This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Hér langar mig að stofna þráð, þar sem við hælum félögunum, vinunum, eða hverjum sem er. Legg til að hver aðili setji inn amk þrjú stykki „hrós“ í hvert innlegg, það er jú ókeypis að hrósa.
Langar að byrja á því að hrósa Jóni Snæland fyrir óbilandi áhuga á jeppaferðum, slóðum og klúbbnum. OFSI allaf flottur.
Einnig verð ég að hrósa Hlyni Snæland fyrir að vera virkur á spjallinu, hvet hann til að vera enn virkari. „DATSUN **st í heimi“.
Svo verð ég að hrósa Gunnari Egils að hafa látið sér detta það í hug að segja já, þegar félagar hans höfðu samband frá útlöndum og sögðust vilja láta hann aka með sig á Suðurpólinn. Einnig að láta setja það í gestabók á pólnum, að bíllinn sem kom fyrstur á pólinn hafi verið Íslenskur. Áfram ICECOOL.
Kv
Palli
You must be logged in to reply to this topic.