This topic contains 39 replies, has 10 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 8 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Datt í hug að setja hér inn niðurstöður úr mælingum sem ég var að gera.
Ég keypti í bríaríi ódýra VHF amatörstöð (er að ná mér í réttindin) og ákvað að prófa að mæla standbylgjuna á loftnetinu.
Niðurstöðurnar eru ansi sláandi.
Á amatörbandinu (144-146 MHz) er loftnetið frábærlega stillt af, neðst er standbylgjan 1 en 1,4 efst sem gerir 2.7% tap.
Á 4X4 rásunum eru niðurstöðurnar beinlínis hrikalegar.
Neðst á tíðnisviðinu er standbylgjan 4 sem þýðir að maður er að tapa 38% af aflinu.
Á miðju sviðinu er standbylgjan orðin 4,5 og tapið þar með 43%!
Endurvarparás 58 er svo sér kafli fyrir sig, standbylgjan er 10 og tapið er 70% !
Ég nota samskonar aðferðafræði og margir erlendir radíóamatörar þegar þeir mæla handstöðvaloftnet. Jafnvel þó ég hafi mælt þetta innanhúss þá á það ekki að hafa mikil áhrif á niðurstöðurnar, né heldur sú staðreynd að það er nokkur munur á umhverfi loftnetsins þegar það er skrúfað beint á stöðina eða aftan á mælinn með millistykki.
Helsta niðurstaðan er sú að ef einhver ætlar að „spara“ með því að kaupa sér ódýra amatörstöð og nota á 4X4 rásunum, þá þarf allavega að kaupa sér annað loftnet með sem passar fyrir rásirnar.
Meira síðar, ég ætla mér að prófa fleiri loftnet (eru á leiðinni frá Kína) og jafnvel klippa einhver þeirra til.
You must be logged in to reply to this topic.