Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ökuhraði á jeppum
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
18.12.2005 at 04:49 #196878
Anonymousvar tekinn fyrir of hraðan akstur. Halló eg er á óbeyttum Dodge ram 3500 eg var á 101 km á þjóðveg númer 1 og það á sunnudagsmorni á milli Hvolsvallar og Selfoss . Rétt áður tók framúr mér gamalt Bronco hræ á 44″ dekkum á 90 km hraða
og allt í lagi , hann vissi ekki hvort hann var að koma eða fara ,( hefði ekki vilja mæta honum)
málið er hvor haldið þið að sé hættulegri í umferðinni 44″ Bronco út um allt ,eða óbreyttur Ram með abs ,sem má bara aka á 80 km hraða en
Broncoinn á 90 km á 44″ gumbó mödder ??
þetta er óréttlæti ….
skam ,skam umferðarráð og alþingi..eg er mjög ósáttur að fá 32þús í sekt.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.12.2005 at 05:25 #536506
stóru dekkin þurfa ekkert endilega að vera vandamálið, bíll sem er með eitthvað ónýtt í stýrinu er alltaf hættulegur, reyndar myndu stóru dekkin magna það upp.
Hins vegar það sem hefur mest áhrif á hvað gerist við árekstur er massi bílsins og hraði hans (vegur jafnt). Þannig að því þyngri sem bíllinn er og á þeim mun meiri hraða sem hann er á því hættulegri er hann örðum.Svo er það annað mál hvort það séu meiri líkur á því að menn missi stjórnina á breyttu bílunum eða ekki. Allavega fynnst mér allmennt betra að keyra 38" bíla heldur en óbreyta, gefið að þeir séu í lagi. Það vil ég helst skýra með því að þeir breikka töluvert við hækkun og hafa líka mun stærri snertiflöt við malbikið.
Var ekki líka einhver skýrsla frá verkfræðistofu sem gaf til kynna að það væri ekki marktækur munur á slysatíðni breyttra og óbreyttra jeppa?En ein af stærðstu ástæðunum fyrir því að ég vil vera á stórum og þungum bíl útí um ferðinni er sú að vera þyngri en bíllinn sem keyrir á mig
18.12.2005 at 10:54 #536508Ramin 3500 er með leifða heildarþyngd nálægt 5 tonnum og er vörubíll sem ætti aldrei að fara yfir 80 km/kl. Hættan sem stafar af farartækjum í umferðinni er í beinu hlutfalli við þyngd þess og hefur ekkert að gera með hvort það er gamall ford eða nýr ram á ferðinni.
kv Guðmundur
18.12.2005 at 11:01 #536510Ef hugsað er um öryggi í umferðinni er ljóst að þa ætti að vera sami hámarkshraði á öll farartæki. það að vörubílar og bílar með kerru skuli þurfa að aka hægar er út í hött og veldur óþarfa frammúrakstri, sem betur fer taka fáir mark á þessum lægri hamarkshraða í þágu öryggis á þjóðvegunum en í staðin eiga menn á hættu að fá himinhár sektir.
Þegar verið var að vinna í reglum um lægri hámarkshraða á 44" dekkjum var eitt af rökunum að þessi frammúrakstur veldur mun meiri hættu en hraðamunurinn getur nokkurn tíman valdið.
Þar að auki hafa aksturseiginleikar þessara bíla lagast mikið síðustu 10-15 árin því kunnátta breitingamanna hefur aukist mikið.
18.12.2005 at 11:51 #536512Jú, Orion vann skýrslu sem sýndi hið augljósa það er enginn marktækur munur á breyttum bílum og óbreyttum hvað slysatíðni varðar. Bílar valda jú ekki slysum, heldur ökumenn þeirra.
Mér finnst sem ökumenning á þjóðvegunum fari sí versnandi, öfugt við menninguna hér innanbæjar.
Taugaveiklaðir ökumenn eru að taka framúr á fáránlegustu stöðum án þess að gera sér neina grein fyrir því hvað þeir eru að gera. Það er eins og menn skilji ekki þann einfalda hlut að menn verða að geta klárað framúraksturinn á helmingi þess svæðis sem auður er framundann!!Persónulega er ég eiginlega hættur að þora austur fyrir fjall á Skoda litla um helgar á sumrin. það er allt of oft sem menn svona rétt sleppa í kringum mann. það endar náttúrulega bara á einn hátt.
kv
Rúnar.
