Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Ódýrar VHF handstöðvar
This topic contains 39 replies, has 10 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 8 years ago.
-
CreatorTopic
-
11.04.2015 at 16:17 #778973
Datt í hug að setja hér inn niðurstöður úr mælingum sem ég var að gera.
Ég keypti í bríaríi ódýra VHF amatörstöð (er að ná mér í réttindin) og ákvað að prófa að mæla standbylgjuna á loftnetinu.
Niðurstöðurnar eru ansi sláandi.
Á amatörbandinu (144-146 MHz) er loftnetið frábærlega stillt af, neðst er standbylgjan 1 en 1,4 efst sem gerir 2.7% tap.
Á 4X4 rásunum eru niðurstöðurnar beinlínis hrikalegar.
Neðst á tíðnisviðinu er standbylgjan 4 sem þýðir að maður er að tapa 38% af aflinu.
Á miðju sviðinu er standbylgjan orðin 4,5 og tapið þar með 43%!
Endurvarparás 58 er svo sér kafli fyrir sig, standbylgjan er 10 og tapið er 70% !
Ég nota samskonar aðferðafræði og margir erlendir radíóamatörar þegar þeir mæla handstöðvaloftnet. Jafnvel þó ég hafi mælt þetta innanhúss þá á það ekki að hafa mikil áhrif á niðurstöðurnar, né heldur sú staðreynd að það er nokkur munur á umhverfi loftnetsins þegar það er skrúfað beint á stöðina eða aftan á mælinn með millistykki.
Helsta niðurstaðan er sú að ef einhver ætlar að „spara“ með því að kaupa sér ódýra amatörstöð og nota á 4X4 rásunum, þá þarf allavega að kaupa sér annað loftnet með sem passar fyrir rásirnar.
Meira síðar, ég ætla mér að prófa fleiri loftnet (eru á leiðinni frá Kína) og jafnvel klippa einhver þeirra til.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.04.2015 at 18:48 #778975
Sælir
Takk fyrir þessar pælingar. Þetta er mjög áhugavert og á örugglega við á fleiri stöðvum en þessari. Ég er með HX370 stöð ( sem Bílanaust selur) og hún dregur næstum ekki neitt. Ég á líka litlar UHF stöðvar að þær draga næstum alveg eins, en kosta aðeins 9,99USD tvær í pakka.
Getur það ekki verið skýringin að loftnetið sé ekki rétt fyrir okkar tíðnir ?
Kveðja
Friðrik
11.04.2015 at 19:18 #778976Ég þyrfti að athuga það við tækifæri, ég held að ég eigi rétt millistykki fyrir Vertex loftnetin og get e.t.v. mælt það niðri í Síðumúla í næstu viku. Ég held að stöðvarnar sem klúbburinn á sé með nákvæmlega eins loftnetum.
12.04.2015 at 00:34 #778979Eðlilega, ef þú tekur loftnet með hærra Q en venjuleg loftnet, þá færðu slæma standbylgju utan þess tíðnisviðs sem það virkar. Það merkir samt *ekki* að það virki betur en loftnet með lægra Q á þeirri tíðni!
Flest commercial net eru gerð fyrir 10-15MHz bandbreidd og hafa þar af leiðandi lágt Q, en góða bandbreidd (útgangurinn svitnar ekki eins).
Commercial net mun að sjálfsögðu gefa þér örlítið betri nýtni en ekkert sérstaklega mikið m.v. Qið sem það hefur.
Eina leiðin til að mæla þetta af einhverju viti er að mæla útgeislað afl, annað gefur þér ýmsar mismunandi *misvísandi* niðurstöður.
12.04.2015 at 10:43 #778981Fyrir þá sem skilja ekki alveg latínuna hjá Samma;
The Q of an antenna is a measure of the bandwidth of an antenna relative to the center frequency of the bandwidth.
Q-gildi á loftneti er s.s. mælikvarði á hversu vítt svið það virkar vel á. Hátt Q = þröngt svið.
Ég býst við að loftnetin á HX370 stöðvunum séu skömminni skárri en á Baofeng stöðinni minni af því að þær eru yfirleitt ætlaðar fyrir bátarásirnar (marine band), sem er reyndar inn á milli 4X4 rásanna.
