Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ofur tröll
This topic contains 81 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2007 at 10:47 #199312
AnonymousÉg hef svona verið að velta þessum risa trukkastefnu fyrir mér. Nú virðist þessum trukkum fara hratt fjölgandi. Hvers vegna er það. Eru þeir að drífa meira, spyr sá sem ekki veit. Því einhvernvegin hefur það verið þannig að ég hef ekkert lent með þeim í ferðum. Allavega ekki enn sem komið er, en vonandi verður það fljótlega.
Það virðast fylgja þessum þungu trukkum eitt vandamál, það er hvernig skuli staðið að því að bjarga þeim af fjöllum vegna þyngdar. Eru t,d tæki og tól hjálparaðila nægilega öflug t,d eru spil á jeppum almennt nógu stór til þess að spila upp þessi tröll, eru drullutjakkar okkar að ráða við þetta. Og er til nokkur bílkerra sem ræður við þessa trukka. Ég bara sona velti þessu fyrir mér.
Eru það hugsanlega þessir risatrukka sem hafa neikvæð áhrif á jeppamenninguna, þ.a.s að fólk á fólksbílum sé hrætt við þá. Og þar sé kominn skýringin á viðbrögðum umferðarstofu. Eða voru reglugerðarbreytingarnar komnar í smíðar fyrir þessa þróun.
Hvað segja menn er þetta góð eða slæm þróun. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.01.2007 at 18:19 #574238
Ég er ekki alveg að skilja að sumir sem hér skrifa eru að ergja sig yfir því hvað aðrir bílar sem þeir eiga ekki einu sinni eru að eyða,bila,vikta,drífa eða bara vera endalaust að "dissa" annara manna bíla sama hvaða nafni þeir nefnast.
Þessir sömu menn sem svona skrifa hafa ekki átt svona bíla og hafa ekki reynslu af þeim af eigin raun í flestum tilfellum.
Ég segi bara að manninum í næsta húsi eða einhverju liði, kemur bara ekki neitt við hvað ég eyði miklu í mitt áhugamál.
Kveðja,
Glanni
08.01.2007 at 20:37 #574240Sæmi aka Hrönn,ég er reyndar ekki sammála þeirri fullyrðingu um að þessum bílum eigi eftir að fjölga mikið, á þetta ekki allt aðfara koma innsiglað núna til landsins?
08.01.2007 at 20:48 #574242Ég veit nú ekki til þess að bíllinn hjá Benna
sé með hraðatakmarkara ,
en gott hjá honum að hægja niður í 60 mílur
þegar hann mætir bíl 😉
08.01.2007 at 21:22 #574244Þér ferst að tala um umburðarlyndi Einar !! Afþví að ég og fl erum ekki til í að taka undir þessa þvælu þína að þá erum við núna kominn í sértrúarsöfnuð… Já maður spyr sig hvað vellur uppúr þessum manni næst ??? en kanski ættu maður frekar að þakka honum fyrir ummhyggjusemi þar sem hann virðist hafa gríðarlegar áhyggjur af okkur sem eigum þessa stóru hræðilegu jeppa sem eru alltaf bilaðir og eyða svo hrikalega miklu að menn eins og Einar sem eiga ekki svona bíla og hafa þar af leiðandi enga reynslu af því að reka þá varla sofa af áhyggjum.
Súkkrúles það er mín skoðun að þessum bílum eigi eftir að fjölga mikið og þá er ég ekkert endilega að tala um nýja bíla með þessari hraðatakmörkun heldur að menn breyti bara einhverjum af öllum þessum bílum sem að til eru ekki það að ég og þeir sem ég ferðast með keyrum bara á 80 þannig að þessi hraðatakmörkunn myndi ekki bögga okkur mikið þrátt fyrir að mér finnist hún fáránleg einsog forræðishyggjan yfir höfuð.Auðvita eigum við einsog allir aðrir að keyra á löglegum hraða en að setja hraðatakmörkun í bíla er fáránlegt að mínu mati.
