This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
ég átti kvöldstund í Kerlingarfjöllum og rétti þar við annan mann skiltið okkar góða sem vísar veginn í Setrið. Ekki það að það væri ekki nægilega vel staurssett, heldur var rörið kengbogið og hálf niðurlútt.
Kíkti ég líka á skurðinn góða sem endrum og eins hefur verið farartálmi. Hafði hann heldur betur gert sig heimakominn og grafist upp í brekkuna fyrir ofan, og þ.a.l. voru bílstjórar farnir að velja aðrar leiðir niður fyrir skurðinn. Fluttum við til stikur þarna og lokuðum gömlu slóðinni. Hafði þarna líka verið keyrt yfir blautan mýrarfláka, og lokuðum við þeirri slóð líka.
Skárstu leiðina stikuðum við og held ég að hún fylgi eldri slóð, -svona til að friða ofstækismenn. Þar er samt sem áður um 2ja bíllengda bleytusvæði sem henda þyrfti möl eða flugvélabrettum eða einhverju í. Það er traktorsgrafa staðsett upp í Kerlingafjöllum ef stjórnin vill reyna að gera eitthvað í málinu, -okkur til sóma.
Ingi
You must be logged in to reply to this topic.