Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ofur Barbí
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Smári Sigurbjörnsson 22 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.05.2002 at 01:17 #191491
Sælir.
Eftir að ég frétti af Barbí sem væri nánast tilbúinn fyrir „44 þá hef ég varla getað fest svefn. Það er nokkuð ljóst að ég þarf að ná á þeim manni sem á þann bíl. Ef einhver kannast við hann eru ábendingar vel þegnar.
Dollan (LC90) mín er hækkaður um 60mm á body og klippt frekar mikið úr. Hann er á Parnelli Jones sem passa ágætlega undir, sæmilegt pláss. Mér flaug í hug að kannski væri betra að setja hann á ?40 eða ?42 Super Swamper og klippa aðeins meir og hækka 40mm á body til viðbótar. Eitthvað sem þið viljið segja um það?Kveðja
Benedikt
Akureyri -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.05.2002 at 01:52 #460842
Sæll Benedikt.
Bjarki Waage á svona úrklipptan LC 90 2001 módel.
Alls ekki setja þinn á "40 eða "42 dekk, þau eru fín í grjóti en virka ekkert í snjó. Kláraðu dæmið og smelltu dúkkunni í "réttu fötin" og farðu á "44.
Ég er satt að segja rasandi bit að þetta skuli ekki hafa verið framkvæmt ennþá, en kannski verður þú bara sá sem klárar málið… Ef þú skyldir ráðast í þetta mál, er væntanlega aðalhausverkurinn að snikka til kantana þannig að þetta smelli undir.
Ferðakveðja,
BÞV
06.05.2002 at 20:10 #460844Hafið þið ekki smá áhyggjur af drifbúnaði og þá sérstaklega að framan í svona ofurbarbí. Það má heldur ekki gleyma að 44" dekk hafa ákaflega gaman af því að eyða hestöflum og togi ásamt ýmsu öðru þannig að ofurdæmið er ansi fljótt að snúast í venjulegan bíl sem allir 38" bílar þeysa framúr nema í einstaka færi þar sem 44" er nauðsynleg.
38" = áhyggjulaust ævikvöld með blóm í haga og 44" = hestöfl breytast í folöld, budduna þarf að stækka í hagkaupspoka, afruglara þarf að nota til að sjá fram fyrir bílinn og svo koll af kolli.
Kveðja Theodor.
07.05.2002 at 02:06 #460846Sæll Theodor.
Ég hef engar áhyggjur af drifbúnaði Barbie, enda hef ég ekki enn brotið framdrif á þeim 90.000 km. sem ég er búinn að aka svona bílum og er þó ekki að láta pjattið koma niður á ferðahraðanum. Að vísu er ég einu afturdrifi fátækari eftir þennan akstur, en það er líka það eina, utan stýrishosa og bremsuborðar.
Iss, þetta með "ónýtt framdrif" var eitthvað sem ekki var frá eigendum bílanna komið, en vissulega er nauðsynlegt að menn átti sig á því hvernig skynsamlegast er að umgangast þessar elskur…
Þú ert á miklum "skysemisnótum" í skrifum þínum, enda er það margsannað mál að "38 drífur 85% af því sem "44 drífur, a.m.k. á þessum léttari bílum. Það eru hins vegar þessi 15% sem heilla ótrúlega mikið, jafnvel þótt viðhald aukist til mikilla muna með "44 dekkjum.
Það kostar auðvitað sitt að vera flottastur…!!!
Ferðakveðja,
BÞV
07.05.2002 at 13:57 #460848Sælir strákar.
Ég er einhvern veginn á því að "44 sé ekkert sem er sniðugt, það er of mikið vandamál. Hinsvegar er ég ennþá svolítið veikur fyrir Super Swamper og þá er ég að spá í "40/"42 að þessi dekk séu einungis góð í grjóti, hver eru rökin fyrir því? Ef þið skoðið þessi dekk (http://www.intercotire.com/html/super_swamper.htm) þá eru þau ekkert ósvipuð og "Mödderinn" þ.e. munstrið. Þetta með drifbúnaðinn þá held ég að það sé ekkert mál svo framarlega sem bílnum sé beitt rétt. Sé bíllum breytt fyrir "44 þarf örugglega að setja hann á aðrar hásingar á framan og færa þær eitthvað fram að auki. Nei, strákar ef við ætlum að vera skynsamir þá er málið "40/"42. Ég vil gjarnan fá fleiri álit með þessi dekk sem ég vísa á hér að ofan.