18.12.2005 at 12:17 #536514Ert þú ekki samála því freyr að 10 tonna bíll á 100 sé hættulegri en 2 tonna bíl á sama hraða ? Eða finnst þér bara að þetta sé ekki spurning um það heldur bara frammúraksturinn auki á hætturnar í umferðinni. Mér finnst ekkert mál að keyra frammúr vörubílum sem aka á löglegum hraða og hleypa manni frammúr sjálfviljugir en það er bara oft ekki raunin, og er alveg sér mál, þessir bílar eru að keyra á 100 km og yfir og til að komast frammúr þeim þarf að fara í 120 130 km sem er orði nokkuð snúið á öðrum vörubíl en er samt kannski ekkert mál á litlum fólksbíl eða slíku.
þessi rök sem komu fram hér að ofan (ég er á þungum bíl til að vera öruggari en hinir eru vissulega rétt) en ég spyr? er réttlætanleg og sjálfsagt að auka eigið öryggi á kostnað allra hinna?. Hvert einasta kíló sem bætist við á vegi landsins minkar öryggi allra sem ferðast um þá.
Ef ég mæti ráða þá myndi ég hafa hámarkshraða á öllum vörubílum 80 km/kl og öllum fólksbílum 100km/kl og setja mörkinn við leifða heildarþyngd 2000kg. Þetta þíddi að flest allir jeppar (minn líka) færu niður í 80 og líka allir stóru fólksbílarnir. Hætta öllu bulli með vélarstærðir og tollflokka og vera með önnur númer fyrir alla bíla sem eru yfir 2000kg heildaþyngd og 80km/kl. Við svona stjórnsýslu breytingu fengist fram tvennt í fistalagi myndu þeir sem nú aka einir Selfoss Reykjavíl daglega á 2 til 4 tonna vörubílum (SUV) hætta því og fara í eitthvað hagkvæmara fyrir umhverfið. og Svo myndi slysum sem eru SUV á fólksbíl þar sem öll fjölskyldan drepst í fólksbílnum en kalinn á SUV labbar burt fækka.
guðmundur
18.12.2005 at 12:35 #536516Ég held að við verðum að vera samkvæmir sjálfum okkur, og það þýðir ekkert að berja höfðinu við stein. Ég er því hjartanlega sammála Guðmundi og finnst mér röksemdarfærsla hann góð, allavega kaupi ég þau rök. Það er ekki einungis ökumaðurinn sem er hættulegu heldur er það ökumaðurinn + hraðinn.
18.12.2005 at 12:46 #536518
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bílar á 80 yrðu bara fyrir trailerum og flutningabílum sem eru eða eiga vera innsiglaðir á 90 hvort sem þeir eru tómir eða allt uppí 49 tonn og er samt eins og menn verði að taka frammúr þeim á vegum landsins hvað þá bíl á 80 sem myndi bara samhliða auknum frammúrakstri yrði meiri slysahætta. Hvernig líst ykkur á það.
18.12.2005 at 12:50 #536520Hvaða voðalega drama´tík er er þetta, Guðmundur talar eins og menn á Suv bílum séu einhverjir morðingjar og séu að stráfella heilu fjölskyldurnar.
við megum ekki gleyma því að á þessum bílum (Ram/ Ford o.f.l) er allt í samræmi þ.e.a.s þyngd= miklustærri og öflugri bremsubúnaður og sjálfsagt mikið betri en á mörgum fólksbílnum og aksturhæfni þessara bíla í mörgum tilfellum margfalt betri.
þegar þessar hraðatakmarkanir voru settar á sínum tíma voru þær kannski réttlætanlegar, þá vorum við að tala um bíla eins og Bedford og þ.e.h bíla og því er enganveginn hægt að bera þetta saman.
Umferðarreglur eru ekki einhverjar reglur sem á að búa til bara einu sinni, heldur eiga þær að vera í stöðugri endurskoðun m.t.t betri bíla og breyttrar umferðarmenningar.
