This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.03.2006 at 14:30 #197655
Það er komin niðurstaða í sýnatökuna á olíunni í Hrauneyjum. Sýni úr byssunni voru vel hrein og frostþol olíunnar -33°. Sýni úr botni sýndu heldur ekkert eðlileg, botnfall eitthvað eins og alltaf er en ekki meira en í hvaða tanki sem er og vel fyrir neðan þann stað sem dælan nær til.
Það bendir því allt til þess að óhætt sé að taka olíu í Hrauneyjum án þess að hafa áhyggjur og skýring gangtruflana sem hafa verið í umræðunni sé að finna annars staðar. Þeir tóku einnig sýni af bensíninu og niðurstöður þær sömu, semsagt ekkert óeðlilegt að sjá. Við fáum væntanlega niðurstöðurnar sendar á skrifstofu klúbbsins þannig að þeir sem hafa áhuga á að skoða ættu að geta það þar eftir einhverja daga.
Líklega rétt að skipta um olíusíu fyrir næsta túr.Kv – Skúli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.04.2006 at 07:31 #548040
Það kemur mér ekki á óvart að olían í Hrauneyjum skuli vera í lagi, en það er gott að fá staðfestingu á því. En ég held ekki að það sé ástæða til þess að vera sktipta um hráolíusíur fyrir hverja ferð. Samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda með mínum bíl, þá á skipta um smursíu og smurolíu ekki sjaldnar en á 5 mánaða fresti, og um eldsneytissíu í annaðhvert skipti sem skipt er um smurolíu, þ.a.s á 10 mánaða fresti. Sjálfur hef ég látið duga að skipta um hráolíusíuna á 3 ára fresti, án þess að verða var við að bíllinn yrði neitt latari í kuldum. Þetta bendir til þess að sú olía sem við eru að nota, sé betri en það sem framleiðendur miða við þegar þeir gefa út sínar leiðbeiningar.
-Einar
02.04.2006 at 09:17 #548042Mér þykir menn vera orðnir trúgjarnir í meiralagi. Heiðarleiki olíufélaganna er kannski svo hátt skrifaður hjá ykkur ?
Það tekur bara augnablik að hreinsa botnfallið út tönkunum. Um leið og fréttist af veseni með olíu drullast þessir bensíntittir til að taka botnfallið og þá verða sýnin líka í lagi sem koma þar á eftir. En það hjálpar ekki þeim sem fengu olíu áður en botnfallið var hreinsað.
guðmundur
02.04.2006 at 09:37 #548044Gummi við fáum nú aldrei að vita sannleikan í þessu máli, en það hefði verið fróðlegt að fá að hafa fulltrúa 4×4 á staðnum þegar sýnin voru tekinn, ef þau þá voru tekin yfir höfuð.
02.04.2006 at 10:15 #548046Já það held ég að yrði aldrei viðurkennt að
olían sé ekki nógu góð…
Ég fékk að ég tel einu sinni afgreitt Olíu fyrir eina ferðina
frá Esso í Mosfellsbæ sem hefur verið vel vatnsblönduð
því hún fraus í -10 (nýleg sía var í bílnum)
02.04.2006 at 10:22 #548048Hvort sýni hafi verið tekið og þá hvort bruggðist hafi verið við líkt og gummi segir,eða hvort það hafi verið sumarolía á tönkunum sem ekki þolir mikin kulda.hefði verið gott að hafa eitthvern frá okkur á staðnum er sýni var tekið.Ég tel það vera ólíklegt að Þórir hafi verið með lélegar síur í bílnum,en mín reynsla af amerískum vélum er sú að þær eru viðkvæmar fyrir olíuni og vaxinu sem getur myndast í kuldum,en umræðan um þetta mál er þörf og þarf að koma upp reglulega þó ekki til annars en að veita aðhald því á þessum stað verður eldsneyti að vera í lagi
Kv Klakinn
ps Spurning eru olíufélögin ekki að viðurkenna ábyrgð á skaða ef þau viðurkenna að eldsneyti hafi verið gallað ???
02.04.2006 at 10:28 #548050Samkvæmt handbók ESSO er sríflumark vetrarolíu -24 til -28°C og sumarolía -11°C, en samkvæmt upplýsingum Skúla er frostþolið -33°C, sem er með ólíkindum og hef ég ekki heyrt slíka tölu áður.
kveðja Dagur
02.04.2006 at 10:39 #548052Endurskoðað
02.04.2006 at 11:30 #548054Ég veit að olía sem afgreidd var í Vatnsfelli og fl stöðum var gefin upp fyrir -35,en sennilega var búið að blanda hana eitthvað aukalega.
