Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › ofnamál
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.05.2003 at 10:33 #192568
Nú í gærkvöldi leit ný skálanefnd dagsins ljós, það væri
gaman að vita hvort þeirra forgangsmál væri ekki að laga
aðeins til eftir OFSA fengna útrás gömlu skálanefndar
og koma kabissunni í Setrinu upp aftur.kabisan ætti að vera til ennþá það þarf bara að finna stóra
gáminn og líklega lyklana af honum aftur:)Kveðjur Lúther
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.05.2003 at 13:05 #473150
Ég er fegin að þessi ofn er farinn úr eldhúsinu. Lyktin gat alveg drepið mann stundum á næturnar. Sakna hans ekkert.
Aftur á móti tel ég bráðnauðsynlegt að útbúa gashitara fyrir eldhúsið, þ.e. uppvaskið. Að bera fulla potta af sjóðheitu vatni á milli eldhúss og stóra pottsins frammi er stórhættulegt, ekki síst með börn að leik í kringum mann. Oft hefur legið við stórslysi. Ætti miklu frekar að vera forgangsmál að leita lausna á þessu, áður en að slys verður.
06.05.2003 at 18:49 #473152Þessu er ég samála Lúter.
Eyþór
06.05.2003 at 19:44 #473154Ef þú minn kæri Lúther værir ekki örmagna á sál og líkama eftir að reyna að vera á fjöllum á Togíogítu í vetur og hefðir mætt á aðalfund í gær værir þú ekki að væla um einhverja ílla þefjandi kabissu sem hvarf svo OFSAlega í vetur að menn grétu úr sér augun og breyttu hálendinu í einn krapa pitt í öllu táraflóðinu.
Við vorum nokkrir komnir á þvílíkt flug í gær að við viljum fara að bora eftir heitu vatna við Setrið svo það verði alltaf heitt í skálanum og við getum farið í heitan pott eins og siðaðir menn og þá þarft þú ekki að leita að gáminum eða lyklinum, en fráfarndi skálanefnd er trúlega búin að selja bæði gáminn og kabissuna og stinga öllu í vasan sjálfir enda eru þetta rottulegir gaurar með siðferði eins og meðal stjórnmálamaður í framboði.
Hlynur
06.05.2003 at 22:41 #473156Kuldaskræfur.
Ég er hjartanlega samála þér Lúter þetta var nú ljóti gjörningurinn, ég held að þetta hafi skeð þannig að einhve impraði á þvi að ofnin færi illa þarna á eldhús gólfinu og sokkarnir væru götóttir og ógeðslegir sem héngu í kringum vélina, og áður en við vissum af réðumst við á vélardraslið með þvílíkum OFSA, og áður en við vissum af var vélinn á leið upp í sumarbústað til Kalla.
Síðan erum við búnir að naga okkur í handabökinn upp að olboga venga mórals yfir bullinu í okkur. Dauð skelkaðir um það að einhverjir munu frjósa í hel í skálanum, svo rammt kvað að skelfingu þessari að við ákváðum í skyndi í vetur að fara og bjarga skemmtinefndinni en hún var einmitt stödd í klakahöllini.Fengum við til fulltingis við okkur vatna og björgunarsveitarmannin Hlyn snæland á Ló Ló Patroll og fleiri mjög vaska sveina, sýnir þetta hvílík umhyggju við berum fyrir okkar nánustu. þegar við lítum til baka, og rifjum upp þá stund er við björguðum skemtinefndinni er ekki laust við að sumir okkar felli tá yfir hetjuskap okkar og bróðurkærkeika. En ekki er laust við að okkur sárni þegar maður einsog þú Brútus-Lúter kemur upp um okkur með ofninn. Við sem komum að þér snöktandi bak við setuna og komum þér til byggða.Fyrir hönd fyrrum skálanefndar og einka björgunarsveitar skálanefndar Jón OFSI Snæland
PS Hvenær fáum við björgunarlaunin.
06.05.2003 at 22:57 #473158Jæja Lúther.
Þar fékkstu það óþvegið frá aðstoðaryfir-rottunni…
Varstu virkilega ennþá grenjandi þegar þeir komu í Setrið þarna í vetur til að sækja þig?
