This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Hvernig eigum við að færa rök fyrir því að jeppamenn haldi sig í slóð, þegar sá sem heldur sig í slóð er jafn ólöglegur og sá sem er utan slóðar á stórum hluta hálendisslóðanna.
Í Blaðinu í dag, er umfjöllun um utanvegarakstur í Árnessýslu. Þar er stutt viðtal við Ólaf Helga. Viðtalið er ekki langt, en engu af síður eru nokkrir áthyglisverðir punktar í því.
Ólafur Helgi: Ekkert grátt svæði í þessu samkvæmt náttúruverndarlögum.
Hérna velti ég fyrir mér hvort skilgreining á slóð í umferðarlögum skipti engu máli. Er einhver skilgreining á því hvað lagabálkar séu öðrum fremri. Er t,d Náttúruverndarlög æðri Umferðarlögum.Ólafur Helgi: Hægðarleikur að fá uppgefið hjá vegagerðinni. Þessi ummæli Ólafs Helga, eru með ólíkindum. Hann veit það væntanlega sjálfur að svör vegagerðarinnar eru á þá leið að þeir benda ferðalöngum einungis á að aka F-vegi, til þess að vera örugg um það að vera á réttum slóðum.
Ólafur Helgi: Hann gefur lítið fyrir það að ekið hafi verið ekið á slóð í tugi ára.
Hérna skipta lög um hefðir greinilega engu máli. Hérna skiptir réttlæti greinilega engu máli.Ólafur Helgi: Réttlætir ekki skemmdir á náttúrunni.
Þarna á Ólafur við það að það séu náttúruskemmdir að aka Klakksleið og hundruðir annarra leiða. Sem eknar hafa verið frá því að fyrstu bílarnir hættu sér út fyrir þorp og kaupstaði landsins. Þarna er ferðafólk að líða fyrir vanmátt kortagerðar í landinu og það að vera með vegagerð í svipuðum stíl og í þriðjaheims ríkjum.Ólafur Helgi: Hvort það sé alvara að virða löginn í landinu.
Þessu er nú vant svarað, auðvita verða allir að vera sammála því að virða lögin í landinu.
En þá verður lögreglan og sýslumaður að vera samkvæmir sjálfum sér. Þeir mættu því næst þegar þeir fara í umferðareftirlit. Taka alla sem aka hraða en umferðalög segja til um. Og almenn skipta sé að því þegar lög eru brotinn en hefð hefur fyrir löngu skapast fyrir því að þjóðin fá öll að vera á gráa svæðinu hvað það varðar, og er það einungis því að kenna að við lagasetningar er ekki vandað til verksins. Og oft á tíðum eru hálf sofandi þingmenn þar að störfum eða setta eru reglugerði af gjörsamlega vanhæfu liði, einsog dæmin sanna.Hvað er til ráða, hvernig á ferðafólk að svara þessum öfgum. Eigum við að láta sem ekkert sé og halda okkar striki og reina að gleyma þessum öfgum sem ríkja í Árnessýslu.
Eigum við að draga okkur út úr umhverfisátakinu Á RÉTTU SLÓÐUM. Ég sé ekki alveg tilgangi í því þessa stundina. Eigum við að hætta að stika ?. Eigum við að viðurkenna það hversu oft við höfum ekið slóðir sem ekki eru á kortum Landmælinga Íslands. Eigum við að kæra hvern anna fyrir það og senda nokkur þúsund kæru á sýslumanna. Það er von að maður spyrji sig svona heimskulegar spurninga í svona heimskulegu umhverfi. Ég er orðin sannfærður um það að sú mynd sem er mest í uppáhaldi á Selfossi sé myndin 1984.
You must be logged in to reply to this topic.