FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ófarir sumarsins

by Bjarni Kristinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Ófarir sumarsins

This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson 18 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 31.08.2006 at 21:50 #198473
    Profile photo of Bjarni Kristinsson
    Bjarni Kristinsson
    Participant

    Gaman væri ef menn settu inn smá ferðasögur í kringum ófarir og bilanir sumarsins til að sjá hversu bilanagjarnir þessir bílar okkar eru eins hvort menn eru að lenda í miklum óförum að sumri til.

    Ég lenti í smá hremmingum þegar ég var að koma ofan úr Lakagígum í sumar að annað afturhjólið með öxli yfirgaf mig með tilheyrandi látum og skemmdum. Það er alltaf spurning þegar skroppið er til fjalla hve mikið af varahlutum á að taka með sér en í þetta sinn var ég sem betur fer með legu og pakkdósir með því það fór allt í hakk. Eins hélt ég að öxulendinn væri ónýtur, en þá voru rillurnar fullar af svarfi innan úr hásingunni sem hann skóf upp þegar hann var að ganga út.

    Allt hafðist saman aftur og með bremsur á þremur því borðarnir voru ónýtir og tíndir gormar.
    Kveðja Bjarni

    Ég kem þessari fj…. mynd ekki inn

  • Creator
    Topic
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)
  • Author
    Replies
  • 31.08.2006 at 22:08 #559084
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég lenti nú eiginlega varla í neinu þetta sumarið.

    Smá bilun í Ford kom upp þegar ég var á leið upp Holtavörðuheiðina (á leið heim frá Dæli) og ætlaði að nota öll hestöflin til að koma Ford og fellihýsinu upp ( samtals 6 tonn).

    Ég gaf dálítið hraustega í og allt fór af stað en svo heyrðist bara hár hvellur og aflið datt niður um a.m.k. eina Patrol vél…. Þá sprakk intercoolerrör með þessum skemmtilegu afleiðingum… en ég gat svo sem druslast í bæinn á þessum hestum sem eftir voru ( á að giska 300 :-))

    En þetta er nú svo sem allt…. Og núna eru plaströrin á leið úr bílnum og járn að koma í staðinn…

    En ég ætla að segja ykkur smá frá óförum félaga míns…. sko… Þegar við fórum í Setrið… Nei annars ég hef ekki tíma núna…. :)

    Benni





    31.08.2006 at 22:09 #559086
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Einu ófarir mínar á þessu fyrsta jeppasumrinu mínu voru um Verslunarmannahelgina. Þá byrjaði ég að heyra eitthvert skrítið aukahljóð við Illugaver (Helv.. Rottubæli!) og ágerðist það svo eftir sem áleið Gæsavatnaleið og á Urðarhálsinum þá datt bremsan alveg niður í gólf. Næsta tækifæri til að stoppa var svo við Langadrag (held ég… ekki alveg með augað á kortinu þegar maður er bremsulaus…) og þá hafði kjálkinn fyrir bremsuna losnað, rifið lögnina, skemmt diskinn og tætt hlífina sem er yfir bremsunni í burtu.
    [img:cpbheqpa]http://www.trigger.is/gallery2/d/34061-2/IMG_9146.jpg[/img:cpbheqpa]
    Með leka bremsulögn og þrjár bremsur komst maður samt til byggða með góðra karla og kvennahjálp. En ferðin var góð, skemmtileg, fróðleg og lærdómsrík!





    01.09.2006 at 03:14 #559088
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Er nú svo með félaga mína 2 hvur öðrum betri,,eða þannig sko" annar þeirra er bara landsfrægur innan 4×4 fyrir að kunna allar festur sem eru skráðar í bókina og slatta af fleirrum, hinn kemst alltaf alla leið Þótt hægt fari,en finnst á tali við Breytir á mánudagsmorgna eftir flestar ferðir,hvor öðrum jafnari,eða þannig séð.
    Annar leggur það í vana sinn að hrella saklausa sofandi túrista í rútum,og hinn að hverfa af kortinu svo að hinn fái ástæðu til að leita.
    Hvor er meiri hrakfallabálkur er erfitt að segja en hvurgini þeirra vildi ég án vera.og jafnvel til búinn að kaupa upp allann lager af sjalfskiptivökva í 50km radíus,eður leigja gröfu til að moka hinn fríann úr klaka og vatni.
    En hvoru tvegja munu hafa lent í slikum aðstæðum til fjalla.
    Kv Klakinn





    01.09.2006 at 11:16 #559090
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Ég ek um á gömlu Landcruiser og hann hefur bara hreinlega ekki slegið feilpúst síðustu mánuði. Þannig að ég verð bara að lýsa ánægju minni með þessa bíla.

    Kveðja, Theodór.





    01.09.2006 at 11:27 #559092
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Hrikalega er Crusi fallega speedway blue.
    svona á að gera þetta. Nú týnirðu varla bílnum.





    01.09.2006 at 12:56 #559094
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Nei, hann er ekki kominn út úr skúrnum. Það er líklega ástæðan fyrir að hann hefur ekki bilað hjá mér. Þar stendur hann vélarlaus og bíður átekta um framhaldið. Rífandi gangur í þessu.

    Planið er að keyra hann á þorrablótið 2007 hjá 4×4.

    Kveðja, Theodor





    01.09.2006 at 14:21 #559096
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Sælir ég hef verið nokkuð góður í sumar fyrir utan rafgeymir sem er ónýtur og fylltist af spanskgrænu og tvo sprungna afturdempara Þórsmörk.