Annars er það rétt sem Hlynur segir, ef svo fer fram sem útlit er fyrir að stjórnin skili næstu ár jafn góðu búi og núna, þá verðum við búnir að láta sækja þarna heitt vatn á 1000 metrana áður en þú veist af… Reyndar þurfum við að splæsa svolítið meira í VHF kerfið áður, við getum ekki hætt uppbyggingunni þar fyrr en eik verður endanlega sannfærður og kominn með stöð…
Með kuldakveðju,
BÞV
07.05.2003 at 09:33 #473160Í heiðarkofum skal vera heitt
borum eftir vatni
það þíðir ekki neitt
að vonast til með kabisu að það batni.Það er von mín að ný og skemmtilegri skálanefnd (sem borðar minna og vinnur meira ;))komi heitu vatni í setrið þó það væri ekki nema til að fylla einn heitan pott fyrir utan kofann. Hvernig er með að skoða túpu mál, mig minnir að hundruðir húsa á íslandi hafi verið kynnt með slíkum búnaði í mörg ár.En annars er þetta mál með að bera vatnið á milli staða bara til þess að það verður einhver fyrir og vona ég svo sannarlega að það verði ekki lítið barn sem stóra personan sá ekki vera fyrir.
07.05.2003 at 11:54 #473162Jæja jæja strákar!!
Mér finnst alveg frábært að Jón Snæland og hans félagar skuli ennþá kalla sig björgunarsveitarmenn, og aðrar eins
tilfæringar til að redda sér ókeypis þorramat og bjór hafa
bara aldrei sést.Enn eins og þú veist líklega best sjálfur Hlynur geta ekki
allir verið í björgunarsveitum, það á bara ekki við alla.
til þess þurfa menn að vera í afar góðu líkamlegu formi og
með að alla vega meðal greindarvísitölu.Nei Björn Þorri ég var ekki háskælandi þegar fyrrum skálanefnd kom að mér í Setrinu í vetur, enda amaði nákvæmlega ekkert að, var löngu komin í skála og var þar í fínu yfirlæti, þetta voru bara tár sem komu í kjölfar hláturskrampa þegar Jón birtist í hurðargættinni í Setrinu
með sígarrettur i sitthvoru munnvikinu, frosnum gallabuxum
og grét út úr okkur tvo súrsaða Hrútspunga og einn öl.
og þverneitaði að aka til baka í þessu ofsa veðri.Þá hefði nú verið gott að setjast við hliðina á heitum ofninum.
kv Lúther
07.05.2003 at 12:42 #473164Ekki veit ég ástæður þess að ofsafengnir samferðamenn mínir skruppu í setrið þennan dag, en ég fór bara með til að stelast í skemmdan mat og sötra einn afréttara. Og hafði bara asskoti gaman af.
Ekki man ég nú eftir miklum grátstöfum á svæðinu, þó getur nú verið að einn og einn dropi hafi lekið niður þegar grílukertin á augnbrúnunum tóku upp á því að bráðna, enda var vel kynt í kofanum.
En það að halda því fram að Hlynur hljóti að vera í góðu líkamlegu formi þar sem hann er björgunarsveitarmaður, finnst mér alveg stórkostlega drep fyndið……
kv.
Rúnar.
07.05.2003 at 13:05 #473166Sælir strákar.
Ég á nú ekki til orð.
Þið vitið trúlega mína afstöðu til ofnamálsins því það var ég sem byrjaði að "væla um einhverja ílla þefjandi kabissu sem hvarf svo OFSAlega í vetur að menn grétu úr sér augun og breyttu hálendinu í einn krapa pitt í öllu táraflóðinu".
þá virtist sem enginn annar en ég og félagi Eyþór hefðum skoðun á þessu máli. En nú þegar þessir menn eru hættir störfum í skálanefnd byrjið þið á skítkastinu. Því gerðuð þið það ekki á meðan þeir voru enni við störf?
Er nokkuð mögulegt að hugrekkið sé ekki nægt til að tala illa um menn fyrr en þeir eru horfnir á braut og hættir störfum?
Emil Borg
07.05.2003 at 16:33 #473168
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nokkuð ljóst að það skilar litlu að gráta það sem síðasta skálanefnd gerði, gott eða slæmt. Ég held að þessir kappar hafi skilað góðu búi og ósérhlífni einkennt þeirra störf. Tek ofan fyrir þeirra framlagi til félagsins. Hvort þetta tiltekna framtak að fjarlægja ofninn hafi verið skynsamleg ákvörðun eða fljótfærni er bara ekkert issue lengur, ég hef ekki einu sinni fyrir því að mynda mér skoðun á því. Má vel vera að hann hafi verið orðinn illa lyktandi og ógeðslegur.
Þetta með ofn í staðin fyrir gömlu kabissuna er svo bara spurning um verkefni fyrir arftakana og ágætt að spá í það. Rök Soffíu og Begga finnst mér nokkuð sterk, þ.e. að það sé slysahætta af því að vera að flækjast þarna herbergja á milli og upp þrepin með fullan pott af sjóðandi vatni. Alltaf betra að byrgja barinn áður en barnið er dottið í það. Einhverjir töluðu líka um mikinn kulda í skálanum í vetur, en ég varð nú reyndar ekki sérstaklega var við það í mínum ferðum þarna.