12.04.2015 at 23:16 #778985Þetta er mjög áhugavert.
Ég er með svipaða talstöð uv82 en á henni er annað loftnet. Ég keypti svo Nagoya na-701 loftnet útfrá ánægju manna á netinu en það virðist tjúnað inn á 144MHZ sömuleiðis (kvartbylgju). Það væri áhugavert að prófa fleiri loftnet og sjá hvað er að virka best með svona stöðvum því loftnetin skipta jú gríðarlegu máli.
Er mjög flókið að mæla þetta?
13.04.2015 at 12:16 #778989[quote=778985]Þetta er mjög áhugavert. Ég er með svipaða talstöð uv82 en á henni er annað loftnet. Ég keypti svo Nagoya na-701 loftnet útfrá ánægju manna á netinu en það virðist tjúnað inn á 144MHZ sömuleiðis (kvartbylgju). Það væri áhugavert að prófa fleiri loftnet og sjá hvað er að virka best með svona stöðvum því loftnetin skipta jú gríðarlegu máli. Er mjög flókið að mæla þetta? [/quote]
Eins og ég mæli þetta er það ekki svo flókið. Ég tengi talstöðina við loftnetsmælinn (eins og sést á myndinni efst í þræðinum) og skrúfa svo loftnetið beint á mælinn með millistykki. Svo er bara að mæla á mismunandi tíðnum.
19.04.2015 at 15:12 #779039Jæja, Nagoya loftnetin skiluðu sér, það er ekki amalegt að fá 4 loftnet fyrir 1600-kall
Og svo var farið að mæla og klippa til.
Maður náði standbylgjunni niður í 2.5 og 3.5 þar sem upprunalega loftnetið var í 4 og 4.5 , sem sagt, AÐEINS skárra. Endurvarparásirnar voru áfram í tómu rugli, og greinilegt að stöðin skrúfar niður í aflinu þegar hún fær svo stóran hluta af aflinu til baka. Það sýndi sig ef maður mældi aflið sem fór út og inn aftur. Það er þá alveg eins gott að skrúfa aflið niður í 1-watt, Bláfjallaendurvarpinn opnast jafn vel þannig úr eldhúsglugganum, annars er maður bara að ylja sér á höndunum með megninu af aflinu.
Það er meira en að segja það að klippa þessi net, stöngin er gerð úr tveimur lögum af sex vírum sem eru snúnir í sitthvora áttina og kjarninn er svo 3 eða 4 vírar í viðbót. Svo er 3-pF þéttir við tenginguna og spóla hliðtengd við hann.
19.04.2015 at 16:16 #779040Og að athuguðu máli;
Þá er ástæða fyrir því að amatörstöðvar virka illa á okkar tíðnisviði með upprunalegum loftnetum. VHF-bandið hjá Amatörum er frá 144 til 146MHz eða eingöngu 2MHz „á breidd“
4X4 rásirnar eru með senditíðni yfir rúmlega 11 MHz þannig að það er varla séns á að finna góð loftnet sem dekka það allt. En endurvarparásirnar skera sig svolítið úr með meira en 9MHz mun á sendi- og móttökutíðni.
Getur einhver í fjarskiptanefndinni sagt mér af hverju þetta bil er svona fáránlega mikið? Svona þegar tekið er tillit til þess að aðrir endurvarpar eru bara með 0,6 MHz mun?
21.04.2015 at 01:02 #779161Sæll Jón
Áhugaverðar pælingar, en ef ég má spyrja, hvernig loftnetsmæli ertu með?
þ.e. tegund og týpa?
21.04.2015 at 08:14 #779162Mælirinn er eins og þessi nema hvað minn er með annað tíðnisvið, nær vel yfir VHF sviðið enda keyptur til þess.
Annað varðandi handstöðvar, það var verið að ræða á fundinum í gærkvöld munin á VHF og UHF handstöðvum og hvernig VHF dugði ekki á milli bíla meðan litlar UHF stöðvar gera það.
