This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Már Gestsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.11.2007 at 10:16 #201143
Það fer að kipta máli hvort maður sé á bensí eða disel, bensí er núna um 131,20 kr disel um 133,40 kr það má búast við áður en þessi helgi er úti verði olían kominn í 135 ,? kr hvað finst ikkur
kv,,, MHN
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.11.2007 at 10:31 #602654
Þetta er ekki gott. Sem betur fer eyðir disel bíll oftast minna en bensín bíll. En nú finnst mér að ríkið verði að fara að grípa inní og lækka alla þá skatta sem eru í eldsneytisverði. Því miðað við heimsmarkaðsverð þá eru líkur á að það hækki meira á næstu dögum
10.11.2007 at 12:03 #602656Þetta er allavega orðið út í hött. var ekki búið að lofa því þegar sköttunum var skellt á að disel yrði alltaf einhverjum 2-3 kr ódýrari en bensín…
Það fer alveg að verða kominn tími til að gera eithvað í málunum.
Versta að það eru allir svo miklar kellingar að það þorir enginn að mótmæla þessu. (Þar á meðal ég) hehe
10.11.2007 at 14:02 #602658Svo er líka svo einkennilegt með þessu blessuðu olíufélög á þessu landi okkar að ef heimsmarkaðsverð hækkar þá þarf að hækka verðið hér strax, en ef heimsmarkaðverð lækkar þá er ekki hægt að lækka verðið strax vegna þess að það eru til svo miklar birgðir á háa verðinu, það virðast aldrei vera til birgðir á lágu verði hérna á klakanum, ekki nóg með það að það virðast öll félögin líka hækka á nákvæmlega sama tíma, samráð eða ekki?
Kv Snorri.
10.11.2007 at 14:17 #602660Já þetta er alveg magnað með olíu og bensín verðið.
Satt sem Ísak segir , mótmæli þegar á hólmin er komið mætir enginn við elskum að láta taka okkur í (jam ljótt orð píbb ens og í Ameríku).
Þegar mótmælin voru síðast þegar Stulli úr torfæruni var í forsvari /verslunarmannahelgin fyrir 2 árum að mig mynni) var þeim bara hótað af laganavörðum.
Þannig að mótmælin eru alltaf drepin í fæðingu, listinn sem Lella og Glanni fóru með til Þáverandi fjármálaráðherra, núverandi Fossetisráðherra.
Já já að sjálfsögðu yrði eitthvað gert í málum.
Ég bíð og er enn að bíða.
Spurning að fara að eins og frakkarnir, okkur verður líklegast stungið í steininn en fangelsismálin okkar eru líka í lamagsleysi og hvar á að hafa okkur.
Það væri frábært ef Íslendingar stæðu einu sinni saman og létu ekki taka sig í píbb já ljótaorðið rassgatiðððð.
kv
Agnes Karen Sig
Formaður f4x4
10.11.2007 at 14:25 #602662Já sennilega hefði verið best að mótmæla ekki olíugjaldinu þarna á sínum tíma við fengum jú 5 kr af sem eru ekki enn komnar á. Kannski myndu þessir háu herra hrökkva aðeins í kút ef olían væri 7 krónum dýrari en bensínið.
Kveðja Lella
10.11.2007 at 14:50 #602664Þetta var samt frábært framtak hjá ykkur, en því miður ráðamenn þjóðarinnar eru bara svikarar.
kv
Grimmhildur
10.11.2007 at 17:11 #602666Svona er þetta bara og er löngu vitað að jarðolíur er auðlind sem verður uppurinn á endanum og auðvitað hækkar verðið..
Held að menn ættu að hætta að væla yfir þessu því þetta er óhjákvæmilegt.Ég ætla svo sem ekkert að tjá mig um skattinn sem ríkið tekur af okkur fyrir að keyra í snjónum… Ekki sanngjarnt.
En nú verður bara en meira gaman að eiga ameríska bíla og þeir eigendur hvarta mest. Samt styrkja þeir heimsveldið sem eyðir mestu af auðlindinni með því að kaupa flekana þeirra en þeir ráða líka mestu um heimsmarkaðsverð á eldsneyti.
Einn greinilega klikkaður að norðann..
