Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ofur tröll
This topic contains 81 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2007 at 10:47 #199312
AnonymousÉg hef svona verið að velta þessum risa trukkastefnu fyrir mér. Nú virðist þessum trukkum fara hratt fjölgandi. Hvers vegna er það. Eru þeir að drífa meira, spyr sá sem ekki veit. Því einhvernvegin hefur það verið þannig að ég hef ekkert lent með þeim í ferðum. Allavega ekki enn sem komið er, en vonandi verður það fljótlega.
Það virðast fylgja þessum þungu trukkum eitt vandamál, það er hvernig skuli staðið að því að bjarga þeim af fjöllum vegna þyngdar. Eru t,d tæki og tól hjálparaðila nægilega öflug t,d eru spil á jeppum almennt nógu stór til þess að spila upp þessi tröll, eru drullutjakkar okkar að ráða við þetta. Og er til nokkur bílkerra sem ræður við þessa trukka. Ég bara sona velti þessu fyrir mér.
Eru það hugsanlega þessir risatrukka sem hafa neikvæð áhrif á jeppamenninguna, þ.a.s að fólk á fólksbílum sé hrætt við þá. Og þar sé kominn skýringin á viðbrögðum umferðarstofu. Eða voru reglugerðarbreytingarnar komnar í smíðar fyrir þessa þróun.
Hvað segja menn er þetta góð eða slæm þróun. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.01.2007 at 13:35 #574158
Eru bara ekki breytingfar á Íslensku veðurfari farnar að kalla á stærri dekk og hærri bíla. Nú er varla hægt að tala um ferðir að vetralagi í snjó nú eru bara endalausar sögur um krapaferðir og þá fá þessir bílar að njóta sín. Svona kafbátar…
07.01.2007 at 13:59 #574160Ég held að menn séu betur geymdir heima hjá sér heldur en í krapaferðum, allaveganna hef ég lítinn áhuga á þeim og get ekki séð hvað er spennandi við að sitja í krapa uppá hné á alltof fína jeppanum..
En varðandi þessa stóru bíla þá hef ég ekki farið í ferð með svona monsteri, en þeir ættu varla að eiga erfitt að með að komast áfram því tjúningar á svona bílum eru mjög léttar, pústkerfi og talva og þeir fara uppí 500 hö.
En ég hef oft vellt því fyrir mér hvernig er að ná svona monsteri upp ef hann festist gróflega..
En ætli viðhaldskostnaður spili ekki mest inní á þessum bílum, einn spíss kostar meira en bíllinn minn og mér skilst að þeir fari gjarnan, 46" dekk, spindlar og allir slithlutir..
En þeir meiga eiga það, þeir eru fullorðins!
07.01.2007 at 13:59 #574162Er nokkuð sammála íngaling, stór dekk og háir bílar eru að virka eins og þetta er orðið í dag. Ég hugsa oft um hvað þetta hefur breyst gríðalega t,d þegar við félagarnir vorum að byrja að ferðast um 1988 þá var svo svakalega mikill snjór að ég man eftir 2 skiptum sem við gistum á á selfossi vegna þess að öll nóttin fór í að komast yfir Hellisheiði á 38" og það eru um 7-8 ár síðan maður gat keyrt hraunið upp á Hveravelli. Þetta er bara hundleiðinleg þróun og virðist bara versna með árunum.
07.01.2007 at 14:13 #574164Það má vissulega velta þessum hlutum fyrir sér í allar áttir…
Nú er ég að aka um á Ford F350 á 49" hjólum og get nú eginlega ekki sagt annað en að öflugri og skemmtilegri bíl hef ég aldrei átt, ekið eða setið í.
Vissulega drífa þeir mikið og ég hef ekki enþá hitt fyrir færi þar sem ég dríf ekki meira en aðrir sem eru með í för. Og oftast hafa verið með mér bílar á 44" eða 46" – En svo verður líka að taka fram að ég er ekki búinn að vera lengi á þessum hjólum þannig að ég er ekki tilbúinn að dæma endanlega um þetta fyrr en eftir mun lengri tíma.
Vandamál við björgun… Það getur vissulega orðið mjög erfitt að bjarga svona bíl ef aðstæður eru þannig. En nú um helgina fengum við að verða vitni að því þegar 44" bílum var bjargað úr mjög erfiðum aðstæðum og mikið skemmdum. En þessir bílar sem þar voru eru ekki svo mikið minni eða léttari en þessir stóru – munurinn er minni en menn halda margir.
