This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Bjarnason 11 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Þar sem allir nýir bílar eru komnir með tölvustýringu á flestum hlutum finnst mér kominn tími til að skoða tæknina aðeins nánar og helst á verklegan hátt. Í þessum tilgangi hef ég fest kaup á ódýrum ODB2 / Bluetooth ELM327 clone kódalesara, sem á að dæla hinum margvíslegu upplýsingum um kerfi bílsins út á tölvu, eigandanum til fróðleiks eða armæðu eftir því hvernig tekst til.
Meðan ég bíð eftir græjunni datt mér í hug að auglýsa hér eftir ábendingum um gott lesefni og reynslusögur þeirra sem eru búnir að prófa og stíga fyrstu skrefin og hakka sig inn í tölvukerfi bílanna sinna.
Er það ekki annars rétt skilið hjá mér að allir bílar frá árinu 2000 og þaðan af yngri séu með ODB2 tengi þar sem megi tengja svona skanna til að ná öllum helstu upplýsingum um kerfi bílsins og þá sér í lagi vél og drifbúnað?Ekki væri verra að frétta af því ef einhver sérstök áhætta felst í því að tengja svona noname kínverska lesara í bíla og gera eitthvað sem veldur vandræðum eða tjóni á heilabúi bílsins. Hvað ber þá helst að varast við notkun á þeim ?
Jóla- og áramótakveðjur.
Wolf
You must be logged in to reply to this topic.