Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Óeðlileg brennsla smurolíu
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.08.2003 at 21:08 #192802
AnonymousGóða kvöldið spekingar!! Ég var að velta fyrir mér hvað getur verið að þegar vélin brennir smurolíunni. Ég hef þurft að bæta ca.1 líter á 5000km. fresti. Er þetta eitthvað Heddpakninga mál eða er þetta kannski bara eðlilegt?
KV.Gvendur BJónss.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.08.2003 at 22:07 #475668
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef þurft að gera þetta á mínum bíl líka og var sagt að þetta væri eðlilegt, og bílar sem brenna ekki olíu smyrji sig ekki nógu vel,en hef ekki vit á því sjálfur. Ég er búinn að keyra minn um 100.000 km og þurft að bæta svona á hann og allt í góðu lagi.
17.08.2003 at 22:33 #475670Í eigandahandbók á pusjú stendur að ef hann fer að brenna meira en 1 ltr á hverja 1000km þá skuli fara að ath málið annað á að vera í lagi.
Þú getur líka prófað mismunandi tegundir að olíum það getur verið munur á hversu hratt hann brennir.
Einnig ef þú hefur verið að nota millitec eða eitthvað sambærilegt þá getur hann fyrst á eftir byrjað að brenna en lagast svo með tímanum.
Mér persónulega finnst þetta eðlilegur bruni og að þú eigir ekki að hafa áhyggjur af þessu.Kveðja Siggi
18.08.2003 at 19:10 #475672
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er þá alveg sama hvort um er að ræða Bensínvél eða Disel?
18.08.2003 at 21:14 #475674Smurolíubrennsla um 1 líter á 5000 km er ekkert óeðlileg
og og gerir vélinni aðeins gott. Það getur verið verulegur
munur á brennslu eftir olíugerðum.
Birgir Ing.
22.08.2003 at 11:30 #475676
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég nota smurolíu sem ætluð er díselvélum á bílinn minn, sem er með 4,2 lítra bensínvél. Hann brennir svo gott sem ekki neinni olíu. hann gerði d´lítið af því áður fyrr, en snarhætti því þegar ég prófaði þetta. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað olían heitir, en það var bara eitthvað frá Shell.
Kveðja Andri.
22.08.2003 at 23:15 #475678Ég spjallaði eitt sinn við olíuspesíalista og hann talaði einmitt um það sem talað er um hér að framan að ekki allar olíur brenni jafn mikið, og talaði hann um að tölustafirnir á brúsunum t.d. 15w – 40w þýddu hversu mikið af hvarfgjörnum efnum væru í olíunni semsagt að 5- 40 olía hefði minna af hvarfgjörnum efnum en 15 – 40 olía og þessvegna mundi 15 – 40 olían brenna mun meira og eiginleikar hennar breytast mun meira heldur en hin olían (5 – 40 ) … einnig að hita og kuldabreytingar hefðu meiri áhrif á 15 – 40 olíu… spurning fyrir þig að prófa að setja betri olíu á bílinn og þá kannski minnkar hann brennsluna??? bara hugmynd…
kveðja Axel Sig…
23.08.2003 at 00:11 #475680Sælir
10 – 40w , 15 – 40w
þetta eru seigju / þykktar merkingar, tvær tölur þyðir að þetta er fjölþykktar olía t.d. 15-40w er að olían er þynnst 15 en þykkust 40, fer eftir hitastigi minnir mig.
Oft brenna vélar aðeins minna á þykkari olíu.
1 líter á hverja 5000 km finnst mér nú ekki mikið.
Í notenda handbókum bíla eru oft töflur sem sýna hvaða olíu er best að nota miðað við umhverfis hitastig.
Maður getur notað þykkari olíu í hærri hita.Persónulega nota ég alltaf ódýrustu olína sem ég fæ (í réttri þykkt að sjálfsögðu) og skipti frekar oftar um.
Kveðja O.Ö.
25.08.2003 at 09:49 #475682
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þó það þurfi ekki að vera beint samhengi milli verðs og gæða á olíu, þá getur verið varasamt að taka bara ódýrustu olíuna úr hillunni. Sérstaklega á það við um bíla sem eru notaðir í fjallaferðir að vetri til. Í t.d. góðum gaddi upp á Grímsfjalli hafa menn lent í því að margar venjulegar olíur hreinlega renna ekki. Síðan er sett í gang og smurkerfið nær smurningunni ekki í gang fyrr en vélin er farin að hita olíuna, sem getur verið of seint. Þess vegna hef ég alltaf splæst í synteníska olíu (t.d. Mobil1 0-40) yfir háveturinn, þó svo þetta sé rádýr andsk…, þær þola frostið mun betur. Það getur verið dýrt að spara.
Skúli H.
25.08.2003 at 13:57 #475684Sælir félagar
Ég geri eins og SkúliH og það svín virkar.
Og bílinn hjá mér hefur verið þýður í gang í 28° frosti. Og ekki til vandræða.En hafið velt fyrir ykkur hvort limited slip 90W olían sem er á tregðulæsingunum sé nálægt því að geta runnið. Því hún vart rennur við 5°.
Kveðja Fastur
03.09.2003 at 14:17 #475686Sælir
Ég rakst á skilgreiningu á seigju fyrir mótor og gírolíur á olísvefnum, http://www.olis.is/ , læt það hér til fróðleiks.
Kveðja O.Ö.SAE kerfið
Kerfi þetta er eingöngu notað til flokkunar á mótor- og gírolíum eftir seigju þeirra við ákveðin hitastig. Olíur með mismunandi seigju við sama hitastig fá ákveðna SAE tölu sem gefur til kynna seigjusvið olíunnar. Nú eru notaðar 10 tölur fyrir mótorolíur, en 6 fyrir gírolíur.
Mótor- og gírolíur merktar með ?W" á eftir SAE tölu tákna að olían er vetrarolía (W=winter).
Mótorolíur: 0W, 5W, 10W, 15W, 20W, 25W, 20, 30, 40, 50.
Gírolíur: 75W, 80W, 85W, 90, 140, og 250.
Lægri SAE tala, þynnri olía; hærri SAE tala, þykkari olía. Olía með bókstafinn ?W" gefur til kynna að seigja olíunnar er mæld við -18°C en olía án bókstafs er seigja olíunnar mæld við 100°C. Þetta þýðir að fjölþykktarolía SAE 10W/30 hefur seigjuna við -18°C sem liggur á SAE 10W sviðinu en seigjan við 100°C liggur á SAE 30 sviðinu.SAE 10W/30 olía nær því yfir svið frá SAE 10W, 15W, 20W, 25W, 20, 30.
03.09.2003 at 16:36 #475688
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já og þetta segir okkur að olía sem er með lága tölu (núll) fyrir framan W er heppilegri í miklu frosti. Mobil 1 0W 40 á t.d. að haldast fljótandi í -54° en í svoleiðis frosti er hægt að ausa flestum olíutegundum með gaffli og þarf íssexi til að ná þeim úr brúsanum (ath. ég er ekki á sölusamning, bara tekið trúnna og fleiri merki góð líka s.s. Castrol). Það getur því verið sparnaður í því að kaupa dýrt.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.