    Kv Davíð Karl





    01.09.2006 at 14:29 #559098
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    ég varð fyrir því óláni að fara á gæsaveiðar um þarsíðustu helgi og fékk ekki eina einustu gæs. en því verður nú kippt í liðin.
    gæsaveiðimannakveðjur
    siggias74





    01.09.2006 at 17:29 #559100
    Profile photo of Jakob K Hólm
    Jakob K Hólm
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 144

    Ég lenti bara í því skemmtilega atviki að þegar ég var að koma frá flúðum og var svona 500 metrum frá húsinu minu(rvk) þá fór hjólalega.

    Mynd hér: http://myndir.ekkert.is/d/334815-2/jimny.jpg





    02.09.2006 at 02:01 #559102
    Profile photo of Gísli Ófeigsson
    Gísli Ófeigsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 156

    milli Hrauneyja og Versala þá misstii ég 1 stk 14 mm bolta sem heldur bremsudælunni, en þar sem þeir eru 2 og annar hélt, þá varð þetta ekki til vandræða og ég kláraði dæmið " Versalir-Dreki-Laugafell-Varmahlíð"dæmið í Klakatúrnum.

    Í sömu ferð missti anar bíll (LC90) báða festibolta fyrir bremsudælu að aftan neyddist til að fara niður til mannabyggða með bremsur á 3.

    Ég hef lent í þessu áður, á Kjalvegi, en nú er ég viðbúinn. Er með 6 stk í skottinu.





    02.09.2006 at 09:12 #559104
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ég fór í ferð með Útivist í sumar. Þar sem við vorum að aka upp með Suðurá. Þá tapa ég dempara boltanum vinstra megin að aftan ( skrítið alltaf sömu megin ) Var því stoppað og fékk ég bolta úr Landrover safninu hans Skúla. Segi ég við Skúla, svona í gríni, þegar við leggjum af stað. Skúli villt þú ekki vera fyrir aftan mig, ef eitthvað skildi hrynja úr Slóðrík. Skúli tók þessu af fullri alvöru. Og lögðum við af stað og Skúli í gírkassanum hjá mér. Ekki höfðum við ekið lengi, þegar Skúli lætur vit að hann hafi fundið bolta og gúmmí í hjólförunum. Ég stoppa því og vildi skoða dótið. Og viti menn. Þarna var bolti og gúmmí úr boddífestingu hjá mér. Var boltanum og gúmmíinu hent inn í bíl og haldið áfram. Skömmu seinna stein dó Slóðríkur. Og við fyrstu ágiskun var það hald mitt að um olíuleysi væri að ræða og var því hellt á Slóðrík 20 l. Ekki vildi þó klárinn fara í gang. Og var því farið að spá og spögulera og spöguleruðumst við fram til þess að ádrepararelýið hefði framið sjálfsmorð. Og var því hafist handa að tengja framhjá því. Og síðan var startað og startað og sogið upp dísel og sían fyllt af olíu og ég veit ekki hvað og hvað.
    En allt kom fyrir ekki, Slóðríkur neitaði að vakna. Eftir um 2 klukkutíma var loks ákveðið að dæla lofti í tankinn og blása fram eldsneytinu og hreinlega blása nýju lífi með þeim hætti í Slóðrík. Fór nú eitthvað að gerast og tók hjartað loks kipp með freti og reyk. Síðan varð að lofta spíssana oftar en nokkur gat talið. Eftir 3 klukkustundar bras, ákvað Slóðríkur þó að vaka úr dáinu. Og fylgdi því mikill reykur. Sem þó jafnaði sig fljótt. Eftir all ýtarlega greiningu jeppaóhappanefndar var eigandi ökutækisins víttur fyrir það að hafa vanhelgað Toyota með því, að nota dempara bolta úr Landrover boltasafni. Hafa verið með relý úr Bílanaust, og boddýfestingu, að öllum líkindum úr Patrol, enda gaf hún sig.





    03.09.2006 at 13:42 #559106
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Þess má til gamans geta að ég fór syðri fjallabak í gær og endaði á Sólheimasandi og neyddist ég til að skilja bílinn eftir með brotið drif og eitthvað í gírkassa við sumarbústað vinafólks þar hjá svo næsta helgi verður víst viðgerðarútilega þar sem ég get ekki keyrt bílinn í bæinn og ekki dregið hann.

    Viðgerðarkveðja Davíð Karl





    04.09.2006 at 00:47 #559108
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Fyrst þegar ég sá þráðinn hugsaði ég með mér "Hah! Sumarið hefur gengið snuðrulaust hjá mér"
    Svo stóð ég fyrir utan bílinn áðan og fór að rifja upp… Ein kúplingsdæla, rúðuupphalari og áframhaldandi gírkassavesen. Það var nú öll ósköpin… Ég held að það ættu fleiri að skipta yfir í gamla krúser, fyrst hann þolir böðulsháttinn í mér :-)





    04.09.2006 at 09:27 #559110
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    en maður sleppur nú samt aldrei alveg. Í byrjun sumars fór rúðuupphalarinn bílstjórameginn og þurfti ég að fara í Landgræðsluferðina með hálfopna rúðu, annsi hvimleitt. Síðan var geymirinn að gefa upp öndina á sumarhátíðinni, enda orðinn 7 ára gamall, en dó þó ekki fyrr en komið var í bæinn. Eftir því sem leið á sumarið fór bíllinn að titra meira og meira í stýri á hægri ferð en skánar þegar eðlilegum keyrsluhraða er náð. Þeir settu ekkert út á þetta í skoðun og er ég búinn að herða upp á legum, renna bremsudiska og setja nýja klossa að framan, svissa á framm og afturdekkjum og er allt við það sama. Veit ekki hvað gæti verið að, en ætla að láta hjólastilla og ballansera dekkin upp á nýtt.

    Bkv. Magnús G.





  • Author
    Replies
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.