Önnur og kannski minna áberandi björgun átti sér einnig stað um helgina og þar var 46" Ford dreginn dauður frá Þursaborg og niður að Jaka í færi sem var mjög þungt fyrir öfluga 44" bíla og nánast ómögulegt fyrir minni bíla. Þar hnýttum við okkur saman tveir 350 Fordar, annar á 46" og hinn á 49" og dróum þann þriðja niður að Jaka. Ferðalagið tók um fimm tíma og var mestan tímann kúludráttur á 46" bílunum.
Það er því alveg ljóst að það er vel hægt að ferðast á þessum bílum, losa úr festum og draga þá bilaða – en það er það sama sem gildir í þessum stærðarflokki eins og öðrum – þú þarft jafnstóra bíla til bjargar. Það getur t.d. orðið erfitt fyrir 38" hilux að draga 44" patta, það vita allir – að sama skapi hefur vélarvana 44" patti ekkert að gera í 4,5 tonna bíla.
Hvað kerrur undir svona bíla varðar þá er að sjálfsögðu ekkert mál að flytja þessa bíla, það þarf bara stærri tæki en áður og því verður að notast við vélavagna eða sambærilegt.
Hvort þessir bílar séu að valda almennum fólksbílaökumönnum ótta – þá held ég að það sé ekki neitt frekar en 44" bílar. Og reyndar er það mitt mat, og hefur verið lengi, að bílar sem aki á 44" DC séu þeir bílar sem vekja mestan ótta og óhug meðal almennra ökumanna. Þessir bílar eru á dekkjum sem eru það vond að þeir eru oftar en ekki út um allan veg og bílstjórarnir ráða oft illa við þá. Ég hef margoft fengið athugasemdir um einmitt þetta að þessir stóru jeppar séu út um allan veg og það sé eins og að spila rússnenska rúllettu að mæta þeim…. Þannig að ég held að það séu frekar stórir jeppar sem rása um allt og hegða sér undarlega sem eru að valda mönnum ótta.
Varðandi reglugerðarbreytingar þá eru þær breytingar sem nú tóku gildi ekki tilkomnar vegna stærri dekkja – og eru sumar þessara breytinga löngu orðanar þó þær séu að taka gildi nú um áramót.
Hitt er svo allt annað mál að ég er þess fullviss að ef við ekki höldum vel á okkar málum og vinnum ekki vel í því að halda illa breyttum bílum, óháð dekkjastærð, af götunum þá endar með því að við fáum yfir okkur boð og bönn sem gætu gengið af okkar sporti dauðu. Það sama á við ef að við göngum í Evrópusambandið, þá er alveg ljóst að okkar ferðamennska mun líða undir lok á skömmum tíma og kafna undan reglugerðaroki frá Brussel.
Benni
07.01.2007 at 15:52 #574166Ég er nú nánast sammála Benna í hans svari en ég verð
bara að tjá mig aðeins um þessa Forda…..
Við höfum nú verið mjög ánægð með þennan bíl okkar
síðan við engum hann og jeppast soldið á honum en
aldrei fyrr en núna í þessari ferð sem Benni er að tala
um þurft að taka neitt á honum og vá vá vá þessir jeppar eru ótrúlega öflugir.Ég var svo oft orðlaus þegar
að við benni vorum að draga Fordinn hans Luther…
Eins og færið var erfitt og að þetta skildi vera hægt og ganga svona vel hjá okkur fannst mér og finnst ótrúlegt.Þvílik
drifgeta og tog vá já og aftur vá með 4,5 tonn aftan í
þvílikt og annað eins !!!! og eins á föstudagsnóttinni á
leðinni yfir langjökul í þessu erfiða færi ekkert mál fyrir
þessa jeppaKveðja hrikalega ánægðir Ford eigendur.
P.s erum að setja inn fullt af myndum :))))
07.01.2007 at 16:11 #574168Smá dæmi.
Ef ég ætlaði að skipta um bíl og fengi mér svona L200 nýjan á 2.960.000 kr fyrir utan breytingu þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað 38 " breyting á hann og aukahlutir kosta,en geri ráð fyrir að það kosti svipað og hjá Toyota.
Nú eða Toyotu á 38" og alveg glænýja,
5 gíra með sömu aukahlutum og eru í mínum bíl,þá væri ég að borga 5.706.228 kr,
ef það engin læsing að aftan,þá er maður kominn í 5,9 mill með ARB.
Nú ef ég gæti valið að fá mér Ford 250-350 á 46" ofur tröll og þessa L200 eða 38"Toyotu fyrir svipaðann pening,þá er það ekki spurning að ég tæki Ofur tröllið.
