This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Gaman væri ef menn settu inn smá ferðasögur í kringum ófarir og bilanir sumarsins til að sjá hversu bilanagjarnir þessir bílar okkar eru eins hvort menn eru að lenda í miklum óförum að sumri til.
Ég lenti í smá hremmingum þegar ég var að koma ofan úr Lakagígum í sumar að annað afturhjólið með öxli yfirgaf mig með tilheyrandi látum og skemmdum. Það er alltaf spurning þegar skroppið er til fjalla hve mikið af varahlutum á að taka með sér en í þetta sinn var ég sem betur fer með legu og pakkdósir með því það fór allt í hakk. Eins hélt ég að öxulendinn væri ónýtur, en þá voru rillurnar fullar af svarfi innan úr hásingunni sem hann skóf upp þegar hann var að ganga út.
Allt hafðist saman aftur og með bremsur á þremur því borðarnir voru ónýtir og tíndir gormar.
Kveðja BjarniÉg kem þessari fj…. mynd ekki inn
You must be logged in to reply to this topic.