This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 18 years ago.
-
Topic
-
Það er komin niðurstaða í sýnatökuna á olíunni í Hrauneyjum. Sýni úr byssunni voru vel hrein og frostþol olíunnar -33°. Sýni úr botni sýndu heldur ekkert eðlileg, botnfall eitthvað eins og alltaf er en ekki meira en í hvaða tanki sem er og vel fyrir neðan þann stað sem dælan nær til.
Það bendir því allt til þess að óhætt sé að taka olíu í Hrauneyjum án þess að hafa áhyggjur og skýring gangtruflana sem hafa verið í umræðunni sé að finna annars staðar. Þeir tóku einnig sýni af bensíninu og niðurstöður þær sömu, semsagt ekkert óeðlilegt að sjá. Við fáum væntanlega niðurstöðurnar sendar á skrifstofu klúbbsins þannig að þeir sem hafa áhuga á að skoða ættu að geta það þar eftir einhverja daga.
Líklega rétt að skipta um olíusíu fyrir næsta túr.Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.