This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur G. Kristinsson 15 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.10.2009 at 09:08 #207093
Góðan dag
Litlanefnd hefur sett niður dagsetningu fyrir næstu ferð nefndarinnar, en eins og flestir vita stendur Litlanefndin fyrir dagsferðum einusinni í mánuði allan veturinn, að undanskildum desember, en þá er jólafrí hjá Litlunefnd.
Næsta ferð verður laugardaginn 31. október n.k. og kynningarkvöld vegna ferðarinnar verður á opnu húsi, fimmtudaginn 29. október. Við stefnum á að fara s.k. Hungurfitsleið og er þessi ferð opin öllum jeppum (sem hafa hátt og lágt drif) og bæði fyrir félagsmenn sem utanfélagsmenn. Fjölskyldufólk er sérstaklega boðið velkomið.
Skráning og nánari upplýsingar um þessa ferð koma hingað á síðuna þegar nær dregur ferð.
Félagar, bendið þeim sem þið þekkið og eru á lítið breyttum eða óbreyttum jeppum, á þennan frábæra kost í ferðamennsku. Við tökum vel á móti öllum.
Kv. Óli, Litlunefnd
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.10.2009 at 22:33 #660348
Nú er maður svo vitlaus þannig að ég verð endilega að spurja hvað þessi Hungurfitjarleið er staðsett á landinu.
Og svo væri kannski of fljótt að spá í það núna, en er vona á einvherjum snjó á þessu svæði? Eða er jafnvel kominn snjór þarna nú þegar?
Kv. Haffi
09.10.2009 at 10:25 #660350Áætluð leið liggur frá Hvolsvelli eftir Emstruleið og inn á Hungurfitsleiðina við Markarfljótsgljúfur (N63 46.726 W19 25.188), skammt sunnan Mosa. Þaðan til vesturs og norður að Krók (N63 49.919 W19 24.441). Siðan nánast beint til vestur að Hungurfitsskála (N63 50.547 W19 32.833) og þaðan inn á Fjallabaksleið Syðri (N63 51.304 W19 34.210). Áætlað er að halda þaðan til byggða við Keldur (N63 49.486 W20 05.212).
Þetta verður auðvitað skoðað nánar þegar nær dregur mtt. snjóalaga og þessháttar. Mögulegt er að ferðatilhögun verði breytt en það verður auglýst þegar nær dregur.
Kv. Óli, Litlunefnd
09.10.2009 at 10:39 #660352hana nú… Er nú í fyrsta skipti í sögunni settar takmarkanir á hvaða jeppar geta komið með í ferð hjá litlunefndinni…..
En leiðarvalið útilokar okkur sem erum á breiðum bílum (2,55 m)

En það er örugglega snjór á þessari leið núna – þó svo að alls óvíst verði um örlög hans og stöðu eftir þrjár vikur…
En þetta er frábær leið og bara snilld að ferðast með litlunefndinni – hvet alla sem komast til að skella sér með.
Benni
20.10.2009 at 12:06 #660354Nú styttist í að skráning hefjist í þessa ferð, en opnað verður fyrir skráningar síðar í vikunni.
Það er um að gera að láta sig hlakka til þessarar ferðar, leiðin er mjög falleg og spennandi og þar að auki höfum við sérpantað gott veður, svo það er ekkert sem ætti að geta stoppað okkur

Kv. Óli, Litlunefnd
20.10.2009 at 12:42 #660356Það væri sennilegast bara gaman af því að skella sér með. Fylgist með þegar skráning hefst

20.10.2009 at 19:49 #660358Sælir félagar
Ef einhver hefur áhuga á að vera aðstoðarfararstjóri eða öryggisbíll hjá Litlunefnd, í komandi ferð eða öðrum ferðum í vetur, sendið þá endilega tölvupóst á litlanefndin@f4x4.is um reynslu ykkar af ferðalögum og hvernig þið eruð búin til vetrarferða, bæði bíl og annan búnað.
Kv. Óli Litlunefnd
20.10.2009 at 20:30 #660360Öryggisbíll já fær maður þá 600 hestafla Bens og gul blikkandi ljós ?, það væri ég til í. Þ e ef ég fæ Bens
kv Ofsi
20.10.2009 at 21:03 #660362Hmmm Jón, ég á eina ónotaða hækju sem þú gætir fengið lánaða ……..
kv. Óli
25.10.2009 at 01:36 #660364Er það ekki á þessari leið þar sem þarf að keyra á milli tveggja kletta í gili (Þverárgil) ?? Hvað sleppa breiðir bílar þar á milli ?
Benni nefnir 2.55m, minn er ca. 2.4m (mælt yfir kanta).
Hef nefnilega mikinn áhuga á þessari leið þar sem ég hef ekki farið hana (enn).
25.10.2009 at 09:24 #660366Jú þetta er einmitt sú leið. En fyrir bíla sem eru of breiðir, þá erum við með aðra leið til að sleppa þar framhjá, svo það verður ekkert mál. Það er um að gera að skrá sig, nú þegar eru 14 bílar skráðir í ferðina.
Kv. Óli, Litlunefnd.
25.10.2009 at 14:31 #660368Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að komast á milli steinanna í gilinu. Þetta er mjög falleg leið. Slóðarnir eru krefjandi fyrir allra minnstu bílana, þar reynir vel á fjöðrunina.
Óli Hall
[img][img][attachment=0:3r10h7qz]15 til 14 júlí 142.jpg[/attachment:3r10h7qz][attachment=2:3r10h7qz]15 til 14 júlí 145.jpg[/attachment:3r10h7qz][attachment=1:3r10h7qz]15 til 14 júlí 166.jpg[/attachment:3r10h7qz]
25.10.2009 at 22:30 #660370vorum á svæðinu í dag ekki mikill snjór en þessi litli snjór sem var þar var frekar blautur og leiðinlegur………
fórum þarna í gegn og svo inn í strút….. ekki teljandi snjór fyrr en við nálguðumst strút.
svo með svipuðu veðri ætti þetta að vera fínt á laugardaginn næsta.
kv
Frikki .
26.10.2009 at 12:42 #660372Iss. er þetta ekki mismunun, stendur stjórnin á bakvið þetta?!?!?! Velja einhverja leið með grjóti sem ekki nokkur bíll annar en súkka kemst á milli!?
Á nú að fara að hindra að stærri bílarnir séu að laumast með? Mér þykir þetta svívirðilegt!En við látum okkur sjálfsagt hafa það að príla yfir svona smávölur enda á alvöru bílum. Hehe.
kkv, Úlfr
(p.s. ég veit að það er önnur leið framhjá þessu…)
26.10.2009 at 12:45 #660374Ulfr, við förum nú létt í gegn á Rav bílunum okkar sko ….
Annars er varaleið fyrir þá sem þora ekki á milli … er með trakk af henni og alles.
Þess má geta að nú eru 17 bílar skráðir til leiks

