Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ódýr 46″ og 49″ dekk
This topic contains 93 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
26.10.2007 at 19:23 #201044
Hvernig er það með menn hér. Er einhver hugur í mönnum að slá saman í eitt stykki gám með 46″ og 49 “ dekkjum?
Verð á 46″ úti er ca 25.000 kall.
Þið megið setja inn komment ef að þið eruð með áhuga á þessu. Ég ætla allavega að fjárfesta í einu setti af 46″ dekkjum meðan dollarinn er lár.
Kveðja í bili, Theodór Kristjánsson.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.10.2007 at 19:44 #600906
Það gæti nú verið sniðugt ef þetta gæti komið á sæmilegu verði. Hvað með 47" Er ekkert verið að spá í þau? Ertu með einhverja áætlun miðað við 20′ gám eða stærra? Væri til í svona pakka.
Kveðja:
Erlingur Harðar
26.10.2007 at 20:08 #600908Hugmyndin er að þetta verði aðallega 46 tomma en það má vel skoða hvaða áhuga menn hafa á öðrum stærðum. 46" verður þó lágmarksstærðin í þetta skiftið og 40 feta gámur er planið. Þarf að skoða betur hvað mörg dekk komast í þannig gám.
Hjá Summit Racing er
Mickey Thompson Baja Claw Tires
Tire, Baja Claw, LT 46 x 19.5-15, Bias-Ply, 3,200 lbs. Maximum Load, Blackwall, Each
11/18/07 $439.95Nú er bara að byrja að sjá hvaða áhugi er á þessu og svo kíla á pöntun. Við erum búnir að gera þetta einu sinni og það tókst með ágætum. Verðið á 46" verður að nást í kringum 40-45 þ. krónur stk. það gerir ca. 160 þúsund gangurinn í stað ca. 270 þúsund.
Kveðja, Theodór Kristjánsson.
26.10.2007 at 20:24 #600910Með því að fara í 16" felgur, stækkar hópurinn all verulega. Allir Ford fjóshaugarnir þurfa þá stærð, og þá væri ég til í að vera með, og margir aðrir.
Góðar stundir
26.10.2007 at 20:28 #600912Það er ekkert mál að vera með valmöguleika á því.
Málið er bara að vera ekki að fylla gám af dekkjum þar sem ekkert dekk er af sömu sort eða stærð. Skráið bara hvaða dekk þið hafið áhuga á í þessum stærðum og við tökum svo að lokum saman hvaða magn er um að ræða.Kveðja, Theodór Kristjánsson.
26.10.2007 at 21:55 #600914Þannig að ég skilji þetta rétt að þá ertu að tala um að gangurinn heim kominn sé 160-180 Þús ???
Kveðja Sæmi
26.10.2007 at 22:22 #600916það er planið já. Ekki gleyma að þetta er enn á byrjunarreit og enginn föst verð örugg.
Kveðja.
26.10.2007 at 22:48 #600918Þeir sem hafa skráð sig eru:
1. Theodór Kristjánsson 46" 15"felg 4 stk.
2. Erlingur Harðarsson 47" xxfelg 4 stk.
3. Benedikt Sigurgeirsson 46" 15"felg 4 stk.
4. Hlynur Snæland 46 " 16" felg 4 stk.
5. ……….
Samtals 46 tomma 12 stk.
47 tomma 4 stk.
49 tomma 0 stk.Kveðja, Theodór Kristjánsson.
27.10.2007 at 00:16 #600920Teddi flottur….
Varstu búinn að finna einhver verð í 49" dekkin ?
Benni
27.10.2007 at 00:38 #600922Að taka inn í þyngdargjald og svo úrvinnslugjald. Samtals nema þessi gjöld 35 kr. á hvert kíló af hjólbarða.
Sirka 6 – 7 þús á ganginn 46" (miðað við að dekkið sé 50 kg).
kv
Gunnaruss.. mar er bara í litlu litlu deildinni. 38 – 41"
27.10.2007 at 09:53 #600924Verð á 49" úti er ca. 550 – 600 dollarar á stykkið.
Það gerir ca 35.000 kr stk. Þessum dekkjum þurfum við að ná á ca 60-65 þúsund kr stykkið.Veit ekki verðin á þeim hérna heima.