Kv – Skúli H.
07.05.2003 at 18:35 #473170
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vel mælt Skúli og ég gæti ekki verið meira sammála þér.
Hlynur bryddaði upp á borholumáli á öðrum þræði hér á spjallinu, mál sem er svo sem ekki nýtt en áhugavert engu að síður. Ég hef heyrt að það sé tilgangslaust að bora eftir heitu vatni við Setrið því þar sé ekkert heitt vatn að finna. Ef maður skoðar nágrenni Setursins þá eru Kerlingafjöllinn vestanmegin og þar rýkur upp úr jörðinni víða. Fyrir norðan skálann liggur Hofsjökull á gamalli eldstöð og það ekki af minni gerðinni, austanmegin er Nauthaginn og þar undir heilmikið háhitasvæði sem gæti knúið nokkrar Nesjavallavirkjanir. Leikmaður eins og ég veit það að borað hefur verið eftir heitu vatni með árangri á vonlitlum stöðum. Við þetta bætist síðan að, að skálanum stendur jeppa og ferðafólk og það kemur nú stundum fyrir hjá þannig fólki að torfæra verður fyrst áhugaverð þegar búið er að dæma hana gjörsamlega ófæra.
Mér finnst allavega óhætt að velta þessu fyrir sér.ÓE
07.05.2003 at 20:46 #473172Þetta er áhugavert hjá ykkur Óskar,Hlynur og Skúli og fleiri. Það virðist sem við séum mitt á milli þessara hitasvæða og er loftlínan 11 km í Ólafsfell og svipað í Kerlingafjöll er líkurnar þá okkur ekki svolítið hlíðhollar að hjá okkur gæti verið heitt vatn. En hver gæti kostnaðurinn verið er ekki rétt að klúbburinn kanni þetta mál betur eða hefur það kannski verið gert áður, ef svo er væri fróðlegt að rifja upp þær niðurstöður. Svo eru jú til 8 millur í buddunni það er bara spurninginn hvort menn munu vilja fórna stórum hluta þess í þetta verkefni.
Eða kannski klúbburinn taki skála í fóstur og eyði einhverjum peningum í það. Hefðu félagar 4×4 td áhuga á því að kanna hvort við gætum tekið að okkur Hvanngiljahöll en sá skáli er rétt norðan við Búðarháls. en hann þarf að hressa upp á. Skálinn er í eigu Ásahrepps og Rangárþings Ytra. Eftir að Tungnaá var brúuð er aðgengið að skálanum betra. Dagsferðir þaðan gefa ýmsa möguleika til akstur vítt og breytt um sunnanverðan Sprengisand.
Einnig eru skálar einsog Áfangaflá-Illugaver-Versali eða hvað með skálana norðan við Hágöngulón þegar ransóknarliðið hverfur á braut.Jón Snæland.
08.05.2003 at 12:30 #473174Sælir
Er ekki bara að rétt að kanna áhuga félagsmanna til þessara mála, jafnvel með einhverskonar kosningu.
En í röðum 4×4 klúbbsins hljóta að vera menn sem þekkja til
þessara verkefna, hvað til dæmis með Jöklarannsóknar félagið
gætu þeir ekki miðlað að sinni þekkingu hvað viðkemur að bora?kv Lúther
08.05.2003 at 15:59 #473176Mikið er maður spenntur fyrir að sjá og heyra hvort jarðhitaleit skilar einhverju þarna. Það er til fyrirtæki sem mig minnir að heiti Alvarr, man ekki í svipinn hvað verkfræðingurinn heitir sem stendur fyrir því. Hann hefur nú mikla reynslu í borunum eftir bæði heitu og köldu vatni og er með ólíkindum hittinn á vatnsæðar, bæði heitar og kaldar. Hann hefur náð árangri á stöðum og svæðum, sem Orkustofnun hefur talið fyrirfram vonlaus. Hvernig væri að spjalla um þettaa við þennan mann. Ég sé í símasrkánni að fyrirtækið er með lögheimili úti á Seltjarnarnesi. Þeim sem standa að Ingólfsskála (Ferðafélagg Skagf.) hafa verið að spjalla um að fá hann til að kíkja þangað uppeftir og spá í jarðlögin, veit ekki á þessari stundu í hvaða stöðu það mál er. En hvorttveggja er á Hofs/Arnarfellsjökulssvæðinu.
Býsna fróðlegt allt saman.
kv.
08.05.2003 at 21:50 #473178Við vorum að spjalla saman við Óskar Halldórsson (sem allir 4×4 félagar þekkja) og við höldum að þessi verkfræðingur sem ég var að rugla um fyrr í dag heiti Friðfinnur Daníelsson.
kv.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.