Tek heils hugar undir orð Freysa hér að ofan.
Kveðja,
Glanni.
18.12.2005 at 12:51 #536522hraðann 90, þá sýnist mér oft að flesti sem eru að draga á eftir sér, allavega risakerrur, fellihýsi og hvað allt þetta kallast. Þá eru þessi farartæki hreinlega ekkert að ráða við það. Enda þegar slátturinn kemur þá er ekki við neitt ráðið, einsog maður sér oft ummerkinn um á Hellisheiðinni og annarstaðar.
18.12.2005 at 13:34 #536524Það sem skiptir mestu máli varðandi öryggi er að bílarnir séu í lagi og ökumaður í lagi. Breyttur bíll þar sem bremsur eru eins og þær eiga að vera og stýrisgangur heill og laus við slit og dekkin ekki komin á síðasta snúning, á að vera jafn góður og óbreyttur. Helsti munurinn er að snertiflötur við jörðu er meiri á þeim breytta sem er bara betra. Ég er sammála Frey um að það á frekar að fækka ökutækjum sem eru sett á einhvern afbrigðilegan hámmarkshraða heldur en fjölga þeim, enda stafa alvarlegustu slysin í flestum tilfellum af framúrakstri. Á þjóðvegunum stafar meiri hætta af bíl á 60 heldur en af breyttum jeppa á 90-100.
Hins vegar held ég að það skipti meira máli á breyttum bílum að hafa hlutina í lagi en á óbreyttum. Þetta er að vísu bara eitthvað sem mér hefur sýnst frekar en að ég sé með einhver vísindi á bak við það. Bíll á stærri dekkjum virðist finna meira fyrir sliti í stýrisgangi, vitlausri stillingu á spindillegum (kemur fram í skjálfta) og þess háttar. Það er hins vegar bara kostur því það gerir það að verkum að menn endurnýja slitfletina fyrr. Enda hef ég í gegnum árin látið nægja árlega skoðun á fólksbílnum á heimilinu og kíki aldrei á hann fyrr en eitthvað fer en á jeppanum er ég alltaf reglulega að hrista til dekkin og leita eftir sliti í legum eða stýrisgangi.
Kv – Skúli
18.12.2005 at 13:38 #536526Má samt bæta við þetta að þegar hraðinn er kominn mikið yfir löglegan hraða eru menn kannski komnir á hála braut. Sérstaklega sé hafður í huga sá möguleiki að það fjúki úr framdekki. Þegar það gerist á stórum dekkjum munar það meiru heldur en á litlu dekkjunum og menn ráða ekkert við bílinn í slíkum tilfellum þegar hraðinn er á öðru hundraðinu.
Kv – Skúli
18.12.2005 at 14:21 #536528Segið mér hvaða bílar eru það sem eru með 80 hámarkshraða? er það eftir þynd? eða skráningu?
eru allir pallbílarnir sem eru fluttir hér inn sem vörubílar með hámarkshraða 80 úti á þjóðvegi 1?
Kveðja Lella
18.12.2005 at 14:22 #536530Auðvitað á maður ekki að keyra hraðar en maður treystir sér og bíl til það er bara heilbrigð skynsemi.
En svo við förum á byrjunarreit aftur sem er póstur nr. 1 þá er ég alveg sammála því að það er algerlega út í hött að lögreglan sé að eltast við pallbíla sem eru í raun að fylgja umferðarhraða og sekta þá fyrir að keyra á 90-100.
Þetta er ekkert annað en að þessi Lögga þarna fyrir austan er bara að hafa þessa menn að féþúfu.
Það var einmitt frétt þess efnis ekki fyrir svo löngu síðan að lögreglan Hvolsvelli eða Selfossi geri sér ferð reglulega til að stöðva þessa "Brálæðinga" á pallbílunum fyrir að keyra yfir 80 Km á klst.
Svo ekki nóg með það að þessi glæpalíður sé að keyra á 90-100 þá sitja þessir menn EINIR í þessum bílum?????