Kveðja
Benedikt
07.05.2002 at 14:12 #460850
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eina sem ég hef heyrt er að þau séu umtalsvert þyngri en t.d. Cepekkinn – sem er mikill ókostur – og að þau belgist síður. Ég hef enga reynslu af þeim sjálfur – bíð bara eftir AT405! Kveðja, BV
07.05.2002 at 15:00 #460852Talandi um þessi frægu ArcticTrucks dekk, hefur einhver frétt eitthvað af þeim síðustu mánuði. Vissi að þeir fengu eitthvað fyrir jólin sem þeir voru ekki alveg ánægðir með og bjuggust við að ef næsta kynslóð yrði í lagi myndi þetta verða komið í sölu í sumar ! Einhverjar frekari fréttir ???????? Menn bíða spenntir…..
Kv, Valdi
07.05.2002 at 21:38 #460854You asked for it….:)
40 tomman nánast hvarf eftir að 38 tommu radialinn kom. Ástæða? Veit svo sem ekki, en ég giska á eftirfarandi:
Að breyta fyrir 40 tommuna er svipað og að breyta fyrir 44 tommu.
Dekkin eru diagonal og diagonal dekk einfaldlega drífa minna í flestum aðstæðum en sambærileg radial dekk. Það kemur meira að segja fyrir (þó sumir viðurkenni það aldrei) að 38 tommarar drífa meira en 44 tommarar….Hvað stóra swamperinn varðar þá er það alvöru dekk. Hann er stór og massaður, og bælist því illa, og gróft gripmikið munstrið veldur meiri mótstöðu við akstur en fínmunstraðri dekk.
Ef þú ert á stórum, þungum, aflmiklum, og hægfæra bíl þá eru þetta dekk fyrir þig, annars er betra að vera á fínmunstraðri dekkjum. Vinsældir 44" DC dekksins eru vegna þess að það bælist vel, hefur tiltölulega litla mótstöðu úrhleypt, og grípur nægjanlega við flestar aðstæður. Það er allavega mín skoðun.
Kveðja
Einn á ónýtum 38" svömpum.
07.05.2002 at 23:09 #460856sælir strákar
Ég persónulega hef aldrei séð 44" bíl gera eitthvað sem 38" bíll hefur ekki getað gert. Þar að auki ertu að tapa miklu af aksturseiginleikum bílsins, auka álag mikið á drifbúnað, tapa orku og auka eyðslu. Einnig tel ég fyrir utan allt þetta að 90 cruiserinn sé einfaldlega og léttur fyrir 44" dekk og komi því til með að drífa minna í þungu færi en hann mundi gera á 38".kveðja
Hvati
07.05.2002 at 23:25 #460858BÞV er ekki bara búið að keyra toylettið 89.000 á malbikinu, ekki skrýtið að afturdrif hafi farið .)
P.S. Gleymir þú ekki einhverju, stýrishosa, bremsuborðar og???????????Dráttarbíll á miklubraut
07.05.2002 at 23:39 #460860Sæll Beggi.
Ég hélt að allir hefðu vitað af þessum spindilboltum mínum sem losnuðu (2) þannig að hinir tveir slitnuðu, með þessum líka frábæru afleiðingum. Reyndar tóku þeir Toyota menn þetta alfarið á sig, þar sem ég var nýbúinn að koma með bílinn úr reglulegri skoðun hjá þeim, en þetta boltalos hafði yfirsést.
Þetta var fín ábending Beggi, því rétt er að benda þeim sem eru að aka þessum elskulegu dúkkum á að fylgjast með þessu hjá sér, því ástæðan fyrir þessu er sú að á ákveðnu tímabili voru bílarnir afgreiddir frá verksmiðju með original 8:8 boltum, sem einfaldlega tognuðu í sumum tilvikum við herslu í mál og þá fór þetta að losna með tímanum. Ég veit um tvo aðra sem lent hafa í sama vandamálinu (reyndar missti bara annar hjólið undan).