Klakinn
02.04.2006 at 13:20 #548056Fyrir ekki mörgum árum kom maður frá Olís á mánudagsfund hjá 4×4 og ræddi þessi olíumál. Þar kom fram að olía í Hrauneyjum og Hveravöllum er blönduð til að hafa aukið frostþol. Þetta var fyrir nokkrum árum, en ég held að þetta sé svona enn þá.
Góðar stundir
02.04.2006 at 16:00 #548058Nú voru bæði Ofsi og Tuddinn með tóma tanka í Hrauneyjum og væri gaman að vita hvor þeirra tankaði fyrst? því ef að vatn hefur verið í tanknum þá er líklegt að það færi á fyrri bílinn. en hvað veit ég? var svona smá að spá.
kv:Kalli spekúlerer
02.04.2006 at 19:00 #548060Við Tudinn vorum ekki fyrstir til þess að tanka en Þórir tankaði næstur á undan mér og tankaði hann að mig minnir 400 L og ég strax á eftir honum 205 L, en gég var með nýja síu frá því fyrr um daginn og svo setti ég ísvara í olíuna.
02.04.2006 at 20:42 #548062Það var verið að spjalla um íblöndun í dieselolíu á öðrum þræði og það var reyndar í tengslum við að menn voru þar að bollaleggja um hvort hægt væri að lækka eldsneytiskostnaðinn með því móti. Við vorum þar í því samhengi að velta fyrir okkur hvort vélar með tölvustýrðri samrásarinnsprautun þyldu steinolíublandað eldsneyti. Maður fær svolítið misvísandi upplýsingar um það atriði. En þessi svokallað vetrarolía fær yfirleitt aukið frostþol með íblöndun tiltekinna, kemiskra íblöndunarefna að því manni er sagt. Í þessu samhengi öllu væri fróðlegt ef einhverjir tækju sig til og öfluðu haldgóðra upplýsinga um þessi atriði, ef þarna er þá yfirleitt einhver vafi á ferð, sem flest okkar vitum ekki nógu vel um. Það að kondensvatn myndist í tönkum þar sem kalt er, mun vera nokkuð þekkt mál og þar til viðbótar kemur að nokkuð víða mun sú aðferð notuð þegar dælt er frá skipi í birgðatanka olíufélaganna, er sjó dælt á eftir síðustu dropunum, til að ekki sé olía í leiðslunum, heldur fari hún öll í tankana. Þetta þýðir í flestum tilvikum að sjór fer í meiri eða minni mæli upp í tankana og umsjónarmenn þeirra þurfa að vera mjög passasamir með að hleypa undan þeim þegar hæfilegur tími hefur liðið frá dælingu, þannig að sjórinn hafi tíma til að skilja sig frá olíunni og setjast til í botni tankanna, því hann er jú þyngri en olían. Áreiðanlega er misjafnt, hvernig að þessu er staðið og hversu samviskusamlega þetta er gert. Það fer því ekki hjá því að einhverju magni af sjó er dælt með olíunni á birgðatanka sölustaðanna og þegar við bætist svo kondensvatn, þarf að dæla reglulega undan tönkunum. Áreiðanlega er einhver misbrestur á því hversu oft og samviskusamlega þetta er gert á hinum einstöku stöðum. Allavega hafa t.d. þeir, sem reka vinnuvélar og flutningabíla þá reglu, að nota ísvara í eldsneytið yfir veturinn til að komast hjá gangtruflunum af völdum vatns.
03.04.2006 at 01:02 #548064Ég vona að þetta valdi engum leiðindum, en það er varðandi eftirfarandi línu hér aðeins ofar:
–
"…það er allir orðnir hundleyðir á skrifum þínum…"
–
Mér þætti vænt um að fólk stundaði ekki að leggja mér orð í munn eða hugsanir í haus með slíkum alhæfingum. Ég hef reynt að ákveða sjálfur hvað ég segi og hugsa – með misgóðum árangri reyndar en ég lofa að vanda mig betur í framtíðinni.Takk fyrir það
kv.