Smá dæmi við vorum búin að panta okkur nýjan 120 cruiser vx sem átti að fara beint á 38" með lás á framann og aukatanki og fl og fl bara einn með öllu eins og sagt er.Þetta dæmi hefði kostað okkur tæpar 9 millur !!!!!!! sem betur fer var cruiser ekki til með auka sætum og í þeim lit sem við vildum þannig að við pöntuðum hann og vorum að bíða eftir honum þegar að við duttum niður á Fordinn sem við eigum í dag.Við spöruðum okkur ansi margar miljónir með því að kaupa Fordinn en ekki cruiserinn fyrir utan það að hann er svo mikið mikið öflugri að við myndum aldrei vilja skipta samt vil ég taka það framm að við erum mikið toyotu fólk og höfum átt nýja cruisera og 38" cruiser líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman á fjöllum.Hins vegar er mikið meira nota gildi að eiga 38 cruiser sem hægt er að nota innanbæjar t.d en Fordinn notum við aldrei innanbæjar heldur er hann bara ferða bíllinn okkar og stendur oft óhreyfður
í marga daga þannig að fólk þarf að eiga auka bíl eða bíla .Kveðja Sæmi og Hrönn
08.01.2007 at 22:00 #574246ég fer aldrei af því að þetta er bullandi öfundsýki og ef ég ætti nóg af aurum þá myndi ég kaupa 66"ford bara svo að litladeildin gæti ekki sofið þá er ég að tala um þá sem eru að öfundsjúkast útí allt og alla á vefnum. það má ekki gleyma að það er til fólk sem er með bilaðan skrokk og getur ekki ferðast í litlum bílum með góðu móti þá er þetta snilld. eða eigum við að refsa því fólki. eigum við ekki bara að vera öll sátt við hvort annað og hætta þessu kjaftæði og njóta þess að ferðast saman hvort sem við erum á litlum bíl eða stórum
08.01.2007 at 22:04 #574248Goggi hættu að vera svona jákvæður :)) Hver er hinn nýji Ofur Pajero eigandi ?????? hmmmm
Skýrist vonandi fljótlegaKveðja Sæmi
08.01.2007 at 22:09 #574250Það er satt… óþolandi þessi helv… jákvæðni! Þarf að banna þetta strax svo þetta fari ekki að dreifa sér út um allt spjall!
Held annars að Saga Jeppamennsku gæti orðið mjög áhugavert viðfangsefni. Byrjaði þetta ekki allt á USA … fer ekki tískan bara í hringi?
08.01.2007 at 22:09 #574252Hraðatakmörkunin er vægast sagt fáránleg!! Sammála því, þá fyrst fara þessir bílar að verða hættulegir á þjóðvegum..
Annars varðar mig lítið um bíleign annarra og ég gleðst fyrir hönd þeirra sem eiga svona bíla, ég er vanur öfund gagnvart bílaeign í minni fjölskyldu svo vægt sé til orða tekið, menn er reyndar ekki farnir að öfunda mig enn, enda er ég "bara" 25 ára
En ég er sammála "bæbæ" með seinasta innlegg..
Sé ykkur vonandi á fjöllum..
08.01.2007 at 22:11 #574254Nei Tryggvi jeppaómenning byrjaði í USA, jeppamenning hófst á íslandi enda er ísland best í heimi…. *Thule*!!!
08.01.2007 at 22:43 #574256Það virðast margir hafa fallið í þá gröf að fara út í einhvern meting, en það gerir svo sem ekkert til. Allavega hægt að hlæja að því. En þráðurinn var nú svona til þess að skapa umræður um kosti og galla þessara stóru jeppa. Og þá hvernig þeir eru að virka á ykkur sem akið þeim og á með bílista ykkar. Og svo þessi vinkill sem snýr að björgunarsveitum. Eða að koma þeim til byggða ef illa fer. En einsog svo margir vita höfum við sem erum á 44+ verið í vandræðum að finna kerrur sem eru nógu breiðar fyrir fákanna.