Er búinn að tala við Gúmmívinnsluna fyrir norðan eins og seinast og þeir eru tilbúnir í að vaða í þetta með okkur. Viljum þó ekki fastsetja nein verð enn.
Kveðja, Theodór Kristjánsson.
27.10.2007 at 10:57 #600926Mig minir að fullt verð á 49" sé rétt rúmur 80 þ. og með hefðbundnum 4×4 afslætti eru þau því á ca 73 þ.
Þetta er of lítill munur til þess að það borgi sig að standa í þessu – allavega í mínu tilviki.
Auk þess sem að það kom upp galli í einu dekki hjá mér sem GVS bætti…. Topp þjónusta þar á bæ.
Þannig að ég er allavega ekki með í þetta skiptið…
(auk þess var ég að kaupa nýjan gang hjá Ása um daginn….)
En engu að síður frábært framtak hjá þér Teddi…..
Benni
27.10.2007 at 14:05 #600928Ég er til í að vera með. 4stk 46" fyrir 15" felgur.
Kv. Júníus S:6969541
27.10.2007 at 14:39 #600930Ég er til í 4 stykki 46" fyrir 15" felgur
Þórarinn S:8922124
27.10.2007 at 16:43 #600932Þeir sem hafa skráð sig eru:
1. Theodór Kristjánsson 46" 15"felg 4 stk.
2. Erlingur Harðarsson 47" xxfelg 4 stk.
3. Benedikt Sigurgeirsson 46" 15"felg 4 stk.
4. Hlynur Snæland 46 " 16" felg 4 stk.
5. Júníus Guðjónsson 46" 15"felg 4 stk.
6. Þórarinn Einarsson 46" 15"felg 4 stk.
Samtals 46 tomma 20 stk.
47 tomma 4 stk.
49 tomma 0 stk.
Kveðja, Theodór Kristjánsson.
27.10.2007 at 20:24 #600934Ég er til í 4 stykki 46" fyrir 15" felgur
kv Þórir Kristmundsson
6968815
28.10.2007 at 00:12 #600936Þeir sem hafa skráð sig eru:
1. Theodór Kristjánsson 46" 15"felg 4 stk.
2. Erlingur Harðarsson 47" xxfelg 4 stk.
3. Benedikt Sigurgeirsson 46" 15"felg 4 stk.
4. Hlynur Snæland 46 " 16" felg 4 stk.
5. Júníus Guðjónsson 46" 15"felg 4 stk.
6. Þórarinn Einarsson 46" 15"felg 4 stk.
7. Þórir Kristmundsson 46" 15 " felg 4 stk.
Samtals 46 tomma 24 stk.
47 tomma 4 stk.
49 tomma 0 stk.
Kveðja, Theodór Kristjánsson.
28.10.2007 at 20:43 #600938Ég er til í 4 stykki 46" fyrir 15" felgur
kveðja Ægir 8616260
29.10.2007 at 10:38 #600940Þeir sem hafa skráð sig eru:
1. Theodór Kristjánsson 46" 15"felg 4 stk.
2. Erlingur Harðarsson 47" xxfelg 4 stk.
3. Benedikt Sigurgeirsson 46" 15"felg 4 stk.
4. Hlynur Snæland 46 " 16" felg 4 stk.
5. Júníus Guðjónsson 46" 15"felg 4 stk.
6. Þórarinn Einarsson 46" 15"felg 4 stk.
7. Þórir Kristmundsson 46" 15 " felg 4 stk.
8. Ægir Sævarsson 46" 15 " felg 4 stk.
9. ……..
Samtals 46 tomma 28 stk.
47 tomma 4 stk.
Kveðja, Theodór Kristjánsson.
29.10.2007 at 16:48 #600942Sælir félagar
Gott framtak að safna saman í gám. Ég var að spá aðeins hvenær áætluð koma á gámnum væri til landsins? Fyrir eða eftir jól?
Kv. Villi
29.10.2007 at 19:09 #600944Ég er að vona að þetta verði komið til Íslands fyrir áramót. Það verður samt að ná minnst 100 stk. til að fylla 40 feta gám. Nú þurfa menn að spíta í lófana og ákveða sig sem fyrst hvort þeir ætla að vera með.
Kveðja, Theodór Kristjánsson.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.