This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Hæ hó.
Ég fékk lánað um helgina færiband og skrapp á Langjökul að viðra mig. Það var vægast sagt skrítin sjón sem blasti við mér þar. Það byrjaði í brekkunni uppaf Þjófakrók, en þar stóð einmana jeppi á beit og beið eiganda síns, rauður af skömm. Ekki hafði ég sprautast mjög langt á bandinu þegar ég sá til manna á nokkru nýjum pjattrollum og fleiri bílum. Þeir virtust skemmta sér við að keyra í hringi, og aðal sportið virtist vera í að keppa um hver væri lengst að snúa við. Þeim gekk það nokkuð vel, því það tók allt upp í 15 mín. að snúa hverrri krómdollunni við um 180 gr. Áfram var haldið, og þá sá ég skrítna sjón. Það virtist vera hópur í samfloti. Tveir vor á eins bílum, og kepptust við að draga hvorn annan. Fyrst gaf annar allt í botn, (allavega af hljóðinu að dæma) og náði örugglega 25km. hraða þegar best lét. Þegar hann varð svo fastur eftir 50m. dró hinn hann lausan. Þá festi hann sig og svo koll af kolli. Með þeim í hóp var kassalaga skrjóður sem virtist vera að tína afturhjólunum, en hverrar tegundar sá ég ekki fyrir reykskýinu. Þetta farartæki hljómaði kraftalega, en þegar vindkviða kom og feykti reyknum frá, sá ég að hljóðin komu frá ökumanninum, en hann gnísti svona rosalega tönnum, trúlega yfir kraftleysinu. Sá í þessum hóp sem virtist ganga skást var á jörpum trukk á 44? hjólum. Hann komst lítið eitt hraðar en hinir, en þegar betur var að gáð sá ég af hverju. Auminga ökumaðurinn var sárþjáður, því konan við hliðina á honum snéri svo rosalega upp á eyrað á honum. Henni hefur ekki líkað þessi skemmtun eins og gefur að skilja, og vilja komast sem fyrst heim í sófa.
Það er sem ég segi. Drottinn blessi olíugjaldið, og megi það verða sem hæst til að forða alvöru jeppamönnum frá þeirri kvöl að þurfa að horfa á þessa aumingja sem halda að dísel sé mátturinn og dýrðin.Tryggvi.
You must be logged in to reply to this topic.