Kv
JÞ
07.01.2007 at 16:20 #574170eg er einn af þeim sem vill vera á stórum bíl en þetta er fulllangt gengið 4,5 – 5 tonn í ferð það ætti að skilda þessa bila til að vera með brefalúgu og húsnumer ef þeir fara niður og enginn annar svona stór er með í för !!!!!!!!
07.01.2007 at 16:34 #574172ég var einn af þeim sem að var í þessari ferð með þessum 350 fordum og þessum litla 250 hans lúthers (46") sko ég er enn orðlaus eftir þessa ferð ég meina það ORÐLAUS að sitja í þessum bílum á 60 km hraða í 50cm púðursnjó það verða allir orðlausir þetta er eitthvað sem maður hefði aldrei trúað, mig langar ekkert til að horfa á 38" pattann minn aftur þótt ég hefði ekki sólina fyrir honum fyrripart föstudags, en ég ætla að stíga fyrstur manna og viðurkenna að ég er öfundsjúkur útí þessa menn sem eiga þessa bíla og þótt að þeir eru að eyða svona mikilli olíu þá ætla ég ekkert að setja útá það því að ég á patta og mér kemur ekkert við hvað aðrir eru að eyða í olíu á sína bíla. kanski hafa þeir efni á þessu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! en ég ætla að nota tækifærið og þakka fyrir að fá að upplifa þessa ferð með þessu ágæta fólki og vona að við eigum eftir að ferðast meira saman. p.s ætla að fá mér ford 49" þegar ég verð stór
07.01.2007 at 16:41 #574174
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jam þetta er einn stærsti gallinn við þessa bila að það er engin sem dregur svona bil nema annar eins eða stærri……. lenti í því að stoppa tímabundið niðrí þykkvabæjarfjöru og það voru miklar pælingar i hvern maður gæti hringt til að forða ser allavega af sandinum að endingu fékk eg frænda minn a stórum traktor til að koma og get eg sagt ykkur það að traktors druslan ætlaði ekki að hafa þetta með góðu móti enda sandurinn þungur og sandbleyta a köflum….. það segir sig sjalft að það þarf að keyra þessa bila með öðru hugarfari enn gamla hiluxinn maður þarf að hugsa nokkra leiki frammí tímann aður enn maður gerir eitthvað. hvað varðar björgunartæki þá eru til bilar sem ráða við þessa bila td er öflugur unimog á hellu og eitthvað er til af öflugum snjóbílum þannig að ef illa fer þá er alltaf hægt að redda ser þótt það kosti bið… það þyrfti bara að stofna hlunka hóp þar sem hlunkarnir fara saman i ferðir og kynnist svo maður hafi einhvern þjáningabróður að hringja í þegar allt er stopp
kv Mikki.
07.01.2007 at 17:44 #574176Ég hef verið að keyra doldið með 46" Ram og eftir að honum var fullbreytt (með læsingum og réttum hlutföllum) þá er þetta vafalaust einn öflugasti fjallabíll sem ég hef séð. Ég held þó að drifgeta þessara bíla sé að miklu leiti að þakka dekkjunum sem eru undir honum. Þessi MT dekk eru hreint út sagt frábær, vel hringhlótt og virðast henta í öll færi og svo eru þau nátturulega mun hærri en "minni" dekkin. Svo bætir aflið upp restina þegar það á við. Þetta eyðir náttúrulega öllu því eldsneyti sem er sett á hann og það strax en það er náttúrulega bara fylgifiskur þess að aka um á 400 hö tæplega 4 tonna tæki.
kv
AB
07.01.2007 at 18:18 #574178Sko, ég segi bara fyrir mig, ef ég væri orðinn ungur aftur og ætlaði að fá mér bíl í vetrarferðir, þá væri það ekki spurningin að fá sér Fx4 350 á a.m.k. 49" dekkjum, helst 53" sem eru það stærsta sem ég hef séð af nothæfum dekkjum í bílablöðum. Ef einhverjir hafa ráð og möguleika á að eignast svona trukka finnst mér það því bara gott mál og fagnaðarefni. Talandi um að fara niður um ís og basl í krapa, þá hefur það nú lengi fylgt. Flestir við þessir gömlu eigum í minningunum (hvort sem við viljum kannast við eða ekki!) ýmsa svona viðburði. Nefni engan slíkan atburð að sinni, þar koma ansi oft aðrir við sögu og því ekki rétt að gera það án þeirra leyfis.
07.01.2007 at 19:22 #574180Ég sé nú ekki nein svaka vandamál, þó menn séu stórum bílum. Það kostar bara sverari spotta, stærri spil. Svo gerist það ósjálfrátt að þeir sem ferðast mikið saman, eru yfirleitt á svipuðum bílum samanber núna. Sigrún, Hrönn og Valla allar á Ford á 46 og 49 tommum. Svo fáum við hinir á litlu 44" að dingla með í förunum.