10.11.2007 at 18:23 #602668Fynnst að stjórn 4X4 ætti að setja sig í samband við önnur félög/samtök bifreiðaeigenda og stjórnir þessara samtaka ættu að skipuleggja mótmælaaðgerðir. Ef öll þessi samtök standa saman ættu skilaboðin að komast til skila. Það verður að endurskoða þetta skattkerfi. Olíuverð á bara eftir að hækka í framtíðinni. Ríkið er að stórgræða á þessum hækkunum á meðan við skattborgararnir blæðum fyrir. Rikið er í þessu tilviki ekkert betri enn bankarnir. Mjólka bíleigendur sem mest og enginn segir neitt.
Kveðja
Óskar
10.11.2007 at 18:53 #602670kanski fjölgar þá bensín bílum á fjöllum þannig að maður losni við þessa sjónmengun sem svarti reykurinn sem fer hægt yfir er.
10.11.2007 at 19:11 #602672Hvernig færðu út að ríkið stórgræði á hækkununum? Þeir taka bara x fjárhæð af hverjum lítra, þar af leiðandi fylgir þetta ekki hækkunum á heimsmarkaðsverði.
En hvað er díselfólk að væla? Er einhver ástæða til þess að fólk á díselbílum eigi að fá niðurgreitt eldsneyti á meðan bensínbílarnir (sem blæða nóg fyrir) borga fullt verð fyrir eldsneytið sitt?
Ég vil taka það fram að ég ek á díselbíl, ekki bensínjálk.kkv, Úlfr
10.11.2007 at 20:04 #602674Er það ekki rétt hjá mér að ríkið taki vsk af bensíni og olíu??? ef svo er hækka tekjur ríkis í hlutfalli af hækkun á heimsmarkaðsverði. Og ég er ekki bara að kvarta yfir verði á diesel heldur eldsneytisverði almennt. Þróunin er að heimsmarkaðsverð er að hækka og það mun ekki lækka aftur. Eitthvað verður að gera og því fyrr því betra. Samstaða er það eina sem virkar til að láta heyra í sér. Hvort sem menn eru á diesel eða bensín bíl.
Kveðja
Óskar
11.11.2007 at 10:05 #602676Ég skil ekki alveg þessa umræðu. Hér kemur ágætis innlegg sem höfðar til þess að bensín- og dieselverð sé sí hækkandi og hugmynd að mótmælum á því. Það hefst varla að mótmæla hækkunum ef við rífumst endalaust um það hvor orkugjafinn ætti að vera dýrari. Ég hefði haldið að við ættum að taka okkur saman, bensín- og diesel bíla eigendur og mótmæla þessum hækkunnum en ekki jagast hver í öðrum um verðin.
Kveðja:
Erlingur Harðar
11.11.2007 at 11:50 #602678Ekki þögul mótmæli. ég mæli með að við flautum hressilega
kl 6 0g 10 í kvöld hvar sem við eru í umferð eða heima eða annarstaðar og látum borgina hljóma hátt það mun vekja eftirtekt og menn mun spyrja hvað er að gerast. Smá flaut
niður við alþingi teka fáir eftir, svo er að fá fleiri í lið með okkur og endurtaka þetta aftur á sama tíma dag eftir dag,
hverjir eru til í þetta ?
( er með 2 bíla í flaut )kv,,, MHN
11.11.2007 at 13:52 #602680Hvort að mitt flaut heyrist frá Akureyri til Reykjavíkur skiptir líklega ekki máli. Það að flauta um allan bæ væri vafalaust tekið eftir. En, þjóð sem hefur efni á að kaupa leikföng fyrir nokkra hundruði milljóna á einum degi og aftur 2 vikum síðar er auðvitað ekki sannfærandi í mótmælum sínum. Ef við viljum hafa einhver áhrif á orkuverðið er líklega einna áhrifaríkast að hætta að kaupa það, en það getum við ekki. Ég er ráðalaus…
Kveðja:
Erlingur Harðar
11.11.2007 at 17:20 #602682Ef að þetta væru venjulegar manneskjur sem stjórnuðu þessum málum þá myndu þau brjóta odd af oflæti sínu og helminga þessa fáránlegu álagningu sína á eldsneyti. Afhverju þarf bensínið hjá okkur að kosta jafn mikið og hjá nágranaþjóðunum, afhverju getur það ekki kostað minna? Svo erum við alltaf að borga bifreiðagjöld enþá sem voru upphaflega sett á til að standa í malbikun á einhverjum vegspotta sem engin notar lengur, og ef ég man rétt þá hafa þau gjöld tvöfaldast á 10 árum.