Aðeins að þessum metingi, sem getur svo sem verið skemmtilegur á köflum. Þá vill ég nú aðeins taka upp hanskan fyrir Einar, en hann hefur verið mjög sáttu við sitt ökutæki og hefur verið að drífa helling á þessum jeppa. Eitt verða menn að átta sig á að menn eða konur verða ekki flott einungis við það að vera á nýjum jeppa hvort sem hann er stór eða smár. Í mínum huga eru margir af þessum nýju jeppum álíka merkilegir og meðal vísitölu fólksbíll. Í mínum augum er jeppi merkilegur ef eigandinn hefur lagt mikið í jeppann og hefur gert hann fallegan og fengið hann til þess að virka vel. Dæmi um svona jeppa eru t,d Runnerinn hans Bóa eða Hiluxin hans Rúnars. Eða þá jeppar af allt öðrum kaliber. Einsog Broncoinn hann Fjalla, sem er þó þannig að ýmislegt hefði mátt gera til þess að betrumbæta drifgetu hans. Ég sný mér allavega alltaf við þegar ég sé hann og horfi þangað til hann hverfur, og segi við sjálfan mig djöfull er þetta fallegur bíll. Það eru reyndar margir í þessum flokki og mætti nefna Gulan í Keflavík, Breiðþotuna bláan runner, gamla Pattan hans Sigga Tæknó, Skugga hans Simma og helling af svona jeppum með karakter. Þetta minnir mig á það þegar Gulli félagi minn í Rottugenginu seldi gamla útúr mixaða Pattan. Og keypti sér nýlegan Cruser, gjörsamlega karakterlausan jeppa af vísitölu kynnslóð. Líkt og flestir hvítu Pattarnir og Cruserarnir. Í fyrsta fjallatúrnum hjá Gulla fórum við upp á Grímsfjall og um kvöldið fórum við út úr skálanum með bauk.
Hímdum við þarna upp við skálavegginn og horfðum á jeppaflotann og nýja Cruserinn hans Gulla. Gat ég þá ekki haldið kjafti og segi svona við Gulla. Mikið er þetta nú pí….
…..legur jeppi hjá þér Gulli minn. Ég sá að hann kinkaði kolli og einhvernvegin fann hann sig aldrei á jeppanum. Hann hefur reyndar aldrei fundið sig á jeppum sem hann hefur ekki mixað sjálfur. Jæja nóg að kjaftæði svona á mánudagskveldi.
Pass.
08.01.2007 at 22:44 #574258ég jákvæður hvernig er annað hægt ef maður er kanski að eignast ofurpæjuna allavega nenni ég ekki að horfa á þennan litla 38"patta sem ég á labba frekar útí búð!!!!!! þetta hugarfar kom eftir síðustu ferð með fordunum sem var snilld, og ég get sagt ykkur að v8 soundið í þessum bílum er allt annað heldur en eitthvað kitchenaid hljóðið í þessum japönsku, þess virði að borga meira í olíu
08.01.2007 at 22:53 #574260V8 er langflottast einusinni var verið að grenja yfir hækkandi verði á eldsneyti það er gott að fleyri hafa áttað sig á þvi að það er hægt að eiga fleiri en einn bil og má þá annar alveg eyða 15-50 á hundraðið
08.01.2007 at 22:57 #574262Það þarf ekki 5 tonn til að fá V8 sándið
kv. Kiddi Jeep
08.01.2007 at 22:58 #574264Sæll Ofsi ég var alls ekki að setja út á drifgetu á bílnum hans Einars !! Veit að þessir bílar eru mjög duglegir í snjó svona útbúnir.Annars er ég sammála þér í því að það eru margir svakalega flottir jeppar þarna úti og flott smíðaðir eins og jeppinn hans Fjalla !! Ég hef alltaf snúið mér við og horft á eftir honum og eins fl jeppar sem þú nefnir mjög mjög flottir en annars hafið þið það allir sem best og sjáumst á fjöllum…… sennilega í miðjuferðinni sem verður farinn að ég held helgina 19-21 ???? og þá þerður nú gott að einhverjir mæti á þessum blessuðu Vörubílum sínum
Kveðja Sæmi
08.01.2007 at 23:06 #574266Ég sé að það sem var rosalega augljóst í hausnum á mér kom út sem bölvað rugl á prenti… en það sem ég ætlaði að reyna að segja var að þær gömlu myndir sem maður sér af fyrstu árum klúbbsins (félagsins?) t.d. [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/564:377gghjr]þessar hér[/url:377gghjr] þá eru amerískir nær alsráðandi. Svo fóru allir á japanskt og dísel og svo er þetta að breytast til baka?
(Vona að þetta hafi verið skiljanlegra en Thule er samt góður 😉
08.01.2007 at 23:08 #574268Það er nú búið að leggja okkur vörubílastjóra svo mikið í einelti síðustu misseri að Regnbogabörn sjá sér ekki fært að taka á okkar málum.
