur á þessu Okri
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.