FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Óhappatúrinn

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Óhappatúrinn

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.02.2006 at 23:46 #197361
    Profile photo of
    Anonymous

    Óhappatúrinn

    Eftir Litludeildarferðina síðustu helgi, sem var bara helvíti góð ( fyrirgefið orðbragðið vefnefnd ) varð ég bara að fara á fjöll. Strax næstu helgi og spurðist það út og vildu fleiri fá að koma með. Gulli Rottuforingi borðaði fyrstur komu sína og síðan komu nokkrir til viðbótar. Þar sem ég var einn sá ég aumur á Kalla Kaftein enda Pattinn hans á verkstæði, og tók hann með sem kóara. Kjartan sýndi þó af sér enn meiri manngæsku og tók með sér örvæntingafullan Tacoma eiganda ( Ingva Reyk ). En einsog flestir vita eru það vanabí jeppamenn. Og er Flugsveitinn ekki flughæf eftir Comu ævintýrið og sé ekki fyrir endann á því brettakanta ævintýri. Kalli Rotta ( Hrekkjusvín ) kom líka með og fékk Nóri kóarasætið hjá Kalla. Enda fékk Nóri ekki að fara á Pattanum sínum, því hann er með orginal sektorsarm. Einar Sól kom líka og var ætlun hann að fara í útrás og opna skoðunarstöð í Setrinu en þó varða ekki af því í þetta skiptið.
    Við félagarnir spændum upp Kjalveg í þvílíkri hálku og mátti oft minnstu muna að illa færi. Þar sem við mundum ekki eftir því að minni hraði þýddi minni áhætta. Þó máttu Gulla vera alveg sama enda með 500 nagla að aftan í hvoru dekki og 650 nagla að frama í hvoru dekki. En þessi negling er afleiðing þess að nokkrir úr Rottugenginu fjárfestu í dekkjarneglingarapparati og ætlaði Gulli að fá sem mest út úr fjárfestingunni. Kjalvegur var tekinn með smá afbrygðum og ókum við yfir Innriskúta. Síðan var haldið inn Kerlingarfjallaafleggjaran og þar fór maður að verða spenntur, því maður vissi að Blákvísl gæti verið erfið. Blákvíslin brást ekki og voru þar nokkrir 38 tommu jeppar aðeins að brasa í ánni við það að komast upp. Kalli kóarinn minn sagði við mig að við yrðum að fara upp í fyrstu tilraun til þessa að gera okkur ekki að fíflum. Var því sett í láa og læsingarnar á og skörin tekinn með látum og öllu fórnað til, til þess að vera flottir. Og tókst það. Biðum við nú í ofvæni eftir að 3 ofur Pattarnir á 44 tommunum kæmu, og hvað haldið þið að hafi gerst, þeir riðluðust allir þarna á skörin í tómu tjóni og klaufaskap. Ekki að okkur þætti það leiðinlegt en þó var maður hálf skömmustulegur það sem ókunnugt fólk sá til að þarna voru merktir Rottugengisbílar á ferðinni. En eftir all laaaaaaaga stund þarna við þessa hlandsprænu sem ekkert var, komumst við aftur af stað. Skemmst er frá því að segja að við fórum hefðbundna leið þar til komið var að Illahrauni, þar fórum við austan við hraunið og inn í Setur. Stutt stans var gert í Setrinu, svona rétt aðeins til þess að spjalla við Skagfirðinga. En þeir voru á rúntinum og voru á leið í Svartárbotna til þess að blóta þorra í Gíslaskála. Var síðan haldið inn í átt að Nautöldu. Á leiðinni datt mér í hug að skoða laug sem er vestan í Ólafsfelli, en þangað fóru vísindamenn sem störfuðu í Þjórsárverum stundum. Var því ekið utan í Söðulfelli og inn dalverpið milli Blautakvíslarjökul og Ólafsfell, þar sem heitir Jökulkriki. Vestan til í dalnum kemur Ólafskvíslin ef ég fer með nafnið á henni rétt. Þar sem hún kemur út undan jöklinum hefur verið all myndarlegur hellir en nú hefur hann fallið saman. Neðan við hann er sná jökullón og ókum við yfir kvíslina neðan lónsins. Og inn að miklu gili innst í dalnum austanverðum, síðan var Ólafsfelli fylgt í átt til Nautöldu. Þar komum við að heita læknum sem notaður var sem baðstaður. Engar sáum við fyrirhleðslur, enda var myndarleg snjó hengja yfir hluta af læknum. Fróðlegt væri að vita hvort menn þekki það hvort þarna sé einhverskonar fyrirhleðsla. Enda er hitastig lækjarins mun heppilegra til böðunar en hinn þekkti baðstaður undir