Svo ekki sé nú talað um "alla" þessa pallbílaeigendur sem gera sér spes ferðir til þess að berja á öryrkjum og fötluðum einstaklingum Sbr. frétt um daginn.
Nei, ég verð að segja að ef menn væru ekki svona fordómafullir og öfundsjúkir út í allt og alla nema sjálfan sig þá myndu vandamálunum fækka margfalt.
Kv.
Glanni.
18.12.2005 at 14:32 #536532Glanni þú segir að allt sé í samræmi á þessum bílum jú kannski eru þeir allir á fjórum hjólum en þar við situr. Þetta er svipað og að halda því fram að það sé bara gott að vera á þungum kappakstursbíl af því hann standi svo vel í hjólinn og ef ekki er samræmi á milli hreyfiorku farartækja og eyðileggingarmætti þeirra er þá bara jafn vont að fá 10 kg stein í hausinn og 0,1 kg bolta?. Bæði þungir og léttir bílar lenda í slysum.
kv Guðmundur
18.12.2005 at 14:46 #536534Það er vafalaust verra fá 10 kg í hausinn Gummi það er alveg rétt hjá þér.
En málið er bara það að mér finnst mörkin vera á vitlausum stað það er ekki alveg sami hluturinn að vera á 40 tonna treiler og 3,5 tonna Ford.
Kv.
Glanni
18.12.2005 at 14:50 #536536Einhver var að nefna hér ökuhraða með tengivagna. Mér óar alltaf við að sjá til manna á t.d. 1300 – 1500 kg fólksbílum með tveggja hesta kerru aftaní, sem er svo kannski ljósalítil og bremsubúnaður of sjaldan í góðu lagi. En hinsvegar er alltof mikil hysterí í gangi varðandi breyttu jeppana. Sumt fólk virðist hreinlega vera með fóbíu gagnvart þeim. Það er oft og tíðum sama fólkið og ekur með vinstri hjólin á miðlínu vegarins, eða kannski með miðlínuna undir miðjum bíl hjá sér. Það er oft ansi erfitt að mæta þeim á 5 og 6 metra breiðum vegum, eins og helftin af þjóðvegunum er.
18.12.2005 at 15:17 #536538Ég held að ef allir færu eftir reglunum um ökuhraða yrði skelfilegt ástand til dæmis á leiðinni milli Reykjavíkur og Selfoss . það yrðu stöðugar bílalestir sem ómögulegt er að komast framúr fyrir þá sem mega fara hraðar eða neyðar akstur. Best gengur umferðin ef sem flestir eru á sama hraða og þá skapast síður hætta af ótímabærum framúrakstri . Ég kemst ekki með góðu yfir 70 km.hraða á mínum gamla Weapon en ég safna ekki lest á þjóðvegi á svo litlum hraða en hann nýtur sín betur á fjallvegum . Kv Olgeir
18.12.2005 at 17:16 #536540Nú þegar menn eru farnir að tala svona vítt og breitt um umferðarmenninguna okkar íslendinga þá dettur mér í hug að spyrja hvenær það hætti að tíðkast að slökkva á háu ljósunum þegar maður mætir bíl, svo ég tali nú ekki um að víkja þokkalega til hliðar á mjóum vegum. Það er eins og fólk sem hefur búið alla sína æfi á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra á þjóðvegum.
18.12.2005 at 17:32 #536542Ökuhraði sérstakra gerða ökutækja.
38. gr. Ökuhraði [hópbifreiðar],1) sem er meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, má aldrei vera meiri en 90 km á klst.
Ökuhraði annarra bifreiða, sem eru meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, má aldrei vera meiri en 80 km á klst.
[Ökuhraði bifreiðar með eftirvagn eða skráð tengitæki má aldrei vera meiri en 80 km á klst.
Ökuhraði bifreiðar með eftirvagn, sem er án hemla og meira en 750 kg að heildarþyngd, eða óskráð tengitæki má aldrei vera meiri en 60 km á klst.]2)
18.12.2005 at 17:38 #536544[url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/2d8cdab9a540c73600256a0d0055eeb1/1d8d8c444e3d706f00256a9a004cefd0?OpenDocument:2kljmmlv]sektir (37.gr)[/url:2kljmmlv]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.