Skýringin liggur í því að bylgjulengdin á VHF er um 2 metrar og kemst ekki hindrunarlaust útu um bílrúðu sem er ca 50cm þar sem opið er minnst. UHF bylgjurnar eru styttri og komast greiðlega gegnum bílglugga og þá heyrist á milli. VHF þarf nefnilega helst að vera með loftnetið alveg uppi við gluggann eða þá með útiloftnet.
21.04.2015 at 21:14 #779166Sæll
Á Nagoya UT 102UV SMA Male útilofnet sem er gert fyrir þessar stöðvar og líka Nagoya NA-771 sem kemur í satðin fyrir orginal.
Spurning hvort þú vilt mæla þau ?
22.04.2015 at 08:48 #779170Ekkert mál að mæla fleiri loftnet, ég verð líklega niðri í Síðumúla á fimmtudag í að innrétta nýja húsnæðið, en get örugglega tekið pásu fyrir mælingar. Reyni að muna að hafa græjurnar úti í bíl.
23.04.2015 at 17:50 #779187Jæja, þá er maður búinn að prófa töluvert.
Loftnet af 8 rása Maxon handstöð (eins og þær elstu sem klúbburinn á)
rás 55 standbylgja = 4
rás 50 standbylgja = 2
rás 58 standbylgja = 1.5Þetta loftnet er greinilega hannað fyrir hærri tíðni en mörg önnur og hentar vel fyrir 4X4 rásirnar.
Síðan var fengin Vertex Standard HX370e eins og voru í hópkaupunum í fyrra.
rás 55 standbylgja = 3
rás 50 standbylgja = 4
rás 58 standbylgja = 4.2Þessi tvö loftnet eru bæði með breiðara vinnusvið (hærra Q-gildi) heldur en upprunalega loftnetið á Baofeng stöðvunum og betri en Nagoya loftnet sem er búið að klippa til.
Svo kemur enn flóknari súpa
Ég fór að bera saman útgeislað afl á Baofeng og Vertex stöðinni.
Ég notaði frekar frumstæða aðferð, keyrði upp GQRX-forritið í tölvunni sem er tengt við USB-SDR móttakara. Síðan las ég móttökustyrkinn á rófsjánni í GQRX-forritinu.
Báðar stöðvarnar voru með -13dB á rás 45 sem er á 153.100 MHz (almenn rás og tíðnin almennt þekkt)Báðar „sulla aðeins í kringum sig“ í útsendingunni, en Baofeng er sýnu verri.
Vertex var með -55dB á 152.700 (400KHz neðanvið)
og -65 á 153.500 (400KHz ofanvið)Baofeng var með -60dB á 152.800 (300Khz neðanvið)
og -65dB á 153.400 (300KHz ofanvið)
líka -40dB á 152500 (600Khz neðanvið)
og -65dB á 153.700 (600Khz neðanvið)Svo athugaði ég svokallaðar yfirsveiflur, en það er svolítið sem allir sveiflugjafar senda frá sér en eru síaðir frá í útganginum á talstöðvum. Þetta lýsir sér þannig að maður fær sveiflur á tvöfaldri tíðni, þrefaldri, fjórfaldri o.s.frv.
Í þessu tilfelli athugaði ég 2x, 3x, og 4x á 306.200MHz, 459.300MHz, og 612.400MHzVertex stöðin var með -26dB á 2x, -40 á 3x og mældist ekki á 4x
Baofeng var með -24dB á 2x, -39dB á 3x og -46dBEn svona til upplýsingar þá eru -26dB um 1/20 af -13dB
og -40dB eru um 1/512 af -13dB
(Leiðréttið mig endilega ef ég hef reiknað þetta vitlaust).En þessar athuganir hjá mér gefa nokkuð skýra mynd.
Ódýrar VHF stöðvar henta örugglega illa fyrir 4X4 rásirnar, enda yfirleitt alltaf hannaðar fyrir amatörbandið. Einnig er síunin í þeim verri.
Það þarf ekki nema reka sig í einn takka (eða ýta á vitlausan) og þá er maður farinn að senda út einhverja vitleysu á rangri tíðni.