Kv. Óli, Litlunefnd
26.10.2009 at 16:52 #660376RAV-5unum meinar þú? Ekki málið. Ég gæti þurft ítarlegt track, helst punktar á sekúndu fresti og eigi ekið hraðar en 5km/h af viðkomandi ferlara.
Gaman að sjá að fólk þorir enn á fjöll þó Ravarnir skelfi allt og trylli… 😉
17 bílar og eflaust bætist í.
kkv, Úlfr
27.10.2009 at 14:31 #660378Enn fjölgar skráningum og þetta ætti að verða frábær ferð. Hægt er að skrá sig fram á fimmtudagskvöld, en þá verðum við með kynningarkvöld um ferðina og einnig stutt námskeið fyrir þá sem það vilja/þurfa.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um skráningu er að finna [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=930:oktoberfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:559aea8p]hér.[/url:559aea8p]
Kv. Óli, Litlunefnd
27.10.2009 at 21:35 #660380Komdu sæll Óli.
Hvað eru margir skráðir í ferðina.
menn,konur,börn/bílar?Hvaðan verður farið og klukkan hvað?
Langar að koma með ykkur, áhugaverð leið.
Fór um þassar slóðir og eftir ánni í gilinu á Súkku fyrir u.þ.b. 22 árum.Gaman að máta 44" eftir öll þessi ár.
Kveðja.
Elli.
27.10.2009 at 22:07 #660382Sælir
Allar upplýsingar um ferðatilhögun og skráningu er að finna á frétt um málið [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=930:oktoberfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:2l0nqeay]hér.[/url:2l0nqeay]
Upplýsingar um hverjir eru skráðir, koma hér á þráðinn á eftir eða í fyrramálið.
Kv. Óli, Litlunefnd.
28.10.2009 at 09:22 #660384Það hafa 31 aðili skráð sig í ferð LItlunefndar í Hungurfit 31. október. Hér að neðan er listi yfir þá sem hafa skráð sig. Við minnum á kynningarkvöldið á morgun kl. 20:30 á Eyrhöfðanum. Skráning er opin til miðnættis sama kvöld.
Guðmundur G. Kristinsson, LitlunefndGuðmundur Árnason, Jeep Grand Cherokee, 30
Jón Árni Guðmundsson, Jeep Grand Cherokee, 31
Árni Bergs, Econoline, 33
Guðmundur G. Kristinsson, Mussó, 33
Þór Ingi Árdal, Musso, 33
Hafsteinn Davíðsson, Suzuki Sidekic, 33
Hans Ragnar Þór, Nissan Patrol 1999, 33
Sverrir Kr. Bjarnason, Nissan Patrol, 35
Einar Berg Gunnarsson, Toyota hilux Mjallhvit, 35
Kristján Kristjánsson, Mussó, 35
Thor Magnus Berg, Nissan Patrol , 35
Birgir Pétursson, Nissan Patrol, 35
Gunnar K Karlsson, Musso Sport, 35
Gunnar Gunnarsson , Toyota LC120, 35
Friðrik Þorsteinsson, Toyota Hilux, 35
Atli Þór Kristbergsson, Isuzu D-Max, 35
Þengill Ólafsson, Jeep Cherokee, 36
Gunnar Hróðmarsson, Patról, 38
Sigurður Pálmarsson , Mussó, 38
Pétur Friðrik Þórðarson, Commance, 38
Baldvin Zarioh, MMC Pajero, 38
Magnús Sveinsson, Grand Cherokee, 38
Bogi Sigvaldason, Nissan Doble , 38
Ómar Andri Jónsson, Ómar Andri Jónsson, 38
Valdimar Nielsen, Ford Explorer, 38
Björgvin Sigurðsson, Nissan Patrol, 38
Unnar Steinn, Nissan Patról, 38
Bragi Þór Jónsson, Ford F150 FX4, 41
Ólafur Magnússon, Toyota LC 80, 44
Elías Þorsteinsson, Nissan Patrol 44
Samúel, 4Runner, 44
28.10.2009 at 21:01 #660386Enn stendur skráning yfir í Litlunefndarferðina og lýkur ekki fyrr en annaðkvöld. Á morgun, fimmtudagskvöld kl. 20:30 verður einnig kynningarkvöld fyrir þátttakendur í ferðinni og svolítið námskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur.
kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.