11.11.2007 at 22:37 #602684Ef ég man rétt þá eru gjöldin 25 krónur af bensíni og 40 krónur ad diesel, þannig að þeir sem keyra á diesel eru að borga mun meiri þungaskatt en þeir sem eru á bensíni, ekki beint sanngjarnt, eyðslumunurinn er ekki svo mikill
11.11.2007 at 23:57 #602686Það er alveg magnað að þegar umræðan berst að háu eldsneytisverði (sérstaklega háu hráolíuverði) þá rísa sumir uppá afturlappirnar og segja að það sé ekki sanngjarnt að díselinn kosti minna en bensínið!!????
Tökum dæmi ef ég væri sprúttsali og væri að brugga og selja landa, væri þá ekki eðlilegt að ég myndi selja "gambran"(díselolíuna) ódýrari en landann (bensínið) sem maður er búinn að hafa fyrir því að eima?
Fyrir utan hvað dísel er miklu umhverfisvænni okugjafi en bensín og þá er ég ekki að tala um 10-20 ára gamlar díselvélar sem spúa svörtum reyk heldur díselvélunum sem eru almennt í öllum díselbílum í dag og það eimir vart úr þeim.
þetta svokallaða bensín er alveg að verða úrelt hvað kraft og nýtni varðar því nú í oktober rúllaði dísel bíll upp einni keppni í Grand champion í flokki fólkbílaframleiðanda(BMW)
Við eigum að mótmæla háu eldsneytisverði ALMENNT en ekki detta alltaf í þessar hártoganir og meting eins og smábörn. Þ
að er alveg klárt að olíufélögin eru ennþá með samráð!!!! Ríkið er líka með ÓEÐLILEGA gjaldtöku á eldsneyti.
Svo er líka umhugavert hvort það sé nokkuð til neins að lækka olíugjaldið olíufélöginn hirða það eins og skot sbr. virðisaukask.lækkunina á matvæli, hver var raunin þar, jú matvöruverð HÆKKAÐI!! Hvað er að??? Það er frjáls álagning á eldsneyti á Íslandi á hvern á að ráðast olíufélögin eða ríkisstjórnina?Kveðja, Glanni
12.11.2007 at 00:05 #602688Já það er tvennt í þessu, álagning olíufélaga og álögur ríkis.
Það sem mér finnst mest bjagað við álögur ríkis er auðvitað að "gjaldið" er hærra á olíu en bensíni (36 Vs. 42 kr minnir mig) svo ofan á það er reiknaður skattur og fleirra góðgæti, þetta er semsagt tvískattað.
.
En svona að öðru, væri það fræðilegur möguleiki fyrir stór félagasamtök einsog f4x4 er, að í raun bara flytja inn olíu og þá kannski bensín líka og selja félagsmönnum í magni? 150L lágmarks kaup kannski.
.
Voru ekki nokkrir olíutankar til sölu í hvalfirði um daginn 😉
Nei bara svona pæling útí loftið
12.11.2007 at 02:35 #602690af hverju er ekki til eitthvað sem heitir litað bensín!!! ég er með bát sem ég nota mykið í kringum köfun og og á fullri ferð eiðir hann um 30 lítrum á klukkustund hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta það að ég sé að borga vegagjöld og einhverja vegaskatta af því bensíni sem ég nota útá SJÓ tala nú ekki um allar sláttuvélarna rafstöðvar krossara háþrystidælur og flr.
ríkið er að taka okkur í það ósmurt á svo marga vegu og eingin gerir nokkurn skapaðan hlut í málinu.
það eru ekki bara Öryrkjar og ellilífirþegar sem sem er sparkað í liggjandi nei ríkið mismunar eingum og sparkar bara í alla.
kanski er ég komin aðeins útfyrir málefnið en ég væri alveg til í að taka þátt í einhvernskonar flauti
12.11.2007 at 09:54 #602692Ef mig misminnir ekki, átti þetta gjald að vera sama krónutala af dieseleldsneyti og benzíni. Hinsvegar var staðan þannig þegar nýja kerfið var tekið upp, að það hefði leitt til þess að dieseleldsneytið hefði orðið miklu dýrara, því þá var þróunin á heimsmörkuðum orðin í stíl við það sem er núna. Því var ákveðið að "halda inni" 4 krónum af því gjaldi, sem dieselskatturinn hefði átt að vera. Þannig að fjármálaráðherra getur með einu pennastriki hækkað dieseleldsneytið um heilar fjórar krónur á lítra hvenær sem er. Mér skilst raunar, að nýja útfærslan á þungaskatti – hafa hann í eldsneytisverðinu – hafi leitt til þess að margfalt hærri upphæð hafi komið inn en var áður í gamla kerfinu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.