Upprunalega loftnetið er svo illa hannað fyrir 4X4 rásirnar að megnið af aflinu fer í að hita manni á höndunum.
23.04.2015 at 20:31 #77919723.04.2015 at 20:48 #77920123.04.2015 at 21:51 #779212Geturu sent mer sms í 869 7454 svo ég geti verið í bandi við þi, komst ekki til þín í dag
Gaman að mæla þetta sem ég er með því ég er með aðra stöð frá sama framleiðenda.
24.04.2015 at 15:40 #779214Elvar, þú rennir bara við niður í Síðumúla á mánudags- eða miðvikudagskvöld, ég verð örugglega þar að smíða eða þrífa.
annars er síminn 894-7242
01.05.2015 at 10:03 #779589Ég dreif mig í að setja nýtt loftnet á jeppann enda var bara gamalt NMT net aftast á toppnum á honum.
Keypti 1/4-bylgju loftnet og setti á sama fót og NMT netið var á. Svo mældi ég standbylgjuna til gamans.
Byrjaði á að klippa aðeins of langt (50,5cm) og þá var standbylgjan 1,1 efst á amatörbandinu (146MHz) og frá 1,6 og upp i 2 á 4X4 rásunum.
Klippti eins og mælt var með (49cm) og þá var standbylgjan 2,2 neðst á amatörbandinu, og 1,6 efst á því.
Á 4X4 rásunum hreyfðist mælirinn varla, standbylgjan er s.s. 1 á almennu rásunum og 1,4 á efstu endurvarparásinni (58)
Þetta þýðir að maður er að tapa eingöngu 2,7% af aflinu á rás 58 og mest 14% neðst á amatörbandinu. Einnig sést að það er mun auðveldara að aðlaga bílaloftnet heldur en handstöðvaloftnet.
01.05.2015 at 17:01 #779590Nú er eitthvað skrýtið í gangi, síðasti póstur sést ekki, nema maður sé skráður inn, en ég athuga hvað gerist ef ég bæti einum við.
06.05.2015 at 00:23 #779704Sælir
Skemtileg umræða hér á ferð, en ég verð að leggja aðeins orð í belg, vegna þess sem haldið var fram hérna fyrr í þræðinum.Ég er ekki sammála því að ekki sé hægt að nota hand VHF stöðvar inn í bíl án útiloftnets. Ég á Kenwood TK2170 handstöð með 16cm Kenwood loftneti og er búinn að nota hana töluvert inn í bíl, hún hefur verið að draga mun lengra en mig hefði órað fyrir, hafði einmitt smá áhyggjur af þessu fyrirfram.
Ég hef verið að nota hana í bílum með litlar rúður og ekkert verið að halda henni í rúðnni, gerði það fyrst, en er hættur því núna.
Hef einmitt verið mili húsa á Akureyri og talað við menn í yfir 8km í beinni sjónlínu, og stöðin mín inni í bíl milli sæta.Þannig að jú vissulega er betra að vera með útiloftnet, en þá eiga menn líka að fá sér alvöru útiloftnet, pískarnir sem jeppamenn nota gjarnan eru bara klipptir í lengd fyrir eina tíðni og eru því alltaf bara málamiðlun, á meðan „kústsköftin“ spanna töluvert svið eins og t.d þetta frá AC marine sem er gott frá 146-162,5 MHz
http://acantennas.com/sites/default/files/productsheets/CX4.pdfAnnað mál, með HX 370 stöðvarnar, þá eru menn stundum ekki alveg búnir að lesa manualinn með þeim.
T.d hef ég lent í nokkrum „biluðum“ stöðvum sem senda einmitt ekki neitt, eða „heyra ekkert“ og þá hefur oftast sendistyrkurinn verið stilltur í lágmark eða squelchinn verið í max án þess að eigendurnir kannist nokkuð við að hafa stillt þetta.
En ég skal hins vegar viðurkenna að ég hef ekki notað HX 370 sjálfur inn í bíl og skal því ekki dæma um hvað hún dregur langt svoleiðis.En er ekki bara málið í þessu eins og svo mörgu öðru að maður fær það sem maður borgar fyrir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.