Kv. Heiðar sem stefnir á 46"
07.01.2007 at 19:24 #574182Benni skifar:
þú þarft jafnstóra bíla til bjargar. Það getur t.d. orðið erfitt fyrir 38" hilux að draga 44" patta, það vita allir – að sama skapi hefur vélarvana 44" patti ekkert að gera í 4,5 tonna bíla.Ég dró einu sinni Ural 8-10 tonna hlunk með Volvo Lapplander uþb 1500 kg písl úr pikkfestu. Það hafðist
kv JF
07.01.2007 at 19:30 #574184Nú fer að vera spurning hvort 38" dekk sé ekki orðin of lítil í Nýliðarferðarnar :-(… buhubu,
og hvort 31" jepparnir fari ekki í flokk með Subaru og öðrum sídrifs bílum.
07.01.2007 at 19:41 #574186
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Af öllu þessu tröllatali þá er manni farið að langa í svona tröll eða langleiðina í það . Er einhver með svona tröll til sölu eða skifti ?
Kv Hjalti orðinn leiður á litludekkjum
07.01.2007 at 21:31 #574188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Menn skulu ekki vanmeta 2,8 PATROL, þessi Ford var dreginn dauður úr Grímsvötnum niður á skálafellsjökul.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 2256/14822
07.01.2007 at 22:42 #574190Nú eiga þeir sem eru í þessari vörubíladeild flestir það sammerkt að hafa áður át of þungan 38" eða 44" tommu bíl. Draumurinn um að drífa jafn mikið eða meira en hinir rætist svo örugglega með svona 49" ford en það er ekki þar með sagt að þeir lifi hamingjusamir upp frá því. Reyndar er ég hræddur um þegar þeir lenda í að skipta um hjóllegu í svarta byl og vosbúð einhverstaðar í óbyggðum muni þá dreyma um dekk sem hægt er að lyfta á handafli. En af hverju þetta er svona vinsælt skírist held ég aðalega af því að fullvaxin kardýr þurfa alltaf að að sýna mát sinn og megin, íslenska tollalöggjöfin er svo þannig að þarna er ódýr leið til þess sem þræl virkar. Þetta er hinsvegar ekki góð þróun fyrir almenningsálitið og klúbbinn því ég tel að almennt líti menn svo á að sóun orku sé ekki til fyrirmyndar.
Það sem af er vetri er ég búinn að að eyða nálægt 100 þúsund krónum í bensín á fjöllum. Ef ég ætti 3 sinnum stærri bíl með þrisvar sinnum stærri mótor (5 tonn 600 hö) væri ég búinn að eyða 300 þúsund krónum, eða væri ég kannski bara búinn að ferðast 3 sinnum minna ? Þetta er spurning sem þeir sem eru að velta fyrir sér jeppakaupum ættu að spyrja sig frekar en að einblína á hvað mikið af stáli fæst fyrir peninginn í bílnum sjálfum.
Ég hef ekki enn orðið fyrir þeirri hrikalegu smán að svona tröll drífi meira en örjeppinn minn í snjó en jafnvél þó það kunni að gerast í framtíðinni þá á ég bágt með að skilja hvernig það gæti fengið mig til að kaupa vörubíl.
Guðmundur
07.01.2007 at 22:57 #574192þarf ekki að skipta um hjólalegu á 44" þú ert að gefa í skin með eyðsluna á ford að þinn bíll eyði ca 9 lítrum á hundraði miða við eyðslu á ford 49" hvernig bíl ertu á breyttum yaris eða hvað !!!!!!! þetta held ég að flokkist undir öfund eins og kom fram hjá mér að ofan
07.01.2007 at 23:20 #574194Þú heldur þó vonandi ekki að 49" bíll eyði 27 lítrum á hundraðið á fjöllum !
Þótt að menn séu á annarri skoðun en popullinn hérna á spjallinu þá þýðir það nú ekki sjálfkrafa að menn séu öfundsjúkir.
Margir kjósa að vera á minni og léttari bílum með aflmiklum vélum því jú það segir sig sjálft, það er bara mun skemmtilegra að leika sér á þeim en á þessum stóru lurkum. Sem betur fer þá er smekkur manna mismunandi …..
kv
Agnar
07.01.2007 at 23:20 #574196Þó svo að fólk skilji ekki þarfir annara til að eiga stóra bíla þá þarf það ekki alltaf að vera sprottið af öfund. Við lítum á hlutina frá ólíkum hliðum og höfum ólíkar skoðanir á málunum, annars væri ekkert gaman af þessu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.