This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Már Gestsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
10.11.2007 at 10:16 #201143
Það fer að kipta máli hvort maður sé á bensí eða disel, bensí er núna um 131,20 kr disel um 133,40 kr það má búast við áður en þessi helgi er úti verði olían kominn í 135 ,? kr hvað finst ikkur
kv,,, MHN
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.11.2007 at 10:11 #602694
Ég get ekki séð að dísill eigi að vera ódýrari en bensín nema ef dísilolían sé með lægra innkaupsverð sem ég held að sé ekki. En það er eins með dísilolíu og aðrar vörur og þjónustu að olían á að gefa einhverja fyrirfram ákveðna framlegð af sér í sölu. Maður spyr því sjálfan sig hvort afslættir frá gefnu verði séu ekki hvetjandi á aukna álagningu vöru Það eru margir stórnotendur á dísilolíu sem hafa afslátt eins og t.d ferðaklúbburinn 4×4 sem hefur ágætan umsamin afslátt á dísil og bensín hjá einu olíufélaginu. Pay now or pay later.
12.11.2007 at 11:01 #602696Já þetta fer nú að verða ágætt hjá þeim… Það er þó varla að maður þori að opna munnin hér því þá rjúka smábílabesservissarnir upp á afturlappirnar og segja að maður eigi bara að selja trukkinn… Og væntanlega fá sér 4×4 Yaris ! En þeim hlítur að líka illa við hækkanirnar líka.
Frá áramótum hefur diselolían hækkað um 20,2 kr líterinn og bensínið lítið minna og í dag er olían 2,2 kr dýrari en bensín – sem er í raun fáránlegt þar sem olía er minna unnin vara og ætti þar af leiðandi að vera ódýrari í framleiðslu.
En hækkanirnar eru um allan heim, ég ræddi þetta aðeins við mann sem gerir út jeppaleigu í USA (Las Vegas) og hann talaði um nærri 15 % hækkun á einum mánuði hjá honum – en þó var líterinn af dísel "ekki nema" um 1 dollar (60 kr) hjá honum.
Mótmæla…. Auðvitað ætti að mótmæla þessu, en svo er það bara þannig að Íslendingar kunna ekki, eða nenna ekki að mótmæla – enda virðist sjaldan eða aldrei vera hlustað á slíkt. En ef slík mótmæli ættu að hafa einhverja vikt þá þarf að fá atvinnubílstjóra í mótmælin líka… Mæta með alla trukkana og rúturnar niður í bæ og flauta á þessa andsk. sem ákveða að halda þessari skattpíningu á bíleigendum.
Benni
12.11.2007 at 11:58 #602698Eins og hann Glanni segir hér ofar, þá er kannski meginmálið í þessu öllu saman, að skattlagning eldsneytis á bíla er komin út úr öllu korti. Ef það væri nú svo, að eldsneytisskattar og aðrir skattar á bifreiðar (sbr. bifreiðagjaldið sem er innheimt tvisvar á ári) rynnu til vegagerðar og vegaviðhalds og aðgerða til að bæta umferðaröryggi, þá væri viðhorf okkar margra hverra annað. En því er einfaldlega ekki þannig varið.
12.11.2007 at 11:58 #602700Hefur verið felld út úr lögum, og "lækkunin" gerð eilfífð. Þ.e.a.s. ráðherra hefur ekki lengur heimild til að hækka olíugjaldið upp í það sem upphaflega var ákveðið af ríkisstjórninni.
Sennilega ekki nema svona 2-3 vikur síðan. Var í fréttum.
Og guði sér lof að þessi gjöld eru ekki lengur prósentur, heldur fastar krónutölur….kv
Runar.
12.11.2007 at 12:02 #602702Þetta hafði farið framhjá mér. Nú skil ég hvað einn "náttúruverndarsinni" var að meina hér um helgina. Hann (þetta er karl) var þeirrar skoðunar, að þetta væri ein af aðferðum "karlrembusvína" til að hygla eigendum stóru og dýru jeppanna í andstöðu við umhverfið! – Þessi sá merkið í afturrúðunni hjá mér og þurfti að skamma mig!