Einnig er útilokað orðið fyrir okkur að sækja um vinnu hjá Þrótti og öðrum vörubílastöðvum.Staðreyndin er nú samt að það hefði enginn 38" jeppi getað elt okkur upp á Hveravelli á Föstudagskvöldið, Enginn!!
Ég held einnig þeirri staðreynd framm að aðeins rétt rúm 7% 44" jeppa sem til eru hefðu getað elt okkur. Þar af er Gísli Þór sem er með 6,5 í húddinu í þessum 7%.Góða nótt.
LG
08.01.2007 at 23:30 #574270Jæja.. eru menn nú alveg búnir að missa þig..
Enginn geti elt ykkur…..
Þið hafið greinilega aldrei átt bíla sem hafa drifið neitt að viti.. og ekki nefna patrol á 44" því hann drífur ekki neitt miðað við hmm ég get nefnt bæði wrangler 38 og cherokee 38…..
Það sem þið ofurtrölla eigendur eruð að upplifa loksins núna Árið 2006 og 2007 er að hægt er að ferðast án þess að nota lolo… og jú bílarnir eru farnir að drífa eitthvað. Þetta höfum við litlu léttu á tiltölulega stóru dekkjunum okkar upplifað í mörg mörg ár.
Jú 46" ford drífur væntanlega mikið en því miður á ég eftir að upplifa þá niðurlægingu að 3 til 4 tonna jeppi á 46" drífi meira en 1600 kg bíll með v8 og 38" dekk.Ég segi nú bara
Til hamingju tröllaeigendur með það að loksins geta drifið eitthvað að viti og velkomnir í þann góða hóp að vera á jeppum sem geta ferðast án þess að vera á 1 til 4 kmh.. í lolo….
kv
Gunnar
(jæja látiði metinginn rigna)
08.01.2007 at 23:32 #574272Ég biðst afsökunar Ofsi á að skrifa þennan þráð hér því hann tengist ekki beint spurningu þinni í þessum þræði en ég varð því miður að svara slíkum óskrifnaði sem hér á sér stað.
kv
Gunnar
08.01.2007 at 23:41 #574274Fórum í morgun á jökulinn frá húsafelli.
Færið alveg sæmilega þungt, ferðahraði… lága drif.. og 10 til 20 kmh..
Fullt af snjó á jöklinum og sæmilega þungt færi en mikið kóf var í dag og lítið skyggni.
Bilaði reyndar vacum gaffall í framhásingunni og þarmeð bara með drif á 3 hjólum en upp í 1350 metra fórum við.
Með í för voru
Wrangler yj 39.5 (nylon) minn bíll
Wrangler yj lengdur 39.5 radial
Wrangler unlimited 38
Grand Cherokee 39.5 radial
Patrol 44 með 5.0 lítra mustang vél
Cherokee 38
Cherokee 38
kv
Gunnar
Þetta er copy orðrétt eftir þér Gunnar en þarna eruð þið á sama ferðahraða og Ég og Benni með Fordinn hans Luther vélarvana aftan í okkar jeppum
Segir ýmislegt um drifgetu þessara blessuðu vörubíla en án efa eru þessir bílar mjög öflugir hjá ykkur efast ekki um það.
Kveðja Sæmi
08.01.2007 at 23:43 #574276Hvers vegna fer þessum trukkum hratt fjölgandi?
sv: Þeir bara virka 😉
Grínlaust þá er þetta frekar einföld leið til að ná sér í öflugan bíl til vetrarferða. Ætli kostnaðurinn við svona "ofur-tröll" sé ekki sambærilegur við breytingu á 44" Patta og þá væri maður með grútmáttlausan bíl sem eyðir álíka og er eins og 397 aðrir Pattar á 44". Ekki það að Pattar eru ágætis farartæki og standa sig ansi vel á fjöllum en þá vantar bara afl til að vera virkilega skemmtilegir.(það eru reyndar til ráð við því.. "been there, done that")Hvernig á að bjarga þeim af fjöllum?
sv: Sami trukkur og náði í Pattann upp við Þóristind hefði allt eins getað náð í stórt "ofur-tröll", enginn munur á því.
þessir bílar eru gjarnan með trukka-spil sem eiga jafn auðvelt/erfitt með að ná þeim upp og 9000 lbs spil á Toyotu/Patta, enginn munur á því.