Einar Elí
03.04.2006 at 01:32 #548066Með von um að ég sé ekki að fara með vitleysu Einar Elí og með fullri virðingu þá held ég að Þórir Tuddi sé ekki að tala um/við þig; heldur hann
Einar-eik sem á nokkur viskuskrif hér og þar sem virðast leggjast eitthvað illa í hann þóri. En sjálfur legg ég það nú í vana minn að láta ekki á neinu bera ef að á vegi mínum verða leiðinlegir menn og bíð með að dæma þá viðtalshæfa þangað til ég hef spjallað við þá að ráði og komist að því hvaða mann/mannleysu þeir hafa að bjóða. Ekki tel ég Þóri einn af þessum mönnum sem maður ætti eitthvað að eiga tal við, enda afspyrnu illa upp alinn og leiðinlegur maður. Og þó hef ég ALLDREI hitt mann garminn. Hvað olíuna í Hrauneyjum varðar þá er ansi skrítið að einn bíll skuli damla sig dauðann á henni, á meðan hin kennir sér engin mein. Það er þá frekar bíllinn eða sýjan, frekar en eitthvað annað. Ekki er þó endanlega hægt að útiloka seljandann þar sem engum frá olíufélugunum er hreinlega treystandi.Haffi H-1811
03.04.2006 at 06:57 #548068Ég verð að segja að ég get ekki lesið annað út úr skrifum Einars E að hann vilji ekki að aðrir séu að gera honum upp skoðanir,heldur sé hann fullfær um að gera það sjálfur,og held ég að það sé nú lágmarkskrafa hvers og eins að aðrir séu ekki að gera mönnum upp skoðanir.
Hvað varðar önnur skrif í þessum pistli þá fæ ég ekki betur séð en að þú Þórir hafi fallið beint í gildruna sem lögð var fyrir þig og gripið til lýsingarorða sem engan vegin er hægt að afsaka né umbera og ættli það sé ekki fleirrum líkt farið og mér að ofbjóða slík skrif.Haffa er líkt farið og mörgum öðrum þekkir bara skrif þín og því miður eru þau mikið í líkum dúr og þessi síðustu og eðlilegt að halda að þú sért slíkur sem Haffi lýsir,það er alveg hægt að segja meiningu sína og svara fyrir sig án slíkra stóryrða og jafnvel hafa gaman af.
Klakinn
03.04.2006 at 08:41 #548070
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vil minna menn á söguna um flísina í auga náungans og það að skilmálar eru í gildi á þessum vef. Það er ágætt að lesa þá við og við, kurteisi kostar ekki neitt.
ÓE Vefnefnd
03.04.2006 at 11:02 #548072
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sá sem byrjar með rakalaus fúkyrði í þessum þræði er engin annar en Þórir Rúnarsson (þriðja erindi, þriðja lína í þessum þræði), ekki veit ég hvað hann ætlar sé með þessum skrifum. Ég fæ ekki annað séð en eini tilgangurinn sé að koma af stað leiðindum sem engin hefur áhuga á. Hugsanagangurinn hjá manninum er orðin nokkuð kortlagður og það sem verra er að aðrir vefspjallarar eru farnir að nýta þessa þekkingu til að spóla í Tuddanum og erindi mínu hér fyrir ofan er einnig beint til þeirra, því þeir eru engu minni Tuddar. Sýnum hvor öðum kurteisi og sumar skoðanir á maður bara að hafa útaf fyrir sjálfan sig.
ÓE Vefnefnd
03.04.2006 at 12:17 #548074Þórir ég hef nú setið á mér þegar ég les skrifin þín
en núna er komið nóg, ég held að þú ættir að
athuga þinn gang með þessa skapvonsku þína
þér líður verst að láta svona góði minn
þegar þú lest þræðina hérna ættir þú að telja upp að 50 áður en þú svara þá verður kannski aðeins
minna um fúkyrði og meiðingar í orðum þínum.
það er allveg frábært hvernig þú heldur alltaf að þú sért saklausi strákurinn í öllum skrifum en undantekningalaust ert þú að byrja skítkastið og uppnefningarnar.
1 dæmi sem ég skil ekki skrif þín í er þegar þú drullar á atla og kallar hann illum nöfnum í þræðinum þar sem stökkmyndin er af Atla
ég las þráðinn aftur og aftur en sá ekkert sem réttlætti þessar svívirðingar, ég les 4x4f á hverjum degi og finnst það mjög gaman en það þarf bara einn til að skemma þræðina.
Vefnefnd ég held að hann ætti bráðu að fá rauða spjaldið aftur ef hann heldur þessu striki.
kveðja frá Njarðvík Helgi
03.04.2006 at 12:32 #548076við kvern áttu, alla sem eru hér á netinu eða einhvern sérstakann.
03.04.2006 at 12:58 #548078Það þarf tvo og stundum fleiri til að deila. Ef loka á fyrir einhvern þá er best að loka fyrir alla þá sem taka þátt í svona hegðun. Hér mætti nefna nokkra. Allir þessir aðilar leggja í púkkið um að skemma þennann þráð með óþarfa hnútum í menn, menn sem þeir hafa jafnvel aldrei séð eða talað við, þráð sem í upphafi snerist um heiðarlegt svar frá formanni félagsins um gæði á olíu í Hrauneyjum en er kominn enn einu sinni í öngstræti. Óska ég eftir að þessi þráður snúist aftur um gæði á olíu eða hreinlega deyi drottni sínum.
Agust
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.