This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Helena Sigurbergsdóttir 17 years ago.
-
Topic
-
Ég setti saman smá netútgafu af fréttariti , fyrir félagsmenn f4x4, en hún er ekki sett til höfuð einum eða neinum heldur hugsað sem samansafn af fréttum úr klúbbnum, svona grasrótar blað. Átti þetta rit að vera alveg óháð stjórn, ritnefnd, sponserum/auglýsendum og öllu þess háttar. Fékk ég fólk til að koma með innlegg og skrifa pistla. Svo þegar þetta var tilbúið þá hafði ég samband við vefnefnd og óskaði eftir aðstoð við að koma þessu á f4x4.is síðuna þar sem að þetta yrði aðgengilegt fyrir félagsmenn á pdf formi. Höfnuðu þeir beiðni minni um að setja þetta á síðuna m.a. á þeirri forsendu að í heiti ritsins var Setrið Zero og notað var logo klúbbsins sem skraut, enda er þetta fyrir félagsmenn klúbbsins. Smá ritskoðun þar en ekkert tiltökumál fyrir mig og breytti ég því en innihaldið er óbreytt. En það besta var að þeir vísuðu mér á að hafa samband við stjórn eða ritnefnd með framhald. Í skipunarbréfi vefnefndar kemur fram að hún eigi að aðstoða félagsmenn við að koma efni á vefinn. Ég get farið á spjallið og linkað á alls konar efni en hér kemur efni sem að er allt komið frá félagsmönnum og þá vandast málið. Var það úr að þessu var komið fyrir á ókeypis heimasíðu í þetta skipti þannig að öll vinnan við þetta og efni yrði ekki alveg úrelt. Svo er það í höndum félagsmanna hvort að þeir hafi áhuga á að fá upplýsingar um félagsstarfið ofl. í netútgáfu. Og orðið er frjálst…
http://www.ohadafrettastofan.weebly.com
Kv. Stefanía R-3280
You must be logged in to reply to this topic.