This topic contains 81 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 18 years ago.
-
Topic
-
Ég hef svona verið að velta þessum risa trukkastefnu fyrir mér. Nú virðist þessum trukkum fara hratt fjölgandi. Hvers vegna er það. Eru þeir að drífa meira, spyr sá sem ekki veit. Því einhvernvegin hefur það verið þannig að ég hef ekkert lent með þeim í ferðum. Allavega ekki enn sem komið er, en vonandi verður það fljótlega.
Það virðast fylgja þessum þungu trukkum eitt vandamál, það er hvernig skuli staðið að því að bjarga þeim af fjöllum vegna þyngdar. Eru t,d tæki og tól hjálparaðila nægilega öflug t,d eru spil á jeppum almennt nógu stór til þess að spila upp þessi tröll, eru drullutjakkar okkar að ráða við þetta. Og er til nokkur bílkerra sem ræður við þessa trukka. Ég bara sona velti þessu fyrir mér.
Eru það hugsanlega þessir risatrukka sem hafa neikvæð áhrif á jeppamenninguna, þ.a.s að fólk á fólksbílum sé hrætt við þá. Og þar sé kominn skýringin á viðbrögðum umferðarstofu. Eða voru reglugerðarbreytingarnar komnar í smíðar fyrir þessa þróun.
Hvað segja menn er þetta góð eða slæm þróun.
You must be logged in to reply to this topic.