Nauthagajökli. Frá þessari uppgötvun fylgdum við Ólafsfellinu og ókum inn að Nautöldulauginni og góndum á hanna dágóða stund, svona eins og venjulega þegar maður fer þangað. Og síðan smellti maður af nokkrum myndum eins og síðast og þar síðast. Síðan var haldið til baka og þegar við komum út í Nauthaga vorum við svo heppnir að lenda í illilegum læk fjanda. Fyrstur til þess að pompa niður í lækinn var Kjartan á feitum og þungum Patta, síðan pompaði ég líka niður. ( sennilega hefur feitur Pattin á undan mér brotið ísinn ). Þarna sem við skældum í læknum ákvað Gulli að koma og bjarga mér enda góðmenni hið mesta og skæl snertir ævinlega einhverja strengi í hjarta hans. Þegar Gulli ætlaði að renna til baka yfir lækinn vildi svo illa til að ísinn brast og voru þá þrjár rottur þarna bjargarlausar í læknum. Var nú bara að draga fram járnkallana og spilin og tókst að tosa okkur upp eftir nokkuð þóf. Og bjargaði þessa deginum, því úr þessu gera góðar sögur yfir einum eða tveim öl í Setrinu um kvöldið. Vorum við nú komnir á fullaferð á ný og kíktum í Nautölduskálann og síðan upp á Nautölduna, þar þráttuðum við aðeins um það hvar gamla Gæsaréttin hefði verði en enginn vissi það fyrir víst. Nú lágu Blautakvíslareyrarnar fyrir framan okkur sléttar og flottar og nú var ekki lengur hægt að hemja olíugjöfina og slóst hún í gólfið þarna uppi á öldunni ( svona til þess að ná upp dampi ) og æddum við Kalli fyrstir út á eyrarnar glaðir og kaldir og þeystum þarna á svífandi siglingu með opna glugga, þá upppps þeystum við framhjá opinni á ?????? en vorum svo heppnir að við hittum á snjóbrú. Um okkur fór hrollur, þarna hefði geta farið illa. Var því ekið hægt nokkur hundruð metra, svona á meðan mesti hrollurinn fór úr okkur. Síðan gleymdist þessi uppákoma og spýtt var í á ný enda bæði driverinn og kóarinn með gullfiskaminni. Á augabragði vorum við komnir í Setrið og sestir inn í borðsal og farnir að hugasa um grillerí, föttuðum reyndar að enginn hafði keypt kol. En eftir nokkra leit fundust tveir pokar í jeppunum og grillinu var reddað.
    Þó það væri búið að redda kolunum þá nenntum við ekki að byrja að grilla enda ekki orðið framorðið. Sátum við því inn í borðsal. Þegar við heyrðum í vhf-inu. ÉG VAR AÐ VELTA ?. ( við vissum að Gísli, Bjarki, Beggi og Soffía voru að koma um Sóleyjarhöfða í Setrið ) og datt okkur strax í hug nú væru þeir að gabba okkur til þess að koma út á móti sér. Eftir smá jamm og jumm og punktinn af óhappastaðnum. Ákváðu við að drífa okkur af stað og kanna máli ( og skítt með það þó þeir væru að gabba okkur ) Við vorum varla farnir af stað þegar við komum að Gísla á hvolfi í gil rétt rúmum km suðaustan við Setrið.
    Hafði hann farið fram af hengju u.þ.b 7-8 metra hárri ef ég á að giska á hæðina. Allt virtist þó í lagi með þá feðga, en sonur Gísla var með honum í jeppanum þegar þeir flugu fram af. Var lítið hægt að ger að svo stöddu og tíndum við dótið hans Gísla saman og ókum síðan í skála. Var nú hafist handa og hringt í allt og alla, Gund í hjálparsveitinni og ég veit ekki hvert og beðið um kerru og varahluti. Er skemmst frá því að segja að um kl 3 um nóttina voru þeir Kári í Algrip, Óskar Abba, Teddi, Danni sörvismaður og fleiri komnir með varahluti til okkar. Í morgunsárið var síðan hafist handa við viðgerðir og lögðust allir á eitt og var jeppinn klár í drátt eftir u.þ.b 2 tíma. Var hann síðan dreginn um Sóleyjarhöfða og var Gísli sjálfur við stýrið. Teddi skipti síðan við hann enda fjandi kalt að sitja í framrúðulausum Pattanum. Skömmu eftir að við komum í Hrauneyjar kom Þröstur Rotta með þennan líka fína vagn og fékk Pattin hans Gísla því að hvíla sig á kerrunni í bæinn, en Kjartan dró kerruna til Reykjavíkur. Læt ég þessum pistli þá lokið. Ef ég hef gleymt einhverjum mistökum hjá mér og dregið fram mistök félagaminna, þá verða þeir bara að bölva í hljóði og ná fram hefndum síðar.