12.11.2007 at 12:10 #602704ég mæli með því að við mótmælum ég skal fara til öllu stóru fyrirtækin og fá þá með okku í lið, þetta er bara ekki hægt lengur er vilji fyrir því að 4×4 taki þá í þessu?
við verðum bara að láta taka eftir okkur vera fyrir í umferðinu fara fyrir utan alþingið, með alla bílana í gangi og flauta verum bara fyrir og látum taka eftir okkur. Ég skal vera forsprakkin af þessu öllu saman þeir meiga sko taka mig fasta ef þeim líður eitthvað betur við það.ívar Ford eigandi
12.11.2007 at 16:54 #602706Ég skil ekki þó að ég vilji eyða peningum í að kaupa dót handa krökkunum af hverju það eigi að réttlæta það að það sé okrað á mér við eldsneytiskaup.
Þetta er týpískt um leið og ég kaupi mér díesel bíl þá ríkur verðið upp.Kv. Stef… ég er SVO heppin
12.11.2007 at 22:36 #602708er ekki hægt að kreista meiri afslátt hjá shellaranum fyrir 4×4 meðlimi
12.11.2007 at 22:37 #602710setja 38" undir skoda tdi
13.11.2007 at 00:04 #602712ég legg til að á einhverjum fyrirframm ákveðnum tíma taki sig allir til þeir sem vilja mótmæla þessu stöðvi bílana sína og flauti í svona eins og 15 mínútur eða svo og helst á háanna tíma og hreifa sig ekki fyrir neinum nema kanski lögreglu og sjúkrabifreiðum ég er viss um að þetta teljist sem frekar friðsöm mótmæli. ég er viss um að miðlar eins og útvarps stöðvar væru vel til í að taka þátt í þessu
13.11.2007 at 00:24 #602714Enn að raða sér niður á allar eldsneytisstöðvarnar um alla borgina og þeyta lúðra/flautur.
13.11.2007 at 08:05 #602716Ég hef 3 farið út og flautað hressilega á þeim tíma sem ég setti inn og var spurður útað hverju ég hamaðist við að flauta, þegar hann vissi það var svarað hættu þessu bulli.
Það þíðir litið að flauta 1 útá bílastæði
( Tala minna og framkvæma meira )kv,,, MHN
15.11.2007 at 15:51 #602718hvernig ganga mótmælin, maður hefur bara ekkert heyrt um þetta. Hvernig væri að fara og hlekkja sig við dælurnar svona eins og einn dag?
hvað ætli það séu margar dælur á höfuðborgarsvæðinu ?
Hjálp Lella
15.11.2007 at 18:46 #602720Ég er ekki alveg að skilja þetta olíaeigiaðveraódýrarienbensíndæmi eftir breytingu á þungaskattsinnheimtu. Það hefur ekki verið svikið, ef því hefur þá verið lofað á annað borð, að rekstur dísilbíla yrði hagkvæmari en hann var á gamla kerfinu fyrir þjóðfélagið. Fyrir breytingu var það óhagkvæmt og dýrara fyrir þorra fólks að vera á dísilbílum með löngu úreltu og úr sér gengnu þungaskattskerfi sem átti engan sinn líkan í Evrópu. Nú er þetta breytt og hagkvæmmara en áður að vera á dísil fyrir flesta sem sést einna best á aukinni sölu dísilfólksbíla og minni dísiljeppum. Gamla kerfið var nær einungis hagkvæmara fyrir þröngan hóps fólks eins og þá sem voru að aka vel yfir 20.000 km. á ári og voru á föstu gjaldi. Einnig var dísillinn hagkvæmur þegar ekið var upp á fjöllum í snjó og þungu færi kannski heilan dag og klárað úr einum tank en samt bara eknir t.d. 60km. og greiddur þungaskattur af þeim 60km. meðan þeir á bensín klósettunum borguðu þungaskatt innifalið í bensíninu af akstri eins og þeir væru að rúnta 400 km. innanbæjar en óku bara þessa sömu 60km líka. En þessir gömlu og góðu dísildagar eru bara liðnir og bensínbíla eigendur njóta meira jafnræðis en áður en ekki að fullu því ef það er sama krónutala lögð bæði á bensín og dísil í formi þungaskatts þá fellst í því ójöfnuður. Dísilbílar eyða umtalsvert minna og aka þar af leiðandi lengri vegalengd á hverjum lítra og greiða minna fyrir slit og notkun á vegum fyrir hvern kílómeter til þess potts sem þungaskatturinn er og honum er ætlað að kosta viðhald og uppbyggingu vega. Ef jöfnuður á að vera milli eldsneytistegunda eftir komandi mótmælaðgerðir þá mætti innifalinn þungaskattur að vera að minnsta kosti 20% lægri á bensíni takk.
15.11.2007 at 19:48 #602722..hvaðsegiði, mótmælin bara byrjuð af fullum krafti? 😉
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1302974
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.