Mér skilst að verksmiðjan afgreiði þetta núna með sterkari boltum, þannig að vandamálið á að vera úr sögunni, en rétt að benda mönnum á að skoða þetta hver hjá sér og skipta þá út boltunum ef þeir eru með þessa lélegri gerð.
Ferðakveðja,
BÞV
22.05.2002 at 02:32 #460862Gerið nú sjálfum ykkur greiða. Skellið barbíkrúserunum inn í skúr, og skrúfið undam þeim framhjólin. Opnið bjór og fáið ykkur sæti á 38" og virðið fyrir ykkur hjólabúnaðinn að framann. Gefið sérstaklega gaum að því hvað það er í raun sem heldur (yfirleitt) hjólunum undir þessum bílum. Þegar þið eruð búnir með einn bjór þá segði upphátt við sjálfa ykkur… " þetta heldur alveg örugglega 44" dekkjum undir" endurtakið það þar til að þið farið að trúa þessu í einlægni.
Ef þið ætlið að nota upphaflega hjólabúnaðinn þá segi ég bara eins og frændi minn vestra, do you feel lucky, punk!?
Fjalla og ferðakveðjur
bensíndraugurinn.
22.05.2002 at 11:22 #460864
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er sanfærður um að 35" er betri en 40"-42" þau éta óheyrilegt magn af hestöflum en gera ekkert í snjó þú ert ekki að gera neina tilrauna starfsemi þetta eru marg sönnuð vonlaus dekk enda eru vitlaus hlutföll í þeim breidd of mikil á móti hæð hinsvegar eru þetta góð dekk ef menn vilja ferðast einir á fjöllum menn gefast upp á að vera í návst þinni vegna mikillar vinnu
kveðja gunnar frændi
22.05.2002 at 16:53 #460866Ég veit ekki betur en að framhjólin tolli enþá undir 44" breytta 4-runnernum og hafi ekki verið með neitt vesen að ráði. Þó svo að þessi búnaður sé gjörsamlega fatlaður sem torfærufjöðrun þá virðist þetta hanga.
22.05.2002 at 18:00 #460868
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að óli eigi heyður skilin fyrir þessi skrif þetta er eitt besta mail hér inni á spjallin…. Menn verða einfaldlega að átta sig á staðreyndum og af því sem ég hef séð og heyrt um þessa bíla þá er fer hann með rétt mál út í gegn.
PS: hvernig er það, hafa menn heyrt að þessir bílar hafi verið að grindarskekkjast í átökum uppá fjöllum?
22.05.2002 at 18:22 #460870Það kann að vera að þau séu enn undir nefndum four runner á 44 tommu. Aftur á móti hefa þó nokkrir barbí krúserar á dekkjastærð kringum 30 tommur týnt þeim fyrirvaralaus og nokkrir oltið af þeim sökum. Þetta er eitt best varðveitta leyndarmál í íslenskri jeppasögu. Af hverju sem það nú stafar. Væri ekki rétt að tækninefndin skoðaði það mál þannig að það fáist á hreint í eitt skipti fyrir öll.
Gormurinn þrýstir á neðri spyrnuna sem aftur tengist "liðhúsinu" með spindilkúlu. Þessu kúla er í togátaki og gefur sig þegar síst skyldi. Við það stingur bíllinn niður spyrnunni sem virkar eins og plógur og snýr bílnum án þess að nokkuð sé hægt að gera. Ég veit að grunur leikur á þvi að eitt banaslys hafi hlotist af þessu nú þegar. Þetta er þó ekki annað en grunur og ber að túlka með varfærni. Hitt er vitað með vissu að nokkrir barbí hafa stungist út af vegum á suðurlandi eftir að hafa týnt framhjóli.
Nokkrir valinkunnir menn í breytinga bransanaum hreinlega neita að breyta þessum bílum á 38" vegna þess hve hjólabúnaður þeirra er veikur að framan. Reynslan sýnir að þetta er ekki út í loftið hjá þeim, og var t.d ótrúlegt að sjá nýlegan barbí hjóllausann á bílastæði á selfossi eftir að eiandinn reyndið að snúa honum á sléttu bílaplani. þetta var bíll á c.a 30" hjólum.