Það er álíka erfit fyrir "ofur-tröll" að draga annað "ofur-tröll" úr festu og fyrir Sukku að draga aðra Sukku úr festu. Enginn munur á því.Hafa trukkarnir neikvæð áhrif á Jeppamenninguna?
sv: Erfitt að segja. Ég held samt að fólk geri lítinn greinarmun á Toyotu Hilux á 44" og Ford á 49", þeir eru báðir svakalegir, og sumir verða sjálfsagt skelkaðir að mæta þessum bílum. Ég held nefnilega að bílar á 44" og stærri dekkjum falli allir í flokkinn "Ofur-tröll" í hugum almennings. Fyrir okkur sem keyrum um á þessum "ofur-tröllum", og viljum standa vörð um sportið okkar, er mikilvægt að vera ekki ógnandi í umferðinni, víkja vel og hegða sér kurteislega. Þannig stendur færri ógn af okkur og minni hætta á neikvæðri umræðu.Varðandi rásfestu og bremsueiginleika eru "ofur-tröllin" betri en margir 38" bílar og því lítið út á það að setja.
Út frá umhverfissjónarmiði er nýlegur dieselbíll miklu betri kostur en eldri dieselbíll eða bensínbíll. Þessir trukkar eru því ekki skelfilegir umhverfissóðar eins og margir halda. T.d gerist það varla að það sjáist svartur reykur úr nýmóðins "ofur-trölli". Auðvitað er "lítið" nýmóðins diesiltröll, t.d. 3L Hilux eða Nissan, enn umhverfisvænna en þessir bílar ráða varla við stærri dekk en 38" nema með talsverðum aðgerðum og því ekki eins spennandi kostur að mínu mati.
Er þetta góð eða slæm þróun?
Þetta er amk. þróun!!! Það eru ekki allir til í að vera "tæknilegir faramenn" og elta rassgatið á næstu belju á undan heldur vilja prófa eitthvað nýtt. Stundum tekst vel til en stundum ekki eins vel.Það eru t.d. 15 ár síðan Snorri Ingimarsson setti fyrsta Pattan á 44" með Lowgír og sýndi það og sannaði að slíkur bíll skítvirkaði þverrt á allar hrakspár. Þetta er hins vegar orðið 15 ára gamalt break-through og ekkert sérstaklega hot lengur.
Það er enn lengra síðan aðrir áræðnir menn (ætli Bjössi í Vögnum & þjónustu hafi ekki verið með fyrstu mönnum?) prófuðu "léttu" leiðina og skelltu litla Cherokee á 38" dekk og sýndu það og sönnuðu að slíkir bílar skítvirka líka eins langt og 38" bílar virka. Þessir menn þóttu óðir að láta sér detta í hug að breyta grindarlausum bíl á svona stór hjól. En þetta er eld gamalt trikk og ekkert sérstaklega hot lengur.
Ég held að menn ættu frekar að taka aðeins ofan fyrir þeim sem þora (og hafa þorað) að feta nýjar slóðir frekar en að finna þeim og þeirra tækjum allt til foráttu. Fyrir 1 ári og 10 dögum vissi ég t.d. ekkert hvort 49" "ofur-tröllið" mitt myndi virka eða væri bara algjört fíaskó og ég bara á leiðinni í golfið. Það kom á daginn að þetta virkar þræl vel, drífur alltaf (amk. hingað til) nokuð vel og stundum alveg helv.. vel og hefur verið bilanafrítt fyrir utan eina turbínuhosu sem var að hrella (lögn var breytt til að koma fyrir loftdælu og ekki nógu vel frá henni gengið í fyrstu, minniháttar mál).
En hvernig er það, er enginn hérna að gæla við að stækka reynslugluggan okkar í hina áttina, þ.e. í léttu áttina. Mér þætti ekki leiðinlegt að sjá svona 1100-1200 kg bíl með 500 hesta LS7 mótor á 38" AT dekkjum svífa frammúr mér á fjöllum með allt 50 cm fjöðrunarsviðið á sjálfstæðu fjöðruninni á hverju hjóli í fullri action……….bara svona hugmynd.
Ps.
Eru ekki til einhverjar gleðipillur fyrir þessa Jeep menn hér að ofan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.