This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 15 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég get ekki orða bundist yfir atviki sem ég varð vitni að um kvöldmatarleytið áðan og bara get ekki látið hjá líða að fjalla um málið hér á spjallinu, því ég tel það ekki góða auglýsingu fyrir jeppamennsku almennt á Íslandi, né fyrir félaga í F4x4.
Um var að ræða óafsakanlegan frekjuakstur ofurjeppa utanvega, innanbæjar í Kópavogi, þar sem ekið var hratt yfir móa við lóð fjölbýlishúss í Álfkonuhvarfi og svo niður á bílaplan við húsið, þar sem gefið var svo hressilega í og spænt niður eftir heimkeyrslunni, þar sem oft eru börn að leik. Ég horfi á öll ósköpin og varð algerlega orðlaus yfir því að nokkrum heilvita manni hafi dottið í hug að framkvæma aðra eins vitleysu.
Og hver var svo tilgangurinn með þessum grófa utanvegaakstri yfir móa og lóð fjölbýlishússins? Jú, menn voru að stytta sér leið því gatan fyrir neðan var lokuð vegna malbikunarframkvæmda!
Það er alveg ótrúlegt að enn séu til svona litlir menn á stórum jeppum sem finnst svona hegðun í lagi! Þeir koma að lokuðum götum og telja sig yfir aðra hafna og að það sé allt í lagi að sýna aðeins hvað trukkurinn getur og spóla yfir gróin svæði! Þetta er leikvöllur og útisvistarsvæði! Hvað er eiginlega að mönnum sem hegða sér svona?
Ökunýðingurinn var á stórum, svörtum Hummer H1 jeppa á 49“ dekkjum og vita þá vafalaust allir hér á spjallinu um hvern ræðir, en ég ætla ekki að nefna nein nöfn. Svona yfirgengisleg frekja og mikilmennskubrjálæði er ekki ökumanninum til framdráttar á neinn hátt og setur svona hegðun stóran svartan blett á jeppamennskuna yfir höfuð.
Það er ekkert annað hægt að gera en að vorkenna svona mönnum, en ég vona að viðkomandi ökumaður sjái að sér og geri ekki svona vitleysu aftur.
You must be logged in to reply to this topic.