    Heisan Ofsi

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 20.02.2006 at 11:07 #543630
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Er þetta ekki gilið sem við flæktumst sem mest um, í Björgunarleiðangrinum ógurlega þegar Lúdda var fyrst trúað fyrir þorramatnum?

    kv
    Rúnar.





    20.02.2006 at 11:20 #543632
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Þetta er gilið fræga!

    Eins og það er nú meinlaust á sumrin.

    Kv.
    Soffía





    20.02.2006 at 16:10 #543634
    Profile photo of Óskar Hafþórsson
    Óskar Hafþórsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 655

    það eru myndir inn á mínusvæði





    20.02.2006 at 19:32 #543636
    Profile photo of Sigurður Sveinn Jónsson
    Sigurður Sveinn Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 217

    Þessar myndir minna mig á minn bíl þegar ég velti fyrir rúmum 2 árum. Það eru nokkrar myndir af því í albúminu mínu
    Siggi tæknó





    20.02.2006 at 19:34 #543638
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Ég vil bara að menn viti að pattinn minn er bara í andlits lyftingu, ekki bilaður.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    kv: Kalli hörundssári





    20.02.2006 at 21:59 #543640
    Profile photo of Alfreð Mortensen
    Alfreð Mortensen
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 260

    Hefur einhver gps punkt af þessu gili??





    20.02.2006 at 22:03 #543642
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Auðvitað er hann ekki bilaður hjá þér bíllinn….

    Við vitum þetta allir, breyttir jeppar bila ekki – þeir þurfa bara viðhald öðru hverju – Eða svolitlar breytingar….

    Minn hefur t.d. aldrei bilað – en honum er reglulega haldið við og ég er alltaf að breyta….

    Og síðasti Patti sem ég frétti af í vélarskiptum var bara í reglubundnu eftirliti….

    Benni





    20.02.2006 at 22:05 #543644
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Gilið liggur á milli þessara punkta 6436446-1859877 og 6436350-1900389 það nær aðein lengra til vesturs. En þessir punktar eru teknir sinn hvorsvegar við þar sem við álpuðumst niður í það í Þorrablótstúrnum forðum daga





    20.02.2006 at 22:29 #543646
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Góð ferðasaga hjá meistara ofsa, enn kannski eins gott að staðreyndir liggi fyrir eins og Rúnar bendir hér á að ofan þá voru hann og OFSI ásamt fleiri ROTTUM sem voru búnir teipa rauðan kross á bíla sína með WURTH teipi og kölluðu sig BJÖRGUNARSVEIT í mörg ár á eftir (jafnvel ennþá í dag) sem álpuðust ofan í umrætt gil.

    Bara svona svo ekki hljótist af neinn miskilningur.
    Rottur eru ekki það sama og TRÚÐAR SKO!!!!!

    Takk fyrir
    Lúther





    20.02.2006 at 23:19 #543648
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þegar við komum og björguðum Lúdda þarna um árið tókum við smá skrens í þessu gili. Við áttum nokkrir ferla yfir það, ég var sem dæmi með feril sem var árs gamall, en þá var gilið ekki sjánlegt, alveg slett fult af snjó. Það segir manni að fara varlega þegar maður er að keyra í heiðmyrkva, og treysta ekki alveg 100% á ferla í landslagi sem er giljótt og skorið. Líklega mun ég halda mig við veðurstöðini hér eftir, en við Gísli fórum rétt við gilið helgina áður á leið í Setrið. Það var allavega fyrir mestu að feðgarnir sluppu nokkuð heilir úr þessum hremmingum.

    Hlynur





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.