Ég tel að við jeppakallar höfum sloppið vel frá hrútshorninu á gamla hilux sem gjarnan brotnaði og sem betur fer þegar verið var að manuera á plönum. Það er ekki víst að þreytubrot í hjólabúnaði á barbí fari jafn mjúkum höndum um eigendur og saklausa vegfarendur.
Í öllum bænum setjið hásingar undir þessa bíla ef þið ætlið í 44" dekk, það er lítið gjald fyrir betri bíl.
Better safe than sorryFjalla of ferðakveðjur.
22.05.2002 at 21:06 #460872Einhvernvegin hef ég nú ekki trú á sjálfstæðri fjöðrun og 44" dekkjum yfir höfuð. Meira að segja jafn massífur búnaður og á Hummernum fer allur í kleinu við almennileg dekk. Það er svo mikið af svona allskonar vogaröflum í gangi í þessu sjálfstæða fjöðrunardóti, öflum sem eru ekki til staðar í hásingabílum.
Hvað hrútshornið varðar, þá held ég að ástæðan fyrir því að þau brotnuðu sé hin sama og ástæðan fyrir brotum örmum á Patrolum. Við hækkunina breytist átaksstefnan á arminn og við það minnkar einfaldlega styrkurinn á öllu dótinu.
Á sama hátt og styrkur flatjárns er mis mikill eftir því hvernig á það er ýtt.Ég er á svona hrútshornabíl, og hornið hjá mér er óbrotið enn, eftir 170.000km á stórum dekkjum, enda bíllinn nánast óhækkaður á fjöðrum.
Þar fyrir utan drífur maður náttúrulega miklu betur á rörinu, ekki satt
Kveðja
R2018
23.05.2002 at 11:55 #460874
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þegar kostir og gallar þess að setja LC 90 á 44" eru settir á vogarskálarnar er niðurstaðan sú að ókostir þess eru mun fleiri en kostirnir. Það er því hárrrétt að það ,,kosti sitt" að vera flottastur!
Léttleiki LC 90 og hagstæður jafnvægispunktur gera það að verkum að 38" er hárrétta stærðin fyrir bílinn. Hann drífur vissulega að öllu jöfnu 85% þess sem 44" bíllinn fer, en gleymið heldur ekki að við vissar aðstæður eykst drifgetan nánast í öfugu hlutfalli við stærð dekkjanna, t.a.m. við þær aðstæður sem nú eru t.d. á Eyjafjallajökli. Á ferð þar um daginn kom einmitt í ljós að 44" bíll komst aðeins ,,hægt yfir", 38" örlítið hraðar, en 35" bíll þaut um allt eins og kálfur að vori. Eigandi 44"-bílsins sagði færið glatað fyrir sig.
Það er sjálfsagt rétt að enginn hafi sett LC 90 á 44", og það verður auðvitað forvitnilegt að fylgjast með. Það er búið að setja framhásingu á a.m.k. einn, og mér er sagt (af manni sem hefur prófað hann) að bíllinn sé hundleiðinlegur akstursbíll eftir aðgerðina. Ennfremur er, eins og allir vita, búið að setja Izusu á 44", og hann er víst ekki parskemmtilegur.
Hvað um það, það verður gaman að sjá!
Kv,
BV
23.05.2002 at 12:38 #460876Sælir félagar.
Ég hef alltaf jafn gaman af þessari 44" umræðu þar sem menn eru að öfundast útí þessi 15% tilvika sem 44" bílarnir komast eitthvað.(Ég vil nú meina að það séu ekki nema 10%).
Mín reynsla er nefnilega sú að í 70% er 38" mikið duglegri og 20% hafa 44"bílarnir við 38" bílunum,en svo koma þessi 10% sem 44" virkar.
Þess ber að geta að þegar ég tala um 38" er ég að tala um RADIAL og er ég sannfærður um að ef það kæmu 44" radial dekk þá hefðu þau algjöra yfirburði,en það er víst ekkert væntalegt því miður.
Vegna samanburðar á 4Runner og Landcruiser 90 er rétt að geta þess að þó báðir séu með sjálfstæða fjöðrun er búnaðurinn gjörólíkur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.